"...Útflutn­ingur vist­væns raf­magns mun verða upp­spretta mik­illar vel­meg­unar á Íslandi til ófyr­ir­sjá­an­legrar fram­tíð­ar. Geta Íslend­ingar þar litið til olíu­sjóðs Norð­manna, sem mun þó löngu verða upp­ur­inn meðan vist­vænt raf­magn mun enn mala gull fyrir Ísland.

Aðeins verður að gæta þess að allar virkj­anir verði eign þjóð­ar­inn­ar, eins og olíu­vinnslan hjá Statoil Norð­manna. Það yrði þó að fá aðstoð erlendis frá við upp­bygg­ingu kerf­is­ins. Það gerðu Norð­menn einnig þegar þeir byggðu upp sitt olíu­vinnslu­kerfi. Stóru alþjóð­legu olíu­fé­lögin fengu hlut­deild í hagn­að­inum með því að leggja til sína þekk­ingu og fjár­magn við borun og úrvinnslu olí­unn­ar. Sá samn­ingur var þó aðeins í gildi í ákveðin ára­fjölda, eða þar til þau fyr­ir­tæki höfðu fengið sitt fram­lag end­ur­greitt í formi olíu og útlagðs fjár­magns. Í dag er Statoil einrátt í olíu­vinnslu við Noreg og allur hagn­aður hennar rennur beint til norsku þjóð­ar­inn­ar.

Með bestu kveðjum og áskor­unum til ungra Íslend­inga um að sækja fram og virkja auð­legð Íslands til hags­muna fyrir land og þjóð."

Kommarnir á Kjarnanum eru orðnir föðurlandsvinir hinir mestu og Evrópusinnar  með íhaldinu, viðreisn og  pírötunum

-Bravó!