vil ég aðeins segja þetta.
Gulli minn og þið hinir. Gerið það sem ykkur finnst rétt.
En þið þurfið hugsanlega að læra það að maður strýkur hundi venjulega með hárunum en ekki á móti þeim.
Það er eiginlega affarasælast að fara þannig að í pólitík og jafnvel á Landsfundum Sjálfstæðisflokksins þó að ýmsir fari ekki alltaf þannig að.
Ómar geirsson orðar þetta svo í tilskrifi til mín:
"Því þeir sem eru frjálsir eins og langfrændi minn Bjartur í Sumarhúsum, þeir eru ekki kommar, þó þeir geti vissulega verið kommatittir enda það allt önnur ella, og þeir eru ekki frjálshyggjumenn, því það er enginn munur á alræði öreiganna eða alræði auðsins.
Hvoru tveggja er alræði.
En það er grundvallarmunur á borgarlegum kapítalisma sem viðurkennir gildi kristinnar vestrænnar siðmenningar og ræningjakapítalisma frjálshyggjunnar sem viðurkennir engan sið.
Sá fyrri á rætur í þróun siðmenningarinnar, sá seinni í villidýrinu sem siðmenningin reynir að beisla svo mannkynið fái lifað og þróast, og lifað af.
En við erum sjálfsagt ekki sammála um þetta frekar en margt annað, en það er rétt Halldór, í vissum grundvallarmálum erum við alveg sammála.
En engu þjóðfélagi er hollt að allir séu sammála í öllu.
Kveðja að austan."
Ég svaraði honum svo:
"Þakka þér fyrir þessa kynningu Ómar. Ég skil þig mun betur eftir þetta. Og viti menn, við erum sammála um margt mun meira en ég hélt áður.
Jónas var mikill hugsjónamaður en líklega skorti hann mannúð og mildi.Hann virtist ekki vita hvenær hann átti að hætta og slá af.Og því fór sem fór að hann einangraðist.
Til eru þeir sem álíta mig nasista og rasista. Ég tel mig hinsvegar lausan við alla isma nema Trumpisma. Ég styð einstaklingsfrelsið sem endar þar sem það er að ganga á frelsi annarra einstaklinga.
Ég las bókina The Law efir einhvern löngu dauðan fransmann,Frédéric Bastiat.. Hann segir að lögin noti skálkar til að skerða réttindi fólksins. Lögin eigi hinsvegar að tryggja réttlætið og ekkert annað.
Þess vegna styð ég ekki ofbeldi þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem birtist í kröfu um að við almennir flokksmenn beygjum okkur undir þeirra dómgreind og samþykkjum O3.
Ég geri það ekki."
Ég ætla svo ekki að þrasa meira um O3 sem segir beinlínis að aðilar eigi að greiða fyrir viðskiptum með orku yfir landamæri eins og aðra vöru og þjónustu.
Það má reikna það út að þjóðin græði meira á að hækka rafmagnið innanlands til almennra notenda, einhvern fimmtung heildarorkunnar, um leið og Landsvirkjun fær miklu meira á samkeppnismarkaði fyrir hinn hlutann sem þá má nota til félagslegra þarfa og innviða.
En að leggja þann gróða í einhvern þjóðarsjóð finnst mér fráleit hugmynd því þá sé verið að skattleggja fólkið til að eyða í annað. Skera rófuna af hundinum til að gefa honum að éta eins og myndin hans Storm P. sýnir.
Þar sem eru peningar eru afætur. Þess vegna á að láta hagnaðinn renna strax beint til innviða en ekki til einhverra ókominna áfalla sem kannski koma aldrei og alla vega ekki á minni vakt.
Þess vegna læt ég ekki einhverja forystusveit Sjálfstæðisflokksins leiða mig eins og sauð til slátrunar bara af því að ég kaus þá einhvern tímann.
Að svo mæltu legg ég málið um O3 í dóm.