Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Blendnar tilfinningar

voru í brjóstum margra eftir að Kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis ákvað að breyta listanum sem kom út úr prófkjöri flokksins. Bara vegna þess að listi með konu ofarlega væri hugsanlega söluvænni en listi með karla í fjórum efstu?

Auðvitað vitum við ekki hvaða áhrif þetta hefur á kjósendur sagði Bjarni Benediktsson formaður réttilega. Við gamlir fauskar sem höfum langa og mest vonda reynslu af prófkjörsfitli mölduðum í móinn. En meirihlutinn og frambjóðendurnir samþykktu þetta svo að við það situr að vilji formanns og kjörnefndar ræður.

Svo segjum við eftir kosningarnar, auðvitað sko, þetta sagði ég?

Við Sjálfstæðismenn  í Kópavogi lentum í þriggja kjörtímabila langri eyðimerkugöngu eftir svona fitl. Því verður ekki breytt.

Þeir sem mættu í prófkjörið röðuðu Bryndísi Haraldsdóttur í fimmta sætið. Af því að 3000 manns er ekki nægilegur fjöldi þá er bara Bjarni Benediktsson í bindandi sæti. Nú er Bryndís í 2. sæti. En 3000 Sjálfstæðismenn eru 3000 sjálfstæðismenn. Fleiri en 100 manna kjördæmisráð.

Það eru blendnar tilfinngar mínar eftir þessar hrókeringar að minnsta kosti. 


Svarthol Sambandsins

 

Björn Bjarnason skrifar afburða grein í Morgunblaðið í dag um ESB vegferðina og fáránleika þess að hér skuli vera stjórnmálaflokkur sem berst fyrir inngöngu í hið stórlaskaða Evrópusamband, sem er í raun stórveldabandalag Merkel og Hollande með griðasáttmála við 25 önnur ríki. Líklega álíka trausta og fyrri griðasáttmáli Adolfs og Jósefs. 

Greinin er hér. Bloggari feitletrar að vild.

"Þegar lesin er nýja bókin Villikettirnir og vegferð VG eftir Jón Torfason og lýsing hans á aðild VG að ríkisstjórn með Samfylkingunni snemma árs og um vorið 2009 vaknar spurning um pólitískt siðferði þeirra sem telja þjóðinni fyrir bestu að halda áfram á ESB-brautinni sem þá var lögð með „flóknu baktjaldasamkomulagi“ að sögn Árna Páls Árnasonar „í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildarviðræður“.

Jón Torfason afhjúpar dæmalaus svik forystumanna VG undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar. Þeir sviku meðal annars skilyrðislausa stefnu VG um „tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu“. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um hana var felld á alþingi áður en VG veitti aðildarumsókninni brautargengi.

Jóhönnu Sigurðardóttur tókst þá að halda hópi villikattanna saman með hótunum um skjótan dauða langþráðu vinstri stjórnarinnar.

Það eru haldlaus svikabrigsl að veitast að Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki fyrir að vinna ekki að framhaldi ESB-aðildarviðræðna að loknum kosningum vorið 2013. Flokkarnir gengu þá til kosninga með þá meginstefnu að hætta ESB-viðræðunum. ESB-flokkarnir töpuðu illilega í kosningunum. Að gera kröfu um að sigurvegarar með umboð gegn ESB-aðild spyrji þjóðina hvort hún vilji halda áfram misheppnuðum aðildarviðræðum ber vott um skert veruleikaskyn.

Rekja má upphaf nýja flokksins Viðreisnar til þráhyggju vegna þess að með kosningunum 2013 urðu þáttaskil í ESBmálinu.Aðildarbröltinu var hafnað.

 

Raunir Junckers

Skammt er síðan Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, talaði um tilvistarkreppu Evrópusambandsins í stefnuræðu á ESB-þinginu. Hann hefði aldrei fyrr heyrt jafnmarga ríkjaleiðtoga ræða aðeins um heimaviðfangsefni sín og nefna Evrópu einungis í framhjáhlaupi, létu þeir hennar yfirleitt getið.

Aldrei fyrr hefði hann séð fulltrúa stofnana ESB berjast fyrir allt öðrum málum en ríkisstjórnir aðildarríkjanna, væri ESB-tillögunum ekki beinlínis beint gegn vilja ríkisstjórna og þjóðþinga aðildarlandanna. Ætla mætti að ekki væru nein skoðanaskipti milli ráðamanna hjá ESB annars vegar og í höfuðborgunum hins vegar. Aldrei fyrr hefði hann séð ríkisstjórnir einstakra landa standa svo höllum fæti andspænis lýðskrumurum og lamaðar af ótta við að taka áhættu vegna næstu kosninga. Aldrei fyrr hefði hann kynnst jafnmiklu sundurlyndi og svo lítilli samheldni innan sambandsins.

Kostirnir væru skýrir: Ætti að gefast upp vegna vonbrigðanna, ætti að leggjast í sameiginlegt þunglyndi, ætti að horfa á sambandið leysast upp fyrir framan nefið á sér? Eða ætti að snúa vörn í sókn, taka sig saman í andlitinu, bretta upp ermar og leggja harðar að sér?

„Er ekki runninn upp sá tími þegar Evrópa þarfnast ákveðnari forystu en nokkru sinni í stað þess að stjórnmálamenn stökkvi frá borði?“ spurði Juncker.

Evrópudraugur í Bratislava

Tveimur dögum eftir að Juncker rakti þessar raunir sínar hittust leiðtogar 27 ESB-ríkja (allra nema Bretlands) á fundi í Bratislava. Þar átti að berja í brestina eftir ákvörðun Breta um að segja sig úr ESB.

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sem býr sig nú undir þjóð- aratkvæðagreiðslu um stjórnskipunarmál, lýsti Bratislava-fundinum á þann veg að þar hefði hæst borið „skemmtilega bátsferð á Dóná“. Hann hefði þó frekar vænst svara við vandanum vegna brottfarar Breta en bátsferðar. Honum leist ekkert á lokayfirlýsingu fundarins og fékk ekki að vera þriðji maðurinn á blaðamannafundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta.

Renzi boðaði ekki sjálfur nein fastmótuð stefnumál fyrir Evrópu í samtali við Corriere della Sera eftir Bratislava-fundinn en sagði: „Ef við ætlum að verja síðdegi til að skrifa skjöl án minnstu andagiftar eða sýnar geta þau gert það ein. Ég veit ekki hvað Merkel á við þegar hún talar um „andann frá Bratislava“. Fari fram sem horfir ætti frekar að tala um Evrópudrauginn en andann frá Bratislava.“

Tapi Renzi þjóðaratkvæðagreiðslunni ætlar hann að segja af sér. Hann telur þó gagnrýni á hendur ESB bestu leiðina til að ávinna sér vinsældir meðal Ítala. Renzi sannar þannig réttmæti kvartana Junckers um að stjórnmálamenn hugsi meira um eigin hag, lönd og þjóðir en ESB. Sama viðhorf og hjá Renzi er meðal franskra stjórnmálamanna sem búa sig af sífellt meiri þunga undir forsetakosningarnar vorið 2017.

Nicolas Sarkozy, fyrrv. Frakklandsforseti, sem keppir nú að því að verða forsetaframbjóðandi að nýju, lýsti í útvarpsviðtali í vikunni fyrsta embættisverki sínu næði hann kjöri og sagði: „Ég færi til Berlínar til að endurstofna ESB í einu og öllu: Ég vil nýjan sáttmála.“

Alið á blekkingunni

Uppnámið er algjört innan ESB. Það hefur snarversnað síðan vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. kvaddi ESB-aðildarferlið í janúar 2013. Þá hafði aðeins 11 af 33 samningsköflum verið lokað frá 2009. Ferlinu lauk með ágreiningi um kaflana um sjávarútveg og landbúnað þegar rann upp fyrir íslensku stjórnarherrunum að ESB krafðist aðlögunar í ferlinu og í bókum Brusselmanna væri ekkert til sem heitir könnunarviðæður.

Að kynna sem kosningaloforð í september 2016 að borið skuli undir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort halda eigi þessu misheppnaða ferli áfram staðfestir enn blekkingariðju og óraunsæi aðildarsinna

Sé rýnt í orð Brusselmanna eftir að Bretar samþykktu ESB- úrsögnina í þjóðaratkvæðagreiðslu sést betur en áður haldleysi kenningarinnar um að samið verði við Íslendinga um sérréttindi. Vegna fyrirhugðu viðræðnanna milli ESB og Breta beinist athygli einkum að sérkröfum um takmörkun á frjálsri för frá ESB-ríkjum til Bretlands.

Svisslendingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir nokkrum misserum að setja hömlur á komu útlendinga til lands síns. Nú hefur svissneska þingið samþykkt tillögu um að hafa vilja þjóðarinnar að engu til að viðhalda samningum við ESB.

Martin Schulz, forseti ESB-þingins, sagði í London fyrir skömmu að hann gæti ekki ímyndað sér þá skipan í Evrópu að flutningabílar og fé vogunarsjóða færu hindrunarlaust um álfuna en ekki fólk.

Í raun er forkastanlegt að láta eins og ekkert sé sjálfsagðara en Íslendingar fái áheyrn í Brussel til að taka upp viðræðuþráð sem ríkisstjórn Íslands sleit. Nú skuli áfram kannað hvort Íslendingar fái sérkjör. Það er þetta sem ESBaðildarsinnar gera að kosningamáli fyrir þingkosningarnar 29. október 2016.Þetta vilja þeir að þjóðin ákveði í atkvæðagreiðslu en ekki hvort sótt skuli um að nýju.

 Málatilbúnaður ESB-aðildarsinna hefur verið ótrúverðugur frá ársbyrjun 2009. Þeir ýttu staðreyndum og eigin loforðum til hliðar við upphaf ESB-leiðangursins, sundruðu flokkum til hægri og vinstri og standa nú á rústum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.

Að leiða ESB-aðildina inn á vettvang íslenskra stjórnmála var upphaf svartasta kafla í sögu utanríkismála lýðveldisins.

Vörumst það svarthol."

Það er mjög furðulegt að hér skuli upp rísa heill stjórnmálaflokkur sem byggir á þeim blekkingum sem Björn Bjarnason rekur í þessari grein.

Flokkur sem búinn er að heilla til sín fallnar stjörnur úr Sjálfstæðisflokknum sem eiga að tryggja það að menn leggi trúnað á að sá flokkur hafi svikið þjóðina um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald samningaviðræðna við ESB!

Alveg óháð því hvort þjóðin kæri sig yfirleitt um aðild að ESB?

Hvað þá án þess að minnast á að Evrópusambandið sjálft er núna mikið breytt frá 2013, þegar vinstri stjórnin sleit samningaviðræðum sínum við þáverandi Evrópusmaband.

Þessi nýi flokkur lofar að binda íslensku krónuna við Evru. Það myndi núna jafngilda því að íslenskur almenningur hefði ekki fengið þá kjarabót sem fylgt hefur styrkingu krónunnar að undanförnu.

Benedikt flokkseigandi er ekki spurður út í slík grundvallarmál, hvorki af RÚV né 365. Hann er  heldur látinn komast upp með bullið í blekkingaleiknum sem flokkurinn byggir á. Efnahagsfasinn er allt annar hjá sjóveldum eins og Bretlandi og Íslandi en í hinni landluktu Evrópu.þessvegna var Brexit.Þessvegna verður ekkert IceIn.

Viðreisnarflokkur Benedikts og  Evrópusambandið er aðeins stórt svarthol hvað Íslendinga varðar.  


Já annars,

hvernig greiddu þau annars atkvæði í Landsdómsákærumálinu á hendur Geir H. Haarde, Sigurður Ingi og Eygló Harðardóttir?

Er það annars bara allt gleymt?


Skyldu kjósendur vera að hugsa?

þegar maður sér að fylgi stjórnarandstöðunnar sígur niður? Svo segir skoðanakönnun Fréttablaðsins að minnsta kosti.

Aldrei meiri  kaupmáttur. Aldrei betri afkoma ríkissjóðs. Gengið styrkist og innflutningsverð fellur. Ferðamenn streyma til landsins sem aldrei fyrr. Hælisleitendur líka.

Er núna rétti tíminn til að fela Pírötum, Viðreisn og VG landsstjórnina? Gera Smára McCarthy að fjármálaráðherra og gera kvótann upptækan? Tengja krónuna við Evruna að hætti Viðreisnar meðan beðið er eftir því að sækja um inngöngu í Evrópusambandið? Er einhver munur á bundnu krónunni og Evrunni sjálfri?

Er rétt að fela Birgittu að stjórna flóttamannaaðstreyminu? Geta þau mál yfirleitt versnað þegar við fyllum hótelin nýbyggðu af þriðjaheimsfólki? Sjá menn vinsældir þess meðal annarra gesta? Sjá menn fyrir sér ríkisstjórnarfundi núverandi stjórnarandstöðuflokka?

Eða vona að ábyrgt fólk reyni að halda jafnvægi í rekstri þjóðarbúsins? Reyni að framkvæma það sem til bóta horfir? Breyta frekar í stað þess að bylta?

Um þetta getum við greitt atkvæði eftir mánuð. Spurningin er hvort kjósendur hugsi yfirleitt eitthvað eða stjórnist frekar af tilfinningum?

 


Gildissvið Stjórnarskrár Íslands

er núna yfirfært til að gilda um alla hælisleitendur. Þeir eigi að njóta verndar Stjórnarskrár Íslands sem við settum 1944 með öll réttindi en engar skyldur.

Vorum við að setja Stjórnarskrá um mannréttindi sem eiga að gilda fyrir alla Afríkubúa? Gilda mannréttindaákvæði þessarar stjórnarskrár fyrir liðsmenn ISIS ef þeir slæddust hingað sem hælisleitendur? Hafa hælisleitendur samstundis öll réttindi samkvæmt Stjórnarskrá Íslands? 

Ég var að hlusta á Kristján Þór lýsa því hvernig fjöldi hjúkrunarrýma verður að tvöfaldast til 2035 í 5300 held ég.

Hvernig sjá menn aðflutta múslíma búa á þessum heimilum framtíðarinnar með kristnu fólki? Sér mataræði, bænastundir mörgum sinnum á dag, réttindaleysi kvenna, forréttindi karla?

Læknar mega núna ekki á Landspítalanum spyrja múslímska konu hvernig henni líði, Þeir verða að spyrja manninn hennar hvernig henni líði.

Hvernig halda menn að þessar höfuðreifuðu konur sem eru að flytjast hingað með mönnum sínum og ættmennum  frá Arabaríkjunum muni nokkurn tímann aðlagast íslensku samfélagi?Þær mega ekkert læra, þær mega ekkert. Þær eru ambáttir.

Það er dauðasök að kveðja Islam. Hvernig skyldi því verða framfylgt á Íslandi ef við einhvern tímann næðum til þessara vesalings kvenna með upplýsingar? Hvað með ærumorðin þegar múslímska stórfjölskyldan er sest að hér í boði nýju útlendingalaganna?

Hvar gildir Stjórnarskrá Íslands um mannréttindi  ekki?


Trump trompaði ekki

á Hildiríði í gær. 

Minn maður kom ekki nógu vel út. Hann var ekki nógu vel undirbúinn og hann var eiginlega helvítis dóni í frammíköllum.

Hann veldur ekki ISG-stílnum þar sem menn varða að halda áfram með eitthvað bitastætt eða skemmtilegt eftir að tekist hefur að garga viðmælandann niður. 

Hann verður að sýna eitthvað skárra en hann sýndi í gær.Ef hann getur þá yfirleitt trompað eitthvað á Hildiríði?


Búhnykkur og hagvöxtur

í ferðaþjónustunni þegar 23 hælisleitendur voru vistaðir á hótelum í gær.

Önnur húsnæðisúrræði eru víst ekki í boði GF og Open Borders, þar sem leigumarkaðurinn er víst sprunginn. Íslendingar eiga í basli með að fá leigt.  Þeir hafa ekki ráð á að búa á hótelum.

Það er greinilega stutt í það að öll hótelpláss í Reykjavík geti farið undir hælisleitendur. Hvaða áhrif hefur það á ímynd Hilton hótels til dæmis að einhverjir tugir múslíma í þjóðbúningum fylli lobbyin innan um ríka Ameríkana? Að hverju beinist ímyndaruppbygging ferðabransans?

Af hverju þurfa Íslendingar að viðhafa þennan afgreiðslumáta þegar hælisleitendur koma hingað? Af hverju er ekkert mál hægt að afgreiða á 48 tímum? Heldur ekki á 48 dögum eða jafnvel 480 dögum?

Hvar ætlum við að enda þetta verklag? Á 100 hælisleitendum á dag? 200 eða 2000?

Hvað leggja þær Unnur Brá og Áslaug Arna til að gert verði? Eða ungir Sjálfstæðismenn?  Af hverju spyrja engir þessar baráttukonur ráða?

En innflytjendur almennt eiga víst að auka hér hagvöxt til lengri tíma litið því innflytjendur eru einsleitur hópur sem ekki ber að mismuna á grundvelli trúarbragða, menntunar, heilbrigði, klæðaburði eða mannasiða. Allir jafnir samkvæmt okkar stjórnarskrá.

Já, bráðum kemur þessi afleiddi hagvöxtur.


Betur lesinn en ólesinn

er leiðari Morgunblaðsins í dag, hver svo sem skyldi skrifa hann.

"Kettir koma iðulega við sögu í stjórnmálum og svo ósanngjarnt sem það nú er þá er það sjaldan af tilhlýðilegri virðingu fyrir þeim ágætu ferfætlingum.

Þegar Vinstri græn hófu ferðalag sitt inn í Evrópusambandið strax að loknum kosningum árið 2009 töldu margir kjósendur flokksins réttilega að þeir hefðu keypt köttinn í sekknum. Þáverandi forsætisráðherra, sem hafði barið samstarfsflokkinn til hlýðni, var þó ekki sáttari en svo við niðurstöðuna að hann taldi samskiptin við þingmenn samstarfsflokksins líkust því að þurfa að smala köttum. Þessi miður vinsamlega framkoma við þá þingmenn samstarfsflokksins sem ekki vildu beygja sig möglunarlaust undir aðlögunarferli forystumanna Samfylkingar og VG og töldu sig þurfa að halda hagsmunum Íslands til haga varð til þess að allt fór í hund og kött hjá vinstristjórninni.

Sú stjórn sýndi þó að hún átti fleira skylt með kattardýrunum, enda hafði hún níu líf þar sem hún naut þess að lukkuriddarar á borð við núverandi kaptein Pírata vildu ekki fyrir nokkra muni verða til þess að kjörtímabilið yrði stytt.

Þannig tókst Jóhönnu, Steingrími og Katrínu að sitja í ráðherrastólum sínum út kjörtímabilið, eða þangað til landsmenn fengu tækifæri til að grípa til sinna ráða, sem þeir gerðu með afgerandi og eftirminnilegum hætti. Í stjórnmálaumræðum kemur líka iðulega fram að ýmsir, ekki síst þeir sem hagsmuna eiga að gæta, telja að útgjöld ríkisins til ákveðinna málaflokka séu ekki upp í nös á ketti. Og þá gildir einu þó að umrædd útgjöld séu aukin verulega, sú aukning þykir varla heldur upp í nös á ketti.

Skattgreiðendur eru gjarnan annarrar skoðunar, en fáir hafa áhuga á áliti þeirra nema þá helst rétt fyrir kosningar. Nú um stundir fær þessi þjóðfélagshópur, sem raunar inniheldur alla landsmenn, sorglega litla athygli. Svo er í stjórnmálabaráttunni stundum farið eins og köttur í kringum heitan graut þegar kemur að vissum málefnum sem þykja viðkvæm eða vandræðaleg. Fátítt er að þetta eigi við um meginstefnumál flokka, miklu frekar einhver minniháttar mál sem þó þykja erfið í umræðunni. En svo sérkennilega vill til að ekki alls fyrir löngu var stofnaður stjórnmálaflokkur um eitt mál, þó að fyrir væri annar flokkur sem hefði einmitt aðeins það eina mál í forgrunni stefnu sinnar.

Samfylkingin hefur lengi litið á aðild Íslands að Evrópusambandinu sem einu von þjóðarinnar og öll stefna flokksins hefur snúist um að lauma þessu máli inn á þjóðina, lokka hana nær og nær hengifluginu og vonast svo til að henni skriki fótur þegar á brúnina er komið. Landsmenn hafa hins vegar séð í gegnum þessa tilburði Samfylkingarinnar og hún hefur búið við stórfellt fylgisleysi um langa hríð og heyr að sögn sumra forystumanna sinna bar- áttu fyrir eigin tilvist, ef ekki dauðastríðið sjálft. Við þessar aðstæður hafa aðrir, sem haldnir eru sömu þráhyggju og þeir sem enn eru eftir í Samfylkingunni, ákveðið að stofna flokk um málið eina.

En þeir vita sem er að málið er óvinsælt meðal þjóðarinnar og hafa þess vegna gripið til þeirra pólitísku klækjabragða að tala um nokkur önnur mál sem flokkseigandinn telur til vinsælda fallin í umræðu dagsins. Um leið fara talsmenn flokksins eins og kettir í kringum heitan graut þegar kemur að þessu máli, aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á landsþingi flokksins um helgina hélt þetta áfram, en myndin er þó smám saman að verða skýrari eftir því sem hringferðunum um heita grautinn fjölgar.

Nú liggur til dæmis fyrir að flokkurinn vill festa íslensku krónuna við aðra mynt og formaður flokksins upplýsti á laugardag að sú mynt hlyti að verða evra. Með þessu er ætlunin að stíga skref inn í Evrópusambandið án þess að hleypa þjóðinni nokkuð að þeirri ákvörðun. Þá vill flokkurinn sækja um aðild að ESB og sjá svo til hvaða „samningum“ Ísland nær í viðræðum við sambandið. Allir vita þó, ekki síst eftir að „samningaviðræður“ voru fullreyndar á síðasta kjörtímabili, en raunar ekki síður vegna þess að Evrópusambandið sjálft segir það skýrum orðum að engar samningaviðræður fari fram vegna aðildarumsóknar.

Einu viðræðurnar sem fara fram eru aðlögunarviðræður um útfærslu þess hvernig umsóknarland tekur upp lög og reglur Evrópusambandsins. Þetta vita talsmenn Viðreisnar mætavel og þess vegna þarf almenningur að fylgjast með þessari miklu grautarferð flokksins. En það er umhugsunarvert að á sama tíma og þessi blekkingarleikur er stundaður vegna meginstefnumáls flokksins skuli formaður hans saka aðra um óheilindi en segjast sjálfur standa fyrir viðreisn trausts í stjórnmálum.

Er það traustvekjandi málflutningur?"

Mér finnst þetta athyglisvert að fleiri en einni ástæðu.Þetta mætti nota sem skólabók í hvernig er hægt að skrifa hnitmiðað og skemmtilega. Svo er þetta sannleikurinn hreinn og tær.

Þetta er betur lesið en óslesið.


Lengsta hagvaxtarskeið sögunnar?

Ég dett um þetta á heimasíðu www.samband.is, samband íslenskra sveitarfélaga.

„Stöðugleikinn í efnahagslífinu á Íslandi nú er sjaldséður, efnahagsbatinn undanfarin sex ár er kröftugri en við höfum áður séð hér, sambærilegur og í Bandaríkjunum og meiri en í Bretlandi og á evrusvæðinu. Við gætum upplifað lengsta hagvaxtarskeið sögunnar hérlendis,“ sagði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna."

Hvað skyldu menn telja sig þurfa að kjósa til að breyta þessu af hinum nýju og fersku stjórnarandstöðuflokkum?

Nýja  og ferska Samfylkingu?

Nýjan og hressan Steingrím J?

Nýja Viðreisn Þorgerðar Katrínar og Benedikts í Talnakönnun?

Birgittu Jónsdóttur ferska sem morgundöggin?

Eða kom þetta allt af sjálfu sér?


Sandkassinn.com

er fróðleg uppfletting fyrir þá sem vilja komast í tæri við fólk með ákveðnar skoðanir. 

Sem dæmi er þessi tillaga um að þessi fyrirtæki eigum við að sniðganga af því að þau ræða mál með öðrum hætti en er þóknanlegur ritstjóranum Gunnari Waage trommara. Honum er serstaklega uppsigað við Útvarp Sögu og eru allir óhelgir sem eiga nokkur samskipti við þá stöð.

"Á grundvelli athuganna yfir talsvert tímabil þá Mælir Sandkassinn með að eftirtalin fyrirtæki verði sniðgengin. Ástæða fyrir sniðgöngu er að fyrirtæki hafi unnið markvisst gegn hagsmunum fjölmenningarsamfélagsins á Íslandi. Þar með er talið hagsmunum flóttamanna og hælisleitenda, sem og að stuðlað sé að mismunun á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, uppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Sandkassinn styðst við  Lög um mannréttindasáttmála Evrópu1)1994 nr. 62 19. maí þar sem segir: “14. gr. [Bann við mismunun.]1)Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu.” á vef alþingis

Einnig með vísan í Stjórnarskrá Íslands VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

Svarti listinn

Útvarp Saga

Sandkassinn mælir með að þjónusta Útvarps Sögu verði sniðgengin. Mælt er með því að fólk kaupi ekki auglýsingar á Útvarpi Sögu. Mælt er með því að fólk sniðgangi þau fyrirtæki sem auglýsa vörur og þjónustu á stöðinni.

Morgunblaðið

Sandkassinn mælir með að blaðið verði sniðgengið. Mælt er með að fólk kaupi ekki auglýsingar hjá Morgunblaðinu. Mælt er með því að fólk sniðgangi þau fyrirtæki sem auglýsa vörur og þjónustu í blaðinu.

 

E. Finnsson

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Góa

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Alvogen Ísland

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Kostur Dalvegi

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Flugger litir

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Pottagaldrar ehf

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Hreyfill

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Borgar Apótek

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Bakarameistarinn

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Aloe Vera umboðið

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Dún og Fiður

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Hjá Dóra

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Lögmenn Sundagörðum ehf.

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Helluhreinsun ehf

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Tölvuvinir tölvuverkstæði

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Aloe Vera – betri líðan

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Fjölskylduhjálp Íslands

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Nikolai bifreiðastillingar

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Bílaréttingar og sprautun Sævars

Sandkassinn mælir með að þjónusta fyrirtækisins verði sniðgengin vegna viðskipta við Útvarp Sögu

 

Fleiri aðilar eru á gátlista."

Hugamyndaflug trommarans er með eindæmum. Hann útnefnir nýrasista( þessi bloggari vann Davíð Oddsson á þeim lista með tveimur sætum) Hann útnefnir "kúka mánaðarins" og eru þar allir sem honum geðjast rekki að.

En yfirferðin, hugmyndaflugið  og framleiðslan er gríðarleg og gerir síðuna læsilega. Gunnar er með duglegustu skríbentum og það leiðist engum að slá honum upp. Síðan er tæknilega frábær og samsetningurinn er vissulega stórkemmtilega Ga GA.

Það er þess virði að fara á Sandkassinn.com og kíkja á trommarann.


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419709

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband