Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017
3.7.2017 | 12:10
Hefur Trump trompað?
fréttaheiminn svo að hann nær sér ekki?
Já, það er líklegt að Donald Trump hafi hreinlega breytt fréttaheiminum með afgerandi hætti. Komið honum í svo opna skjöldu að hann hafi alls ekki náð að átta sig á breytingunni sem þessi maður er búinn að vinna.
Ómar Ragnarsson sá reynslubolti í fjölmiðlun hefur þetta að segja:
"...
Á öllum fjölmiðlum er í gildi fréttamat sem felst í orðinu "helst".
Orðið "helst" er meira að segja orðið að nafnorði í hvorugkyni.
Það er talað um "helstið", hvernig helstu fréttum er raðað upp. Hugtakið snýst um forgangsröðun frétta.
Helstið er afar ráðandi atriði, svo mikilvægt, að lýsa má því í setningunni "fyrsta frétt er alltaf fyrsta frétt."
Sem getur verið hættulegt, því að hættan er sú að hin svonefnda fyrsta frétt fari út á ljósvakann án nægilegrar rannsóknar, - bara til þess að hún sé fyrsta frétt en ekki önnur frétt, þriðja eða fjórða.
Þetta nýtti Trump til hins ítrasta, og lét sér í léttu rúmi liggja þótt oft væri farið yfir strikið.
Rannsókn á kosningabaráttunni vestra sýndi, að Trump nældi sér í meira en 60 prósent af allri umfjölluninni um baráttu hans og Hillary Clinton, og hann hafði yfirburði í því að komast inn í helstið og fyrstu fréttina.
Þetta varð að hans kosningabaráttu, ekki hennar.
Aðferðin var einföld: Nógu mikil iðni við kolanna, en ekki síður að leggja höfuðáhersluna á að segja eitthvað eins rosalegt og svakalegt og hægt færi.
Afbrigði af gamla orðtakinu að slæm auglýsing sé betri en engin.
Einnig afbrigði af því að sá sem ræður vettvangnum og hefur stjórn á atburðarásinni sé kominn í vinningsstöðu.
Trump tókst að "spila sinn leik" og láta kosningabaráttuna litast af því.
Fjölmiðlun verður ekki söm eftir þetta, og það mun taka blaðamannastéttina mörg ár að bregðast við því breytta umhverfi, sem nútíma samfélagsmiðlun hefur innleitt."
Ég held að Ómar fari nálægt staðreyndunum um það að "helstið" hefur fengið aðra vigt eftir að Trump kom til sögunnar. Hann beitir einfaldri tækni á Twitter gegn fjölmiðlarisum eins og CNN og New York Times. Gengur fram af fólki í meinlegheitum og absúrdisma eins og fjölbragðglímuaatriðið nýjasta þar sem hann lúskrar á CNN-glímukappa. Elítufólkinu finnst þetta gesamlega óviðeigandi af Forseta Bandaríkjanna að gera svona virðingarlaust sprell. Má vera að eitthvað sé til í því,- sumt getur í hæsta lagi gengið fyrir Organista hefði sr. Bjarni kannski sagt. En Trump virðist hafa hæfileika til að koma á óvart, búinn að leika annann leik áður en andstæðingurinn er búinn að meðtaka þann síðasta og orða hneykslun sína nægilega sterkt.
Trump virðist vera gjarn á að trompa út án þess að vara elítuna við, - og sleppa með það!
3.7.2017 | 09:32
Lygaveitan New York Times
birti fyrir nokkrum dögum síðan "grein um Donald Trump og Rússland þar sem blaðið hélt því fram að allar sautján öryggisstofnanir Bandaríkjanna hefðu samþykkt skýrslu um aðkomu Rússa að tilraunum til kosningaáhrifa. Nokkrum dögum síðar viðurkenndi New York Times að upprunalega greinin innihéldi falsfréttir. Aðweins fjórar öryggisstofnanir hefðu undirritað skýrluna, ekki sautján.
New York Times bar sem sagt á borð meðvitað eða ómeðvitað að 100 prósent af bandarískum öryggisstofnunum stæðu á bak við skýrsluna um "Rússlandgate" þegar sannleikurinn var aðeins 24%.
Sem blaðið Avpixlat hefur nýlega greint frá hefur Sarah Palin stefnt New York Times fyrir falsfréttir í sambandi við það að blaðið hefur látið að því liggja að Palin tengdist vopnaðri árás á stjórnmálamann árið 2011.
Vinstrifrjálslyndir blaðamenn eru nú ákafir í að birta neikvæðar greinar um Donald Trump í því skyni að koma honum frá völdum að þeir gleyma eða vanrækja skyldur blaðamanna um siðfræði, staðreyndamat eða að hafa það jafnan sem sannara reynist."
Hver sem les NYT kemst ekki hjá því að undrast það ofstæki sem í því blaði birtist í öllu neikvæðu sem hægt er að skrifa um Donald Trump. Blaðið New York Times er orðið álíka trúverðugt og gamla Pravda var á tímum Stalíns sáluga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2017 | 19:26
Ömurlegur fréttaflutningur Stöðvar 2
af fundi Donalds Trumps með hermönnum Bandaríkjanna.
Fundurinn hófst vel segir Stöð 2 en svo fór Trump út í árásir á sér andsnúna fjölmiðla sem enginn vill heyra og samstarfsmenn hans eru alveg kexaðir á að sögn Stöðvarinnar.
Sannleikurinn var sá að fundarmenn trompuðust í fagnaðarlátum, stóðu upp og hoppuðu og klöppuðu og sýndu skilti til stuðnings við Forsetann.
Þvílíkar lygafréttir bera þessir ómerkilegu demokrata og kommatittafjölmiðlar á borð fyrir heiminn í þeim tilgangi að ófrægja þenna réttkjörna Forseta Bandaríkjanna að manni hreinlega blöskrar ósvífnin. Þeir eru samtaka í ofsóknum þar sem engin meðöl eru spöruð í lygum og rangfærslum.
Stöð 2 stimplaði sig svo um munaði í kvöld inn í þennan ómerkingahóp.
2.7.2017 | 15:01
"Nýr kafli að hefjast í þróun fluglestar":
segir Bjarni Jónsson verkfræðingur.
"Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu [SSH] og Fluglestin - þróunarfélag hafa gert með sér samstarfssamning um þróun skipulagsmála vegna hraðlestar, sem ætlað er að tengja saman Keflavíkurflugvöll og höfuðborgarsvæðið. Hann bíður nú samþykkis sveitarfélaga."
Íbúar eiga heimtingu á því að fá að vita, hvað hér er verið að bralla. Er þessu ævintýrafélagi, Fluglestinni - þróunarfélagi, veittur ádráttur um að taka dýrmætt land frá undir gríðarlegan hávaðavald meðfram ströndinni á Suðurnesjum í samningum þess við sveitarfélög þar og land fyrir biðstöðvar og op niður í lestargöngin í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík ? Af fréttum að dæma eru yfirvöld einum um of leiðitöm; sumir mundu jafnvel kveða svo rammt að orði, að þau láti ævintýramenn teyma sig á asnaeyrunum. Ef þessi sömu sveitarfélög ætla að samþykkja að taka þátt í fjármögnun undirbúningsfélags, sem á að fá miaISK 1,5 til ráðstöfunar í rannsóknir, umhverfismat og frumhönnun, þá er of langt gengið, og munu þá væntanlega margir kjósendur sýna hug sinn í verki á vori komanda.
Í fréttinni var þetta haft eftir Runólfi Ágústssyni, framkvæmdastjóra Fluglestarinnar - þróunarfélags um nýgerðan samning á milli félags hans og SSH:
"Runólfur segir samninginn mikinn áfanga. "Þetta hefur þá þýðingu, að við getum farið í næsta fasa, og farið að fjármagna hann, sem eru skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum, frumhönnun og rannsóknir, sérstaklega á berglögum í gangastæðinu. Þessi fasi kostar í heild 1,5 milljarða [ISK] og tekur 3 ár. Við stefnum á að fjármagna þennan pakka í haust.""
Það væri synd að segja, að þær sveitarstjórnir og hugsanlega aðrir stjórnmálamenn, sem við þessa fluglest eru riðnir, hafi ekki verið varaðir rækilega við. Allur kostnaður, beinn og óbeinn, sem af þessum skýjaborgum hlýzt, mun fara í súginn. Í þeim tilvikum, að um skattfé verði að ræða, verða viðkomandi stjórnmálamenn látnir standa umbjóðendum sínum reikningsskil gerða sinna. "
Kemur þetta til viðbótar Borgarlínunni? Ætla sveitarstjórnir Íhaldsins í Kraganum að láta Dag Bergþóruson teyma sig svona áfram á eyrunum í Fluglestina líka?
Eru ekki kosningar í vor áður en þessi nýji kafli kemur til framkvæmda?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2017 | 14:34
English Muffins
er bakstur sem ég sakna frá Florida.Svona kringlóttar hálfbökur í tvennu lagi sem smella í ristavélina hvor helmingur sér. Ég kom með sýnishorn og gaf hérlendum bakara en hann kveikti ekki. Það voru auglýstar Muffins í Costco þegar ég koma þar en þær voru útseldar svo ég gat ekki séð þær.
Veit einhver hvort svona English Muffins eru bakaðar hérlendis?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko