Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
7.5.2017 | 23:30
Billjónatap-og til baka
heitir bók Björgólfs Thors Björgólfssonar. Hún fjallar um eitt líklega stærsta viðskiptaævintýri Íslendings á síðari tímum. Bókin eer skrifuð með enskum rithöfundi á ensku enda er Thor alþjóðlegur viðskiptajöfur frekar en smáíslenskur. Heimurinn er hans akur eins og loftskeytið frá íslenska kaupsýslumanninum hljóðaði þegar hann flaug með Hindenburg yfir Íslandi.
Bókin hefst eiginlega á þessari játningu Thors: (Óvönduð þýðing þessi er á mína ábyrgð því bókin er skrifuð á góðri ensku)
Nafn mitt er Björgólfur Thor Björgólfsson og ég er viðskiptaisti. Þá hef ég sagt það. En alveg eins og alkóhólisti viðurkennir að lokum það sem hann hefur afneitað árum saman, þá getur þessi játning ekki komið á óvart. Viðskipti eru mitt eiturlyf. Ég hef verið ánetjaður þeim mest allt líf mitt og eftir því sem ég varð meira háður þeim, varð freistingin til að slá lán langt upp fyrir hausinn á mér of sterk til að standast hana.
Bókinni lýkur hann nokkurn veginn svona á eftirmála:
Þar sem ég sit hérna við lokafrágang á sögu minni í húsinu á Íslandi sem langafi minn byggði með þvílíkum metnaði og með mynd af honum hangandi á veggnum yfir mér, þá get ég ekki annað en brosað að þeirri kaldhæðni að hann skuli horfa yfir öxl mína , þar sem ég hef endurtekið mörg hans frumkvæði og og mistök. Það sama má segja um ferðalag föður míns líka og lexíuna um það hvernig sagan endurtekur sig sem starir beint í andlit mér. Langafi varð tvisvar gjaldþrota, í bæði skiptin notaði hann framtaksanda sinn til til að byrja aftur, endurbyggja viðskipti sín og borga skuldir sínar. Faðir minn hefur sannarlega lifað ævintýralega velgengni og eyðileggjandi ósigra. Ég þarf ekki að horfa alla leið aftur til langafa míns til þess að finna viljann til að rísa aftur upp á lappirnar og byrja aftur:faðir minn er alveg eins góð fyrirmynd í því tilliti.Ég veit að hann er ekki sammála öllu sem ég lýsi, þar sem við erum tveir mjög ólíkir menn þó að leiðir okkar hafi legið saman langa hríð. En nú er spurningin einfaldlega sú-mun ég gera þetta allt upp á nýtt?
Marga hluti sem ég hef gert byrjuðu sem góð hugmynd og reyndust vera svo-aðrir enduðu skelfilega þrátt fyrir bestu áformin. Ég man stundina þegar ég að lokum skrifaði undir Landsbankaviðskiptin við íslensku ríkisstjórnina á síðustu tveimur mínútum fyrir lokafrestinn á gamlárskvöld 2002. Eftir að pennarnir höfðu verið settir niður, þá hélt þá fjármálaráðherrann,Geir Harde, stutta ræðu til að lýsa ánægju sinni með að bankinn vaæri endanlega kominn úr eigu ríkisins. Hann vitnaði í fleyg ummæli Ronalds Reagans : Níu hræðilegustu orð í enskri tungu eru,Ég er frá ríkisstjórninni og ég skal hjálpa ykkur´-af því eins og Reagan sagði ríkisstjórnin er ekki lausnin á vandamálum okkar, ríkisstjórnin er vandamálið.´
Hversu viðeigandi reyndist ekki þetta síðar, þar sem þessi maður varð síðar forsætisráðherra og ábyrgur fyrir því brjálaða ástandi sem upp kom árum síðar og endaði íslensku fjármálabóluna með háum hvelli. Ég mundi tapa öllum mínum peningum og öllum erfiðisárangri af fjárfestingunni sem þarna var samþykkt þessa nótt, og hann myndi missa starfið sitt. Við myndum báðir sjá orðspor okkar leysast upp í reyk. Og til að bæta gráu ofan á svart var hann dreginn fyrir sérstakan dómstól sem á að fjalla um meiri háttar glæpi gegn ríkinu-í sama herbergi og við höfðum skrifað undir og fagnað samningnum. Haarde var sýknaður af alvarlegum ákærum, hann var sakfelldur fyrir að hafa ekki haldið neyðarfundi í ríkisstjórninni í aðdraganda hrunsins. Mér finnst persónulega að hann hafi verið verið meðhöndlaður á ósanngjarnan hátt í hinu pólitíska leikhúsi sem þessi dómstóll var í aðalatriðum. En það sem við áttum báðir sameiginlegt, og það sem ég rekst svo oft á í mínu lífi, að þetta virtist góð hugmynd á þeim tíma."
Hvað sem menn vilja segja um Thor misjafnt þá verður ekki af honum skafið að þetta er þvílíkt ævintýri sem er unnið af 47 ára gömlum manni, að maður getur ekki annað en hrifist af útkomunni. From "Billions to Bust-and back." er sannarlega þess virði að hún sé lesin þó hún sé tyrfin á köflum fyrir aðeins smábísnessfróða menn sem ekki þekkja völundarhús háfínansins.
Hann tekur undir mín sjónarmið sem ég hef áður sagt frá, að Geir H. Haarde var sakfelldur og sektaður pólitískt um hundraðþúsundkall fyrir að halda ekki neyðarfund í ríkisstjórninni. En Geir gat ekki haldið neinn neyðarfund um trúnaðarmál í þeirri ríkisstjórn þar sem í henni sat lekabytta sem var vanur að hlaupa með öll trúnaðarmál sem þar voru sögð í blöðin. Hvernig gat Geir haldið slíkan fund á örlagastundu?
Nú er þetta allt um liðið og Thor orðin billjóneri aftur og búinn að borga sínar skuldir. Mér hefur þó enginn borgað mitt tap á Landsbankanum sem ríkið stal úr þrotabúinu í heilu lagi, málverkum sem öðrum eignum. Og öðrum hluthöfum eins og Thor og föður hans og þúsundum annarra ekki heldur auðvitað. Samt borgaði Landsbankinn hæsta hlutfallið til baka af föllnu bönkunum og endar kannski með að borga allt tjónið upp í topp?
Ég er að reyna að komast yfir mitt tap ennþá. Því ég er bara ekki Thor sem kann að rísa upp aftur og þar við situr líklega hjá gömlum fauski. Framsóknarflokkurinn ákvað að lána AlThani helmingi hærri neyðarupphæð en hann neitaði Thor um. Þá fór Landsbankinn á hausinn strax eins og Kaupþing viku seinna þó Thor fullyrði hvergi að hann hefði getað bjargast.
Kannski gefur Bjarni Ben almenningi bankann minn áður en yfir lýkur og ég fæ kannski einseyring fyrir krónuna mína eins og aðrir hluthafar og líka allir ekki hluthafar. En bankanum mínum heldur ríkið víst sem einhverjum samfélagsbanka sem auðvitað fer lóðbeint á hausinn með tímanum eins og kratískt nafnið ber með sér.
Hrunáhugamenn gera vel í því að lesa bók Björgúlfs Thors sem er skemmtileg og blátt áfram saga af ævintýri óvenjulegs Íslendings sem enn er hvergi lokið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2017 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2017 | 17:17
Macron líklega tekst það
að vinna kosningarnar á tölvuárásinni sem færir honum óvænta samúð.
Hvernig sem árásin er tilkomin þá tekst Macron það líklega sem hann stefndi að sem er að verða yngsti forseti Frakklands, með elstu forsetafrúna og að því að maður heyrir ótrúlega án hjákonu?
6.5.2017 | 15:46
Á maður að trúa því?
að Frakkar láti Macron blekkja sig til fylgis?
Eftir að lesa greiningu Reykjavíkurbréfsins á Macron, þá líst manni ekki par vel á þann mann. Og þó að maður hafi ekki hugmynd um hver skrifar þetta bréf, eða þannig, þá er þetta svo vel skrifað að ástæða er til að endurtaka hluta af skrifunum til áréttingar á greiningunni:
"Það dynja á mönnum kosningarnar.
Síðari umferð frönsku kosninganna lýkur um þessa helgi. Spár reyndust vel í fyrri umferðinni og virðing þeirra vex. Þær segja nú síðast að Emmanuel Macron, formaður nýs miðjuflokks, muni fá um eða yfir 60% atkvæðanna en keppinauturinn Marine Le Pen fái fast að 40% þeirra. En hver er hvað og hvað er hver?
Hinn ungi frambjóðandi, fínlegur, glaseygður og flinkur, getur mjög vel unað við slík úrslit. Hann hefur þegar sýnt kunnáttu og lagni í leikjafræðinni, hvað sem stjórnmálalegri staðfestu líður. Forysturáðherra í flokki forseta, sem er svo rúinn trausti að slær allt annað út, nær að smokra sér framhjá öllum óvinsældunum, stofna flokk án innihalds, skjóta öðrum keppinautum aftur fyrir sig og gulltryggja sér embætti forseta Frakklands.
Það eru ekki síst hin efnahagslegu tök ríkisstjórnar hans, sem hafa reynst Hollande forseta fjötur um fót. Tengsl Macrons við forsetann og ríkisstjórnina snú- ast einmitt um þau. Hann var náinn Hollande forseta sem efnahagsráðunautur hans og var hafinn upp í ráðherradóm þeirra mála, þótt hann væri án alls lýðræðislegs umboðs.
Þegar óvinsældir forsetans og félaga voru orðnar óbærilegar laumaðist Macron í skjóli myrkurs bakdyramegin út úr Elysée-höllinni fögru við Faubourg Saint-Honoré-stræti og dúkkaði upp morguninn eftir sem nýr maður og óspilltur af öllu því sem hafði bíað út persónu leiðtogans.
Aðeins ári síðar bendir allt til þess að Macron mæti aftur í höllina aðaldyramegin með fullt umboð frá þjóðinni. Hollande, gamli flokksbróðirinn, tekur honum fagnandi og gætir þess að tauta ekki að týndi sonurinn sé að koma heim eftir skamma útivist. Færa mætti fullboðleg rök fyrir því, að þetta sé leikrit sem hafi lukkast.
Nýr flokkur er kominn til sögunnar. Um hann er ekkert vitað annað en það, að Mozart fjármálavafstursins hafi búið hann til úr afgöngum komnum frá klæðskerum sem saumuðu ósýnilegu klæðin á keisarann forðum.
Að öðru leyti er Macron flokksmerkið, stefnuskráin og lunginn af flokksfélögunum, enn sem komið er. Að öðru leyti er þetta flokkur umbúða sem fylltar verða með tímanum. Fordæmin gætu verið Björt framtíð, Besti flokkur, Þjóðvaki, Viðreisn með lítilli reisn, Nýr vettvangur, Borgarahreyfing og Hreyfing án borgara eða Píratar sem enginn veit fyrir hvað standa eftir að niðurhalið gufaði upp en ekki niður. Og loks splunkunýr flokkur þeirra Marx, Engels, Lenins og Smára um galdrabrögð sem heimurinn afskrifaði fyrir löngu.
Það er engu líkara en að upp sé sprottinn nútímalegur Machiavelli, sem fyrir einum 600 árum var útsjónarsamastur allra um stjórnmál á hástigi þeirra.
Kannski mætti horfa til orða þess snillings þegar reynt er að botna í hver hún er, þessi stjarna sem hefur skotist með ógnarhraða upp á himininn. Machiavelli gaf þetta ráð við slíka athugun: Þegar kannað er hvað sé spunnið í valdsmann er fyrsta kennileitið það, hverja hann hefur hið næsta sér.
Það var þannig eftir því tekið að þegar Macron fagnaði sigri sínum í fyrri umferð kosninganna með veglegri kvöldmáltíð á veitingastað, var þar á meðal annarra slíkra Daniel Cohn-Bendit, sem seint verður kallaður miðjan holdi klædd.
Það er inngróin þörf í þessu landi, sem er gjöfulla fyrir guðs náð en flest lönd önnur, að leiðtogi landsins endurspegli í senn byltingaranda og konungsdýrð.
Þótt umbúnaður um forsetaembættið í Frakklandi sé verulegur þá hafa forsetarnir sem komu í kjölfar De Gaulle ekki risið undir þessum tveimur höfuð- kröfum.
De Gaulle einn var Frakkland. Sagt var, að lög landsins hefðu auðvitað gilt um hann, en þó fyrst og fremst að nafninu til. Seinustu árin hefur forsetaembættið verið veikt enn frekar með því að stytta kjörtímabil forsetans úr 7 árum í 5. Það er ekki hægt að útiloka að Hollande forseti hefði síður lyppast jafn langt niður og hann gerði, hefði hann haft lengri tíma fyrir sér.
Hollande uppfyllti hins vegar ýmsar hliðarskyldur sem eingöngu hjálpa frönskum stjórnmálamönnum. Hollande hafði ekki einungis hjákonu, sem telst til lágmarkskrafna. Hann var með gömlu eiginkonuna og móður barnanna sem ráðherra hjá sér í ríkisstjórninni. Það þótti svo einkar gott skref þegar hann flutti hjákonuna inn í höllina og vitjaði strax á eftir nýrrar hjákonu, lögulegrar leikkonu. Silaðist Hollande til ástarfunda á bögglabera vespu sem leynilögga keyrði.
Þegar náðust myndir af þessum kvöldakstri töldu margir Frakkar að Hollande væri loksins að gera sig. Öfugt við allar aðrar þjóðir, þá töldu franskir andstæðingar forsetans að spunameistarar hans hefðu tekið þessar myndir og lekið þeim til að hressa upp á fylgi hans. Og það gerði það vissulega í fyrstu. En þegar myndirnar voru stækkaðar þá kom í ljós að vespan sem flutti forsetann á bögglaberanum var ítölsk.
Þá ærðist þjóðin. Flott að skilja við eiginkonuna og hafa hana svo í ríkisstjórninni hjá sér. Flott skref að flytja hjákonuna inn í höllina og stórgott að halda framhjá henni strax á eftir með leikkonu og læðast til hennar aftan á vespu. En að halda fram hjá franskri eðalframleiðslu og asnast aftan á ítalska vespu sýndi alvarlegt dómgreindarleysi hjá Hollande að mati fólks úr öllum flokkum.
Frá og með þessum punkti lak ferillinn lengra niður og varð ekki bjargað. Gamall franskur forseti sagðist á sínum tíma ráð- leggja vinum sínum að hafa tvær hjákonur. Þegar hann var spurður af hverju tvær, þá svaraði hann því til, að það væri sitt kalda mat að menn kæmust ekki með góðu móti yfir mikið meira.
En það er annar vandi franska forsetaembættisins að vald forsetans byggist að verulegu leyti á því að hann hafi meirihluta á þingi og ráði sjálfur sínum forsætisráðherra og þar með allri ríkisstjórninni. Það hefur stundum gerst að andstæðingar forsetans fara með embætti forsætisráðherrans. Þá mæta þeir báðir, forsetinn og forsætisráðherrann, á leiðtogafundi þar sem Frakkland á sæti, svo sem hjá Nató og ESB.
Þegar allir aðrir flytja eina ræðu er það þolað við þær aðstæður að tvær ræður séu fluttar af hálfu Frakklands. Og þótt forsætisráðherrann, sem talar á eftir forsetanum, ítreki í annarri hverri setningu að hann sé að öllu leyti sammála forseta lýðveldisins þá segja næstu setningar þar á eftir allt aðra sögu.
Þrátt fyrir þetta er almenni skilningurinn sá að forsetinn eigi lokaorðið í utanríkismálum, en forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans ráði mestu um þróun innanlandsmála. Verði Macron kjörinn forseti á sunnudag, sem er talið öruggt, þá standa líkur til þess
Búrókratar í Brussel og bandamenn þeirra í sumum höfuðborganna hafa vara á sér gagnvart lýðræð- inu. Elítan mun því í árslok hafa gildar ástæður til að opna dýrustu kampavínsflöskur, sem hún gerir raunar iðulega án tilefnis að hinn nýfæddi flokkur hans muni ekki fá meirihluta á þingi.
Stjórn forsetans muni því standa völtum fótum. Macron sem forseti með forsætisráðherra úr flokki Fillons gæti leitt til afdrifaríkra breytinga eftir 5 ár.
Og þar kynni Marine Le Pen að spila stóra rullu. Fari það svo að Marine verði með á milli 35 og 40% fylgi, verða það stórtíðindi í frönskum og evrópskum stjórnmálum.
Faðir hennar fékk aðeins 18% atkvæða þegar hann komst óvænt í síðari umferð. Hann mátti því áfram stimpla sem öfgamann í smáflokki og var það ótæpilega gert. Það eru veikar forsendur fyrir því að stimpla Marine Le Pen öfgahægrimann.
Eins og sýndi sig í sjónvarpskappræðunni í vikunni þá sótti hún í flestum málum að Macron frá vinstri, að svo miklu leyti sem gagnlegt er að nota slíka kvarða. Macron varðist fimlega og stóðst atlöguna. En spyrji menn sig með sanngirni hvor frambjóðandinn hefði virst meiri lýðskrumari hafði Macron vafalaust vinninginn.
Macron, sem á rót sína hjá sósíalistum lét eins og sá kafli lífsins hefði verið strokaður út af skaparanum sjálfum. Macron hefur safnað að sér ótrúlegum auðæfum á aðeins örfáum árum í bankabraski. Þar liggur hans tengslanet að frátöldum tengingum inn í gamla sósíalistaflokkinn, sem hann þykist varla þekkja lengur í sjón.
Hann hefur verið óforbetranlegur jámaður Evrópusambandsins. En sagði svo í kappræðunum að myndi hann ekki knýja fram gjörbreytingu á ESB mætti með réttu kalla hann svikara við þá sem kysu hann. Macron hefur aldrei talað fyrir breytingum um að styrkja fullveldi ríkja gagnvart veldi skrifræðisins.
Og þótt hann segðist ætla að gera kröfur um breytingar var óljóst hverjar þær áttu að vera. Stefnumál Marine Le Pen hafa verið kunn lengi og hún hefur verið sjálfri sér samkvæm að mestu leyti og alveg sérstaklega á mælikvarða stjórnmálanna. Svo sannarlega má hafa gildar ástæður til að fella sig ekki við ýmsar skoðanir hennar.
En enginn kjósenda hennar kaupir köttinn í sekknum í hennar tilviki. Sömu sögu er ekki að segja um Emmanuel Macron. Kjósendur vita það eitt um hann, að þar fer köttur, liðugur mjög eins og flestir í þeirri ætt. Macron gæti búið yfir 9 lífum kattarins og kemur oft niður á lappirnar.
En þótt þetta sé að sönnu vitað um Macron, þá er sekkurinn um köttinn þann svo þykkur að enginn veit hvort hann er svartur eða hvítur.
Deng Xiaoping, hinn mikli leiðtogi Kína, sem bjargaði risaveldinu undan afleiðingum helstefnu Maos, sagði raunar, svo frægt varð, að það skipti litlu hvort kötturinn væri svartur eða hvítur. Aðeins hvort hann veiddi mýs. Eftir veru Macrons á stóli efnahagsráðherra í ræfilslegri stjórn Hollande má hafa efasemdir um að sá köttur veiði mýs."
Það væri synd að segja að þessar hugleiðingar geti ekki leitt hugann að íslenskum stjórnmálum og sexflokknum til vinstri sem tröllríður íslensku þjóðinni. Menn rísa upp hvítþvegnir og lausir frá fortíðinni og fólk telur að þeir séu þess albúnir að bjarga þjóðinni.
Hvað sem þessu líður þá hefur sá sem hér skrifar ekki gefið upp vonina um að Frakkar láti ekki gamla pólitíkusa skipa sér fyrir verkum og kjósi eins og skynsemin býður þeim.
Ég hef enn þá skoðun að Marine Le Pen geti sigrað þennan pópúlista keisara á nýju fötunum í seinni umferð kosninganna. En ég þori ekki að veðja miklu á það samt þar sem Frakkar eru yfirleitt lítt útreiknanlegir.
Á maður samt ekki að trúa því?
5.5.2017 | 18:29
Hvað vilja Íslendingar?
gera með EES samninginn sem er orðinn myllusteinn um háls þjóðarinnar og Alþingi til óbætanlegrar skammar sem samþykkir hverja vitleysuna af annarii án þess að þingmenn skilji eða lesi hvað þeir eru að gera?
Hjörtur skrifar í Mogga:
2Vaxandi umræða fer nú fram í Noregi um framtíð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Norski Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að skipta EESsamningnum út fyrir hefðbundinn tvíhliða frí- verzlunarsamning.
Flokkurinn hefur lagt aukna áherzlu á þetta stefnumál sitt á undanförnum mánuðum auk andstöðunnar við inngöngu Noregs í Evrópusambandið og samhliða því hefur fylgi hans aukizt verulega.
Á sama tíma er búizt við að norski Framfaraflokkurinn móti þá stefnu á landsfundi flokksins sem hefst í dag og stendur yfir helgina að leggjast ekki aðeins gegn inngöngu í Evrópusambandið heldur einnig að endurskoða þurfi EESsamninginn. Fylgisaukning Miðflokksins kemur ekki á óvart í ljósi skoðanakannana um Evrópumál í Noregi. Þegar kemur að afstöðunni til inngöngu í Evrópusambandið hafa allar kannanir sem birtar hafa verið frá því snemma á árinu 2005 sýnt mikinn meirihluta Norðmanna andvígan því að ganga í sambandið. Þegar kemur að afstöðunni til EES-samningsins sýnir ný könnun að fleiri Norðmenn vilji skipta EES-samningnum út fyrir hefð- bundinn tvíhliða fríverzlunarsamning en vilja halda í hann, eða 35% á móti 23%. Aðrir taka ekki afstöðu til valkostanna tveggja.
Fríverzlunarsamningar nútímans eru sagðir af annarri kynslóð þar sem þeir ná ekki aðeins til vöruviðskipta, líkt og í boði voru þegar EES-samningurinn var upphaflega gerður, heldur einnig þjónustuviðskipta, opinberra útboða, höfundarréttarmála, öryggisstaðla og annars sem skiptir máli í nútímalegum milliríkjaviðskiptum.
Samningur eins og brezk stjórnvöld stefna að því að gera við Evrópusambandið og sambandið sjálft hefur gert til að mynda við SuðurKóreu og Kanada og hefur vonazt til að gera við Bandaríkin hvernig sem það annars fer. Þingkosningar fara fram í Noregi í haust og verður fróðlegt að sjá hvernig fjallað verður um Evrópumálin í kosningabaráttunni.
Ekki er útilokað að fleiri þarlendir stjórnmálaflokkar eigi eftir að taka undir með Mið- flokknum á komandi árum og kalla eftir því að EES-samningnum verði skipt út fyrir nútímalegan annarrar kynslóðar fríverzlunarsamning.
Fyrirkomulag sem stærstu hagkerfi heimsins hafa valið í samningum um viðskipti sín á milli og við önnur ríki og sem rannsóknir hafa sýnt að eru fyllilega til þess fallnir að tryggja viðskiptahagsmuni á milli ríkja. Með annarrar kynslóðar fríverzlunarsamningi væri ennfremur um að ræða tækifæri til þess að samræma, einfalda og nútímavæða tengsl EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið sem í meira en tvo áratugi hafa annars vegar verið í gegnum EES-samninginn (Ísland, Noregur og Liechtenstein) og hins vegar í gegnum fjölmarga tvíhliða samninga (Sviss).
Það væri ljóslega til mikilla hagsbóta fyrir alla hlutaðeigendur. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Kj"
Ætlar ríkisstjórnin bara að þumbast áfram án þess að vera spurð út í svona grundvallarmál?
Hvað ætlar hún að gera með EES og Schengen samninginn?
5.5.2017 | 18:17
Rugludallar
eru þeir stjórnmálamenn sem halda að borgarlína sé eitthvað sem almenning vantar.
Á hvaða öld lifir maður sem lætur svona rökfærslu út úr sér?
"Hvert stæði kostar 5 milljónir Á nýjum þéttingarreitum borgarinnar hefur verið gerð krafa um hér um bil eitt bílastæði á íbúð. Spurður hvort raunhæft sé að fækka bílastæðum umfram það segir Dagur það vel gerlegt. Já, það er sannarlega raunhæft og raunar mikil kjarabót fyrir heimili ef góðar almenningssamgöngur gera fólki kleift að eignast íbúð án þess að þurfa að borga 5 milljónir fyrir eitt stæði í kjallara, að ekki sé talað um 10 milljónir fyrir tvö, eins og stundum er kallað eftir. Auk þess að geta sparað sér fjárfestingar og rekstrarkostnað eins eða tveggja bíla. Kannanir sýna að fjöldi fólks kallar eftir því að borgin skapi aðstæður til að þetta sé hægt. Og borgarlína fjallar einmitt um það, segir Dagur."
Það er ekki seinna vænna en að fólk fari að kjósa sér fólk úr samtímanum til forystu. Næsta tækifæri gefst að ári.
Ef ekki þá, þá er úti um Ísland eins og kallinn sagði. Rugludallar eru búnir að vera nógu lengi að vaða uppi í Borgarstjórn Reykjavíkur og það mun taka mörg ár bara að snúa við og vinda ofan af vitleysunni sem þeir Dagur og Hjálmar eru búnir að gera.
5.5.2017 | 18:05
Fjölga innflytjendum?
er það lausnin?
Svo segir í Mogga:
"
Fæðingum á Íslandi fækkaði verulega árið 2015 miðað við árið á undan. Árið 2015 fæddust 4.098 börn hér á landi en árið áður fæddust 4.363 börn. Þetta kemur fram í skýrslu Fæðingarskráningar á Íslandi.
Fæðingar voru alls 4.026 árið 2015 en árið 2014 voru fæðingarnar 4.292. Samkvæmt skýrslunni fækkar fæðingum alls staðar á landinu, nema á Ísafirði og í Neskaupsstað.
Árið 2015 voru áætlaðar fæðingar á 8 stöðum á Íslandi. Auk þess fæddu þrjár konur á leið á fæðingastað.
Landlæknisembættið hefur yfirumsjón með fæðingarskráningunni sem er staðsett á kvennadeildum Landspítala.
Fæðingum fækkað mikið frá 2009
Alls fæddust 3.105 börn á kvennadeild Landspítalans í Reykjavík, eða rúm 75% allra barna. Næstflest börn fæddust á sjúkrahúsinu á Akureyri, eða 381 barn, og þar á eftir kemur sjúkrahúsið á Akranesi með 259 börn.
Ekki hafa jafn fá börn fæðst hér á landi síðan árið 2002 en þá fæddust 4.070 börn. Fæðingum á Íslandi hefur fækkað mikið frá 2009 en það ár fæddust 5.015 börn og hafa aldrei fæðst fleiri börn á Íslandi en á því ári, að því er kemur fram í skýrslunni.
Meðalfjöldi fæðinga síðasta áratug (2006-2015) er 4.482 á ári.
Ein kona fæddi þríbura en 70 fæddu tvíbura
Tíðni keisaraskurða á Íslandi var 16,3% árið 2015 og tíðni áhaldafæðinga 7,7% . Tíðni burðarmálsdauða var 3,7/​1000 fædd börn, þegar öll börn fædd andvana eftir 22 vikna meðgöngu/​500g fæðingarþyngd eru talin með.
Fjölburafæðingar voru 71 á landinu öllu árið 2015. Tvíburafæðingar voru 70 og ein kona fæddi þríbura. Börnin voru því samtals 143. Flestar fjölburafæðingar voru á Landspítala eða 66. Fjórar konur fæddu tvíbura á Akureyri. Hlutfall fjölburafæðinga af öllum fæðingum á landinu hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarinn áratug, eða 1.7%, samvæmt skýrslunni.
Hlutfall tvíbura, sem fæddust eftir glasafrjóvganir var 21,1%. Þannig fæddust 15 tvíburar með tæknifrjóvgun. Er þetta mjög svipað hlutfall og fyrir árið 2014.
Árið 2015 var tíðni keisaraskurða á Íslandi 16,3% sem er rétt ofan meðaltals síðustu 10 ára (15,9%) og einnig hærri en síðustu 5 ár.
Alls fæddust 74 börn í heimahúsi árið 2015, þar af voru 65 fyrirfram ákveðnar heimafæðingar. Átta konur fæddu óvænt heima og ein kona fæddi án aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks að eigin vali. Hlutfall heimafæðinga er 1,8% af öllum fæðingum á Íslandi á árinu 2015 sem er svipað hlutfall og það hefur verið frá árinu 2009."
Er það ekki stefna ríkisstjórnarinnar að snarfjölga innflytjendum og flóttamönnum?
En ef það er til þess að leysa vanda atvinnulífsins hversvegna í ósköpunum erum að að heimta að þeim séu borguð sömu laun og innfæddum? Ekki borga Kanar ólöglegum innflytjendum sömu laun að því maður heyrir? Ekki eru indverskum stýrimönnum á íslenskum skipum borguð íslensk skipstjóralaun. Íranskur verkamaður sem flýr hingað á auðvitað að fá írönsk laun en ekki íslensk. Af hverju heimtar Gylfi annað? Ber hann ekki þjóðarhag fyrir brjósti?
Hver er þá annar tilgangur í því að fjölga innflytjendum en að græða á því?
5.5.2017 | 02:06
Hvað myndi hún kaupa sér?
reglusama einstæða móðirin með tvöhundruðþúsund króna mánaðarlaun í leiguhúsnæði ef við gætum rétt henni annað eins í mánaðarstyrk?
1.Áskriftarmiða í borgarlínuna væntanlegu?
2.Hjólhest?
3.Bíl?
Hvernig myndi hún verja peningunum til þess að þeir sköpuðu henni og barninu hennar aukin lífsgæði.
Ef Dagur Bergþóruson og Hjálmar Sveinsson ættu að velja fyrir hana yrði bíll líklega ekki fyrir valinu.
Það hefur hvarflað að mér hvernig þessum mönnum yrði tekið, ef þeir reyndu fyrir sér í pólitík hér í Orlando? Hér buna þoturnar stanslaust niður il borgarinnar troðfullar af dollurum. Hér streyma bílarnir efir ótrúlega flottu vegakerfinu í þvílíkum fjölda að þeir virðast óteljandi. Stöku strætóar eru á ferð og út úr þeim kemur greinilega fátækasta fólkið. Allstaðar notaðir bílar skítbillegir til sölu.Bensínið kostar minna en hundraðkall.
Hvernig skyldi standa á því að menn sem eru uppi á 21.öld skuli ekki sjá það að nútíminn gengur á samgöngum og bílaumferð. Hann gengur á bílnum sem er það farartæki sem nútímamaðurinn hefur valið sér ef hann hefur ráð á því.Hraðtenging við umhverfið því að tíminn skiptir máli á þessari öld.
Nútímamaðurinn hefur líka valið flugið sem fararmáta til aða brúa lengri vegalengdir en hentugar eru með bílnum einum. Allt viðskiptalífið beinist að því að tengjast og geta komist að uppsprettum fjármagnsins á sem stystum tíma. Því tímarnir eru peningar og peningar eru undirstaða lífshamingjunnar eða í versta tilfelli það sem verndar lítilmagnann frá óhamingjunni.
Hvaða foreldri myndi ekki velja það frelsi fyrir sig og barnið sitt til þess að komast út úr skarkalanum þegar þannig stendur á og geta verið fljótt í förum milli leikskóla og íþróttavalla á einkabíl sínum?
Hjólhestur Hjálmars né Borgarlína Dags Bergþórusonar, leysir þær þarfir aldrei af hólmi. Hreint afturhald nátttrölla á Neonljósaöld sem halda að hægt sé enn að lýsa upp heiminn með grútarlömpum þegar annað er fyrir löngu í boði.
21.öldin er bara ekki þannig. Hún byggir á einkabílnum sem er fararskjóti nútímans hvort sem er í Ameríku eða á Íslandi.Hún byggir ekki á sveimhugum sem virðast ekki hafa heyrt um það hvernig heimurinn hefur breyst á hundrað árum.
Ég held að unga einstæða móðirin myndi kaupa sér bíl hefði hún ráð á því hvað sem Hjálmar eða Dagur myndu vilja að hún gerði annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2017 | 16:27
Tino Sanandaji
er Kúrdi sem varð sænskur innflytjandi frá 9 ára aldri. Hann er höfundur bókarinnar Fjöldaáskorunin þar sem hann ræðir vandamál innflytjenda í Svíþjóð. Þau þekkir hann af eigin raun. Hann var í viðtali á Útvarpi Sögu sem Gústaf Adolf tók. Gústaf birtir þetta á bloggsíðu sinni sem mér finnst að megi alveg vekja athygli á með því að endurbirta það hér. Gústaf segir:
"Ég náði viðtali við þjóðhagfræðinginn Tino Sanandaji í vikunni sem var flutt í Útvarpi Sögu. Það var engin leið á stuttum tíma að koma öllu að svo ég skrifaði niður viðtalið og er það hér fyrir neðan.
Timó Sanandaji er doktor frá Chicago háskóla í efnahagssögu og hefur nýverið birt bókina MASSUTMANING sem ég vel að kalla FJÖLDAÁSKORUN.
Þar lýsir hann vandamálum flóttafólks og annarra innflytjenda í Svíþjóð. Það er hafsjór af fróðleik í bókinni, brot af því kemur fram í viðtalinu en mikilvægast fyrir Íslendinga held ég eru varnaðarorð hans um að Íslendingar læri af mistökum Svía til að komast hjá því að lenda í sömu stöðu og þeir.
Það dugar að gera mistök bara í eitt skipti til að allt fari á versta veg
Takk fyrir að hafa boðið mér, ég er vanur að neita viðtölum með svo stuttum fyrirvara en þar sem um Ísland er að ræða geri ég gjarnan undantekningu. Ég elska Ísland og hef lesið m.a. skrif um og eftir Snorra Sturluson. Ég hef aldrei áður verið í viðtali við íslenskan fjölmiðil svo þetta er sérstaklega skemmtilegt.
Hvenær komstu til Svíþjóðar?
Ég hef alist upp í Svíþjóð, ég er ekki Svíi, ég er Kúrdi og sænskur ríkisborgari. Ég kom til Svíþjóðar 9 ára gamall frá Íran og hef dvalið hér síðan en hef doktorerað við háskólann í Chicago í Bandaríkjunum þar sem ég var í 8 ár. Ég er þjóðhagfræðingur en ég vinn ekki að rannsóknum um innflytjendur heldur um efnahagssögu, atvinnumál, skatta og þess háttar. En Svíþjóð hefur haft mjög skiptar og heitar umræður um innflytjendur og þar sem ég sjálfur er innflytjandi, þá hefur það verið auðveldara fyrir mig að ræða neikvæðar hliðar á innflytjendamálunum eins og atvinnuleysi, félagsvandamál, glæpi, háa kostnaði o.þ.h. Þetta hefur verið mjög erfitt að ræða um í Svíþjóð
Ég hef bókina þína Massutmaning eða Fjöldaáskorun á borðinu og hef áður vitnað í og geri aftur að 17% Svía eru innfluttir og 5% af annarri kynslóð innflytjenda en samt sem áður er þessi hópur yfir 70% barnafátæktar í Svíþjóð og meðlimir í glæpahópum. Tók langan tíma að skrifa bókina?
Það tók 8 mánuði samtímis sem ég bæði bloggaði, var á Facebook og skrifaði greinar í blöðin, þannig að ég lagði geysilega vinnu í þetta. En eins og ég sagði, þá voru fólksflutningar ekki sérgrein mín en vegna þess að innflytjendur eru grundvöllur svo mikils hluta þróunarinnar í Svíþjóð hef ég farið að skipta mér af þeim málum. Áður fyrr, þegar innflytjendur voru ekki svo margir til landa eins og Svíþjóðar og Íslands var ekki það sama uppi á teningunum og vandamál innflytjenda var aðeins brot í stóru þjóðfélagsmyndinni. En eftir 1980 hefur þetta gjörbreytst alla vega í Svíþjóð. Fyrir þann tíma var þetta spurning aðallega um innflutning vinnuafls frá löndum í Evrópu og það virkaði ágætlega. Frá Finnlandi Grikklandi, Júgóslavíu og Ítalíu. En eftir það breyttist innflutningur fólks í flóttamenn og fjölskyldur frá þriðja heiminum, Miðjarðarhafslöndunum og Afríku. Þar sem um svo marga er að ræða, þá hefur það haft gríðarleg áhrif á og margfaldað atvinnuleysi, barnafátækt, ójafnrétti, félagsvandamál, bílaíkveikjur og glæpi en þróun þeirra mála er að mestu haldið uppi af innflytjendum. Einn af þeim þáttum sem ég reyni að útskýra í bókinni er, að á meðan fjöldi innflytjenda er lítill t.d. 1%, þá verða vandamálin ekki svo stór. En með sífellt stærri hlut innflytjenda 13 17%, þá byrja þessi vandamál að verða ráðandi í þróun ríkisins. Og í Svíþjóð í dag eru innflytjendamálin mikilvægasta stjórnmálaspurningin, þau mál finnst kjósendum vera mikilvægust. Það sem áður hafði ekki svo mikla þýðingu er orðið númer eitt í dag og þannig verður það, þegar vandamálunum er sópað undir teppið.
Ég sá viðtal við þig í sjónvarpinu, þar sem þú ræddir upplýsingasöfnun fyrir bókina. Sem kunnugt er hafa sænsk yfirvöld neitað að rannsaka vandamál innflytjenda í Svíþjóð. Þú hefur greinilega lagt mikla vinnu í upplýsingasöfnunina?
Í Svíþjóð er löng hefð fyrir tölulegum upplýsingum um íbúana sem Hagstofan safnar. Sama gildir um Ísland og ég veit að Ísland er einstætt, þegar kemur að genetískum upplýsingum íbúanna. Bæði Svíþjóð og Finnland eru með sögulega mestar upplýsingar t.d. um morð. Í efnahagsmálum sem eru mín sérgrein, þá eru til gríðarlega miklar upplýsingar og við vitum nákvæmlega um áhrif innflytjenda í efnahagslegu tilliti. Hins vegar þegar kemur að afbrotamálum, þá hafa þau mál verið TABÚ í Svíþjóð undanfarin 12 ár hvað snertir innflytjendur. Ríkið safnaði áður upplýsingum um afbrot meðal innflytjenda en neitar að uppfæra upplýsingarnar eins og áður var gert. Svo núna vitum við ekki hvernig ástandið er en það sem við vitum frá fyrri tíma er að afbrotamenn í um helmingi afbrotamála eins og t.d. morða höfðu erlendan bakgrunn. Allir telja að hlutur afbrotamanna af erlendu bergi hafi aukist en með því að dylja þetta gerir ríkið fólki erfitt fyrir að fá fram sannleikann. Nokkrir glæpasérfræðingar hafa varið ákvörðun ríkisstjórnarinnar af stjórnmálaástæðum og segja: Við vitum að glæpum hefur fjölgað hjá innflytjendum en að fara að rannsaka málið mun bara skapa rasisma. Mér finnst það hins vegar forkastanlegt í lýðræðisríki, að ríkið vilji fela staðreyndir fyrir okkur. Einnig vegna þess að skattgreiðendur borga fyrir það fá upplýsingarnar. Slíkar aðgerðir ríkis í frjálsu samfélagi verða beinlínis ögrandi og mér finnst ekki að lýðræðisríki eigi að ástunda að skapa hræðslu, grunsemdir né lýðskrum. Þess vegna hef ég gagnrýnt þetta. Ég ryksugaði allar upplýsingar sem fundust um málið, tölurnar finnast hér og þar t.d. vitum við að afbrotamenn í tveim þriðju hlutum nauðgana í Stokkhólmi voru útlendingar. Það eru mjög háar tölur fyrir eina borg en mögulega breyttust tölurnar lítið fyrir alla Svíþjóð.
Núna hefur Malmö neitað að taka á móti flóttamönnum árið 2018. Hvað viltu segja um það?
Malmö hefur álíka íbúafjölda og Ísland og er mesta fjölmenningarborg Svíþjóðar. Malmö er einni kynslóð á undan öðrum borgum í Svíþjóð, vegna þess að Malmö byrjaði að taka á móti innflytjendum á undan öðrum í Svíþjóð. Um helmingur íbúanna er af erlendu bergi sem gerir Malmö að einni mestu innflytjendaborg Svíþjóðar. Malmö hefur einnig þjónað hlutverki sem sósíaldemókratískur sýningarbás fyrir fjölmenningarsamfélagið. En núna vilja sósíaldemókratar í Malmö skyndilega stöðva móttöku flóttamanna í Malmö. Þeir vilja ekki fá fleiri flóttamenn til Malmö vegna þess að það kosti svo mikið og þeir ráði ekkert lengur við þetta.
Ég gagnrýni þá fyrir hræsni, vegna þess að sósíaldemókratarnir í Malmö segja samtímis að allir aðrir eigi að taka á móti flóttamönnum í Svíþjóð og allir munu græða á því nema Malmö. Það sé hagnaður að fá flóttamenn litið til lengri tíma, þótt það kosti í upphafi. En ég spyr, þar sem Malmö hefur einna lengst tekið á móti flóttamönnum: Til hvers langs tíma þarf að líta? Hvað er langur tími langur tími? Litið til þess að Malmö hefur haft lélegustu efnahagsþróun miðað við öll önnur sveitarfélög Svíþjóðar, 290 st, og fer sífellt hrakandi spyr ég hvenær hagnaðurinn eigi að koma? Malmö hefur mestu barnafátæktina og félagsbæturnar og er í hópi 10 verstu sveitafélaga í Svíþjóð í öðrum efnahagsmálum. Þetta er stjörnuborg sósíaldemókrata þar sem þeir monta sig af innflytjendum, sósialdemókratiskir forsætisráðherrar hafa haldið 1.maí ræður í Malmö og sagt að fjölmenningin geri Malmö að sterkri borg. Samtímis ganga margir hlutir á afturfótunum í borginni, þar eru óvenjulega mörg morð framin og Malmö auðkennir sig meira í stíl með bandarískum stórborgum að þessu leyti. Mikið atvinnuleysi er ríkjandi og efnahagurinn í rúst og Malmö er í dag haldið uppi af öðrum í Svíþjóð. Þeir taka inn 13 milljarði í eigin skatta en eru með 18 milljarði í útgjöld. 5 milljarðina sem uppá vantar fá þeir gegnum jöfnunarsjóði sveitarfélaganna, þeas frá öðrum sveitarfélögum í Svíþjóð. Malmö er stærsti styrkþeginn í kerfi sem upprunalega var hannað til að vel stæðar borgir gætu hjálpað landsbyggðinni. Það sem hefur gerst sem er algjörlega súrrealískt er, að þriðja stærsta borgin okkar með bestu landfræðilegu stöðuna nærri Kaupmannahöfn hefur orðið að efnahagslegu svartholi, þar sem peningarnir sjúgast inn og hverfa á hverju ári til að halda Malmö gangandi. Væri Malmö eigið ríki sem hefði þurft að bjarga sér án styrkja, þá væri Malmö með stærra efnhagsvandamál en Grikkland.
Ég segi ekki að það eigi aldrei að aðstoða Malmö en spyr hvers vegna hefur ástandið orðið svona slæmt fyrst það er svo fínt með alla flóttamenn? Þeir halda því sífellt fram að við högnumst á innflytjendum. Og hvað gerist með Svíþjóð ef landið verður á sama stað og Malmö nú eftir 30 ár? Hverjir eiga þá að borga fyrir alla styrki sem landið mun þurfa á að halda? Í dag geta Svíar greitt 5 milljarði til Malmö en hver á að sjá fyrir okkur, þegar við erum öll komin í spor Malmö í dag. Á kannski norski olíusjóðurinn að borga fyrir okkur? Stjórnmálamennirnir neita að svara þessum spurningum og viðhalda því að hagnaður verði af flóttamönnum til allra annarra en ekki núna til Malmö og að allir munu til lengri tíma litið þéna á flóttamönnunum. En hvenær ætlar Malmö að fara að sýna allan þennan hagnað?
Við munum varla fá svör við þessum spurningum á næstunni...
Nei og þeir bakka þegar þeir segjast vilja hætta að taka á móti flóttamönnum. Fyrir tveimur árum sögðu sömu stjórnmálamenn í einum kór: Við högnumst á innflytjendum! Af hverju geta ekki þessir menn bara viðurkennt, þegar þeir í dag fara um allt til að biðja um hærri styrki til borgarinnar, að þetta er rangt hjá þeim og hætta að vera með þessa hræsni? Þeir draga í neyðarbremsuna og biðja um meiri peninga á sama tíma og þeir segja að þetta sé svo gott fyrir alla aðra. Þetta er svipað og ef Kúba myndi biðja okkur um neyðaraðstoð til að fjármagna útgjöldin á sama tíma og þeir segðust tryggja að kommúnisiminn sé launsamur litið til lengri tíma.
Forsvarsmenn Malmöborgar reyna að kenna öllu öðru og öðrum um ástandið nema sjálfum sér. Þeir hafi byggt Eyrarsundsbrúna, skipasmíðastöðvum var lokað, Stokkhólmarar séu svo ósanngjarnir og alls konar aðrar afsakanir. En þeir segja ekki alveg rétt frá öllu, því sá helmingur Malmöbúa sem eru upprunalegir Svíar klára sig alveg ágætlega á meðan vandamálin eru stærst hjá innflytjendunum, þar sem mikið atvinnuleysi ríkir og félagsbætur eru miklar. Þannig að afsakanir yfirvalda standast engan veginn, því þá hefði ástandið einnig verið slæmt hjá fólki af innlendu bergi í Malmö.
Það verður að gera þá kröfu til yfirvalda sem eru með þessa flóttamannatilraunir í Malmö að þeir útskýri hvers vegna það eigi að ganga svo vel eftir 30 ár þegar þeir geta ekki tekið við fleiri flóttamönnum núna. Það getur orðið of seint að laga vandamálin eftir 30 ár og því verða þeir að svara hvernig það er svo hagstætt að fá flóttamenn, þegar þeir sjálfir eru búnir að draga í neyðarbremsuna. Þessu hafa sósíaldemókratar ekki svarað en viðhalda tvískynnungi í staðinn.
Núna óttast Danir að aukin glæpastarfsemi í Malmö spilli yfir á Danmörku. Hvað segirðu um það?
Já, Danir óttast að glæpastarfsemin berist yfir sundið. Alþjóðlega er ágætis samanburður í afbrotamálum milli landa t.d. í mælingu á fjölda morða í einstökum ríkjum. Það eru ýkjur í sambandi við nauðganir í Svíþjóð, að Svíþjóð sé mesta nauðgunarland í heimi. Það er ekki rétt vegna þess að samanburðurinn er ekki réttur vegna mismunandi túlkunarreglna á hvað er nauðgun í mismunandi löndum. En hvað varðar morð er samanburðurinn réttari. Sögulega hefur morðtíðni í Svíþjóð verið lág eins og á Íslandi eða einungis 0,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa á sjötta áratugnum. Síðan jókst þetta lítillega með aukinni neyslu áfengis osfrv en hefur lækkað aftur. Í dag er morðtíðni í Svíþjóð á svæðum með fáa eða enga innflytjendur svipað eins og í Noregi og á Íslandi um 0,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa. En í Malmö lítur dæmið öðru vísi út með 3,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa sem nálgast amerískar stórborgir. Sömu sögu er að segja á innflytjendaríkum stöðum í Stokkhólmi og Gautaborg að ástandið minnir meira á amerískar stórborgir en hin Norðurlöndin. Á sama tíma og Noregur og Finnland hafa sýnt mikla fækkun afbrotamála lagaðist ástandið örlítið um tíma í Svíþjóð og farið aftur vaxandi síðustu 2 árin.
Morðum hefur fækkað um helming í Evrópu á síðustu 30 árum á sama tíma og morðum með skotvopnum í tengslum við glæpaklíkur hefur stórfjölgað í Svíþjóð í ínnflytjendaþéttum stöðum. Flestar handsprengjuárásir í Evrópu gerast t.d.í Malmö og þróunin sem við sjáum í Svíþjóð er algjörlega óeðlileg í samanburði við önnur lönd. Og þetta hefur ekki mátt ræða opinberlega í Svíþjóð. Ríkisstjórnin afneitar þessu og fullyrðir að ekkert samband sé á milli innflytjenda og afbrotamála og endurtaka í sífellu að fleiri morð hafi verið framin árið 1990 og á miðöldum. Yfirvöld neita að gefa upp hversu mörg morð eru framin af innflytjendum. Enginn veit það í Svíþjóð. Þetta er þekkt í Danmörku og Finnlandi en ekki í Svíþjóð. Ég fjalla mikið um afbrotamálin í bókinni. Það er makalaust að land eins og Svíþjóð sem var af mörgum talið fyrirmynd annarra ríkja, þar sem friður ríkti og allir væru tryggir hefur farið þessa leið. Ég sýni fram á það í bókinni hvílíkur kostnaður fylgir þessarri þróun sem er langtum stærri en ef allt væri í lagi. Og stærsti hluti kostnaðarins lendir á innflytjendum vegna þess að það eru oftast þeir sem eru fórnarlöm nauðgana og morða, sérstaklega konur.
Við erum aðeins byrjuð að ræða þessi vandamál í Svíþjóð og það er mjög erfið umræða, sumir fara úr böndunum af æsingi og eiga í erfiðleikum með að ræða venjulega út frá staðreyndum. Þeir koma með upphrópanir: þú er rasisti, fasisti við eigum ekki að kenna innflytjendum um málin en gera umræðuna þar sem tölulegar staðreyndir eru teknar í málin svo erfiðar. Ég geri stundum grín að þessu og líki við múllurnar í Íran sem eru svo heittrúaðir að þeir ræða ekki einstök mál af trúarfarsástæðum. Það er ekkert viðunandi svar að segja við ætlum ekki að mæla afbrotatölurnar.
Hvernig lítur þú til framtíðarinnar, flóttamannamálin eru mikið til umfjöllunar í ESB og svipað uppi á teningnum og hér að aðilar vilja stöðva innflutning flóttamanna?
Já, bókin fjallar um Svíþjóð og hún þjónar einnig sem úttekt fyrir stærra svæði. Svíþjóð hefur tekið á móti flestum flóttamönnum samanborið við eigin íbúafjölda. Svíþjóð hefur einnig stærstu gjána milli innflytjenda og íbúanna hvað snertir atvinnumál og mörg önnur mál og er verst allra ríkja í aðlögun innflytjenda í samfélagið og er vegna þess áhugavert að rannsaka. En Svíþjóð hefur bara meira af öllu sem önnur lönd hafa sem hafa prófað þetta, ekkert Vesturlanda hefur haft vandamálalausan innflutning fólks. Fæst vandamál hafa fylgt innflytjendum sem komið hafa til að vinna t.d. í Ástralíu, Kanada og Sviss og einnig Svíþjóð.
Ein skýring á því, hvers vegna það er svo erfitt að ræða þessi mál í Svíþjóð, er að það hefur áður verið vandamál með rasisma. Mörgum Svíum líkar ekki þegar bent er á það, að nasisminn átti sína fylgismenn hér, skallasveitir frömdu morð bæði á Svíum og innflytjendum á áttunda og níunda áratugnum. Þá voru málin þögguð niður með orðum um rasisma og þess háttar. Svíar eru yfirleitt samvinnuþýðir og fylgja yfirvöldum og trúa fjölmiðlum og skilja sig lítillega frá bæði Íslendingum og Norðmönnum sem hafa frjálsari umræðustíl sem kannski passar ekki alltaf við stefnu yfirvalda.
Þetta setur sinn svip á umræðurnar hér og fólk sem vill ræða vandamálin kallað rasistar eða fasistar og sagt upp störfum. Ég ólst upp í innflytjendafjölskyldu á félagsbótum og hef mörgum sinnum verið eltur af sköllum og kallaður rasisti og nasisti. Ég hef aldrei talað gegn kynþáttum og hef doktórspróf frá Chicago og allt en samt sem áður kölluðu þeir mig nasista mörgum sinnum sem er fáranlegt. Sem betur fer virkar þetta eins vel í dag. Eftir flóttamannakrísuna 2015 eru stjórnmálamenn byrjaðir að fara til baka. Það sem sumir þeirra og ríkisstjórnin kölluðu fyrir Auschwits fyrir tveimur árum síðan vilja þeir sjálfir framkvæma í dag. Margir verða réttilega reiðir og segja, afhverju réðust þið á mig fyrir tveimur árum fyrir segja sama hlut og þið segið sjálfir í dag?
Innflytjendamálin hafa mistekist í Svíþjóð og það er ekki innflytjendum að kenna. Þetta eru afglöp sænsku elítunnar, henni hefur gjörsamlega mistekist, innflytjendamálin eru afhroð.
Það er ekki innflytjendum að kenna að Svíar segjast skammast sín fyrir sögu sína, að þeir séu menningarlausir og þori ekki nota sænska fánann. Bara fyrir nokkrum mánuðum hélt Ann Katrin Batra formaður Móderata fund og hafði sænska fánann á bak við ræðustólinn og fékk mikla gagnrýni fyrir. Í dag nota sósíaldemókratar sænska fánann við sín ræðuhöld. Bara á nokkrum mánuðum hafa þeir snúið við blaði frá því að kalla fólk rasista fyrir að nota sænska fánann yfir í að gera það sjálfir. Þróunin er því spennandi. Það er erfitt að mæla gegn því að ég og aðrir sem töluðum um málin fyrir 3-4 árum síðan fengum rétt, þegar allir segja núna sama hlut. En þessi óheilsa í umræðunum hefur skapað meiri skaða en innflytjendurnir. Einstakir innflytjendur eru varnar- og valdalausir gagnvart kerfum í þeim löndum sem þeir flytja til. Það er á valdi stjórnmálaelítunnar hvernig þeim málum er háttað.
Það er í gangi gríðarleg útilokun á innflytjendum sem búa í fátækum úthverfum stórborganna. 80% Svía segist ekki nokkurn tímann umgangast með innflytjendum frá þriðja heiminum. Svíar flytja oft burtu frá hverfum þar sem innflytjendur verða fleiri en 3-4% og vilja ekki hafa börnin sín í sömu skólum og innflytjendurnir. Fyrir nokkrum árum bjuggu færri en 1% af stjórnmálamönnum í slíkum hverfum. Það er því ótrúleg tvöfeldni í gangi, þegar maður segist vilja hafa fjölmenningu og flóttamenn en forðast þá í raunveruleikanum. Þetta þykir innflytjendum vera afskaplega erfitt, þeir læra ekki sænsku og komast aldrei inn í samfélagið. Fólk elst upp við þetta og við fáum vandamál af því tagi sem við höfum aldrei haft áður í Svíþjóð. Í dag eru skipulagðar árásir sem aldrei hafa áður sést á sjúkrabíla, slökkvilið og bílastæðisstarfsmenn. Að kasta steinum á starfsmenn sjúkrabíla gerir maður ekki í Íran en það gerir maður í Svíþjóð. Slökkviliðsmenn þurfa ekki lögregluvernd til að slökkva elda í Íran en það þurfa þeir í Svíþjóð.
Sú spurning hlýtur að vera sett fram, hvernig það er mögulegt að eitt af friðsömustu löndum í heiminum hafi fengið slík vandamál á jafn stuttum tíma, vandamál svipað þeim og áður var rætt um á Norður Írlandi? Rætt er um að smíða brynvarða sjúkra- og slökkvibíla til að fara inn í innflytjendaþétt hverfi í Svíþjóð í dag.
Það er náttúrulega hægt að stinga hausnum í sandinn eins og ríkisstjórnin gerir og láta eins og vandamálinn séu ekki til. En eitthvað hefur farið úrskeiðis, þegar þessi vandamál komu til sögunnar. Síðan er það líka sú hlið vandans, þar sem málin eru yfirdrifin, þetta eru mest staðbundin vandamál við svæði með innflytjendum og því er ekki þannig farið að ástandið hér sé eins og í Venúsuela. Svíþjóð er enn tryggt land en þróunin er í vitlausa átt. Við skulum hvorki yfirdrífa né afneita vandamálunum.
Það er mikilvægt fyrir lítið land eins og Ísland að skoða þessi mál á hlutlægan hátt svo þið gerið ekki sömu mistök og Svíarnir.
Já, Svíþjóð hefur alla vega fyrir suma Íslendinga verið máluð mynd af Paradís en margir spyrja sig núna vegna allra slæmra frétta frá Svíþjóð eins og Danir og Norðmenn spyrja, hvort þetta ástand gæti komið til Íslands?
Það er mikilvægt að falla ekki í sama far og Trump og Fox News með yfirdrifna teiknimynd af sænska ástandinu. Það er rétt að afbrotum hefur fjölgað og morð haldist óbreytt á meðan þeim hefur fækkað um helming í öðrum löndum. Og þrátt fyrir óöld er Malmö samt tryggari borg en margar stórborgir í Bandaríkjunum. Stór svæði í Svíþjóð eru eins og landsbyggðin í Noregi eða á Íslandi trygg enn sem komið er.
En Íslendingar gerðu rétt í að hugsa um málin og vera órólegir vegna sænsku þróunarinnar en hún helst í hendur við fjölda flóttamanna. Lendir maður í afhýsingarstöðunni þar sem innflytjendur aðlagast ekki samfélaginu verður næstum ómögulegt að leysa vandann. Í Svíþjóð veit enginn hvernig leysa á þann vanda.
Ísland er kannski síðasta Norðurlandið sem komist hefur undan innflytjendaþéttum úthverfum og farið mjög varlega í þessum málum. Þið eruð lítið land með fólksfjölda svipað og Malmö og það dugar að gera mistök bara í eitt skipti til að allt fari á versta veg. Þið hafið haft góða innflytjendur sem komið hafa til að vinna. Aðrir hafa ekki haft vanda með þá tegund innflutnings heldur. Það er þegar innflytjendur koma frá fátækum löndum þriðja heimsins sem maður verður að fara varlega í málin. Þið gætuð fylgst með og rannsakað hvernig málin hafa þróast í Svíþjóð og þá komist þið kannski hjá þessum erfiðu árekstrarsömu umræðum um málin.
Hefurðu komið til Ísland?
Nei en Ísland er efst á listanum yfir lönd sem ég vill heimsækja, ég elska sögu ykkar, Ísland er stórkostlegt land fyrir þjóðfélagsmann eins og mig. Íranskur vinur minn var á Íslandi og hann er heltekinn af landinu og talar ekki um neitt annað. Hann segir Ísland vera blöndu af vísindaskáldsögu og Mars og hefur sýnt mér helling af myndum frá þessari frábæru náttúru ykkar.
Ég þakka þér kærlega fyrir viðtalið"
Mér finnst ekki úr vegi að góða fólkið okkar megi hugsa sig um tvisvar áður en það fullyrðir að ekkert af vandamálum þeim sem innflytjendur á Norðurlöndum valda í þeim löndum muni nokkru sinni eiga við hérlendis.
Tölurnar frá Malmö þar sem innflytjendur eru helmingur borgarbúa segja að viðvarandi rekstrarhalli af 18 milljarða sænskra króna útgjöldum borgarinnar eru 5 milljarðar sem aðrir Svíar verða að borga og morðtíðnin er sjöföld á við það sem venjulegt er á Norðurlöndum,geta varla verið annað en viðvörun um hvað getur gertst á Íslandi ef allt er opnað hér upp á gátt eins og margir vilja
Er ekki ástæða til að hlusta aðeins á viðvörunarorð áður en eyrum er lokað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2017 | 14:36
Ekki gefast upp!
auglýsir Íslandsbanki sem hvatningu til unga húsnæðislausa fólksins heima á Hótel Mömmu.Komið til okkar og takið okurlán til að kaupa íbúðir á margföldum byggingakostnaði.
Ekki hugsa um að fá lóð til að byggja á sjálft því þær eru heldur ekki fáanlegar. Og þær verður líka að borga út í hönd því enginn sveitarstjórnarmaður utan Hornafjarðar skilur gildi þess að nýtt fólk byggi í sveitafélaginu og að það borgi sig fyrir sveitarfélagið að gefa því lóð eða láta ekkert borga fyrr en það fer að borga útsvar frá húsinu á lóðinni.
Nei kaupið tilbúna íbúð af næsta verktaka á markaðsverði með nógu miklu af lánum áhvílandi.
Þetta er orðið af eign fyrir alla stefnu Sjálfstæðisflokksins míns gamla, stétt með stétt og gjör rétt þol ei órétt. Þjónkun við peningavaldið, lántökur og vaxtagreiðslur í stað þessa að strita sjálfur og berjast áfram.
Heilalausir sveitastjórnarmenn hugsa aðeins um gatnagerðargjöld, yfirtökugjöld, holræsagjöld,sorphirðujöld, vatns-og fráveitugjöld og vaxtaberandi skuldabréf en ekki hagnað sveitarfélagsins af nýjum íbúum. Þétting byggðar, fækkun einkabíla, fjölgun hjólhesta, fækkun flugvalla og fjölgun öryrkja.
Við í bankanum skulum ná þér í klærnar okkar með gjöfum og gylliboðum sem þú auðvitað borgar sjálfur á endanum.
Ekki gefast upp!
3.5.2017 | 02:41
1.maí-spurningarmerki?
er það ekki orðið merki dagsins frekar en rauði fáninn?
Til hvers eru þessi hátíðahöld eiginlega? Til hvers er uppgefinn kapítalisti og auðvaldsþý að stofna nýjan sósíalistaflokk á þessum degi?
Til hver er haldið áfram að tyggja upp að misréttinu í þjóðfélaginu verði að linna? Hverjir skapa þetta hræðiega misrétti sem nýr sósíalistaflokkur Gunnars Smára ætlar að leggja að velli?
Lausir kjarasamningar á næsta ári? Er frelsun lýðsins fólgin í því tækifæri sem gefst til að hækka kaup hinna lægst launuðu svo um munar? Hefur þetta heyrst áður eða er þetta nýtilkomið?
Bullandi atvinna fyrir alla sem vilja vinna og hagvöxtur um allt. Sem nær þó ekki til allra því metfjölgun öryrkja meðal ungs fólks segir aðra sögu.
Þessi aumingjavæðing er samt þróun sem er í gangi um allan heim, frá ryðbelti Bandaríkjanna til millistéttar Frakklands, gömlu Evrópur og núna hins nýja Íslands öryrkjanna.
Krabbamein sósíalismans hefur gegnsýrt hugsunarhátt unga fólksins úr millistéttinni sem ekki sér neina von um að það geti brotist út úr fátæktargildrunni og alls ekki að vinna sig út úr henni. Það sættir sig frekar við að lifa á opinberrri framfærslu og deyfa sig frá veruleikanum með lyfjum og læknadópi.
Stjórnmálamenn samtímans okkar eru heldur ekki að prédika um lausnir. Í djúpu kreppunni á síðustu öld komu fram stjórnmálamenn eins og Adolf Hitler og Franklin Delano sem boðuðu vinnu og brauð og nýja tíma. Hvar eru slíkir menn núna sem blása ungu fólki vonir í brjóst? Sjá menn þá á Alþingi Íslendinga?
Íslandsbanki auglýsir núna að unga fólkið eigi ekki að gefast upp, það sé enn hægt að taka okurlán og kaupa íbúðir. Á meðan snýst fjármálakerfið augsýnilega mest um að deila út bankabónusum til starfsfólksins.
En koma slíkar auglýsingar í stað stjórnmálamanna sem boða fólki nýja tíma, boða nýjar lausnir, skapa vonir? Var grein Katrínar Jakobsdóttur í Mogga á 1. maí slík rödd? Eða var hún gamalt vín á nýjum belgjum? Mun hún Katrín frelsa æsku Íslands með VG og fornaldarfræðum kommúnismans ?
Bendir 25.2 % fylgi Sjálfstæðisflokksins til þess að hann sé að skapa vonir meðal fólks? Er flokkur athafnafrelsins og einstaklingsframtaksins að ná til millistéttarinnar sem er í upplausn? Bendir glundroðinn á vinstri vængnum og óeiningin á meðal verkalýðsforystunnar á 1. maí til þess að fólk sé að öðlast trú á framtíðinni og að stéttaskiptingin gamla sé enn á lífi?
Bendir þriðjungsfylgi ríkisstjórnar til þess að fólk sé að trúa því að hagur þess muni batna? Þrátt fyrir metatvinnuframboð er fjármálaspillingin svo augsýnilega orðin svo 2008-löguð að aðeins þeir sem þekkja réttu sjóðastjórana í bönkum og lífeyrissjóðakerfinu geta keypt þeu fyrirtæki sem þá lystir. Ekki til þjóðarhags heldur í samþjöppunarskyni og verðstýringar. Þetta er gamla atvinnufrelsið í reynd þar sem stétt var með stétt á landsfundum gærdagsins. Geta hinir venjulegu menn fengið fé til framkvæmda við nýjar hugmyndir eins og aðrir geta fengið tugi milljarða til að kaupa gömul fyrirtæki til að draga úr samkeppni?
Þó að við venjulegir fögnum tilkomu Costco tkil landins þá myndu fleiri fagna því ef WalMart kæmi til landsins. Þá myndi margt breytast í samkeppnisleysinu sem þjakar okkar samfélag meira en flest annað.
Samkeppnisleysið er nefnilega miklu meira á íslenskum markaði en fólk gerir sér ljóst daglega og þá sama hvert litið er, til fjármálasviðsins,til verslunar, tryggingastarfsemi, byggingastarfsemi eða hvers sem er og snertir líf venjulegs fólks. Það er eiginlega aðeins á sviði útboðs-verktakaiðnaðar sem einhver samkeppni ríkir. Annað er skipulagt í leyfum og úthlutunum pilsfaldakapítalismans sem er varla annað en sósialismi andskotans sem svo hefur verið kallað.
Það er fleira að á Íslandi en bara lágir kauptaxtar og lágar bætur. Það eru stór spurningamerki um allt þjóðfélagið sem blasa við. Og ekki hvað síst hin kratíska spilling hugarfarsins sem er að eyðileggja hinn forna íslenska anda Hrafnistumanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko