Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019
1.8.2019 | 19:05
Farsinn um fyllerí
Miðflokksins hélt áfram á Alþingi með einskonar Stóradómi um delerantana Bergþór Ólason og Gunnar Braga Sveinsson.
Þeir eru bara auðvitað ótíndir klámkjaftar sem varla margir vilja hafa nálægt sér fulla. En þeir mega delera alveg eins og þeir vilja fyrir mér. Þeir höfða ekki til mín hvorki pólitískt né persónulega.
En mér finnst þeirra hegðun alveg hverfa í skuggann í samanburði við drullusokkshegðun Báru Halldórsdóttur.
Skripaleikurinn í kring um svínslega hegðun hennar þar sem hún laumast að fylliröftunum til að selja upptökur af þeim er farsi frá upphafi til enda.
Að halda það að að láta hana opinberlega eyða einhverjum upptökum úr gömlum farsíma sínum er hlægilegur.
Það hefur alls ekki að mínu viti verið rannsakað hvort hennar þáttur er ekki hlutur í samsæri hennar og álíka drullusokka úr blaðamannastétt sem hafi undirbúið aðförina að fyllibyttunum úr Miðflokknum.
Og ég sem hélt að maður mætti fara á fyllerí prívat án þess að vera tekinn upp og upptakan seld?. Nei, drullusokkar mega gera það sem þeim sýnist varðandi persónunjósnir bara ef þeir eru nógu vinstri sinnaðir, öfugir eða fatlaðir.
Sveiattan öllu þessu Klaustursmáli.Fyllerísfarsi þeirra Bergþórs og Gunnars Braga hneykslar mig ekki neitt á borð við það sem Bára gerði sem mér finnst frámunalega jóhannesískt og skítseiðislegt.
1.8.2019 | 17:16
Í Hafnarfirði hreyfast hlutirnir
sá ég í dag þegar ég fékk mér salíbunu á Hellurnar til að skoða mig um.
Þarna úir og grúir af iðnfyrirtækjum stórum og smáum. Það rifjaðist upp fyrir mér saga sem Kollege Guðmundur vinur minn Einarsson verkfræðingur sagði mér eitt sinn þegar hann tók á móti Japönum og vildi sýna þeim hvernig Íslendingar lifðu. Hann keyrði þá í ný hverfi og sýndi þeim það nýjasta í íslenskum blokkabyggingum.
En Japanirnir þráspurðu þegar þeir voru búnir að berja blokkirnar augum: "But where are the factories?"Þeir vildu vita á hverju fólkið lifði frekar en hvernig það byggi.
Það hefði verið gaman að fara með þá um Hafnarfjörð. Allt frá höfninni og út í Helluhraunin er gnægð byggingarlanda og þar eru aragrúi fyrirtækja og allt á fleygiferð.
Hafnarfjörður á sannarlega framtíðina fyrir sér og maður fær hérumbil komplex sem landluktur Kópavogsbúi.
Í Hafnarfirði hreyfast hlutirnir svo sannarlega og þar blómgast "the Facories" sem Japanirnir spurðu hann Guðmund Einarsson um fyrir margt löngu.
1.8.2019 | 10:29
Þar hafa menn það
óþvegið hver er stefna Samfylkingarinnar í fullveldismálum Íslands. Það er að leggja það niður og ganga í ESB.
Logi Már formaður skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag. Hann lýsir þar helstu kostum þess sem við fengum með EES.
Logi segir:
"Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi.
Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna.
En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins.
Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu.
Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti.
Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður.
Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar.
Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB.
EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar.
Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki.
Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót."
Látum vera að Logi hafi ekki heyrt um Brexit þar sem 500 milljónir breytast í 400 milljónir manna.
Fullyrðingar um farsímafrelsið standast auðvitað ekki þar sem símafrelsið og ferðafrelsið gildir um allan heim.
Fyrir tíma EES gátu Íslendingar ferðast og sótt sér menntun hvar sem var í ESB löndunum. EES samninginn þurfti ekki til þess svo mikið er víst.
Logi fullyrðir eins og aðrir íslenskir stjórnmálamenn að við eigum EES allt að þakka.
Hver getur fullyrt að við hefðum ekki fengið öll þessi réttindi með frjálsum samningum við önnur ríki um leið og við hefðum losnað við alla delluna sem við erum búnir að láta yfir okkur ganga með EES aðildinni eins og aðskilnað orkusölu og dreifingu og allskyns vitleysu sem ekkert hefur gert annað en að auka kostnað og skriffinnsku?
Til hvers höfum við fullveldi ef það nær ekki til að semja við önnur ríki? Stunda Íslendingar ekki viðskipti og nám um alla heimsbyggðina og við gerum sífellt betri samninga út um allt?
En við höfum samt ekki enn ekki fengið EES fullgiltan gagnvart okkur tollalega þó aldarfjórðungur sé liðinn frá gerð hans.
Hún er hvimleið þessi órökstudda fullyrðing um ágæti EES samningsins sem er eins órökstudd og trúarjátning í hákirkju.
Síðustu fullyrðingu Loga geta menn svo borið saman við ástandið í Grikklandi og Spáni þar sem atvinnuleysi ungs fólks er 40 % og alger efnahagsleg stöðnun ríkir samanborið við Bandaríkin hjá hinum vonda Trump sem sem prófessor doktor Þorvaldur Gylfason þykist hafa ráð á að kalla rasista í tvígang í enn einni soragrein sinni í sama blaði.
Maður veltir fyrir sér hvaða nöfn væri hægt að velja á Þorvald þennan ef maður vildi leggjast niður í svaðið til hans. Hann gerir föður sínum skömm til þar sem dr. Gylfi var fágætur séntilmaður í alla staði og ógleymanlegur þeim sem kynntust honum.
En innganga í ESB, upptaka Evru með öllu sínu atvinnuleysi, örbirgð og Þýskalandsþjónkun er það sem hæst ber hjá Loga Má og Samfylkingunni .
Ekki dettur mér í hug að kjósa neitt í þessa veru, hvorki þessa Samfylkingu eða hinn tvíburann hennar Þorgerðar Katrínar sem hún kallar öfugmælinu Viðreisn.
Þar hafa menn það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko