Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2020

Trump nennir ekki

að eyða tíma í að þrasa við Biden í gegn um gler.Skiljanlegt eftir að Pence rassskellti Harris sem opinberaði fáfræði sína um stjórnmál.Það verða þá líklega engar frekari kappræður forsetaefnanna.

Forsjónin forði heiminum frá Biden og Harris eins og Íslensku þjóðinni frá Loga Má. Maður nennir varla að hlusta á þetta fólk frekar en Trump nennir ekki að tala við Biden.


Fáránleiki

og blaður einkennir málflutning Samfylkingar og Kamelu Harris.

Hvernig skyldi Logi Már ætla að skaffa 5000 ný störf? Hann hefur ekki hugmynd um það frekar en aðrir. 

Harris segir Trump hafa gert allt vitlaust í COVID19. En hún hefur ekki hugmynd um hvað hún hefði gert og getur því ekki annað en blaðrað óábyrgt eins og Logi Már.

Ég gæti alveg eins sagt að ég hefði bólusett alla um síðustu áramót. Að mig hafi bara vantað bóluefnið til þess segi ég aukaatriði í stíl við þessa 2 krata.

Forði oss forsjónin frá þessum fimbulfömburum fáránleikans.


Ragnar Þór Ingólfsson

skrifar langt mál á Miðjunni  til að skýra út af hverju hann er á móti öllu sem við þekkjum.

Ég reyndi að lesa og fá einhverja niðurstöðu en gafst upp.

Hann boðar ekki neitt nema niðurrif þess kerfi og atvinnustefnu sem við höfum uppi í þessu þjóðfélagi.Rétt eins og Sólveig Anna og Gunnar Smári í nýja Kommunistaflokknum.

Niður með Guðrúnu Hafsteinsdóttur og atvinnustefnu landsmanna! Ekki styðja Icelandair!

Hann stjórni Lífeyrissjóði Verslunarmanna og öðrum slíkum pólitískt  fram hjá stjórnum.

Hver er stefna  Ragnars Þórs?

Styður hann Fréttablaðið og Helga Magnússon?

Vill hann beina afli Live í að koma Íslandi í ESB?

Eru hann og Sólveig Anna ekki bandamenn á þeirri vegferð?

Hvað vill hann í hælisleitendamálum?

Vill hann  ekki styðja íslenskt atvinulíf eða neitt sem Guðrún Hafsteinsdóttir  styður? 

Ekki Icelandair í neyð? Hvað þá?

Ballarin eða alþjóðafjármagn?

Hvert vill hann beina afli lífeyrissjóðanna ?

Byggja hjúkrunarheimili með Helga í Góu?

Eða er hann ekki bara bitur niðurrifsmaður sem vill völdin frá öllu sem telst hægrisinnað og tengist hugsjónum Sjálfstæðisflokksins til sín og nýkommúnisma  Sólveigar Önnu og Gunnars Smára?

Hver er þessi hann Ragnar Þór?

 


mRNA

má Landlæknir láta sækja ef einhver kostur er frá Moderna og gefa okkur sem vilja taka það á eigin ábyrgð.

Það eru tugþúsundir manna búnir að fá þetta án þess að bíða skaða af.

Eftir hverju eigum við að bíða sem erum í mestri áhættu?

mRNA eða þá eitthvað annað sem virkar og svo nóg af mixtúrunum sem hann Trump fékk.


Enga hælisleitendur hér inn

þar til ástandið lagast.

Allir fari til baka umsvifalaust þegar COVID19 er kominn í veldisvöxt.

Öll mannúð fari í frí meðan engir hælisleitendur fá aðgang.


Gríman fellur

afgerandi hjá Samfylkingarflokkunum þar sem annar kallar sig Viðreisn.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  er formaður í öðrum flokknum og hún skrifar svo í Morgunblaðið(Af hverju getur hún ekki hlíft okkur Sjálfstæðismönnum og lesendunum við sér og skrifað heldur í Fréttablaðið?):

"Þær hindranir, sem nú þarf að ryðja úr vegi til að við getum hlaupið hraðar, kalla á kerfisbreytingar af svipuðum toga og áður. Í fyrsta lagi verðum við að gerast aðilar að evrunni eða tengjast henni. Það er knýjandi mál.

Gjaldgeng stöðug mynt er forsenda fyrir því að nýsköpun í þekkingariðnaði takist. Fólk innan nýsköpunarfyrirtækja hefur ítrekað bent á gjaldmiðinn sem helstu hindrunina til vaxtar. Gleymum heldur ekki að Marel og Össur tóku flugið á gengisfestutímanum á tíunda áratugnum. Ef engar breytingar verða á gjaldmiðlinum munum við halda áfram að stofna sprotafyrirtæki, sem síðar lenda í útlöndum. Fyrir aukinn hagvöxt hér heima eru það vondar fréttir en einnig fyrir atvinnusköpun ungs fólks.

Auðlindanýting ein og sér mun ekki standa fyrir þeirri fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífinu sem þarf til að gera ríkissjóð sjálfbæran til lengri tíma litið. Í öðru lagi þarf að auka framleiðni í sjávarútvegi með því að láta markaðinn ákveða verð fyrir tímabundinn veiðirétt.

Samhliða þarf að mæta veikari sjávarbyggðum með því að styrkja umgjörð smábátaveiða og nota hluta af auðlindagjaldi til nýsköpunar á landsbyggðinni.

Í þriðja lagi þurfum við að stíga lokaskrefið til fullrar aðildar að Evrópusambandinu. Þótt það sé ekki augnabliksmál er það skref þó mun minna en það sem við tókum á tíunda áratugnum, þegar við ákváðum að verða aðilar að kjarnastarfsemi sambandsins. Slíkt skref eykur stöðugleika, bætir lífskjör og getur hleypt nýju lífi í viðskipti, meðal annars með íslensk matvæli."

 

Grímulaus fyrirlitning á fullveldi þjóðarinnar streymir fram úr penna þessa formanns.

Hinn formaðurinn Logi Már Einarsson skrifar einnig í sama blaðið:

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó að mörgu leyti staðið sig vel í að laga innleiðingarhallann og Samfylkingin hefur stutt hann í því,“ segir Logi

„En það má spyrja hvort við verðum ekki, fyrr eða síðar, að fá skýrt framsalsákvæði í stjórnarskrá, sem breið samstaða er um. Þannig að það liggi fyrir hvað má og hvað ekki í alþjóðasamstarfi, sem mér sýnist nú að verði sífellt nauðsynlegra til þess að ná skikki á hlutina í mannheimum.“

Þarna birtist ástæða þess hversu heitt þessir landsöluflokkar þrá að kollvarpa stjórnarskrá landsins. Hún stendur í vegi fyrir því að þeir geti gengið arftaka Hákonar Gamla á vald.

 

Gríman er fallin. Vonandi átta ísenskir kjósendur sig á því endemis afturhaldi að vilja framselja Ísland og auðlindir þess undir erlent vald hins deyjandi Evrópusambands með Open Borders og óheftum innflutningi landhlaupalýðs.


Landlæknir !

ég tel mig vera í lífshættu af COVID19.

Er ekki hægt að útvega mér mRNA bóluefni frá Moderna.

Ég vil taka það á eigin ábyrgð um aukaverkanir til lengri tíma sem ég hef ekki vegna ártalsins.  Ég vil heldur fá aukaverkanir seinna en að drepast núna.

Getur ekki Landlæknir gert eitthvað í málinu?


Galið?

er það á þessum tíma að ætla að láta 900 áhorfendur koma á fótboltaleik við Rúmena. 

Til hvers er þetta? Leika sér að eldinum?

Mér finnst þetta snargalið.


Gústaf Adolf góður

david-300x300

 

í afburðapistli hans um þátt Davíðs Oddssonar í baráttu þjóðarinnar frá hruni.

Það magn rógs og lyga sem undirmálshyskið í stjórnmálum um þessar mundir hraunar yfir þennan heiðarlega mann og einlæga ættjarðarvin er löngu orðið svo yfirgengilegt að margt fólk er farið að trúa lyginni vegna endurtekninganna að hætti Göbbels sáluga.

Það er sannarlega kominn tími til að tekinn sé upp hanskinn fyrir Davíð Oddsson sem einn besta son þjóðarinnar.

Gústaf Adolf Skúlason skrifar svo:

 

" Ég reyni alltaf að missa ekki lestur Reykjavíkurbréfa Morgunblaðsins sem yfirleitt eru fróðleg, snarplega skrifuð með heildstæða hugsun. Slíkt kemur ekki á óvart með einn reynslumesta og farsælasta núlifandi stjórnmálaleiðtoga Íslands í ritstjórastöðu Morgunblaðsins. 

Fáir Íslendingar hafa staðið við skjöld fjallkonunnar á jafn hreinskilinn og heiðarlegan hátt og sífellt unnið með þjóðinni og fyrir hana og Davíð Oddsson. Er hann einn af þeim þingmönnum og ráðherrum sem mark hafa tekið á eið sínum að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar, virða hana og vernda.

Reykjavíkurbréf dagsins er ljós í því ættjarðarmyrkri sem nú leggst á okkar fámennu góðu þjóð. Áframhaldandi ruglugangur sjálfskipaðra fræðinga með það helsta að vopni að stjórnarskráin hafi verið saumuð upp úr stjórnarskrá fyrir konungsveldi Danmerkur er ótrúleg afvegaleiðing frá sjálfu markmiðinu með aðförinni að stjórnarskránni. Á tíma Jóhönnustjórnarinnar eins og bent er á í Reykjavíkurbréfinu, var stjórnarskránni kennt um fjármálarányrkju útrásarvíkinganna sem notfærðu sér lagaveilu í regluverki Evrópusambandsins til að hefja „útrás" með stofnun fjármálafyrirtækja í löndum ESB. Allir vita hvernig það endaði enda í upphafi lagt út með að safna sem stærstum skuldum til að stela fyrir fyrirsjáanlegt gjaldþrot. Hvað hurfu margir miljarðar í gjaldþroti Baugs? Yfir þúsund ef ég man rétt. 

Allir vita líka að í mörg ár var togast á um að þvinga íslenska alþýðu og börn hennar til að axla afleiðingarnar af glæpaverkum stórþjófanna. Það var m.a. fyrir snerpu þess manns sem á pennanum heldur í Reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins sem Íslendingar tóku sig saman og létu Evrópusambandið hanga með á dómi sem ESB fór halloka fyrir en Íslendingar unnu. Þau málalok stöppuðu stálinu í þjóðina - réttilega - og sýndu og sönnuðu að leiðsögn Davíðs Oddssonar, þrautseig barátta einstaklinga eins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í InDefence ásamt kjarki Ólafs Ragnars Grímssonar forseta vörðu sjálfstæðið, fullveldið, sjálfsákvörðunarréttinn, lýðræðið og í áframhaldinu sjálft lýðveldið.

En seigt er í sýkli sósíalismans, þegar aðalóvinur þjóðarinnar innanlands var gerður að þingforseta Alþingis, Davíð Oddsson flæmdur með lögbroti úr Seðlabankanum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flæmdur úr embætti forsætisráðherra með árás skipulagðri erlendis frá. Áframhaldið er á þeim nótum að fyrir utan að vinstri menn á Íslandi biðu hroðalegustu kosningaútreið í allri Evrópu á þeim tíma, þá eru þeir staðsettir í fleiri flokkum í dag og hefur tekist á rúmum áratug að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í helming þess mesta fylgis, þegar Davíð Oddsson var formaður flokksins. Og í dag telja margir kjósendur ríkisstjórnina vera vinstri stjórn og kalla hana sem slíka, þannig að ekki kemur á óvart að sjá einnig það orð notað í Reykjavíkurbréfinu.

Í víðara samhengi er málið grafalvarlegt og fjallar um fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga nú og í framtíðinni. Vinstristjórnin vinnur ötullega að því að koma Íslandi endanlega undir völd ESB-skrímslisins og leikur fyrir akademíkera að froða furðulegum, óskiljanlegum orðum sem ekkert venjulegt fólk skilur. Litið er niður á kjósendur og þeim sagt að þeir skilji ekki málin en samt er veðjað til þeirra um atkvæði á kjördegi. Lýðræðið á Íslandi er á mörkum þess að verða embættisræði og ótrúlegt að horfa á hræsni þeirra, sem þykjast anna sjálfstæði þjóðarinnar, nota hverja stundu til að eyðileggja stjórnarskrána, sjálfan grundvöll lýðveldisins.

Fyrirlitningin á lögum, formlegum stofnunum lýðveldisins sem eru lýðræðisstofnanir á grundvelli stjórnarskrárinnar, er orðin svo útbreidd að „vandaðir" einstaklingar taka þátt í ljótri aðför að sjálfu lýðveldi Íslendinga. Það skiptir engu máli hvaða orð menn nota, þegar Alþingi er vikið til hliðar fyrir „ályktanir" í stað laga, sem flytja lýðræðisleg völd úr höndum þjóðarinnar til útlanda og er þá vegið beint að hjarta lýðveldisins – stjórnarskránni. Það voru mér vonbrigði að sjá Björn Bjarnason, sem var vakandi í Icesave, kolfalla svo á prófsteini orkupakkans og koma í kjölfarið með tillögur um að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðildarríki ESB með sérstökum kafla ESB um yfirráð málaflokka viðkomandi þjóðar. Enn önnur vonbrigði voru að sjá Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra umturnast í upphafningu sósíalista m.a.innan Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndir utanríkisráðherrans í dag um setu við hlið glæpamanna í Mannréttindaráði SÞ eru samhljóma tillögum sósíalista. Ráðherrann hefur notað embættið sem kennarastöðu til að leiðrétta utanríkisstefnu Bandaríkjamanna rétt eins og þeir væru nemandi Íslands í utanríkismálum. Vinstristjórnin er vilhöll kínverska kommúnistaflokknum og ekki talið ámælisvert að fjármálaráðherrann og formaður Sjálfstæðisflokksins taki stöðu í bankaráði þess banka Kommúnistaflokks Kína, sem fjármagnar heimsútþenslu kommúnismans aðallega í verkefninu Belti og braut.

 

Ef nokkru sinni er ástæða til að verja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, þá er það núna. Skal höfundur Reykjavíkurbréfs hafa þakkir fyrir að halda uppi frelsiskyndlinum á þann hátt sem honum er treystandi fyrir og hefur ætíð reynst þjóðinni hið haldbesta vegarnesti."

Þessi pistill Gústafs Adolfs er drengileg vörn fyrir farsælasta leiðtoga þjóðarinnar í  lengd og bráð. Enn talar Davíð Oddsson skýrri röddu til okkar allra af reynslufjalli sínu sem vert er að hlusta grannt eftir.

Síbylja lukkuriddaranna og loddaranna sem halda því fram að ný stjórnarskrá bíði samþykkis frá stjórnlagaráði sem voru aldrei annað en tillögur, er meira bull en orðum taki. Þjóðin hefur ágæta stjórnarskrá og einhverjar umbætur á henni haf lítið með að gera það sem að er í daglegu lífi um þessar mundir.

Gústaf Adolf á þakkir skildar fyrir drengilegan pistil og þjóðhollan.


Hífa og slaka

er verklagið í sóttvörnum og ríkisfjármálum.

Bjarni Benediktsson kemur í Silfrið og tjáir okkur hvað ríkissjóður er að stefna í 600 milljarða halla á næstu tveimur árum og er augljóslega kominn á ystu brún. Atvinnuleysið er að stefna i himinhæðir og ekki verður sér fyrir endann á því sem verður í vetur. Bjarni Benediktsson bendir á að allt þetta sé afleiðing af fækkun starfa í einkageiranum sem hafa staðið undir öllu velferðarkerfinu. Það verði að vinna gegn sóun á öllum sviðum og nefnir dæmi um góðar aðgerðir.

Logi Már kemur á móti og segir að nú sé ekki tækifæri til að auka álögur. En svo segir hann að auka verði stórlega við atvinnuleysisbætur. Hvaðan á að koma það fé? Hann segir það ekki sem er þó augljóst að sé það eina sem hann sé að leggja til: Peningaprentun og lífskjararýrnun, gengisfall og dýrtíð.

LSG er þessi maður ekki við völd. Og þakka má þjóðin að hafa raunsæi Bjarna Benediktssonar heldur til stjórnar í erfiðleikunum heldur en fimbulfamb þess hluta stjórnarandstöðunnar sem er viðræðuhæfur og eru þá litlu ljótu flokkarnir undanskildir sem undirmálssamkundur sérvitringa.

Bjarni bendir á mikla kaupmáttaraukningu undanfarin ár og miklu meira en í nágrannalöndum okkar og að bætur hafi hækkað 20 % á síðustu tveimur árum.Við séum því betur undir búin að fást við vandann vegna þess að við höfum greitt hundruð milljarða niður af skuldum ríkissjóðs frá fyrri kreppu.

Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar kemur  svo í Silfrið með Sigurði Inga.Hún segir ekki allt vitlaust sem ríkisstjórnin hafi gert en hún vill eins og Logi fá miklu meira í þetta og hitt, nýsköpun og almennt bull og óskhyggju um slæma stöðu hinna og þessara hópa.  Hún hefur áhyggjur af ungu fólki og hver hefur það ekki í sjálfu sér.

Hún vill meira samtal en ekki næ ég því út á hvað það muni leiða eða til hvers.Hún segir ekki hægt að treysta á auðlindir til að bjarga málunum, makrílgöngur eða slíkt.Hún vill skapa verðmæti úr einhverju öðru sem hún greinilega hefur ekki hugmynd um hvaðan eigi að koma nema að skipta um gjaldmiðil sé einhver slík töfralausn. 

 

Svo koma lokaorðin hjá henni, skipta um gjaldmiðil sem allir eiga að vita ekki er hægt að gera nema að ganga í Evrópusambandið.Þá vitum við það að á henni og Viðreisn  og Samfylkingunni og Loga Má  er enginn málefnagrunnur sem greinir þessa flokka að.

Sigurður Ingi segir að bæði Viðreisn og Samfylking séu farin að taka upp slagorð Framsóknarflokksins um að skapa störf. Þau hafi hinsvegar ekki neinar haldbærar tillögur um hvernig þetta eigi að gera. Ríkisstjórnin sé hinsvegar að byggja upp innviði, brýr og fleira sem séu raunhæfar framvkæmdir.

Þessi lokorð Þorgerðar nægja mér til að að hlusta aldrei á orð þessa fyrrum varformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún verður aldrei  annað en ómerkilegur flokkssvikari í mínum augum sem ég gef ekkert fyrir frekar en aðra slíka sérhagsmunahlaupara.

Það er algert ráðleysi sem við blasir þegar hlustað er á þetta stjórnarstöðufólk. Það hefur ekkert fram að færa nema beiðni um peningaprentun til að dreifa út ölmusum til allra sérhópa í þjóðfélaginu. Lýðsleikjur og atkvæðaveiðar til skamms tíma. Er þetta nokkuð annað en ómerkilegt froðusnakk um óskhyggju og óraunhæfa hluti eins og óskilgreinda nýsköpun einhvers sem enginn veit hvað er?

Það er aðeins hífað og slakað ef á að hlaupa eftir málflutningi þessa fólks sem heimtar fjölbreytni í atvinnulífið án þess að geta sagt neitt um hvernig þetta eigi að vera eða í hverju nýsköpun sé fólgin.

Sama aðferð hefur beðið skipbrot í sóttvarnarmálunum. Eftir að árangur náðist í hífingu þá er rokið í slökunaraðgerðir allt of brattar og hlaupið eftir upphlaupsfólki úr ferða-og veitingabransanum. Svo og hormónafólksins sem heimtar náin samskipti á börunum. 

Afleiðingin er nú að við erum svo gott sem að missa öll tök á ástandinu. Smitið nálgast veldisvöxt og rifist er um að opna bari og halda skólum opnum. En það stefnir í að ekkert af þessu gangi upp.

Því miður deili ég ekki bjartsýni með neinu af okkar besta fólki Ef við náum ekki tökum á heimsfaraldrinum verður engin bati í augsýn.

Ég vil því enn fara fram á að ríkisstjórnin veiti þeim sem vilja aðgang af bóluefnum sem hægt er að ná í á eigin ábyrgð. Ég vil heldur taka áhættu af því að fá mRNA á eigin ábyrgð um aukaverkanir heldur en að bíða eftir að fá COVID sem ég er næsta öruggur með að drepast úr á mínum aldri.

Þetta sífellda hífa og slaka í ríkisfjármálum eða sóttvörnum gengur ekki upp.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband