Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020

Til hvers?

er Morgunblaðið að birta þessa grein eftir TalnaBensa sem hér fylgir:

"Forsætisráðherra rakti í nýlegu viðtali aðdraganda að myndun ríkisstjórnarinnar og forsendur fyrir samstarfinu. Annars vegar ákall þjóðarinnar um stöðugleika og hins vegar að ráðherrum kæmi vel saman.

Slík hreinskilni er lofsverð og engin ástæða til þess að bera brigður á að einmitt þetta hafi sameinað flokkana. Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu.Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika.

Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín. Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“

Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni. Illu heilli hefur kórónuveiran aftur stungið sér niður á Íslandi. Flestir eru sammála um að vel hafi tekist til í vor um viðbrögð. Vísindin réðu ferðinni, en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir.

Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu. Af fyrri glímu við veiruna illskeyttu mátti læra að skjót og fumlaus viðbrögð skipta öllu. Aðgerða- og ákvarðanafælni eru afdrifarík.

Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ, er í hópi þeirra sem hafa fylgst best með þróun faraldursins. Andstætt kóvitunum talar hún af þekkingu og reynslu.

Hún skrifaði á FB í liðinni viku (samantekt af nokkrum færslum): „Voðalega þarf þessi ríkisstjórn marga fundi til að ræða einfaldan hlut. Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, aukavikur í takmörkunum. deCODE raðgreindi sýnin og ríkisstjórnin vissi fyrir mörgum dögum að um samfélagssmit væri að ræða. Við nýttum okkur ekki forskotið í þeim upplýsingum strax heldur komum okkur á þennan stað. Einn dagur getur breytt öllu.“

Jóhanna bendir líka á að heilsugæslan í Reykjavík tók í sumar bara sýni þrjá daga í viku og vísaði sýktu fólki frá. Hún skrifar:

„Heilsugæslan þarf að skilja að sýnataka er ekki gerð fyrir einstaklinginn. Það skiptir hann voðalega litlu máli hvort hann greinist degi síðar en það skiptir almannaheill miklu máli hvenær smitrakning fer í gang.“

Þegar loksins var farið gang var sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðaleysi."

Rifjum  upp þá tíð þegar TalnaBensi sat í ríkisstjórninni sem Skjóni sleit í beinni útsendingu. Hvað skildi sú stjórn eftir sig nema sönnun þess að engu af þessu fólki er treystandi til eins né neins nema að slá undan kröfum ESB og reyna að koma Íslandi inn á Evrusvæðið.Þar eru þau öll sammála Þorgerður Katrín, Bensi og Logi Már. Til hvers eru þau að villa á sér heimildir með að vera í sitt hverjum flokknum? Er svona gaman að vera formaður? 

Dr.Benedikt á samt  þakkir skildar fyrir að vekja athygli á róttækum skoðunum dr. Jóhönnu Jakobsdóttur þó  um þær megi deila útfrá pólitískum skoðunum hennar fremur en vísindalegum.

En það er sama hversu margar greinar  dr. Benedikt skrifar í Mogga á Miðopnu, um máttleysi þessarar ríkisstjórnar,þá er til  alls er betra fyrir fullveldi Íslands að dr. Benedikt og hans andlegu systkini í ESb-og EVRU trú ,að Þorgerður Katrín, og Logi Már komist ekki til áhrifa í stjórnmálum og ríkisstjórn.


Hvað segir Hjörleifur?

Guttormsson um flugvöll í Hvassahrauni? Í snarpri grein skrifar Hjörleifur hugvekju um eldgosasögu landisins okkar og þá skammsýni stjórnmálamanna að láta sem hún hafi aldrei átt sér stað.

"...Skammsýnar skipulagsákvarðanir Góð þekking á jarðsögu, jarðskjálftum og eldgosum, er forsenda góðs skipulags til lengri tíma þar sem taka þarf tillit til líklegrar þróunar og áhættu við hönnun og staðsetningu mannvirkja.

Taka þarf mið af jarðskjálftahættu, m.a. Suðurlandsskjálftum sem lögðu Skálholtsstað ítrekað í rúst á liðnum öldum og ollu miklu tjóni á Selfossi og víðar um síðustu aldamót. Nýleg bygging kísilmálmverksmiðju á Tjörnesbrotabeltinu við Húsavík hefur eðlilega verið gagnrýnd af jarðfræðingum.

Álverið í Straumsvík stendur á Kapelluhrauni sem talið er hafa runnið frá Undirhlíðum um miðja 12. öld.

Hugmyndir hafa verið um að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar, en ekkert heildarmat liggur fyrir á eldvirkni honum tengdri.

Eitt ljósasta dæmi um fádæma skammsýni í skipulagsmálum birtist okkur svo í þeirri kröfu borgaryfirvalda Reykjavíkur að Reykjavíkurflugvöllur víki og öllu alþjóðaflugi verði beint suður á Reykjanes þar sem fyrirsjáanleg eru eldsumbrot innan ekki langs tíma. …

Vinnubrögð eins og hér hafa verið nefnd dæmi um varðandi skipulag og staðsetningu mannvirkja eru í hrópandi ósamræmi við vaxandi þekkingu á jarðfræði lands okkar. Brýnt er að finna leiðir til úrbóta, m.a. með skýrri leiðsögn í landsskipulagi."

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Dagur Bé og Holu Hjálmar halda áfram að ana út í óvissuna eins og enginn sé morgundagurinn.Bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins að undaskildu Seltjarnarnesi halda áfram að styðja þessi sjónarmið.

Vill enginn hlusta á Hjörleif eða hugsa?


Trump snýst til varnar

Páll Vilhjálmsson bloggkóngur veltir fyrir sér ver öldinni í dag Viðskiptaskærur gjósa upp með reglubundnum hætti.

Páll segir:

"...

Trump setur alþjóðlegum risafyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar. Ekki aðeins fyrirtækjum kínverskrar ættar heldur einnig bandarískum sem hyggjast flytja störf úr landi.

Frjálslyndir og vinstrimenn koma alþjóðlegu risunum til varnar. Sama er uppi á teningunum þegar Trump dregur úr hernaði í miðausturlöndum, kallar bandarískt herlið frá Evrópu. Vinstrimenn og frjálslyndir brjálast, vilja meiri hernað og vígtól.

Hér áður voru hægrimenn herskáir og bestu vinir stórfyrirtækja. Vinstrimenn voru vinir litla mannsins og kusu frið fremur en stríð. Nú eru endaskipti höfð á hlutunum. Morgunblaðið birtir leiðara sem gagnrýnir alþjóðleg stórfyrirtæki fyrir að sitja yfir hlut lítilmagnans. Alþjóðavæddir vinstrimenn telja aftur sáluhjálp að rafrænir risar stjórni heiminum.

Herskár kapítalismi vinstrimanna er til marks um umpólun stjórnmálanna. Hægrimenn verða þjóðlegir og íhaldssamir og meðvitaðir um samfélagsleg gildi. Vinstrimenn gerast talsmenn alþjóðakapítalisma sem breytir heiminum í stafrænt kínverskt Disneyland.

Það þurfti Trump til.

 
 

Fjarvinna, fjarnám, fjarlægð milli manna, færri utanlandsferðir, fólksflótti frá þéttbýli í dreifbýli, háttvísi, hreinlæti og ríkari kröfur um mannasiði eru líkleg langtímaáhrif farsóttarinnar, sem ýmist er kenndi við Kína eða COVID-19, og ætlar að verða þrálát.

Pólitísk áhrif verða þau að frjálslyndi dvínar og íhaldssemi eykst. Menn halda sig innan um sína líka. Traust milli vina og kunningja eykst en minnkar til þeirra sem eru framandi.

Fyrirbæri eins og borgarlínan, sem gengur út á að hrúga sem flestum á sömu torfuna og flytja á milli staða í gripalestum, eru dauðadæmd. Krafan er aukin fjarlægð milli manna ekki múgmyndun.

Veröldin er á réttri leið. Öfgafrjálslyndi síðustu áratuga, frá hippamenningunni að telja, var gengin sér til húðar. Farsóttin hraðar breytingum sem þegar voru í kortunum."

Borgarlínubrjálæðið er samt keyrt áfram af vinstrifasistunum sem ætla hvorki að skeyta um skömm né heiður.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er samnefnari fyrir allt það vitlausasta sem fram hefur komið í umræðunum og yfirtrompar hún bæði Dag Bé og Holu Hjálmar sem voru þó nógu vitlausir fyrir. Svo hlaupa aðkeyptir tæknimenn á vagninn í von um sporslur alveg án þess að reyna að  koma skynsemisglætu að. Undirlægjuháttur hundanna við höndina sem fóðrar þá er vel þekktur úr sögunni af góða dátanum Svejk eftir hann Jaroslav Hasek.

 

 


Vesturlönd eða Kína?

Ketill Sigurjónsson rekur stöðu áliðnaðar heimsins á Kjarnanum.

Hann skrifar meðal annars:

 

"...Bresk-ástr­alska námu- og álfyr­ir­tækið Rio Tinto er einn af stærstu álf­ram­leið­endum heims­ins og er í dag lík­lega í 4.-5. sæti ásamt rúss­neska Rusal, á eftir þremur mjög stórum kín­verskum álfyr­ir­tækj­um. Meðal ann­arra stórra álf­ram­leið­enda eru mörg kín­versk fyr­ir­tæki, banda­ríska Alcoa, Norsk Hydro og álf­ram­leið­endur í Persaflóa­ríkj­un­um. Mest af álf­ram­leiðslu Rio Tinto fer fram í Ástr­alíu og í Kanada. Einnig er fyr­ir­tækið með sitt hvort álverið á Nýja Sjá­landi og á Ísland­i. 

Und­an­farin ár hefur offram­leiðsla af áli í Kína þrengt að hagn­að­ar­mögu­leikum vest­rænna álvera. Í Kína er ódýrt vinnu­afl, mik­ill aðgangur að kola­orku og marg­vís­leg aðstoð hins opin­bera óspart nýtt til að knýja sífellt meiri álf­ram­leiðslu og kín­verski furðukap­ít­al­ism­inn lætur offram­leiðslu lítt á sig fá. Svo virð­ist sem Rio Tinto sjái nú sæng sína útbreidda og sé reiðu­búið að loka flestum álverum sínum utan Kana­da, nema fyr­ir­tækið nái að bæta rekstr­ar­skil­yrðin veru­lega á hverjum stað með lækkun raf­orku­verðs, sem er risa­stór kostn­að­ar­liður í álbræðslu. 

 

Þarna virð­ast tvö álver fyr­ir­tæk­is­ins, ann­ars vegar á Nýja Sjá­landi og hins vegar á Íslandi, nú vera lík­leg­ust til að verða lokað fyrst. Einnig hefur Rio Tinto viðrað hug­myndir um lokun álvera sinna í Ástr­alíu. Þetta er ekki alveg óvænt því ástandið núna end­ur­speglar offram­leiðsl­una í Kína sem vel að merkja var varað við fyrir nokkrum árum síðan. Það er athygl­is­vert að bæði umrædd álver sem eru efst á lok­un­ar­lista Rio Tinto ganga fyrir vatns­afli, meðan fyr­ir­tækið er enn að reka nokkur álver knúin kola­orku. Því miður hefur raun­veru­leiki alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja lítið með umhverf­is­vernd eða lofts­lags­mál að ger­a."

Ketill kemur þarna  inn á þær kvaðir sem iðnaður á Vesturlöndum þarf að bera  umfram iðnaðinn í Kína sem er ekki bundinn af neinu.Blæs út brúnkolareyk fá ein nýju slíku orkuveri á viku hverri að vild og tekur ekki þátt í neinum álögum sem við leggjum á  okkur vegna einhvers kolefnisfótspors.

Við gerum okkar álverum að borga milljarða í kolefnisskatta meðan Kína borgar ekki neitt. Hvars vegna við látum við  þetta yfir  okkur ganga? En ég veit aðeins að mörg hundruð fjölskyldur íslenskar eiga allt sitt undir því að íslensku álverin starfi áfram. Sem virðist ekki stefna í að óbreyttu. Stjórnvöldum á Vesturlöndum virðist vera annara um að kínverskir álverkamenn hafi vinnu en eigin þegnar.

Sú leið að færa laun og raforku niður á kínverskt plan virðist ófær. Er þá ekki kínverskt ál að undirbjóða okkar ál? Trump Bandaríkjaforseti virðist á þeirri skoðun og vill spyrna við  fæti.Viljum við Vestlendingar  ekkert gera fyrir  okkar fólk? 

Af hverju er ekki reynt að semja við  Kínverja um einhverja  málamiðlun? Af hverju bara að láta reka á reiðanum?

Markaðskerfi Kína  lýtur ekki sömu lögmálum og okkar á Vesturlöndum. Í Kína ákveðst verð ekki á markaði heldur pólitískum ákvörðunum. Þeir taka ekki þátt í alþjóðlegu samstarfi hinna fjörtíuþúsund fífla í París fremur en þeir telja sér beinan hag í.

Svo hvað er til bragðs að taka fyrr okkur? Kjósa Joe Biden fyrir meira af því sama og halda áfram í baráttunni við hnattræna hlýnun af mannvöldum?

 

  


Er náttúran að tala?

til okkar mannanna? Við séum búnir að ganga fram af henni með hegðun okkar? Loftslagsmálin og hlýnun jarðar af mannavöldum séu angi af því sama?

Mér fannst hann Hákon föðurbróðir minn skógræktarstjóri sem var sannfærður náttúrufræðingur hafa trúað á náttúruna sem æðsta yfirvald í lífkeðjunni sem menn gætu ekki gengið fram af í gáleysi án þess að verða dregnir til ábyrgðar.

Það hefur leitað á mig í kórónufaraldrinum hvort náttúran sé að tala til okkar manna? Segja okkur að við séum að ganga of langt og hún líði okkur ekki frekari yfirgang?  Hún muni tortíma okkur eins og  læmingjum í offjölgun? Veirurnar komi sem hennar verkfæri til að stöðva okkur? Og vissulega þrífast farsóttir best í þröngbýli.Gjósa upp þegar svo til háttar.

Vísindin hafa gerbreytt mörgu sem áður var óviðráðanlegt. En eru þau aðeins að fresta vandanum? Það komi bara annar mótleikur móður náttúru ef við látum ekki segjast.

Nokkuð andstætt venjulegri afstöðu tæknimanns. En ef maður hugleiðir fjölgun mannkynsins sem er að stefna í 8 milljarða án nokkurs hiks  eftir gengdarlausa fjölgun á síðustu öld sem er enn stöðug  þá getur maður efast um að þetta geti gengið svona til lengdar. Náttúran muni taka í taumana ef við ekki gerum það.

Hún virðist setja öðrum tegundum skorður í lífríkinu. Jafnvel Ebólaveirunni og Svarta Dauða er skammtaður aldur og þær veirur deyja út þegar þær eru búnar að drepa allt sem þær ná til. Þorskstofninn minnkar þegar allt er uppétið og síldin hverfur.

Við erum að vona að við náum að stöðva kórónuveiruna innan tíðar.En hvað gerist þá? Kemur ekki bara önnur ný af því að við látum ekki segjast í mannfjölguninni? Náttúran sé að segja okkur að nú sé nóg komið af okkur vitleysingunum? Ef við ekki stöðum fjölgunina þá verði það gert fyrir okkur af hinum duldu kröftum náttúrunnar?

Ég hefði viljað ræða þetta við hann Hákon frænda minn til að vita hvort hann héldi að náttúran sé að tala við okkur mannkynið?


Hver er hann?

Þorsteinn-Már-Vilh-750x430í raun og veru þessi maður?

Er hann máttarstólpi þjóðfélagsins eða óvinur þess?

Helmingur þjóðarinnar virðist hata hann sem er samanlögð vinstrimennska alþýðu-og öfundarfólks.Til viðbótar eru svo samkeppnisaðilar um auð, völd og áhrif.

Svo eru við sem dáumst að því hvernig honum hefur tekist að spila úr þeim tækifærum sem honum og frændum hans buðust í upphafi kvótakerfisins.

Við náum ekki utan um það að áfellast menn fyrir að nýta tækifærin sem bjóðast af áræðni og dugnaði.Þorsteinn Már hefur sýnt það að það er talsvert í hann spunnið hvað sem að höndum ber, til dæmis held ég að enginn hafi fundið annað en aðdáun á honum í framgöngunni við stóra strandið um árið.Nú áfellast menn hann fyrir Namibíuviðskiptin og andstæðingavinstrin blása sig út af heilagleika og vandlætingu. Þau spyrja sig ekki að því hvað annað gat hann gert?

Hverjar eru skyldur forstjóra sem ber að hluta ábyrgð á afkomu heimila þeirra manna sem hafa ráðist á útveg hans í fjarlægum löndum? Hann fær að vita verðið á aðgöngumiðanum en getur ekki breytt því hver mannar miðasölugatið eins og það birtist okkur börnunum  í Gamla Bíó á 3 bíó í þá daga.Á Heinaste að fara á sjó eða liggja við bryggju og setja fyrirtækið á hausinn?   Þar skilur a milli feigs og ófeigs. Þú verður að velja og það strax.

 

Nú skiptir máli hvernig er um þig rætt í fjölmiðlum.Þorsteinn reynir skiljanlega að tóna niður gagnrýnisraddir með því að tengjast þeim og vingast við þær.Kaupir sig inn í fjölmiðla í því skyni.

Ég get ekki dæmt um neitt slíkt vegna þess að ég hef aldrei verið í stöðu til neins slíks.En mér finnst skiljanlegt að hann reyni að verja sig fyrir aðsókn og sæki sér hjálp.

En oft eru þeir sem segjast ekki vera til sölu þeir fyrstu til að selja. Ekkert síður í stjórnmálum frekar en í fjölmiðlum enda greinarnar náskyldar.

Það getur enginn borið á móti þvi að Þorsteinn Már hefur með félögum sínum byggt  upp einstaklega glæsileg sjávarútvegsfyrirtæki í mörgum löndum. Öfundarmennirnir segja auðvitað ekkert mál i skjóli einokunar og kvótakerfis. En eins og Alexander hjó á Gordíonshnútinn þá má segja að einhver varð að gera það  ef átti að leysa hann á annað borð.

Örlögin völdu Þorstein  Má til að höggva á hnútinn í árdaga kvótakerfisins. Sem hann er ekki höfundur að NB. Hann var búinn að læra byggingaverkfræði eins og ég en slík menntun er ekki  undirbúningur undir það sem síðan kom hjá honum. Hann var bara réttur maður staðsettur á réttum stað þegar örlögin knúðu dyra.

Henry Ford hafði eftirfarandi máltæki þegar ráðist var að honum í fjölmiðlum sem mér finnst fallegt: "Never complain, never explain."("Aldrei að kvarta, aldrei að útskýra.") Mér sýnist Þorsteinn Már stundum fara eftir þessu heilræði gagnvart ýlfrandi úlfahjörð fjölmiðlanna. Segja fátt en láta aðra um það að svara.Það skýrir kaupin á vinskap fjölmiðlafyrirtækja.

Að endingu skal ég taka fram að ég þekki Þorstein Má ekki neitt og hef aðeins skipst á fáum orðum við hann fyrir  þremur áratugum.En þá sagði hann vera til nóg af möl og sandi en ekki fiski. En ég vildi tala um kvótasetningu fyrir mig á steypukaupendum sem hliðstæðu í ljósi markaðsreynslu. Lengri urðu þau samskipti ekki.

Ég þekki ekkert til sjávarútvegs eða milljarðaviðskipta en hef lent í fjölmiðlafári sem var dálítið erfitt í byrjun. Menn eru dálitla stund að venjast því að ganga skyndilega um sem brennimerktir á enni eftir að hafa mætt brosandi fólki daginn áður.

Þá ráðlagði hann Palli vinur minn mér: Þegiðu, svaraðu ekki neinum spurningum því þá færðu bara meiri skít á þig. Sama hugsun og hjá Henry Ford. Sá sem gerist  sinn eiginn verjandi hefur fífl fyrir málafærslumann.

Ég dáist að Þorsteini Má úr fjarskanum og stend með honum í huganum gegn aðkastinu. Óska honum gæfu og gengis.

Ég held  að ég viti hver og hvernig hann Þorsteinn Már er í raun og og veru án þess að hafa kynnst honum persónulega.


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 3421304

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband