Bloggfærslur mánaðarins, október 2021
8.10.2021 | 18:27
Upplyfting
er að fáir skrifa um þessa hrútleiðinlegu pólitík á léttan og skemmtilegan hátt.
Það er ekki öllum lagið að framkvæma slíkt. Stjórnmálamenn eru svo drepalvarlegir lengst af að þeir geta ekki svo auðveldlega tekið grímuna niður sem er snýr að kjósendum og sýnir hversu drep uppteknir þeir eru við að finna allskyns greiða til að færa þeim í þakklætisskyni fyrir atkvæðið.
En eins dauði er annars brauð er stundum sagt. Það er spurning hvort greiðann við þennan er ekki verið að taka frá öðrum?
Villi Bjarna veltir því fyrir sér hvort stjórnmál séu ekki endalaus boðskapur um mismunun og skömmtun á einhverju sem er ekki á hverju strái. Menn vilja gjarnan fá í vasann en vilja að aðrir borgi fyrir.
Villi skrifar þetta í Mogga dagsins. Það eru því miður margir sem ekki skoða Mogga daglega og gætu misst af þessari grein. Því set ég hana hér í heilu lagi:
"Fyrir 12 dögum fóru fram kosningar til Alþingis. Sá er þetta ritar hefur lifað 22 kosningar til Alþingis og man vel 19 slíkar kosningar. Lengi framan af snerust kosningar um það á hvern hátt væri hægt að sauma betur að þjóðinni með skömmtunarráðstöfunum og draga sem mest úr frjálsum viðskiptum.
Þá var það svo að alþingismenn urðu að vera reiðubúnir að ganga á mála hjá lyginni, alls staðar, í öllu og ávallt. Íbúar heilla sveita skrifuðu miða til síns þingmanns, sem hafði valdatækið skömmtun. Á miðanum voru óskir um mismunun og hagsmunafé sveitungum til handa. Í þeirri mismunun voru sveitungar misjafnlega jafnir. Jeppaleyfi var æðsta stig af hagsmunafé.
Ísland úr NATO herinn burt!
Þá var einnig hrópað: Ísland úr NATO herinn burt! Mikhail Gorbachev tók Ísland úr NATO burt með því að öll fylgiríki Sovétsins gerðust aðildarríki NATO. Donald Rumsfeld tók svo herinn burt. Þá varð einn stjórnmálaflokkur, sem hafði ekkert til að berjast fyrir, og varð V... grænn!
Ekki var stríðsæsingurinn horfinn því nú vilja nokkrir í þeim flokki lýsa yfir hættuástandi í loftslagsmálum! Helst stríðsyfirlýsingu um loftslagsmál! Vopnið er skattar!
Óljóst er hver andstæðingurinn er. Svo virðist sem það sé venjulegt fólk, því hugmyndaauðgin um skattlagningu á venjulegt fólk á sér engin takmörk. Er ekki best að gera ekki neitt! Eins og flestum er kunnugt þá er það sem sýnist það sem er. Annað skiptir ekki máli!
Þannig lenti einn flokkur í mikilli tilvistarkreppu að þessu sinni. Hvernig átti flokkurinn að aðgreina sig? Það var erfitt. Því varð það spurning: Er ekki bara best að kjósa Framsóknarflokkinn? Og það svínvirkaði!
Í öllu falli á þá sem áður kusu Miðflokkinn, sem hafði orðið til úr tilvistarkreppu glataðs snillings! Sá flokkur hafði ekkert að berjast fyrir nema almenna heilsuvernd! Sennilega með loforði um eilíft líf. Líf þess flokks er nú ei líft! Sambandslaus flokkur og skiptir engu máli.
Sjálfstæðisflokkurinn rak sína kosningabaráttu á stuttum setningum án samhengis og kynnti helst frambjóðendur úr öðrum hreppum! Í það minnsta í mínu kjördæmi! Skal ósagt látið um niðurstöðuna!
Leiðinleg, skapvond og andleg auðn!
Einn flokkur skar sig úr frá öðrum flokkum í kosningabaráttunni. Það er turninn Samfylking!
Sambræðingur sósíaldemókrata, sósíalista og femínista! Eiginlega er flokkurinn ekkert af þessu! Flokkurinn er fyrst og fremst andleg auðn! Eiginlega ekki neitt og enginn vill bjóða þessum turni upp í dans! Formaðurinn alltaf í vondu skapi í ásýnd þjóðarinnar. Nokkrir frambjóðendur illgjarnir. Sífelldar hótanir um skattahækkanir og stýringu á öllu í mannlegu atferli með sköttum og álögum. Nokkrir sem sýna af sér yfirgripsmikla vanþekkingu. Fornaldarkratarnir eru horfnir!
Það sem einkennir turninn er ráðaleysi Kvennalista. Tómt flatbotna rím! Þó öllu ljúfara lið en margblaða Smári! Um það lið má segja að útlitið hafi verið innrætinu skárra og var þó með því alskuggalegasta! Eins og ræpan í nútímaskáldskap! Margt sagt eins og verið væri að klóra striga!
Kosningabaráttan var leiðinleg og ekki með hagsmuni almennings að leiðarljósi!
Hagsmunasamtök
Að þessu sinni voru það ýmis hagsmunasamtök sem gerðust stjórnmálaflokkar en buðu þó ekki fram til Alþingis. Öryrkjabandalagið og Sálfræðingafélagið gengu í bandalag. Alþýðusambandið taldi kjósendum trú um að hagfræðin væri úrelt vísindi því það er nóg til! Lögmál skortsins horfið!
Lífskjarasamningar snerust um kröfur gagnvart löggjafanum í skýrri andstöðu við ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Afskipti hagsmunahópa með þessum hætti, þótt stéttarfélög séu, eru tilræði við lýðræði. Ef stéttarfélög vilja verða stjórnmálaflokkar, þá verða þau það, en sem stéttarfélög búin að vera. Þá verður erfitt að verja forgangsréttarákvæði í kjarasamningum. Enda standast þau ekki lög og hugmyndir um mannréttindi hvort eð er!
Hvað svo?
Eftir að kosningavíman er runnin af þjóðinni og þjóðkjörnum frambjóðendum rennur á alla óráð raunveruleikans. Hafrannsóknastofnun gefur von! Loðna sem aldrei fyrr. Sennilega vita allir að allt er á hausnum hjá hinu opinbera nema skattstofan. Opinberar skuldir eru sem næst 1.100 milljarðar. Um þessar skuldir var ekki kosið. Þetta eru að vísu mestan part skuldir okkar á milli. Þær þarf ekki að borga með útlendum peningum!
Í raun sannaðist það sem þingmaðurinn góði sagði eitt sin í sínu óráði: Hvað varðar oss um þjóðarhag! Það var heldur ekki kosið um hvernig á að koma 3.000 bændum úr fátækt! Laxveiðihlunnindi bjarga nokkrum!
Flokkur fátækra fjallaði alls ekki um það, heldur beit í Borgara og fór í Stuð. Í óráði raunveruleikans sitja þrír flokksformenn og reyna að koma sér saman um óljósa framtíð. Einn flokkurinn er með nokkrar órólegar deildir. Hver og ein deild er með ófrávíkjanlegar kröfur. Stundum um stríð! Eins og loftslagsstríð! Stríð sem enginn bað um.
Það er margt auðvitað! Það liggur fyrir að langflestir þeirra sem hér búa nú ætla sér að lifa hér áfram. Til þess að geta lifað eðlilegu lífi þarf innviði. Innviðir eru sjúkrahús, skólar, vegir, virkjanir, flugvellir og svo má lengi telja. Ef innviðir eru fyrir hendi eru borgurunum margir vegir færir, svo fremi að lamandi hönd leggist ekki gegn frumkvæði. Það kann að orka tvímælis í hve ríkum mæli kjörnir fulltrúar geta tekið sér vald til að færa eignir á milli hópa í samfélaginu.
Hæstiréttur kveður stundum upp undarlega dóma. Þannig segir einn undarlegur hæstaréttardómur um lögmæti skattlagningar:
Sökum þess að löggjafanum hefur verið játað verulegu svigrúmi til að ákveða þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu og að teknu tilliti til þess að auðlegðarskattur er tímabundinn er ekki næg ástæða að líta svo á að með þeim mun á skattleysismörkum, sem gerður er í ákvæðum til bráðabirgða XXXIII og XLVII, sé brotið gegn 65. gr., sbr. 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar.
Annaðhvort felur skattur í sér lögmæti eða ekki. Tímabundið lögmæti! Er það hlutverk Hæstaréttar að ákveða slíkt?
Eftir stendur að 30% skattgreiðenda greiða sem næst 80% af álögðum sköttum, þá er spurning hvort skattlagning sé almenn!
Eftir stendur almenningur
Nýliðnar kosningar snerust aldrei um hagsmuni almennings. Oftast gegn hagsmunum almennings. Við skulum vona að guð láti gott á vita og formenn vitrænna stjórnmálaflokka í óráði raunveruleikans hafi hagsmuni almennings að leiðarljósi í stjórnarmyndunarviðræðum.
Það er ekki á ungt fólk leggjandi að borga endalaust fyrir óskhyggju vegna góðmennsku í garð gamals fólks!
En hvurnin eiga karlmenn að skilja kvenmenn? Það eru ekki til ólíkari skepnur!Annaðhvort að trúa ykkur eða ekki!
Það er þó venjulegt fólk sem byggir þetta land!"
Mér varð upplyfting að lesa þennan pistil sem tekur mann aðeins út fyrir kassann og sýnir manni framan í sjálfan sig í spéspegli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2021 | 11:03
Borgarlínurök
finnast mér koma fram í grein Elíasar B. Elíasarsonar verkfræðings í Morgunblaðinu 5. október s.l.
Þar segir hann:
Það að stuðla að minni losun kolefna út í andrúmsloftið var ein stærsta skrautfjöður Borgarlínu á sínum tíma. Þessi fjöður byggðist frá upphafi á áformum um að nota hreinorkuvagna í Borgarlínu og er þannig í reynd lánsfjöður frá strætó sem Borgarlína á að leysa af, en stefna Strætó bs. er að nýta hreinorkuvagna í framtíðinni.
Það að skreyta þungu Borgarlínuna þessari fjöður er að auki fölsun, því hún mun valda miklum töfum á annarri bílaumferð og þær tafir valda mikilli aukningu á loftmengun. Þessi mengandi áhrif þungu Borgarlínunnar sjást best ef litið er á þversnið Suðulandsbrautar eins og það er teiknað í frumdragaskýrslu 1. lotu Borgarlínu frá jan. 2021. Þar sést að sérakreinar Borgarlínu eru settar í miðju vegar og ein akrein fyrir aðra bílaumferð verður sín hvorum megin. Með þessu verða teknar tvær akreinar af almennri bílaumferð og hægt á hraða að auki, því hámarkshraði verður settur 30 km/klst., sem liggur neðan hins græna hraðasviðs (40 til 80 km/klst.)þar sem bílar nútímans nota minnst eldsneyti á ekinn km.
Flutningsgeta Suðurlandsbrautar er þannig minnkuð verulega og mun umferðin þá tefjast og leita að hluta á götur til hliðar þannig að leiðin lengist og verður seinfarin. Þannig mun öll almenn bílaumferð um Suðurlandsbraut og þar í kring tefjast og mengandi útblástur bílanna aukast verulega. Að auki mun vinstri beygja verða bönnuð víða, sem lengir leið margra sem þarna fara og eykur enn útblástur mengandi lofttegunda.
Til samanburðar þá yrðu sérakreinar léttu Borgarlínunnar settar sín hvorum megin fjögurra akreina fyrir almenna umferð Suðurlandsbrautar og hámarkshraði þar settur inni á hinu græna hraðasviði. Létta Borgarlínan mun því ekki valda aukinni mengun eins og sú þunga gerir.
Þeirra tafa sem þunga Borgarlínan veldur annarri umferð er hvergi getið í birtum skýrslum um Borgarlínu og sennilega hafa þær ekki einu sinni verið reiknaðar. Í skjóli þess hafa fylgjendur hennar getað haldið því fram að hreinorkuvagnar hennar myndu spara mengandi útblástur en þau vagnaskipti eru alveg óháð Borgarlínu, strætó mun taka upp hreinorkuvagna hvort eða er, þannig að hér er um óverðskuldaða lánsfjöður að ræða.
Orkuskipti í almenningssamgöngum eru verkefni innan orkuskiptastefnu ríkisstjórnarinnar og Borgarlínu óviðkomandi. Í aðdraganda nýliðinna kosninga kom ítrekað fram vilji, þvert á flokka, að taka nú til hendi í loftslagsmálum með alvöru aðgerðum.
Eins og að framan segir er þunga Borgarlínan neikvætt innlegg í loftslagsmálin og nauðsynlegt að snúa sér að þeirri léttu til að seinka ekki árangri í samdrætti á losun kolefna í landinu. Þó kolefnalosun vegna umferðartafa hafi ekki verið reiknuð út er ljóst að þar er um að ræða marga tugi þúsunda tonna kolefnisígilda og áhrif þungu Borgarlínunnar verða til að auka það umtalsvert.
Með því að fara leið léttu Borgarlínunnar sparast miklir fjármunir til fjárfestinga sem nota má til kaupa á hreinorkuvögnum en einnig til fjölgunar biðskýla fyrir strætó, t.d. skjólgóðra skýla með upplýsingatöflum sem auðvelda notkun strætó á höfuðborgarsvæðinu. Á þann hátt má fjölga notendum strætó til viðbótar þeirri fjölgun sem fæst með aukinni tíðni ferða.
Mikilvægt er að hratt vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna verði hvattur til að fara útsýnisferðir með strætó í stað þess að keyra um höfuðborgarsvæðið á bílaleigubíl og auka þannig hið mengandi öngþveiti sem oft er í umferðinni. Stefna um skipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt 2015 og átti Borgarlína að leika stórt hlutverk við þá umbreytingu þéttbýlisins sem þá var samþykkt. Undirbúningur þeirrar stefnumörkunar var m.a. sviðsmyndagreining þar sem borinn var saman kostnaður vegna léttlestar og BRT-Gold-kerfis, sem er þung Borgarlína.
Ódýrari möguleikar til að fullnægja þörfum fyrir almenningssamgöngur á svæðinu hafa, að því er fram hefur komið, ekki verið kannaðir enn. Inn í greininguna voru sett hástemmd markmið um breyttar ferðavenjur íbúa, sem síðan hafa sýnt sig að vera óraunhæf. Ábati fékkst einungis í þessari greiningu með því að reikna með að umferðartafir myndu minnka vegna hinna breyttu ferðavenja og bílum landsmanna mundi fækka samsvarandi aukinni notkun almenningssamgangna, sem er afar vafsöm forsenda svo ekki sé meira sagt. Þessi greining var því óraunhæf og rétt niðurstaða úr henni hefði átt að vera sú að gera ekki neitt.
Árangur þessa stórgallaða undirbúnings er sá að í stað þess að hefjast handa við að bæta biðstöðvar, skipta yfir í hreinorkuvagna og flýta för vagnanna þar sem þarf er nú áhersla lögð á rándýrar fjárfestingar í miðjusettum sérakreinum sem engin þörf verður fyrir næstu áratugi og auka vanda í loftslagsmálum. Af þessari leið ber að snúa og byggja þess í stað létta Borgarlínu með sérakreinar til hægri eftir þörfum."
Ekki er að efa að þær Dóra Björt Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir munu geta sett á langt mál um ágæti þess að fækka akreinum og lækka hámarkshraða til þess að fá almenning til að flykkjast í Borgalínuna. Með fjölgun Borgarfulltrúa aukast líka líkur á því að mörg nýstirni geta lagt þeim þar lið í málflutningi áður en Dagur er kominn að kveldi.
Aðeins mikill fjöldi skoðanasystkina er fær um að byggja þá röksemdafærslu sem mun þurfa til að hrekja málflutning Elíasar og skoðanabræðra hans um að þrenging gatna auki ekki afköst þeirra. Líklega er áhrifamest að tala sem lengst og mest til þess að áheyrendur gefist upp í málefnaþreytu og Borgarlínan laumist í gegn með einhverju öðru sakleysislegu.
Hugsanlega hefur röksemdafærsla eins og fram kemur hjá Elíasi áhrif á kjósendur næsta vor en þó er það ekki víst þar sem Borgarlínurök sýnast vera meira í ætt við trúarbrögð hjá vinstrimönnum fremur en tæknilegar forsendur.
6.10.2021 | 14:35
Hugsjónamaður
er Líf Magneudóttir sannarlega.
Hún virkilega trúir á málstað Borgarlínunnar. Að fólkið bíði eftir því að komast um borð í miðlæga vagnana frekar en að fá mislæg gatnamót og greiðari akreinar fyrir einkabílinn sem enginn vill nema vegna misskilnings.
Hún skrifar hugvekju í málgagn ESB á Íslandi i dag. Þar lýsir hún hvernig nýtt allsherjarráðuneyti samgöngumála muni breyta öllu á landinu þegar kemur að því að fara á milli staða.Fólk muni frelsast frá einkabílnum en þyrpast í Borgarlínur um leið og þær birtast.
"Þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum sem flækja líf okkar reynum við auðvitað fyrst og fremst að leysa þau. Við sem höfum eytt dýrmætum tíma norpandi á stoppistöðvum, föst í umferðinni og á þeytingi á háannatímum, vitum að þessu ástandi verður ekki unað til framtíðar. Umferðarhnútinn verður að leysa!
Sem betur fer er Borgarlínan komin á fleygiferð með þéttari byggð og betra skipulagi. Sífellt fleiri sjá að kerfi sem byggir á öflugum, tíðum og hraðvirkum hágæða almenningssamgöngum í sérrými er sú lausn sem við eigum að reiða okkur á frekar en fleiri mislæg gatnamót og akvegi.
Það var því sérlega ánægjulegt að þverpólitísk samstaða hafi náðst um þetta mikla hagsmunamál íbúa höfuðborgarsvæðisins og að fyrsti áfangi Borgarlínunnar færist af teikniborðinu og til framkvæmdar eftir áramót. En hvert ætti næsta stóra verkefni ríkisins og höfuðborgarinnar að vera?
Að mínu mati ætti næsta stóra samvinnuverkefni okkar að vera róttækar breytingar á fyrirkomulagi samgöngumála á Íslandi öllu. Í ljósi loftslagsbreytinga er brýnt að við náum víðtækri sátt um að virkir ferðamátar og vistvænar samgöngur séu rétta leiðin og við þurfum enn frekari samvinnu til að ryðja í burtu hindrunum sem standa í veginum. Við þurfum því að að stokka upp í núverandi fyrirkomulagi.
Fyrst skrefið væri að stofna Samgöngustofu höfuðborgarsvæðisins, sem væri í umsjón sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og Samgöngustofu Íslands sem væri sameinuð Vegagerð og Samgöngustofa.
Þótt báðum einingum væri ætlað að þjónusta alla ferðamáta yrðu hlutverk þeirra og áherslur ólíkar.
Samgöngustofa höfuðborgarsvæðisins hefði til dæmis það að markmiði að fækka eknum kílómetrum, draga úr umferð, stórauka hlutdeild virkra ferðamáta og byggja upp samkeppnishæft samgöngukerfi.
Það er nefnilega komið að tímamótum í þróun samgangna á Íslandi og allar stórhuga umbætur skila okkur ómetanlegum lífs- og umhverfisgæðum, betri heilsu og heilnæmu umhverfi og yrðu til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þetta ætti að vera hagsmunamál allra landsmanna."
Er ekki dásamlegt að eiga fólk í stjórnmálum sem getur vísað okkur suðasvörtum veginn með jafnsannfærandi hætti og þessi kona gerir? Það þarf aðeins einar Borgarstjórnarkosningar í viðbót til þess að gulltryggja sigur þessara hugsjóna.
Hvergi rúm fyrir efasemd í veröld hugsjónamannsins?
6.10.2021 | 14:14
Bragð er að
þá barnið finnur.
Aðalheiður Ámundadóttir hefur stundum vakið áhuga minn vegna greindarlegra skrifa hennar um ýmis mál.
Nú í dag sýnir hún að jafnvel vinstra fólki úr Evrópusambandsgeiranum er ekki alls varnað þó að stundum efist maður.
Hún skrifar nefnilega eftirfarandi í málgagn þeirra fullveldiskaupmanna:
"Það er lýðræðið innan Sjálfstæðisflokksins sem hefur tryggt honum þá sterku stöðu sem hann nýtur þrátt fyrir allt, umfram aðra stjórnmálaflokka.
Flokkurinn rúmar fólk með ólíkar skoðanir á hægrivængnum. Þingflokkur, borgarstjórnarflokkur og fulltrúar flokksins víða um land endurspegla, allavega að einhverju leyti, þessa breidd. Kjósendur sem vilja umfram allt að landinu sé stýrt af öðrum en Sjálfstæðisflokknum eru á flæðiskeri staddir.
Mörg þeirra hafa frá upphafi vitað að flokkurinn sem þau veðja á í kjörklefanum muni líklega ekki setjast í ríkisstjórn. Það er ömurlegt. Það er ömurlegt að jafnhátt hlutfall og raun ber vitni hafi engan annan kost en að kjósa stjórnarandstöðu næstu fjögur ár.
Öllum ber saman um að óvenjumargir kjósendur hafi verið óákveðnir í nýafstöðnum kosningum og hafi ekki gert endanlega upp hug sinn fyrr en í kjörklefanum. Gallup hefur unnið um þetta kannanir síðustu ár, sem renna stoðum undir þá kenningu að kjósendur séu ekki fastir í flokksförum eins og áður.
Árið 2007 höfðu 57 prósent ákveðið sig meira en mánuði fyrir kosningar. Í kosningunum 2016 og 2017 var þessi tala komin niður í 31 prósent. Skýrendur hafa ekki litið þetta neikvæðum augum, heldur talið breytinguna til marks um að fólk sé ekki lengur fast í viðjum fjórflokksins.
En er víst að kjósendur fagni þeirri stöðu að geta valið á milli þess að kjósa ríkisstjórn sem þeir eru óánægðir með, eða stjórnarandstöðu sem ræður engu?
Af hverju getur Samfylkingin til dæmis, sem er elst flokkanna á átta til tíu prósenta rófinu, ekki opnað faðminn og rúmað skipulögð félög fátækra jafnaðarmanna, menntaðra jafnaðarmanna, femínista, róttækra femínista, Evrópusinna, umhverfissinna, félagshyggjubænda og önnur félög um hver þau málefni sem andstæðingum Sjálfstæðisflokksins eru hugleikin?
Flokkur innbyrðis ólíkra félaga þarf vissulega öflugt innra lýðræði en það er langt í frá neikvætt að gefa lýðræðinu rými í grasrótinni. Misskilningurinn er að trúa því að fleiri félagar og ólíkar skoðanir hefti flokka og kjörna fulltrúa þeirra.
Því það skilar þrátt fyrir allt meiri árangri á endanum að sætta sig við að þola ekki suma af sínum eigin flokksfélögum en að hatast við Sjálfstæðisflokkinn og geta ekkert gert í því."
Aðalheiður kýs að leiða hjá sér í pistlinum grunnatriðið. En það er forsjárhyggjan sem einkennir allt daglegt líf þeirra sem hatast við Sjálfstæðisflokkinn aðeins vegna hatursins sjálfs.Fylgismennirnir vilja ekki að fólkið sé að skipta sér af hvaða stefna skuli höfð uppi. Hún skal ákveðin af forystufólki sem hefur meira vit á hverju máli en sauðsvartur almúginn.
Hún gerir sér hinsvegar ljóst hvert vandamálið sé. Hún sér að félagshyggjuflokkar opna ekki faðminn móti skoðunum flokksmanna.Sjálfstæðisflokkurinn sættir sig við að menn gangi úr flokknum þegar þeim ofbjóða skoðanir meirihlutans. Neita að viðurkenna lýðræðið í fundarályktunum. Fara jafnvel og stofna annan flokk frekar en að berjast fyrir sínum skoðunum til enda.
Í jafnaðarmannaflokkum er slíkt ekki mögulegt af því að menn eru svo svo jafnir að annað er óhugsandi.
Aðalheiður ætti að reyna að setja sig í spor algengs sjálfstæðismanns sem fær ekki sínu framgengt. Það er nefnilega oft bragð að því sem barnið finnur þó síðar verði ef maður gefst ekki upp og gengur út.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2021 | 13:34
Athyglisverð nákvæmni
í málflutningi þingmanns Samfylkingarinnar.
Annarsvegar segir Kristrún Frostadóttir:(Birt þannig í Staksteinum Mbl)
"Fyrir kosningar var fjallað um þann hluta af starfskjörum Kristrúnar Frostadóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, sem laut að viðskiptum með hlutabréf.
Kristrún tók þessu vægast sagt illa og veittist að þeim fjölmiðlum sem um málið fjölluðu. Um ávinning sinn af þessu sagði hún: Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig.
--- Þessar upplýsingar voru bersýnilega ófullnægjandi og formaður Samfylkingarinnar sagði að Kristrún mundi svara spurningum um þetta. Hún sagði hins vegar í svari sínu að hún mundi ekki tjá sig um persónuleg viðskipti sem hún hefði átt í áður en hún hóf þátttöku í stjórnmálum.
--- Þar við sat þangað til í gær þegar hún upplýsti að hún hefði sem bankastarfsmaður keypt bréf fyrir 3 milljónir króna sem hún hefði getað selt í þrennu lagi.
Fyrst hafi hún selt með 8 milljóna ávinningi eftir skatta, næst hafi ávinningurinn verið 30 milljónir eftir skatta
Sannleikurinn gjörir yður frjálsa
og verðmæti þess sem sé eftir séu 45 milljónir eftir skatta. Samtals er þetta þá hagnaður eftir skatta upp á rúmar 80 milljónir fyrir 3 milljóna fjárfestingu.
--- Kristrún segir ekkert hafa verið athugavert við þessa fjárfestingu og því hefur svo sem ekki verið haldið fram að svo sé. Hún segist aðeins hafa dottið í lukkupottinn. Það má til sanns vegar færa.
En hefði ekki verið rétt að segja kjósendum frá því í stað þess að afvegaleiða þá og segjast ekki hafa fengið 1 kr. í kaupaukagreiðslu?
Eða skiptir máli hvaða stjórnmálaflokkur á í hlut þegar nákvæmlega er farið með tölur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
3.10.2021 | 10:39
Uppboð veiðiheimilda Viðreisnar
á að valda straumhvörfum í réttlætinu?
Hvernig myndi þetta virka?
Tökum dæmi:
Samherji er nýbúinn að byggja Vilhelm Þorsteinsson fyrir milljarða.Útgerð skipsins byggist á því að veiða fisk, hérlendis og erlendis.
Segjum að skipið missi stærstan hluta af innlendum heimildum sínum á uppboði. Það má þá hugsanlega náðarsamlegast kaupa þær þær til baka með einni greiðslu en eignast þær þá til 25 ára.
Hver verður greiðslan á uppboðinu?
Útgerð á Spáni býður líka í heimildina vegna EES.
Hvað býður hún?
25 ára aðgangur að veiðum við Ísland, hvers virði er slíkt fyrir Spánverjann?
Hvor býður betur?
Getur Þorgerður Katrín spáð fyrir um þetta? Fær Ísland betra verð með þessum hætti heldur en að Alþingi ákveði upphæð veiðigjaldsins sem leggja má á Samherja núna strax?
Án þess að fá Spánverja inn í lögsöguna?
Er ekki grundvallarspurningin hversu mikið Samherji á að greiða í veiðigjald á næsta ári?
Hvað sé markaðsvirðið?
Og að fyrirtækið geri út skip sín án þess að tapa?
Pantar Samherji fyrr nýtt skip með þessum hætti?
Hvaðan kemur Þorgerði Katrínu og Viðreisn öll þessi útgerðarspeki veiðiheimilda?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2021 | 13:06
Vegið að vistkerfum?
"Tveir áhugamenn um náttúruvernd og fyrrverandi forystumenn Landgræðslu Íslands, Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds, birtu grein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 28. september og veltu fyrir sér hvort ekki væri löngu tímabært að stöðva gróðursetningu stafafuru hér á landi. Undarlega þversögn felist í því, við upphaf áratugar um endurheimt vistkerfa, að í drögum að landsáætlun í skógrækt, sem enn er á vinnslustigi, sé áhersla lögð á ræktun framandi tegunda eins og stafafuru og þar með boðuð stórfelld röskun á vistkerfum Íslands eins og þeir orða það"."
Svo tekur Björn Bjarnason upp skrif tveggja merkismanna um landgræðslu.
Í barnaskóla var mér kennt að í Tjörneslögum fyndust merki þess að eitt sinn hefðu á Íslandi vaxið pálmatré og annar suðrænn gróður..Loftslag væri nú anað en þá án þess að mér væri sagt hversvegna. Nú vita þær Katrín Jakobsdóttir og einhver Gréta Thunberg allt um það.
En hvernig á gróðurfar Íslands að vera?
Á það að vera bara urð og grjót og uppí mót?
Eða viljum við hafa það gróið og grænt og þar í menningu sem vex í lundi nýrra skóga?Hafa hér blómlegan landbúnað og ræktað land eða úthaga?
Viljum við heldur hafa gömlu klungrin æsku minnar í kring um Reykjavík eða lúpínubreiðurnar og skógarlundina sem þar eru núna?
Lúpínan er innflutt frá Alaska.Sitkagrenið líka. Einu sinni hugleiddu góðir Íslendingar að þeir ættu að flytja þangað. Þeir hefðu verið þar þá í svipaðri landnámsstöðu og stafafuran, lúpínan og Sitka-grenið eru nú á Íslandi.
Var ekki Ísland meira gróið við landnám heldur en nú er?
Hvort er meira keppikefli gróið land og skjólgott eða víðerni þar sem ekkert vex vegna veðurálags?
Hverju má ekki raska?
Hvað vistkerfi viljum við?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2021 | 11:39
Þjóðin sá til lands
þrátt fyrir gjörningaþokur alviturra stjórnmálasölumanna.
Nokkrir Evruspekingar undir hugmyndafræðilegri forystu alþjóðlega vitringsins Ola Bieltvedt og við undirleik Þorgerðar Katrínar, Loga Más og Þorsteins Pálssonar reyndu sitt besta að halda fram ágæti fullveldisendaloka Íslands með inngöngu í ESB, upptöku Evru og þjónustu í Evrópuher Macrons.
Landssöluflokkarnir Viðreisn, Samfylking og Píratar náðu rétt rúmum fjórðungi atkvæða þannig að greinilegt er að kjósendur sáu í gegn um gjörningaþokur þessa fólks auk 4% heimskubullsins í Gunnari Smára sem heppnaðist þó fjáröflunin sín uppá 120 milljónir.
Óráðshjal Þorgerðar Katrínar um gengismálin og sjávarútvegsmálin var þó það sem komst næst Gunnar Smára að vera það heimskulegasta sem fram kom í allri kosningabaráttunni og þó víðar væri leitað. Hún reyndi að færa rök fyrir því að uppboð á veiðiheimildum til 25 ára væri betra en núverandi leigukerfi.Logi Már í Samfylkingunni féll í skuggann fyrir delluflaumnum frá frúnni sem skilur hvorki upp né niður í hagfræði þessa heims.
Fáir bentu samt á í andmælum að veiðileyfagjaldið væri í höndum, þjóðarinnar og lagt á að bestu manna yfirsýn, auðvelt og auðskilið.Og að veiðiheimildirnar gengu þegar kaupum og sölum.
Myndi annað fyrirkomulag tryggja að byggð yrðu ný og dýr veiðiskip? Myndi breiðari eignaraðild útgerðarfélaga ekki verða æskilegri kostur til framtíðar?
Varðandi Evrutenginguna sá Seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson sig knúinn til eftirtalinnar fréttar:
"Seðlabankastjórinn telur ómögulegt fyrir bankann að halda fastgengi við evru, en til að það gangi upp, þyrfti m.a. að beita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda því. Auk þess yrði ríkisstjórnin ávallt að taka mið af jafnvægi gengisins í fjárlögum, og samkomulag þyrfti að ríkja við verkalýðsfélög um launahækkanir. Að þessum skilyrðum uppfylltum væri þó enn ekki hægt að treysta á, að fastgengið myndi ganga eftir, þar sem aðrir óvissuþættir væru enn til staðar."
Þetta eru staðreyndir sem blasa við flestu meðalsnotru fólki um kosti krónuhagkerfisins sem lætur landsmenn njóta ávaxtanna hverju sinni ef þeir haga sér skynsamlega en greiða annars allir sameiginlega í erfiðleikum. Enda íslenskt hagkerfi yfirleitt í öðrum fasa en ástand efnahagsmála í Evrópubandalaginu.
Evrópudellan hefur því vikið frá um stund að minnsta kosti enda brennur það hús sem aldrei fyrr.
Á Íslandi eru því góðar horfur á stöðugleika til næstu framtíðar þar sem þjóðin sá til lands í gjörningaþokunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko