Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
1.9.2017 | 09:22
Húsasótt og myglumál
eru þekkt fyrirbæri sem hafa þjakað fólk árum saman.
Árið 2002 tók Guðlaug Sigurðardóttir viðtal við Björn Marteinsson um málið:
"HUGTAKIÐ húsasótt hefur verið þekkt nokkuð lengi. Hugtakið varð til í kjölfar hinnar dularfullu hermannaveiki sem fyrst kom upp á amerískum herspítala árið 1976. Óútskýrð óþægindi eða sjúkdómar sem fólk verður vart við þegar það dvelur í ákveðnum byggingum er flokkað sem húsasótt, og hermannaveiki tilheyrir ekki lengur þeim flokki þar sem nú er vitað hvað veldur henni.
Ónæmiskerfi fólks er mismunandi og því mjög mismunandi hve viðkvæmt fólk er fyrir efnaáreiti. Sum efni valda ertingu eða ofnæmi séu þau samfara öðrum ertandi efnum og saman geta þau valdið óþægindum eða jafnvel lasleika. Flest þessara efna eru til staðar í litlu magni í loftinu og oft talið að þau valdi ekki vandræðum ein og sér, en samlegðaráhrif efnanna geta verið meiri heldur en summa einstakra áhrifa.
Vel hirt loftræstikerfi valda ekki vandræðum
Besta vörnin gegn húsasótt er góð loftræsting en þá þarf útiloftið einnig að vera ferskt. Illa hirt loftræstikerfi geta valdið meiri skaða en ekkert kerfi, en þá er ekki kerfinu sem slíku um að kenna heldur rangri umgengni um það. Veikist fólk vegna lélegs loftræstikerfis er ekki lengur álitið að um húsasótt sé að ræða, heldur sýkingu frá slæmu loftræstikerfi.
Björn Marteinsson hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins segir að ótalmargt geti valdið fólki ónotum. "Í byrjun eru slíkar kvartanir iðulega taldar geta orsakast af húsasótt, eða allt þar til menn átta sig á því hvað það er sem veldur óþægindunum. Um leið og skýring er fundin er ekki lengur um húsasótt að ræða, heldur óþol fyrir einhverjum ákveðnum efnum eða niðurbroti efna," segir Björn. "Dæmi um slíkt var t.d. formaldehýð í spónaplötum. Um leið í ljós kom að það var formaldehýð var orsakavaldur óþægindanna var ekki lengur litið svo á að um húsasótt væri að ræða, heldur formaldehýðeitrun. Í kjölfarið var það bannað. Ýmis byggingarefni eru talin geta valdið húsasótt, enda tengist húsasótt eingöngu byggingunni sjálfri, en ekki t.d. fæðu sem við borðum í byggingunni."
Hvert getur almenningur snúið sér vakni grunur um húsasótt? Björn segir að þar sé aumi punkturinn í þessu ferli. "Það er enginn einn aðili sem sinnir þessu. Vinnueftirlitið bregst við ef þetta finnst á vinnustað og þeir hafa t.d. skoðað skóla og stærri vinnustaði. Síðan getur Hollustuvernd einnig litið á málið, en þeir beina sjónum þó einkum að umhverfismengun og fara ekki eins mikið inn á heimilin. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins tekur fólki vel, en þekking þeirra takmarkast við byggingarefni, en ekki læknisfræðilegar úrlausnir því slík mál eru fyrir utan okkar verkefnasvið. Við skoðum efnin en látum öðrum eftir að meta læknisfræðileg áhrif."
Raki aðalvandamálið
Björn segir að Svíar séu mjög meðvitaðir um þetta vandamál en þeirra rannsóknir sýna að flestar kvartanir tengjast rakavandamálum. Svíarnir álitu að rakavandamálin kæmu upp vegna þess m.a. að byggingar væru of þéttar. En í ljós kom að þéttleiki bygginga var ekki aðalorsökin, heldur skipti einnig máli hvort húsin höfðu t.d. blotnað mikið á byggingatímanum og hvernig var staðið að byggingu þeirra. "Fari raki yfir áhættumörk í lífrænu efni, t.d. í timbri, geta skapast vaxtarskilyrði fyrir ýmiss konar sveppi og gerla í timbrinu. Sveppir geta orðið vandamál ef þeir komast í snertingu við loft sem kemst inn til fólks, t.d. í gegnum loftræstikerfi. Sænskir sérfræðingar funduðu saman um þessi mál og niðurstaða þeirra var sú að í meira en helmingi tilvika voru umkvartanirnar tengdar rakavandamálum. Svíar segja því fullum fetum að það sé rakinn sem sé vandamálið en ekki loftræstikerfin sem slík."
Rakavandamál geta sprottið upp af ýmsum ástæðum. Sé lífrænt gólfefni, s.s. plast-, línóleumdúkar og parket, sett ofan á of blautt undirlag, s.s. steypu, brotnar lífræna efnið hratt niður. Þetta getur gerst ef byggingarhraðinn er mikill, en í dag er byggt úr flóknari efnum en áður. Efnin sem notuð eru í byggingariðnaðnum eru á milli 60 og 70 þúsund og sífellt bætast ný efni við. Ógerlegt er að rannsaka öll þessi efni og ekki eru til neinar reglur sem lúta að þeim og hægt gengur að semja þær. Ástæðan er aðallega sú að þekkingin er ekki enn fyrir hendi. Þegar aðrar vestrænar þjóðir, sem lengra eru komnar í þessum rannsóknum, kynna niðurstöður sínar, er þekkingin yfirfærð hingað til Íslands og þetta er skoðað með tilliti til aðstæðna hér. Í kjölfarið eru ákveðin efni jafnvel sett á bannlista. Hins vegar getur verið erfitt að glöggva sig á þessum reglum þar sem ekki er alltaf ljóst á hvaða grundvelli samanburðurinn er gerður. Ekki er vitað hvort þetta bann nær til annarra þjóða, s.s. gömlu austantjaldsþjóðanna, en mikið byggingarefni hefur verið flutt hingað til lands þaðan.
Hver á að borga?
Björn segir að það skipti okkar markað miklu máli að vita framleiðslugæði vörunnar sem flutt er hingað. "Ísland er svo lítill markaður að við berum ekki nema mjög takmarkaðar rannsóknir. Annaðhvort verður ríkið að borga þessar rannsóknir, eða þær gerast ekki, því enginn annar aðili á markaðnum hefur bolmagn til þess. Ríkið er hins vegar að draga saman framlög til svona rannsókna og ætlast í raun til þess að markaðurinn sjái um þær. Markaðurinn er hins vegar bara samsafn af einstaklingum sem ekki ná saman og treysta því að ríkið sinni eftirlitsskyldunni. Þetta er því að vissu leyti hálfgerð pattstaða."
Timburþök reynast erfið
Björn segir að Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hafi fengið styrk hjá Íbúðalánasjóði m.a. til að rannsaka niðurbrot efna og vandamál sem sköpuðust í sambandi við það. "Fljótlega kom í ljós að þetta var svo víðtæk og kostnaðarsöm aðgerð og erfið í túlkun að botninn datt úr þessari viðleitni okkar. Í rannsóknaverkefninu hefur þó verið gerð samantekt yfir erlenda þekkingu og reynt að skoða hvað mætti læra af henni varðandi íslenskar aðstæður.
Vandinn er hins vegar sá að við byggjum öðruvísi en aðrir og því er ekki auðvelt að yfirfæra þessa þekkingu alfarið hingað. Aðalbyggingarefni okkar er steypa, sem er ágætt út af fyrir sig því hún er ólífræn og því þrífst eiginlega ekkert í henni. Hún er hins vegar mjög rakadræg og getur því gefið allan þann raka sem þarf í önnur viðkvæmari efni, s.s. gólfefni og lekar geta haft mikil áhrif á efnisraka í þökum. Og það held ég að sé okkar stóra vandamál í dag. Mikið af rakaumkvörtunum tengjast þökum og hafi Svíarnir rétt fyrir sér að húsasótt tengist raka þá gætum við verið í vondum málum. Þetta hangir því allt saman og ekki er nóg að taka einn hlut út af fyrir sig til rannsóknar."
Björn kannast ekki við að timburhús séu lausari við húsasótt en önnur hús og vandamálið virðist ekki vera algengara á Íslandi en annars staðar. "Staðan er því einfaldlega sú í dag," segir hann, "að það eina sem hægt er að gera er að kortleggja hvernig fólki líður. Það vantar hins vegar farveg fyrir kvartanir almennings því engin ein stofnun sinnir þessu sérstaklega. Fólki er velkomið að hafa samband við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins sem leitast við að aðstoða fólk eftir megni. Rannsóknir okkar eru þó komnar mun styttra á veg hér á landi en t.d. í Svíþjóð. Þá er ekki hægt að búa til bannlista sem er réttur alls staðar í heiminum því aðstæðurnar geta verið mismunandi.
Við erum raunhyggjufólk og trúum öllu sem við getum séð, snert eða mælt. Það er hins vegar mín skoðun að það sé ekkert víst að nú í dag séum við búin að þróa mælitæki sem geta mælt allt sem hægt er að mæla. Miðað við hvað þróunin hefur gengið hratt síðustu 100 árin er sennilegt að við eigum eftir að uppgötva einhverjar nýjar víddir, í mælingum sem og öðru. En ef við finnum ekki einhverjar raunhæfar lausnir á þessum vandamálum fljótlega, þá vorkenni ég fólki framtíðarinnar."
Framtíðin komin
Nú er framtíðin komin og mygla er farin að verða útbreidd ástæða fyrir fjarvistum frá vinnu og heilsubrests. Hvað hefur breyst í umhverfinu á síðustu árum.
Ég minnist þess að gömul steinsteypt hús entust ótrúlega vel þó að steypan í þim væri á venjulegum forsendum handónýt og óveðrunarþolin. Það sem bjargaði þessum húsum var að þau voru svo illa einangruð að steypan var alltaf heit og rakastreymið var út en ekki inn. Maður heyrði ekki mikið um að þessi hús hefðu verið óholl til íbúðar eða fólk hefði verið þjakað af myglusveppum. Hvergi voru myglufræðingar á ferð með rándýra ráðgjöf. en nú er nóg framboð á slíku liði sem ekki minnkar vandamálið og álag á dómskerfinu.
Var það ekki eftir orkukreppuna fyrstu að menn fóru að auka einangrun húsa? Spara orkukostnað. Byggingareglugerðir hafa sífellt verið að auka kröfur til einangrunar. Jafnfram hafa byggingaskaðar vegna raka og myglu tekið miklum framförum í vexti og viðgangi.
Höfum við verið að kasta krónunni fyrir að spara eyrinn? Er orkusparnaðurinn að tapast í myglutjónum? Er það ekki orðin blómleg atvinnugrein að rífa nýleg þök vegna fúa og myglu og milljarðatjón blasa allstaðar við? Voru gömlu kofarnir með lélegu einangrunina eftir allt betri og hollari en nýmóðurinn með þykku einangrunina?
Ég man ekki eftir að heima hjá mér í gamla daga hafi fundist hermannaveiki eða svipaðar sóttir þó að bara væri forskallað húsið sem engar kröfur stæðust í dag. Okkur leið vel og vorum heilsugóð.
Væri nokkuð hægt að bjarga Orkuveituhúsinu vestara með því að fjarlægja alla einangrunina, kynda það og blása í lofti? Eða Kárseneskóla?
Þurfum við ekki að fara að hugsa okkar gang með að einangra okkur ekki frá raunveruleikanum sem veldur húsasóttinni?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko