Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020

Píratasiðferðið

er greinilega öðruvísi en gengur og gerist á Alþingi.

Þórhildur Sunna segir samþingmann sinn vera ótíndan þjóf. Hún fær vítur fyrir kjaftinn á sér.

 Hún skeytir því engu og er slétt sama. Björn Leví, þessi sem hefur vit á öllu og biður um skrifleg svör um óskrifaðar reglur Alþingis, og skrifar í Moggann á miðopnu,honum finnst þetta allt í lagi hjá Sunnu.

Jón Þór Ólafsson, þessi sem er á malbikunarjakkanum á Alþingi, hann bjó í niðurgreiddri stúdentaíbúð sem þingmaður. Engan  móral hafði hann af því svo vitað sé.

Sunna fór með 11 samþingmönnum sínum í siglingu til útlanda sem enginn veit til hvers var farin Af hverju fáum við kostunaraðilarnir ekki dagbók frá þessu fólki? Skyldi það ekki ætla að kolefnisjafna þetta?

Þetta  sama lið talar eins og það hafi einkaleyfi á gagnsæi og heiðarleika.Er ekki greinilegt að að fer eftir einhverjum öðrum siðareglum en venjulegt fólk? 

Eitthvað sérstakt Píaratasiðferði er í gildi hjá þessum liði sem okkur hinum er hulið.


Hverju er um að kenna

að tilfinningaóperan með strákinn í Hagaskóla sem er orðinn góður í íslenzku eftir 2 ár í landinu fer á þetta flug þegar loks á með réttu að  senda fjölskylduna úr landi þaðan sem hún kom.

Foreldrarnir hafa ekki fengið atvinnu við sitt hæfi en drengurinn er hinn efnilegasti í skólanum. Fjölskyldan er á framfæri Íslendinga sem hafa verið í 2 ár að ákveða að hún á ekki rétt á alþjóðlegri vernd hér á landi.

Er eitthvað að kerfinu hjá okkur? Hafa verið leigðir innlendir aðstoðarmenn til að þæfa málið og draga eða er þetta dugleysi yfirvalda? Geta allir sem eiga barn leikið þetta eftir og sest upp á okkur?

Sigríður Andersen var búin að vinna í að  stytta málsmeðferðartímann hjá hælisleitendum.  En Villi H.,prófasérfræðingur úr Háskóla Íslands og einkavinur Roberts Spanó dómara við Mannréttindadómstólinn sem dæmir í máli Sigríðar bæði á neðra og efra dómsstigi,  sá um að flæma hana úr embætti

Hverju er um að kenna að þessi staða er uppi með öllu þessu tilfinningaróti?


30 ár

eru frá undirritun Þjóðarsáttarsamninganna.

Af óðaverbólgu tóku við stöðugleikatímar og gengisfesta  sem enn standa leifar af. 

Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna vilja nú líklega að þessu skeiði sé lokið í nafni sósíalismans. Og fleiri verkalýðskólfar taka undir kröfurnar.

Leiðréttingar skulu sóttar til handa afmörkuðum hópum með illu hvað sem það kostar alveg án tillits til þeirra hundruða lífskjarasamninga sem hafa verið gerðir.

Það verða áhugaverðir tímar að lifa framundan næstu áratugina  fyrir Íslendinga ef við bætast Wuhan Veiran og jafnvel eldsumbrot En það tók tugi ára að ná verðbólgunni niður eftir að henni var hrundið af stað með lögbundinni kauphækkun og vinnutímastyttingu.

En hvað um það. Til hamingju með 30 árin.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 3419735

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband