Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Á leið í kosningar

er ríkisstjórn flokksins míns Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.

Eftir minna en 100 daga! Hvað gera menn rétt fyrir kosningar? Reyna menn ekki að haga málflutningi sínum svo til vinsælda horfi?

Björgvin Guðmundsson er sá baráttujaxl fyrir kjörum aldraðra að menn taka eftir því þegar hann tekur til máls. Hann skrifar nú:

"

Mörg þúsund eldri borgarar missa lífeyri sinn!

Þegar núverandi ríkisstjórn komst til valda 2013 ákvað hún að leiðrétta tvö atriði af kjaraskerðingu aldraðra frá árinu 2009 (voru 6).

Hún ákvað að hætta að skerða grunnlífeyri og hækka frítekjumark vegna atvinnutekna á ný í 109 þúsund krónur á mánuði.Það hafði verið baráttumál samtaka eldri borgara að skerðingu grunnlífeyris yrði hætt og Landssamtök lífeyrissjóða voru einnig algerlega andvíg þessari skerðingu.

En Adam var ekki lengi í paradís.Nú hefur ríkistjórnin ákveðið að byrja að skerða grunnlífeyri aftur frá næstu áramótum skv drögum að nýju frumvarpi um almannatryggingar.

Við það munu mörg þúsund eldri borgarar missa lífeyri sinn frá TR og ekki fá neinn lífeyri frá almanna tryggingum.Það gengur ekki.

Grunnlífeyrir á að vera heilagur eins og lengst af hefur verið hér.

Björgvin Guðmundsson"

Er þetta áróðursbragð flokksins míns? Svar við loforði Pírata um 100 milljarða nýtt fé í samneysluna?

Ég er líklega hættur að skilja pólitík á leið í kosningar.


Stærðfræðikennslan

var mér umræðuefni 3.7.2014. Þar rakti ég mína sögu sem slaks nemanda í stærðfræði sem síðar var sannað að mátti rekja til þess að ég hafði aldrei lært að lesa né skrifa stærðfræði.

Það kom í ljós að þetta vakti upp minningar hjá mörgu góðu fólki um stærðfræðinám. Athugasemdadálkurinn varð fljótlega langur og fróðlegur.

Mig langar að brydda upp á þessu aftur vegna þess hversu þýðingarmikið þetta er.

Svona hljóðuðu athugasemdirnar þá:

"

Flott færsla hjá þér. Ég álpaðist í stærðfræðideild af því ég vissi ekki að síðustu tvö árin í skólanum myndi ég ekki hafa neinn tíma til að sinna náminu. Stærðfræðin er eins og keðja, þar sem enginn hlekkur má bresta og ekki má missa þráðinn.

Það er auðveldara að komast í gegnum málanám hvað orðaforðann snertir; - gerir minna til þótt orð vanti hér og þar.

Ég hef ítrekað orðið var við hve mikið skortir á einfaldan hugarreiknings- og stærðfræðiskilning sem hægt er að kenna á furðu litlum tíma.

Ómar Ragnarsson, 3.7.2014 kl. 14:31

Smámynd: Alfreð K

Það bætir ekki úr skák þegar grunnskólanemendur þurfa nú ekki lengur einu sinni að kunna margföldunartöfluna. Þetta skilst mér að sé núna raunin í íslenskum grunnskólum, eða a.m.k. í Rvík, það sagði mér móðir drengs þar fyrir örfáum árum.

Alfreð K, 3.7.2014 kl. 14:49

Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Ómar. Hugarreikningur er alveg forboðinn í íslenskum skólum. Og margföldunartaflan líka Alfreð K.

Sonardóttir mín er í síðasta bekk grunnskóla.Ég spurði hana út í margföldunartöfluna. Iss sagði hún, ég er með reiknivél. Já, en elskan mín, ef þú ert nú úti í móa pg þarft að reikna 8 x 7 og ert ekki með reiknivélina. Iss, gerir ekkert til sagði hún geislandi, ég er með símann minn.

þegar við vorum í verkfræðinni í gamla daga notuðum við reiknistokk. Þá fékk maður tilfinningu fyrir stærðum, hvort það ættu að vera 3.6 cm2 af járni í bitanum því að maður vissi að það gat ekki verið 36 cm2 og ekki 0,36 cm2. Tilkoma reikninvélanna veldur því að svör geta verið af ýmsu tagi, 3.6789 cm2, 36,789cm2 eða 0,36789cm2. Aukastafirnir klikka ekki hvað sem kommunni líður. Ég held að kennsla á reiknistokk væri góð hugarþjálfun í skólum. En hvað er maður að rövla svona, það hlustar enginn á gamla vitleysinga eins og mig.

Það er rátt Alfreð, að þú finnur varla útskrifaðan grunnskólanema sem kann töfluna. Ég prófa stundum á þýskum börnum sem ég hitti hvort au viti hvað 7x9 séu. Allt annað. Líkega eru það kvenkyns reikningskennarar sem eru ástæðan. Þær kenndu aldrei reikning í den, það virtist ekki liggja fyrir þeim þá.

Halldór Jónsson, 3.7.2014 kl. 15:18

identicon

 

Þetta er góður pistill og umhugsunarverður Halldór. Ég velti þó kenningunni um kvenkyns reikningskennarana fyrir mér. Man eftir því að í grunnskólanum á Skagaströnd í gamla daga kom stundum fyrir að karlkyns kennarar gátu ekki leyst sum dæmin í kennslubókinni. Þeir gripu þá gjarnan til þess ráðs að gera því skóna að niðurstaðan væri röng í Svörunum sem fylgdu kennslubókinni. En oftast var nú þrautalendingin að fara með dæmið til Elinborgar heitinnar Jónsdóttur sem kenndi lengi við skólann og aldrei man ég til þess að það brygðist að hún leysti dæmið fljótt og vel. Þannig að ekki hefur það nú verið algilt í den tid að konur gætu ekki reiknað.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 16:13

Smámynd: Halldór Jónsson

Já Kári,

ég er nú ekkert harður á þessu. Auðvitað geta konur lært að reikna eins og aðrir hjá réttum kennara. Dr, Unverhau hefði getað kennt nær öllum að reikna, hann var svo sérstaklega lúnkinn. Ég hafði aldrei kvenkyns reiknikennara frá Ísaksskóla og uppúr.

Sumir hafa þetta að geta kennt öðrum. Sumir hafa það bara ekki.

R.Demmig heitinn í Darmstadt var annað séní í kennslu. Gaf út klassískar bækur sem voru handskrifaðar með tússi og ljósritaðar um alla háskólapensúmið í verkfræðinni, dýnamík punkta og massa, stærðfræði,trígónmetríu plan og sveríska,. Ég átti allt safnið og við lásum þetta strákarnir okkur til gagns þegar erfitt var að skilja prófessorana. Ég hfef oft hugsað að ef þessar bækur hefðu verið á ensku þá hefðu þær náð útbreiðslu. Þær voru svona líkar Schaums Outlines

Prófessor Tölke var annað séní sem kenndi mér. Hann hafði held ég átta doktorstitla. Hann er ógleymanlegur því hann gaf sér tíma til að ræða við okkur um hvernig lífið myndi verða hjá okkur sem verkfræðingar og byggði á sinni reynslu sem var gríðarleg. Leonhardt var annar.

Hvernig verða menn kennarar af Guðs náð? Ég veit það ekki. Sumir bara hafa það aðrir ekki. Gylfi Þ. Gíslason var einn slíkur sem hafði það, einn sá besti sem ég nokkru sinni hafði. Jæja, þetta er orðinn útúrdúr hjá mér allt saman.

Halldór Jónsson, 3.7.2014 kl. 18:51

Smámynd: Bjarni Jónsson

 

Við reiknistokksmenn og notendur Erlangs Fircifrede Logarithmer megum muna tímana tvenna.  Það er þó víst, að þeir, sem ekki tileinka sér litlu margföldunartöfluna, verða eins og fiskar á þurru landi allt sitt líf, hvað sem reiknivélum og símum líður. 

Þú nefnir mikilvægi skapandi kennara.  Víst er um það.  Einn íslenzkan slíkan, Björn Bjarnason, stærðfræðikennara, nafngreinir þú.  Hann kenndi mér í 6. bekk MR og aftur á fyrsta ári verkfræðinnar í HÍ.  Hrífandi persónuleiki með einstakt lag á að ná til ólíkra nemenda, karlkyns og kvenkyns. 

Slíkir menn hjálpuðu mörgum við val á framhaldsnámi.  En reiknistokkurinn, hann var sannkallaður töfrasproti, sem hreif unglinginn.  Og Schaum, hann gaf iðnum nemanda góða æfingu við lausn alls konar dæma. 

Þú hefur kveikt upp fortíðarþrá.

Bjarni Jónsson, 3.7.2014 kl. 21:26

Smámynd: Örn Johnson

Ég man hinn frábæra Björn Bjarnason vel. Gaman að rifja upp þennan tíma, takk Halldór.

Örn Johnson, 3.7.2014 kl. 22:21

Smámynd: Hörður Halldórsson

 

 

  • 7+7/7+7x7-7 hægt að flaska á þessu ef handavinnan er röng.

  •      7 + 1 + 49 - 7 = 8 + 49 - 7 = 57 - 7 = 50

 

Hörður Halldórsson, 3.7.2014 kl. 23:22

Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Bjarni , tek undir hvert orð um hann Björn Bjarnason. En þetta með fortíðarþrána tek ég ekki undir. Það er allt orðið svo miklu auðveldara núna en það var með öllum þeim hjálpartækjum sem í boði eru. En þau eru samt ekki barna meðfæri frekar en hnífar og skæri.

Hörður halldórsson, þetta er hluti af því sem er til umræðu að vinna skipulega.

Halldór Jónsson, 4.7.2014 kl. 00:23

Smámynd: Halldór Jónsson

Já Ómar,

Það er gríðarlega gaman að læra mál og apa framburð til dæmis sænsku og dönsku. Það er listgrein sem þú kannt manna best.

Halldór Jónsson, 4.7.2014 kl. 00:24

Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Ómar

Ég man að þýsk vinnukona heima hjá mér gat margfaldað saman margrastafa tölur í huganum. Sagði að þetta hefði verið kennt í þýskum skólum. Af hverju má ekkert leggja á sig lengur? Ekki læra kristnifræði þó að maður trúi ekki sögunum? "Also, er setzte sich an einem Tisch und nahm die Speisekarte.." eins og stendur í frægri bók sagði Gúðmundsen í frægri ræðu sinni í Brekkukotsannáli. Maður hefur bara gott af að læra utanbókar og man það oft lengi

Halldór Jónsson, 4.7.2014 kl. 00:29

Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 

Þegar við höfðum ekki annað en reiknistokkinn og Erlangs Fircifrede Logarithmer sem Bjarni minnist á, þá þurftum við bæði að skilja verkefnið sem við vorum að fást við og kunna að reikna svona því sem næst í huganum. Við urðum að hafa tilfinningu fyrir viðfangsefninu.
Reiknistokkurinn hélt nefnilega ekki utan um núllin. Þetta átti kannski sérstaklega við um okkur rafmagnsmenn sem þurfum að reikna með agnarsmáum og ofurstórum tölum, frá píco (0,000.000.000.001)) og upp í tera (1.000.000.000.000) að minnsta kosti.

Með því að nota veldisvísa er nokkuð auðvelt að reikna í huganum  yfir svona stórt talnasvið og til dæmis margfalda saman picofarad og gigaohm til að finna tímastuðul.  Þegar menn fóru að nota reiknivélar í stað reiknistokks töpuðu menn þessari leikni. Urðu bara hálf skilningslausir takkastjórar :-)  

Öðlingurinn Björn Bjarnason kenndi mér stærðfræði í háskóla, en einnig Guðmundur Arnlaugsson og Halldór Elíasson. Halldór kenndi mér einnig í menntaskóla ásamt Halldóri Guðjónssyni, og svo auðvitað Sigurbjörn Guðmundsson sem var þá verkfræðingur hjá Sigurði Thoroddsen (nú Verkís). 

Ágúst H Bjarnason, 4.7.2014 kl. 09:23

Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll frændi og takk fyrir síðast. Það var aldeilis gaman að sjá í gullastokkinn hjá þér. Ég verð að koma aftur.

Já, ég held að reinistokkurinn og hugarreikningurinn sem leiddi af Erlangs fircifrede hafi verið eitthvað sem við vildum ekki hafa misst af. Ég átti líoka blikkspjald með stálsíl til að leggja saman á, bara þrælgott. Svo lærði maður aðferð til að nota handsnúnar margföldunar og deilivélar eins og voru notaðar til að leysa matrixur, snúa fram og aftur við statísk óakveðin dæmi. Býsna framandi fyrir ungt fólk að heyra.

Eldri höfðingjana sem þú nefnir, þá Guðmund Arnlaugs og Björn þekkti ég líka sem kennara og þeir eru manni ógleymanlegir. Guðmundur sýndi manni fyrstu dæmin +i eðlisfræði þar sem maður sá að það var hægt að nota calculus á hagnýtan hátt sem fram að því maður hafði ekki haft hugmynd um til hver væri. Hann gerði kennsluna svo lifandi. Alveg einstakur maður.

 

Halldór Jónsson, 4.7.2014 kl. 11:51"

 

Því miður veit ég ekki til þess að neitt hafi breyst í skólunum okkar. Grunnskólakrakkar læra ekki margföldunartöfluna og geta þar af leiðandi ekki neitt bjargað sér án reiknivéla sem eru sem betur fer allstaðar.

Stærðfræðikennarar tóku ekki þátt í umræðunni þá og ég heyri heldur ekki núna í þeim. Hugleiðingar mínar um kynjabundinn hæfileika til reikningskennslu hafa fallið niður gleymdar sem venjulegur rasismi minn. Gott að ég fór ekki út í kynþáttabundinn mun en hann er líka hugsanlega fróðlegur.

Vegna þess hversu stærðfræðin var mér erfið lengi vel þegar ég grét yfir Elíasi Bjarnasyni og formælti honum í máttlausri bræði en gat lært allt annað eins og biflíusögur til dæmis án þess að trúa orði af þeim, þá finn ég sérstaklega til með þeim krökkum sem eiga í þessu basli eins og ég. Pabbi bjargaði því sem bjargað varð fyrir skaplyndi mínu sem var honum oft erfitt.  Ég held að ég viti hvað er að og hef hér áður fyrr velt fyrir mér að stofna einkaskóla til að kenna reikning eingöngu til að hjálpa þessum krökkum í neyð þeirra.

Því að ég held að reikningsbaslið móti allt eftirlíf þessara krakka og loki svo mörgum sundum fyrir þeim út í lífið, beinlínis heldur niðri þroska stórra hópa efnaminni barna. Sá skóli ætti að vera tileinkaður minningu Dr. Unverhau að mínum smekk sem gerði kraftaverk á meðalsnotrum skussum úti í Stuttgart fyrir hálfri öld.

Ég held að þjóðarhagur og lífshamingja ungs fólks ráðist meira af gæðum stærðfræðikennslu grunnskólans en nokkru öðru.


Enn rangt frá sagt

í fréttum RÚV þegar sagt er frá ummælum Guðna Th. um að taka eigi á móti flóttamönnum. 

Þar er að engu getið að Guðni tók skýrt fram að ekki væri mögulegt að taka endalaust við öllum sem hingað vildu koma.

Það passaði greinilega ekki í Samfylkingarforskriftina því þessa var í engu getið.

Hálfsannleikur, rangupplýsingar og framhjáskautun staðreynda, var hin viðurtekna aðferð fréttastofa fólksins í austantjaldsríkjunum á sinni tíð. Útvarp allra landsmanna virðist ekkert sjá athugavert við að fara sömu slóð og ef ekki segja rangt frá beinlínis þá heldur nota hálfsannleik sem getur breytt niðurstöðunni.


Brautin er greið

nú fyrir DagBé og EssBjörn að rústa Reykjavíkurflugvelli.

Samkomulag Hönnu Birnu og Jóns Gnarrs hefur verið staðfest sem löglegt af Hæstarétti. Í því stendur að Ríkið, en ekki Reykjavíkurborg, sem var aðili að áliti Rögnunefndarinnar að flytja almanna- og einkaflug til Hvassahrauns, skuli eitt og sér eiga að framkvæma það og kosta. Reykjavíkurflugvöllur fellur því í heild sinni í fang Reykjavíkurborgar. Ríkið fær núll nema að það fær að kosta nýjan flugvöll í boði Hönnu Birnu, ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Dagur er líklega ekki eins vitlaus og margir halda:

Ég var viðstaddur 1947 þegar Bretar afhentu íslenska ríkinu Reykjavíkurflugvöll í heilu lagi.Ég man eftir pípuhöttunum og viðhafnarklæðum fyrirmanna en ég var sjálfur alsæll á nýjum gúmmískóm.

Hann Birna mátti sem ráðherra selja eigur ríkisins og bar engin skylda til að ráðfæra sig við aðra ráðherra eða Landsfundarálit Sjálfstæðisflokksins. Jón Gnarr mátti kaupa hvað sem hann lysti. Skyldi einhver ekki biðja Guð að hefna vesalings síns sem barist hefur hart fyrir Reykjavíkurflugvelli.

DagurBé er löngu búinn að gefa Háskólanum Fluggarðasvæðið sem er víkjandi á Deiliskipulagsuppdrættinum. Þar hafa einkaflugmenn átt flugskýli sín síðan 1978 og greitt af þeim skatta og skyldur alla tíð. Nú skulu þeir rífa byggingarnar á eigin kostnað og bótalaust samkvæmt bréfi frá lögfræðingi Borgarinnar.

Óháð því hvort almannaflugið hefur einhvern stað að fara á hjá Ríkinu, þá blasir við að borgaryfirvöld geta lokað Fluggarða af frá flugbrautunum á morgun. Hvaða tilgang hefðu flugskýlin þá? Þá á ríkið alveg eftir að kosta flutninginn frá Vatnsmýri.

Þá er bara almannaflugið eftir. Ætli verði svo erfitt fyrir þá félaga  að finna ástæður til að gera því svo ólíft að það hypji sig? Vegir Borgarstjórnarinnar í flugmálum eru órannsakanlegir.

Ólíklegt er að Guð muni einhvern tímann hefna fyrir þá vesalinga sem nú bíta í gras með áorðnum tilstyrk Sjálfstæðisflokksins. Mannvalið í Borgarstjórn og stjórnmálaflokkunum þar,gefur ekki tilefni til væntinga um að nýjar kosningar breyti miklu um málefni Reykjavíkurflugvallar.

Á Alþingi breytir kjarkur Höskuldar Þórhallssonar því ekki einn og sér, að þar hafa of margir þingmenn setið á svikráðum við Reykjavíkurflugvöll í of langan tíma með því að mæla fagurt en flátt hyggja, að þaðan er ekki hjálpar að vænta. 

Brautin er greið fyrir þá DagBé og EssBjörn til að loka Reykjavíkurflugvelli með gjörð ráðherra Sjálfstæðisflokksins Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. En því nafni skulu Vallarvinir víst ei gleyma. 

 


Hvaða RUV-frétt er þetta?

"Anna Sigurlaug Pálsdóttir fjárfestir greiddi ekkert útsvar á síðasta ári samkvæmt tekjublaði DV. Mikið var fjallað um fjármál Önnu Sigurlaugar í tengslum við félag hennar Wintris Inc., en Anna er gift Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra.

 

Á skattskyldar tekjur einstaklinga er annars vegar lagður tekjuskattur til ríkisins og hins vegar útsvar til þess sveitarfélags sem fólk býr í. Anna Sigurlaug og Sigmundur eru með lögheimili að Hrafnabjörgum í Jök­uls­ár­hlíð og greiða því útsvar til Fljótsdalshéraðs. Samkvæmt tekjublaðinu námu mánaðarlaun Sigmundar Davíðs um 1,7 milljónum króna á mánuði. 

Þess ber að geta að ekki er lagt útsvar á fjármagnstekjur. Til skattskyldra fjármagnstekna einstaklinga teljast til að mynda vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur, utan rekstrar. Á slíkar tekjur er lagður 20% fjármagnstekjuskattur."

Það er að öllum líkindum ekkert athugavert við þð að konan greiði ekki útsvar. Verður þá ekki að spyrja hvaða upplýsingagildi þessi frétt hefur þegar maður verður að lesa í gegn um allan texta fréttarinnar, sem margir munu ekki alveg klára?. Það eru hjón sem hafa ógnar tekjur, eru andstæðingar Samfylkingarinnar í stjórnmálum, konan borgar ekki útsvar og hafa hugsanlega henti-heimilsfang til að spara opinber gjöld og hækka styrki.

Var þetta sett fram til að auka á trú fólks á heiðarleika þessara tilteknu hjóna sem hafa verið í þýðingarmiklum störfum fyrir alþjóð? 


Timburmenn

eftir Steingríms-og Jóhönnustjórnina eru enn að koma fram.Svo stendur í Mogga í dag:

"Ráðuneytisstjórar hækka um 36-37% í launum nú um mánaðamótin, skv. nýjum úrskurði kjararáðs. Þá hækkar greiðsla fyrir fasta yfirvinnu úr 50 þús. kr. í 500 þús. kr. Laun ráðuneytisstjóra fara því nú í um 1,9 millj, kr. á mánuði en voru áður 1,1 millj. kr. Þá hækka laun skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu um 28-35% og verða nú að jafnaði um 1,4 millj. kr. að auknum yfirvinnugreiðslum með- töldum.

Í úrskurði kjaradóms er vitnað til bréfa frá ráðuneytisstjórum sem segja að álag í starfi hafi aukist mikið, skipulag ráðuneyta breyst verulega og ábyrgð ráðuneytisstjóra aukist. Launahækkunin er sögð viðbrögð við þessu – auk þess sem tekið sé tillit til þróunar kjaramála. Kjararáð hefur ekki áður tekið sérstaka ákvörðun um laun ráðuneytisstjóra en kjaranefnd ákvað þeim síðast laun vorið 2005"

Hver var það sem réðist til atlögu við allt ráðuneytabatteríið og sölsaði sem flest undir sig? Allt hagræðing sagði hann þá.

Nú er sannleikurinn að koma í ljós, "skipulag ráðuneyta breyst verulega og ábyrgð ráðuneytisstjóra aukist. Launahækkunin er sögð viðbrögð við þessu.."

Dýr verður Hafliði allur áður en yfir lýkur.Þjóðinni er mátulega í rass rekið að hafa kosið þetta endemis lið yfir sig. Og skelfilegt til þess að hugsa að í haust hefur hún ekkert lært ef hún er tilbúin að kjósa Pírata sem ekki verða lengi að því að fara undir forsjá Steingríms sem vans manns af vinstri kanti. Hugsjónalega getur aldrei steytt á neinu ef valdakaup er í augsýn á þeim bæ.


Píratar og Pírötur

fara með himinskautum þessa dagana. Þeir hafa ráð undir rifi hverju. Alveg finnst manni hafa maður verið svikinn um eitthvað úr lífinu með því að hafa þurft að lifa því áður en þessi fólk með þessi einföldu grunnsannindi komu til.

Á heimasíðunni er grunnstefnan skilgreind svo:

Í sviga á eftir set ég mínar spurningar við fullyrðinguna.

PÍRATAKÓÐINN

Píratar eru frjálsir

(Var enginn frjáls fyrir þeirra tilkomu? Við sem vorum í Sjálfstæðisflokknum vorum bara upp til hópa þrælar auðvalds og kúgunar, teymdir áfram af vitleysingum óg eiginhagsmunaplógum af því að við vorum allir vitlausari en þeir? Virkilega?)

 

Píratar eru friðelskandi, sjálfstæðir, sjálfráðir og hlýða ekki í blindni. Þeir vilja að einstaklingar hafi vald yfir sínum persónugögnum og njóti skoðanafrelsis. Píratar axla þá ábyrgð sem fylgir frelsi.

(Við héldum að við værum að vinna að þessu með samstilltu átaki hundruða flokksmanna.Landsfund eftir Landsfund, ræður okkar og rit. Nú er bara búið að finna upp hjólið, það er líklega munurinn? Vorum við bara blekktir af því að við vorum svona bláeygðir?)

 

Píratar virða friðhelgi einkalífs

(Við héldum að Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið fyrir einstaklingsfrelsinu og athvafnafrelsinu og staðið vörð gegn stóra bróður? Við höfum líklega misskilið það vitlaust? Þeir segja líka að enginn flokkur hafi þanið báknið eins mikið út og Sjáflstæðisflokkurinn. En  var það ekki fólkið sem krafðist þessa og hins? kallar sífellt á sértækar lausnir á vegum hins opinbera? Jarðgöng hér er en ekki þar,vegi hér strax en ekki þar?)

 

Píratar vernda einkalíf. Þeir berjast gegn vaxandi eftirlitsæði ríkja og hagkerfa því að slíkt hamlar frelsi og þróun hjá einstaklingum. Frjálst og lýðræðislegt samfélag þrífst ekki ef friðhelgi einkalífs er ekki virt.

(Við héldum þetta líka en byggðum samt upp eftirlitsiðnaðinn, það er rétt.Við tölum um þetta á Landsfundum en líklega meinum allt annað því við lifðum í allsherjar blekkingu kúgaranna?)

 

 

Píratar eru gagnrýnir

(Já við héldum lengi vel í Sjáflstæðisflokknum að við vildum jákvæðar breytingar, þessvegna værum við í stjórnmálastarfi.Við værum í flokki til að bæta böl og laga misfellur? Piratar hafa að minnnsta kosti ekki tekið eftir því þar sem þeir eru að finna þetta upp núna.)

 

Píratar eru skapandi, forvitnir og fylgja ekki í auðsveipni stöðnuðu kerfi. Þeir skora kerfi á hólm, leita að veikleikum og finna leiðir til að lagfæra þá. Píratar læra af mistökum sínum.

 

(Við Sjálfstæðismenn bjuggum til kvótakerfið í sjávarútvegi til bráðabirgða. En við höfum aukið það og varið með kjafti og klóm. Alltaf tölum við um að breyta því þar sem kvóti er andstæður grunnstefnu flokksins. En við finnum bara aldrei neitt betra en einokun þegar um er að ræða svona rosalega takmarkaða og viðkvæma auðlind)

Píratar sýna sanngirni

(Já, aldrei hefur skort á trúna á sanngirnina í Sjálfstæðisflokknum. En að framkvæmda hana hefur okkur ekki tekist ef marka má innhringendur til dæmis á Útvarpi Sögu. Og svo nátturlega Píratakóðann núna) 

Píratar standa við orð sín. Samstaða er mikilvæg þegar ná þarf fram sameiginlegum markmiðum. Píratar vinna gegn samfélagi sem anar áfram í blindni og bregðast við þegar þörf er á siðferðislegu hugrekki.

(Höfum við aldrei þurft að beita öllu okkar afli Sjálfstæðismenn? Landhelgisstríðin voru víst bara sunnudagaskokk skv. hinum nýja skilningi sem brátt situr Bessastaði?)

 

Píratar virða líf

(Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega virt líf. Hann deilir hart um fóstureyðingar. Hallelújar hælisleitendur en lætur gamlingjana okkar svelta ef svo ber undir.)

Píratar eru friðsamir. Þeir hafna því dauðarefsingu og eyðileggingu á umhverfi okkar. Píratar standa fyrir sjálfbærni náttúru og auðlinda. Við viðurkennum ekki einkaleyfi á lífi.

( Ef veldi ISIS og hryðjuverka vex stjórnlaust, hvað ætli Píratar geri? Bjóða sífellt hinn vangann?)

 

Píratar eru fróðleiksþyrstir

 

Aðgengi að upplýsingum, menntun, þekkingu og vísindaniðurstöðum verður að vera ótakmarkað. Píratar styðja frjálsa menningu og frjálsan hugbúnað.

 

(Við Sjálfstæðismenn höfum látið standa okkur að því að reyna að hafa áhrif á Netfrelsið með því að banna Deildu, Piratebay oþ meira.Algerlega án árangurs þar sem ekkert hefur verið gert nema della. Ég skammast mín fyrir þátt míns flokks í þessu. Netið á ekki að fikta við. Það á að vera notendanna eingöngu með göllum sínum og kostum.Piratebay er alls óskylt Pírötum en það hefur fært fátæku fólki kost á að mennta sig með hinum dýrustu forritum sem leiðir svo beint til hagvaxtar og hækkunar menningarstigs. Krónuhagsmunir einhverra öskurapa blikna í samanburði við það.)

Píratar eru félagslyndir

(Sjálfstæðisflokkurinn er líka félagslyndur með tugþusundir meðlima. Allt þetta kvenfólk sem í honum er?) 

Píratar virða mannhelgi. Þeir leggja sig fram við að koma á samfélagi þar sem samstaða ríkir og þar sem hinir sterku vernda og aðstoða þá sem veikari eru. Píratar standa fyrir stjórnmálamenningu sem er hlutlæg og réttlát.

(Var þá stjórnmálamenning eins og maður þekkti hana ekki hlutlæg né réttlát.Sáu menn útrásarvíkingana vernda þá smáu undir félagshyggjustjórninni? Hvað er núverandi stjórn að gera í málunum? Ekki neitt nema bull?)

 

Píratar eru alþjóðlegir

 

Píratar eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu. Þeir nýta sér þau tækifæri sem Internetið býður upp á og geta þannig hugsað og unnið án landamæra.

(Þarna kemur " No Borders" stefnan í ljós. Óheft flæði fólks til Íslands meðal annars. Er þetta nýkratisminn ? Við erum nú búin aldeilis að súpa seyðið af alþjóðahyggju kratismans  og kommúnismans. Við erum enn að berjast við ESB forynjuna, þeir sitja um að smeygja upp í okkur beislinu sbr. Viðreisn, svikarann mikla Steingrím Jóhann, og Samfylkingargengið á spenanum hjá útrásarvíkingunum. Enda dregur af Samfylkingunni þess meir sem sá fæðukrani gefur minna)

Hvert leiddi það heiminn? Sýnist mönnum við vera að tækla múslímavandann og flóttamannastrauminn?)

 

Það verður heldur betur fróðlegt að sjá hvernig stjórnarhættir Pírata muni gefast ef svo ber til að veturnóttum. 

Ég trúi því varla enn, að íslensk þjóð sé svo heimsk að hún kjósi þetta mökkurgengi véfrétta  í stað alls þess sem núverandi stjórn hefur þó tekist að koma til leiðar. 

Píratar og Pírötur er bara andlitið og æðibunan á Birgittu Jónsdóttur og því liði sem henni fylgdi en ekkert nýtt.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418443

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband