Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Hæstiréttur dæmdi ekki um neyðarbrautina

heldur hvort tveir einstaklingar, löglega kosnir, mættu gera samning sín á milli um ráðstöfun verðmæta og ekki fæli í sér saknæman verknað.

Hæstiréttur var ekki að dæma um hvort neyðarbraut væri nauðsynleg eða ekki. Fyrir hann er lögð skýrsla verkfræðistofunnar EFLU sem kemst að þeirri niðurstöðu að brautin sé óþörf að teknu tilliti til gefinna forsenda. Á þeim grundvelli sér Hæstiréttur ekki annmarka á að þessir tveir einstaklingar versli sín á milli og óþarfri neyðarbraut skuli þar með lokað. Hæstiréttur er ekki að skoða verslunarhagsmuni einstaklinga sem tengjast málinu með all-áberandi hætti og hefðu vakið spurningar um vanhæfi víða ef upp hefðu komið. En þetta kom ekkert að dómborðinu og kemur málinu ekkert við.

Það sem kemur málinu við að EFLA skilar skýrslu sem vísindalega er talin vafasöm. Hennar verkfræðilegi heiður er auðvitað í veði ef einhvern tímanna væri farið vísindalega ofan í málið. Tengsli EFLU við hagsmunaaðila eru svo annar þáttur sem er langt í frá ekki hafinn fyrir gagnrýni. 

Jóhannes Loftsson skrifar rökfasta grein  í Morgunblaðið í gær.

Hann segir:

"Eitt eftirminnilegasta atriði Monty Python grínaranna hefst með því að húsráðandi kemur til dyra og mætir þar tveimur embættismönnum. Embm.: Góðan daginn. Getum við fengið lifrina þína? Húsr.: Hvað? Embm.: Lifrina, það er stórt líffæri í kviðarholinu þínu? Húsr.: Ég veit hvað lifrin er, en ég er eiginlega að nota hana. Embm.: En þú ert búinn að skrifa upp á viljayfirlýsingu um lifrargjöf, og við viljum fá hana núna. Húsr.: En ég þarf hana til að lifa. Embm.: Engar áhyggjur, það hefur enginn lifað af lifrargjafaaðgerð hjá okkur fram að þessu. Eftirleikurinn varð síðan blóðugur. Oft er því kastað fram að listin endurspegli raunveruleikann, en aldrei grunaði mann að það ætti við um þennan svarta húmor.

Það á nefnilega að fara að fjarlægja neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar sem enn verið er að nota. Bara á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs þurfti sjúkraflugið að lenda á brautinni 16 sinnum. Brautin er einnig mikilvæg öryggi allra minni flugvéla auk björgunar- og leitarflugs, sem oft er farið við erfiðar veðuraðstæður.

Flest venjulegt fólk skilur að þegar öryggisþjónusta er skert þá er lífi fólks stofnað í hættu. Í áhættumatinu sem unnið var vegna fyrirhugaðrar lokunar brautarinnar voru þessir stærstu áhættuþættir hins vegar undanskildir, sem eru hreint óskiljanleg vinnubrögð því áhættumat án tillits til stærstu áhættuþátta er ekki pappírsins virði.

Veifandi þessu ónýta plaggi og viljayfirlýsingu fyrrverandi innanríkisráðherra, þá hefur núverandi borgarstjórn gengið fram af mikilli óbilgirni til að knýja á um að neyðarbrautinni verði lokað strax í haust.

Puntlýðræði valdaelítu

Það sem er hvað undarlegast við þessa framgöngu alla er að um 70% borgarbúa og 80% landsmanna vilja halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd. Enn merkilegra er að þar sem lokunin kemur til með að skerða heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar varanlega, þá má í raun segja að lokun brautarinnar stríði gegn tveimur stærstu undirskriftasöfnunum í sögu lýðeldisins: Undirskriftasöfnuninni sem Hjartað í vatnsmýrinni stóð fyrir og nýlegri undirskriftasöfnun um eflingu heilbrigðiskerfisins. Hvað varð um lýðræðið? Hvernig stendur á því að valdhafar í borginni hlusta ekki á almenning í þessu mikla hagsmunamáli? Athyglisvert er að við stjórnartaumana í Reykjavík eru sömu flokkar og hvað mest hafa talað fyrir að festa eigi þjóðaratkvæðisákvæði í stjórnarskrá. Þessi lýðræðisást þeirra virðist þannig eitthvað valkvæð, og hverfur um leið og þeir halda sjálfir um stjórnartaumana. Lýðræðishjal sem er blekkingar einar.

Varnarleysi var ekki besta vörnin

Frededric Bastiat sagði eitt sinn að það versta sem gæti komið fyrir góðan málstað væri ekki það að fá óvægna gagnrýni, heldur að vera varinn af vanhæfni Þessi aðvörun kemur ofarlega í huga þegar Reykjavíkurflugvallardómsmálið er skoðað. En við málsvörn gleymdist að taka fram að áhættumatið undanskildi áhrif lokunar á sjúkraflutninga. Þar gleymdist að benda á að eitt að- alsönnunargagn ákæranda var skýrsla sem var það óskiljanleg að yfirferðaraðilinn neitaði að rýna hana.

Þar gleymdist að benda á að eini nothæfistuðullinn sem rétturinn fjallaði um uppfyllti engan veginn kröfur íslenskra reglugerða þar sem hann var reiknaður fyrir ranga stærð flugvéla og tók hvorki tillit til skyggnis né almennra brautarskilyrða eins og ísingar. Þar gleymdist að nefna að allar veðurforsendur áhættumatsins byggðust á mildasta og stilltasta veðurtímabili frá upphafi mælinga. Eins gleymdist öll efnisleg gagnrýni á orðalag viljayfirlýsingarinnar sem dómsmálið fjallaði um. En nú er dómur fallinn og því of seint að deila á þennan vitleysisdóm.

Það sorglega við þetta mál er að þótt íslenska ríkið hafi verið var ákært í málinu, þá var í raun verið að rétta yfir sjúklingum sjúkraflugsins. Dómurinn gæti reynst dauðadómur því hann gæti haft áhrif á hátt í 30 sjúkraflutninga á ári. Það er síðan algjört met í tilætlunarsemi að ætlast eftirleiðis til þess að sjúkra-, björgunar- og leitarflugmenn þurfi að taka enn meiri áhættu í starfi sínu en þeir þegar gera. Hvernig á flugmaður að velja á milli þess að reyna hættulega lendingu eða snúa við með sjúkling í lífshættu? Þetta skilningsleysi valdaelítunnar á kringumstæðum venjulegs fólks er algjör siðblinda. Í stað þess að yfirvöld séu þjónn fólksins þá er valtað yfir hagsmuni almennings með blekkingum og yfirgangi.

Hvað er til ráða?

Enn er von, því Alþingi getur gripið inn í með lagasetningu, sem festir völlinn í sessi eða leitar álits þjóðarinnar, t.d. samhliða næstu alþingiskosningum. Viðleitni Alþingis fram að þessu hefur þó ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Það vill hins vegar þannig til að á næstu mánuðum þarf Alþingi að endurnýja umboð sitt.

Ætlar ríkisstjórnin virkilega að láta það verða sitt síðasta verk fyrir kosningar að gera ekkert meðan heilbrigðisþjónusta landsbyggðarinnar er skert á þennan hátt?

Til að Reykjavíkurflugvöllur verði að kosningamáli þá þarf fólk að láta sína kjörnu fulltrúa vita að afstöðuleysi í þessu máli er ekki lengur ásættanlegt. Aðeins þannig má koma í veg fyrir skemmdarverkið."

 

Ég verð að taka undir með höfundi. Hæstiréttur var ekki að dæma um tæknimál heldur samningsrétt. Hann var heldur ekki að dæma um tilvist flugvallar. 

En ég ætla að segja það, að það verður á brattan að sækja hjá mér fyrir hvert þingmannsefni sem situr á þessu þingi að biðja mig um styrk, hafi sá hinn sami ekkert gert í að vernda Reykjavíkurflugvöll og verið búinn að lofa því áður. Svikahrappa kýs ég ekki vegna þessa máls og Júdasa þar af síður.

Það skuluð þér vita allir þingstaular að gagnvart mínu atkvæði skjótið þér yður ekki með afstöðuleysi á bak við þennan Hæstaréttardóm.

 

 


Stjórnmálin ríkisvædd

síðan sú var tíðin að stuðningsmenn flokka urðu að afla þeim fjár. 

Svo ritar Hannes Hólmsteinn í Mbl. í dag:

 

" Hér hef ég rifjað upp, að fyrir þingkosningarnar í apríl 2009 var laumað frétt um það í Stöð tvö, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið við 30 milljón króna styrk frá FLGroup árið 2006. (Hvaðan skyldi fréttin hafa komið?) Olli þetta uppnámi, og missti flokkurinn eflaust verulegt fylgi fyrir vikið.

Af þessu tilefni upplýsti Samfylkingin, að hún hefði árið 2006 alls tekið við 36 milljónum frá fyrirtækjum. Í rannsókn Ríkisendurskoðunar eftir kosningar kom í ljós, að Samfylkingin hafði ekki tekið við 36 milljónum frá fyrirtækjum þetta ár, heldur 102 milljónum.... 

Af þessum 102 milljónum króna telst mér til, að 26,5 milljónir hafi komið frá fyrirtækjum Baugsveldisins (8 milljónir frá FL-Group, 5,5 frá Íslandsbanka, 5 frá Baugi, 5 frá Dagsbrún, 1,5 frá Teymi, 0,5 frá Vífilfelli, 0,5 frá Stoðum, 0,3 frá Húsasmiðjunni, 0,2 frá ISP).

Fyrirtæki tengd Ólafi Ólafssyni og viðskiptafélögum hans veittu Samfylkingunni að minnsta kosti 20 milljónir í styrki (Kaupþing 11,5 milljónir, Exista 3,5, Ker 3, Samskip 1, Samvinnutryggingar 1).

Frá fyrirtækjum tengdum Björgólfsfeðgum virðist Samfylkingin hafa fengið 15,5 milljónir (8,5 milljónir frá Landsbankanum, 5,5 frá Actavis, 1,5 frá StraumiBurðarási)."

Menn veltu því fyrir sér á sinni tíð hvert Bjarni Benediktsson myndi skila þessum peningum þegar styrktaraðilarnir voru komnir í gjaldþrot. Enn aðrir af hverju ætti að skila aftur löglega fengnu styrktarfé. Sjálfstæðisflokkurinn er illa staddur fjárhagslega eftir endurgreiðslurnar. Og líklega ekki mikils metinn heldur fyrir þær ef marka má skoðanakannanir. Samfylkingin skilaði öngu af styrkjafé. Ekki get ég dæmt um það hvort henni hefur verið refsað fyrir það sérstaklega.

Þeir sem hneykslast mest eru auðvitað litlu ljótu klíkuflokkarnir sem enginn vildi styrkja. Þeir eru búnir að koma á víðtæku banni á að stjórnmálaflokkar megi þiggja styrki. Í stað þess eru komnir ríkisstyrkir og fá þeir þá hlutfallslega mest sem léttvægastir eru. Fara svo leiðtogarnir gjarnan í hár saman hver hafi mátt hirða hvað fyrir sig.

En hvort er betra? Eiga frjáls félagasamtök almennings eins og kvenfélög, saumaklúbbar, björgunarsveitir eða stjórnmálaflokkar að vera á framfæri almennings eða stuðningsmanna sinna eingöngu? Af hverju á ég að borga til flokka sem ég vil ekki sjá né heyra?

Litlu ljótu klíkurnar eru auðvitað á einu máli um það að ég eigi að borga tilneyddur, því ekki nokkur maður vill borga til þeirra af fúsum vilja.

Svo mér finnst við sitja uppi með andhverfu þess sem við lögðum upp með. Að fjöldahreyfingar og félög verði til að því að það sé þörf fyrir þau og því komi fólkið til fylgis. Ekki að ríkið eigi að borga fyrir hvern sérvitring sem býr til flokk utan um sjálfan sig og sína vitleysu, ekki að það sé orðinn bísness að búa til flokk, hvernig sem honum af reiðir.

Við erum búin að ríkisvæða stjórnmálin og ég held að það hafi verið spor aftur á bak.


Blöð dagsins

hafa nú fengið afgreiðslu hjá mér.

Helst til tíðinda er að prófessor doktor Þorvaldur Gylfason skrifa ágæta og fræðandi grein í Fréttó. Alveg afbragð og laus við venjulegar grillur, stjórnarskráratkvæðagreiðslur og ESB-bull. Hann getur þetta strákurinn.

Hann ræðir um merkilegt mál hvernig Norðmenn eru vakandi yfir því að yztu byggðirnar leggist ekki af með því að bankar og aðrir gleymi þeim ekki. Þessu er nefnkilega öfugt farið á Íslandi og óskandi að dr. Þorvaldur færi að skoða það hversu þessu er varið hérlendis.

Hér magnar Höfuðborgarsvelgurinn eins og ég kalla hann upp spennu í efnahagslífinu, keyrir upp húsnæðisverð unga fólksins og vinnur systematiskt gegn landsbyggðinni, t.d. með því að hvorki bankar sem önnur ríkisfyrirtæki  sjá ástæðu til að auglýsa í lókalblöðum landsbyggðarinnar. Það er bara Moggi og Fréttó sem skrifa mest um það sem er að gerast í  svelgnum sem fá auglýsingar hjá opinberum og raunar mörgum öðrum fyrirtækjum. Þeir sem hafa unnið við að afla auglýsinga í stórblöð á landsbyggðinni eins og SÁM FÓSTRA  þekkja þetta af 1.handar reynslu. Auglýsingastofur virðast margar vera sama sinnis, það er nóg að kynna vörur í Reykjavíkurmiðlum og þar með er landið afgreitt.

Grétar Snær skrifa magnaða ádrepu um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir eru að meðhöndla gamla fólkið. Raunar er Jón Ragnar líka að skrifa um þetta mál og gerir vel í að verja innræti flokksins. En Grétar Snær lýsir gjörðum flokksins hvað sem innrætinu líður.

Grétar segir m.a.:

"... Kjararáð er sjálfstætt ráð sem er falið það verkefni að ákveða laun og starfskjör æðstu embættismanna ríkisins. Í þeim hópi eru t.d. alþingismenn, ráðherrar, dómarar og ráðuneytisstjórar svo einhverjir séu nefndir.

Nú hefur ráðið komist að þeirri niðurstöðu að laun ráðuneytisstjóra, þrátt fyrir 9,3% launahækkun frá 1. mars 2015, séu algjör sultarlaun miðað við þá miklu ábyrgð sem þeir bera, hver svo sem hún nú er, og því beri nauðsyn til að hækka þau um 36-40%, þ.e.a.s. dagvinnulaun á mánuði. Að auki skal nú hækka „fasta yfirvinnu“ (sem áður hét „ómæld yfirvinna“) um litlar 450 þúsund krónur, úr 50 þúsund krónum á mánuði í 500 þúsund, lítil 900% – takk fyrir. Þessa „föstu yfirvinnu“ fá ráðuneytisstjórar greidda burt séð frá því hvort þeir skila einhverri yfirvinnu eða ekki.

Hér er ekki um neitt annað að ræða en dulbúna og svívirðilega launahækkun og með þessu hafa heildarlaun ráðuneytisstjóra hækkað, frá áramótum, um 73% á mánuði (72,7% fyrir þá sem vilja hafa þetta nákvæmt)...."

Maður er bara klumsa ef þetta er rétt hjá Grétari.

Jón Ragnar segir 

svo m.a.:

".... Sjálfstæðismenn eru alls engir aumingjar – þvert á móti dugandi fólk sem er best treystandi til að reka heilbrigðis og velferðarmál af ábyrgð, ásamt að byggja upp traustan efnahag sem staðist getur áföll. En við mættum gjarna svara fullum hálsi þeim sem saka okkur um siðblindu – það má enginn sitja þegjandi undir slíku."

Já ég segi nú Jón Ragnar, hvað finnst þér um það sem Grétar segir?

 

Og svo með þetta með milljarða á skúffubotnunum. Það er búið að ákveða að endurgreiða kvikmyndafélögum 25% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem eru gerðar hér á landi. Alls kyns fólk er að setja um fleiri milljarðaverkefni í kvikmyndaiðnaði út á þetta. 

Ekki éta aldraðir og öryrkjar þessa peninga heldur frekar ráðuneytisstjórar. Hvaðan fær ríkið tekjur fyrir þessu á móti? Bara óbeint með hagvexti og hádújúlækæsland?

Ég spyr enn: Sjálfstæðisflokkur og Jón Ragnar, eru ekki að koma kosningar? Hafið þið séð sjónvarpsþætti Píratastelpnanna? Hvað ætlið þið að gera?

Svona eru blöð dagsins inspírerandi.


Húsnæðið of dýrt

og kannski of flott líka?

Svo stendur í Mogga í daga:

 

"Hafnarfjarðarbær og Alþýðusamband Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu 150 leiguíbúða í Hafnarfirði. Markmiðið er að afhenda lóðir fyrir 32 íbúðir á yfirstandandi ári, 28 íbúðir árið 2017, 45 íbúðir árið 2018 og 45 íbúðir árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Þar segir einnig að ASÍ vinni að stofnun og fjármögnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem muni starfa á landsvísu. ASÍ hefur þegar haft milligöngu um byggingu um 1.000 leiguíbúða í Reykjavík og að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, hafa einnig farið fram viðræður við sveitarfélög í öllum landsfjórð- ungum varðandi uppbyggingu á leiguíbúðum. Aðstæður þar eru hins vegar aðrar en á höfuðborgarsvæðinu og stendur hár byggingarkostnaður frekari uppbyggingu fyrir þrifum.

„Við höfum verið í samtölum við sveitarfélög úti á landi en það kemur í ljós að húsnæðisvandinn þar er annars eðlis en á höfuðborgarsvæðinu. Þar snýr vandinn að skorti á húsnæði en húsnæðisverð og leiguverð er mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Þess vegna kemur það í ljós að leiguverð í þessu nýja kerfi er mun hærra en leiguverðið er á þessum stöðum og fasteignaverðið er mun lægra en byggingarkostnaður,“ segir Gylfi.

Hann bendir á að af þessum sökum séu einstaklingar og lögaðilar tvístígandi að hefja framkvæmdir. „Byggingarkostnaður er svipaður um allt land. Lóðaverðið er hærra á suðvesturhorninu en á móti er efniskostnaður hærri á landsbyggðinni vegna flutningskostnaðar. Það veldur því að byggingarkostnaður er hærri en markaðsvirði.

Þetta eru aðstæður sem er eilítið flókið að eiga við,“ segir Gylfi. Hann segist hafa lagt það til að haldið yrði málþing um málið fljótlega til þess að fara yfir þetta við- fangsefni.

„Við viljum gjarnan vera landsfélag en leiguverð hjá okkur yrði alltaf hærra en það yrði á annars staðar landsbyggðinni,“ segir Gylfi."

Gylfi mætti velta fyrir sér af hverju er húsnæðisverð svona miklu hærra á Íslandi en í erlendis gerist? Maður sér íbúðir til sölu í Póllandi á hundraðþúsund krónur fermetrann. Í Bandaríkjunum enn lægra.

Erum við ekki sjálf að setja reglur um að gera okkar húsnæði dýrara? Heimta algilda hönnun á öllu sem þýðir að allir gætu verið  öryrkjar og búið allstaðar. Þurfum við allt í toppi?

Treysti ég mér ekki til að búa í gámaíbúð þó það væri dýrara að kynda hana og hjólastóll kæmist ekki á klósettið ef ég þyrfti ekki á betra að halda í bili? Gæti leigt svona íbúð á helmingi þess sem venjulegt er?

Af hverju þarf að búa til öll þessi vandamál þegar tæknin býður upp á öðruvísi lausnir? MúltiMilljón dollara villa er of dýr fyrir mig að leigja, það er nokkuð ljóst. Ég get komist af með eitthvað til bráðabirgða af því að ég er í tímabundinni hönk. En þá má ég það ekki vegna reglugerða?

Og hver ræður reglugerðunum mest? Bankarnir sem stjórna verðinu á lánsfé? Eða hann Gylfi Arnbjörnsson sem sér að húsnæðið okkar er of dýrt og getur haft áhrif allstaðar í kerfinu.

 


Píratar hefja sókn

með frábærum þáttum á ÍNN.

Þar tala fallegar og menntaðar stelpur um hluti eins og Grunnstefnu Pírata undir stíliséraðri mynd af Vilmundi heitnum Gylfasyni sem er greinilega orðinn fyrirmyndin að erkipíratanum. Hin mikla fyrirmynd kjarksins og ósvífninnar sem hann var í augum margra á sinni tíð. Þeir Píratar höfða greinilega til Vilmundar sem síns hugsjónahöfundar sem á sinni tíð hristi kerfið frá toppi til táar svo það lék á reiðiskjálfi.

Þessar myndir eru settar upp af atvinnumönnum í grafískri hönnun og stafa lögmál stjórnmálanna ofan í þá kjósendur sem lítið vita. Hvort sem boðendurnir vita mikið meira sjálfir eða minna, þá skiptir það ekki máli. Því  þetta er áróður par excellence.

Okkar Sjálfstæðisflokkur með fína ritarann og flotta húsið Valhöll, sem er einskonar svarthol þaðan sem enginn ljósgeisli sleppur út til kjósenda, á ekki sjans hjá unga fólkinu ef hann ætlar ekki að gera eitthvað og það strax. Það er vitað að það kýs okkur enginn í þessum fjölmennu aldurshópum. Við og hinir gömlu flokkarnir eru steindauðir gegn þessu áhlaupi. 

Skyldum við Sjálfstæðismenn ekkert ætla að gera fyrir kosningar nema auglýsa í Fréttó og Mogga? Við eyðum örugglega öllum peningunum í ónýtar auglýsingar afglapanna sem skyndilega uppgötva rétt fyrir kosningar að það er engin eftirspurn eftir þeim. Þá veðsetja þeir að vanda eignir flokksins í eigin þágu stjórnlaust. Flokkurinn og fólkið situr uppi með margra ára gjaldþrot en frambjóðendurnir láta sig gjarnan hverfa prompte eftir tapið og gera ekki neitt til að kítta í gatið.

Er þetta virkilega að fara svona lóðbeint til andskotans hjá okkur í gamla Sjálfstæðisflokknum ?

Hverju ætlum við að svara Pírötum?


Hvernig líturðu út?

í augum annarra? Unglingar og konur eru mjög upptekin af þessu atriði. Gamlingjar eins og ég erum hætt að spá í þetta. 

Þessvegna fannst mér gaman að rekast á grein um mig og mínar vitlausu skoðanir, Það er til síða sem heitir Sandkassinn sem tengist pólitískri rétthugsun, Semu Erlu  og þaðan inn í Samfylkinguna í Kópavogi sérstaklega. 

Einhver Gunnar Waage trommari skilst mér að sé höfundurinn sem skrifar svo:

"Stóri ljóti og illa þefjandi útlendingurinn veldur Halldóri eflaust mikilli skelfingu. Eflaust er erfitt með svefn og líklegast fer karlinn ekki út í Melabúð að kaupa í matinn því maðurinn á kassanum er frá Ghana, tæplega tveir metrar og 120 kíló. Ekki nóg með það heldur brosir hann til Halldórs og er hinn vinalegasti, það er kannski verst.

Því er tómt í ískápnum hjá Halldóri gamla. Hann segir ekki liggja fyrir pólitíska ákvörðun um að hér skuli rísa fjölmenningarsamfélag.

Í hvert sinn sem hann fer í Melabúðina að ná sér í dósamat, þá er Eddie Murphy gerandi grín að honum. Og Halldór sem er góður Sjálfstæðismaður álítur flokksveru sína gefa sér umboð til þess að koma böndum yfir þessa skuggalegu þróun. Þetta mál var bara ekki rætt við hann. Sú hugmynd gerir óþyrmilega vart við sig í huga Halldórs að mögulega eigi hugmyndir hans ekki einu sinni upp á pallborðið í hans heittelskaða flokki, Sjálfstæðisflokknum. Mögulega hafi hugmyndir hans bara aldrei notið hljómgrunns, ekki einu sinni í vernduðu umhverfi meðal vinveittra.

Halldór er viss um að Eddie Murphy ætli að lemja hann og beita hann Nígeríusvindli, draga dætur hans niður í svaðið og taka síðan öll völd hér. Allt þetta beint fyrir framan nefið á Halldóri og honum til mikillar smækkunar. Svarti maðurinn ætlar að gera mig að fífli hugsar Halldór og skefur restina af hundamatnum upp úr dollunni en það er nú orðin þjóðarréttur eldri borgara, þökk sé flokksfélögum Halldórs sjálfs.

Halldór ætlaði aldrei að verða gamall og hann ætlaði aldrei að búa sjálfur við þau kjör sem gamalmenni, sem að hann tók þó sjálfur þátt í að koma hér á með Sjálfstæðisflokknum. Því býður Halldór nú fram aðstoð sína við að velja hverjir fái að búa hér. Þessi fjandans Eddie Murphy er að eyðileggja allt og fyrsta verk Halldórs verður að senda þennan grínista úr landi.

Öruggt má telja að þeir sem Halldór velur úr hópi innflytjenda sem boðlega til búsetu og félagsskapar við sig, verði allir undir 1.60 á hæð, helst fatlaðir og helst haldnir kvíðaröskun. Því ekki gengur að hleypa hingað fólki sem tekur afstöðu, vill taka þátt í kosningum til alþingis og sveitarstjórna. Fólki sem nennir jafnvel ekki að læra þjóðsönginn og stendur jafnvel á sama um hver Jónas frá Hriflu hafi verið.

Innflytjendur hafa líklega ekki áhuga á að hlusta á Halldór gamla. Eddie Murphy í Melabúðinni man líka eftir gömlum köllum heima í Ghana sem vilja ekki sjá hvíta menn og eru gjarnir á að pissa undir á nóttunni undan elliórum sínum um stóra ljóta hvíta manninn sem fer ekki í bað. Þeir rífast yfir að mönnum eins og Halldóri sé hleypt inn í landið, slæm reynsla sé af því í öðrum Afríkuríkjum enda færi þessir menn sig upp á skaftið, það sé bara þróunin víða."

Hreint ekki ólipurlega skrifað en kannski síður af kunnáttu um málið. Ég þekki auðvitað hvorugan þeirra Eddies eða Gunnar trommara og verð líklega að gera mér ferð í Melabúðina eftir hundamat þó ég eigi ekki hund til að sjá blámann frá Ghana sem Gunnar heldur líklega að ég hafi aldrei séð.

Ég hafði gaman af að lesa þetta hjá trommaranum. Maður sér svona skrif of sjaldan og veit ekki hvernig maður lítur út í augum hinna upplýstu. 


Ofstæki kratanna

birtist manni í leiðara Fréttablaðsins í dag, því ofmetna auglýsingamálgagni Samfylkingarinnar. Ef menn vildu aðeins kynna sér ómarkvissa dreifingu Fréttablaðsins sést fljótt að blaðið auglýsir dreifingu sína og lestur með stórlega ýktum tölum.

Fyrir utan það að blaðið er svo afspyrnu leiðinlegt fyrir marga í einhliða krataofstæki sínu, að margir nenna hreinlega ekki að fletta því, þá er það óspennandi í útliti og allri gerð. Mjög sjaldgæft að nokkur maður með viti skrifi eitthvað í blaðið sem á erindi við aðra en heiladauða krata með Euroscklerosis á háu stigi. Aldrei myndi manni detta í hug að kaupa þetta blað sem sést á sölu þess til sveita. Enn hef ég ekki séð nokkurn mann kaupa þetta blað á 15 krónur úti á landi.

En það er hin hreina alþjóðahyggja kratanna sem ég ætlaði að ræða. En hún birtist meðala annars í "no-borders" kenningunni um að engar þjóðir eigi þau lönd sem þau byggja. Allir megi hrifsa allt sem þeim dettur í hug.

Í leiðara segir einhver Magnús svo:

"Eigingirni og sjálfselska eru dapurlegar kenndir sem búa í okkur flestum og birtast í ýmsum myndum. Öll höfum við staðið okkur að því að láta eigin hag og hentugleika ganga fyrir hagsmunum annarra með einum eða öðrum hætti og vonandi höfum við í framhaldinu kunnað að skammast okkar og sett okkur hærri markmið. En nú ber svo eymdarlega við að stofnaður hefur verið sérstakur stjórnmálaflokkur á Íslandi sem gerir út á þessa lágkúrulegu hvöt okkar. Gerir út á þá ankannalegu hugmynd að við sem þjóð, menning okkar og lífshættir, séu á einhvern hátt betri eða rétthærri en annarra sem þar af leiðandi eigi ekki að fá að njóta þess sem Ísland hefur að bjóða. Að við eigum Ísland og það sé því aðeins fyrir okkur sem hér erum borin og barnfædd ásamt kannski þeim sem eru okkur þóknanlegir. Þeim sem eru til í að vera eins og við. Íslenska þjóðfylkingin hélt aðalfund sinn í lið­ inni viku og tilkynnti í framhaldi um þá fyrirætlan flokksins að bjóða fram lista í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Helgi Helgason, formaður flokksins, tíundaði einnig helstu stefnumál, s.s. að herða innflytjendalöggjöf, banna íslam, vinna gegn fjölmenningu, bæta hag aldraðra og öryrkja og hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni svo sitthvað sé tíundað. Sé stefna flokksins skoðuð í heild sinni leynir sér ekki að hann dregur dám af vaxandi þjóðernishyggju á Vesturlöndum sem víða hefur fylgt hatursorðræða og athafnir sem engu samfélagi getur verið sómi að. Orðræða og athafnir sem hafa í gegnum tíðina leitt af sér kvalræði og hörmungar víða um heim og ættu að vera hverju einasta samfélagi víti til varnaðar..."

Hvað er rangt við það að þykja vænt um land sitt, tungu og sögu eins og fólk eins og Helgi Helgason hefur kynnst því í hálfa öld? Vilja ekki afhenda hvaða landhlaupastrák það með gögnum og gæðum af því að honum hentar að leggjast upp á okkur og heimta lifibrauð þegar honum passar?  Hvað væri á móti því að hætta að ráða ónýtt embættisfólk til að túlka Dyflinarreglugerðina svo þröngt að hundruðir af óskyldum kynstofnum hlaðast hér upp sem óafgreidd vandamál?

 

 

"... En að einangra bæði þjóðina og menningu hennar með útilokunum, höfnun á stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða og öllum þeim hætti sem Íslenska þjóðfylkingin virðist ætla sér getur einungis orðið til tjóns.  Engin þjóð er í eðli sínu annarri fremri, ekkert mannslíf öðru meira virði og engin menning er sjálfsprottin. Það er því á ábyrgð allra íslenskra stjórnmálaafla að sporna af öllu afli við þeim fordómum og þeirri skaðvænlegu þjóðernishyggju sem birtist kinnroðalaust í stefnu Íslenska þjóðernisflokksins...."

það er bannað að vera á annari skoðun en skoðun Baugs-og Samfylkingarinnar. Og málskrúðið sem notað er við bannsöngin er með ólíkindum sést á því hvernig þessi Magnús Guðmundsson leiðarahöfundur klykkir út með til að ófrægja Helga Helgason.

"....Þau íslensk stjórnmálaöfl sem þegar hafa með ýmsum hætti daðrað við hugmyndir á borð við þær sem birtast í stefnu Íslensku þjóðfylkingarnar þurfa að hafa í sér dug til þess að hafna þessum ósóma með afdráttarlausum hætti. Hafna því að eigingirni, sjálfselska og fordómar séu málsmetandi afl í íslenskum stjórnmálum svo enginn þurfi að óttast að viðlíka hugmyndir verði að vondum veruleika. Hvorki nú í haust né nokkurn tíma á meðan mennskan á sér hið minnsta athvarf á Íslandi."

Þarna skilgreinir hann föðurlandsást sem eigingirni, sjálfselsku og fordóma sem megi ekki vera að vondum veruleika. Er svona þankagangur bara í lagi?

 

Helga Helgason þekki ég frá bernsku hans og veit að hann er heiðarlegur piltur og vel ættaður og með heilbrigðar skoðanir sem vill þjóð sinni vel. Mér þykir að vísu miður hvernig hann hefur sóað sínu pólitíska lífi á ýmis vafasöm viðfangsefni sem hafa borið takmarkaðan árangur til þessa. Hann hefði betur verið með okkur lengur í Sjálfstæðisflokknum því þá væri hann kominn á þing fyrir löngu. Kannski gengur betur núna.

Að minnsta kosti eru margir arfavitlausir fyrir Útlendingafrumvarpinu nýja og hundfúlir yfir Óla Forseta að samþykkja þau án þjóðaratkvæðis.

En að bera saman þjóðernisskoðanir föðurlandsvinar eins og Helga Helgasonar við landsöluboðskap þessa " Krata-Magnúsar" og þeirra ESB-kaupmanna sem enn sitja Samfylkinguna og Viðreisn og fá út ólykt og fasisma er bara fanatík og jafnmikið fíbjakk og birtist í leiðaranum.

 

 

 


Donald Trump

Ágæti áhugamaður um stjórnmál: Taktu þér tíma og og hlustaðu á manninn tala rólega við gamla vinkonu sína hana Jeannie dómara.

Hver er þess umkominn að úrskurða þennan mann fávita? Mann sem kemur úr harðneskjulegu umhverfi. Mann sem þorir að ganga á hólm við fréttafalsanir fjölmiðla og segja sínar pólitísku skoðanir eins og þaæ eru en ekki eins og demokratapressan hefur búið þær til.

Donald Trump segir að þó viðskiptaheimurinn sé harður þá sé hann mun heiðvirðari en fjölmiðlaheimurinn. Í viðskiptaheiminum sé til eitthvað sem heitir æra. Fjölmiðlaheimurinn virðist ekki þekkja hugtakið.

Er ekki kominn tími á að við förum að hlusta á þennan mann öðruvísi en með öskrum og óhljóðum. Hann segir að Hillary Clinton sé lélegur stjórnmálamaður og bendir á frammistöðu hennar í Bengazi málinu. Hann segir að Barac Obama sé versti forseti Bandaríkjanna nokkru sinni og hefur næg dæmi.

Donadl Trump hefur eindregnar skoðanir. Hann er ekki vitleysingur sem ætlar í heimsstríð strax og hann getur. Hann er einlægur í því að almenningur sé blekktur og ginntur af samsæri stjórnmálamanna og fjölmiðla.

Af hverju ekki að reyna að hlusta á hann Donald Trump í stað þess að öskra?


Harmafregn

er það mér að Vigdís Hauksdóttir ætlar ekki að sækjast eftir þingsæti. Ein af þeim örfáu sem mér stendur nærri  hjarta og skoðunum. Skellegg,kjarkmikil og og rökvís.

Tíföld að gildi við dótið af vinstra vængnum sem ekkert erindi átti á Alþingi nema að hækka sjálft sig um launaflokk.

Ég sendi Gulla mínar innilegustu samúðarkveðjur, hann hefur sannarlega misst verðugan samstarfsmann.

Alþingi verður lengi að jafna sig eftir þessi tíðindi og harmafregn.

 


Legion Étranger

barði á Íslendingum í gær.

Jú, án þess að hafa hundsvit á fótbolta, þá sýndust mér Blámenn spila mun betur. Mér fannst athyglivert að horfa á þá undirbúa hverja sókn með miklum sentríngum bakvarðanna meðan sóknarmenn stilltu sér upp og svo BANG. Sendingar Íslendinga fram völlinn voru oft ómarkvissar og því stöðvaðar.En þeir börðust og börðust, þvílikir kappar. Og frábær tækifæri

Mér fannst Íslendingar sækja sig í seinni hálfleik og það var eins og við manninn mælt þegar Eiður Smári var kominn í sóknina þá gerðist það.

5:2 er ekki til að leggjast í þjóðarsorg yfir.Hollenski dómarinn var okkur ekki hliðhollur hvað annað sem segja má um hann.

Eru Frakkar orðnir svo þróaðir að þeir verði að láta nýlendufólk vinna fyrir sig allt erfiði? Ég er ekki viss um hvort Napoleon hafi átt lífvarðasveit sem hafi haft svona óevrópskt útlit.

Við vorum ekki með Pólverja í okkar liði heldur íslenska stráka eins og þeir gerast bestir. Við erum sem betur fer ekki komnir þangað að þurfa að kalla fram okkar Legion Étranger vegna þess að við höfum ekki nægt atgerfi sjálfir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband