Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021
30.6.2021 | 15:05
Félagskúgun
er fyrirbrigði sem hefur verið við lýði áratugum saman.
Ég man þegar ég var ungur verkamaður varð ég að greiða félagsgjald til Dagsbrúnar hvort sem ég vildi eða ekki. Þannig hefur skylduaðild að verkalýðsfélögum verið við lýði um langan aldur.
Og til þess að geta átt aðild að Lífeyrissjóði Verslunarmanna verðurðu að vera í V.R. Eða svo var manni sagt.
Lögmaðurinn vaski Einar S. Hálfdánarson skrifar um þetta fyrirbrigði í Morgunblaðið í dag.Hann segir:
"Það er allt of algeng skoðun á Íslandi að ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu séu bindandi fyrir visst fólk, sem ekki eru skoðanasystkini lítils minnihlutahóps sem fer mikinn. Ekki alls fyrir löngu flutti ég mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (annað málið sem þar var munnlega flutt gegn Íslandi). Vörður Ólafsson húsasmíðameistari hafði verið skyldaður með lögum til greiðslu félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins. Vörður sætti sig engan veginn við að félagsgjöldin væru notuð til pólitísks áróðurs um ágæti Evrópusambandsins. Vörður hafði sigur og eru málinu oftsinnis gerð skil í erlendum lögfræðigreinum þótt ekki fari nú mikið fyrir því á Íslandi.
Skoðanafrelsi og félagafrelsi
Þannig er mál með vexti að skoðanafrelsi og félagafrelsi eru nátengd hugtök. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu var að, að samanlögðu mati (e. in conjunction with) á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um skoðanafrelsi og félagafrelsi, stæðist gjaldtakan ekki. Ekki þarf lengi að skoða viðkomandi ákvæði til að skilja niðurstöðuna. Á sínum tíma naut ég nokkurs fjárhagslegs tilstyrks félaga iðnmeistara til að ráða erlenda sérfræðinga og ná tilsettum árangri, en kostaði mitt starf að mestu sjálfur og sé ekki eftir því. Mig langaði eðlilega ekkert að Ísland yrði undirselt innlimun í Evrópusambandið, ekki frekar en Vörður.
Raunverulegt félagafrelsi á Íslandi
Ég tel langlíklegast að löngu úrelt lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 standist ekki mannréttindaviðmið nútímans um skoðanafrelsi. Þau fela í sér skylduaðild að stéttarfélögum í raun. Enda eru þeir hér á landi sem ekki kjósa aðild illa settir eða útilokaðir hvað starfsmöguleika varðar. Hjá Mannréttindadómstóli Evrópu er slíkt athæfi margdæmt.
Auglýsingar Alþýðusambands Íslands
Alþýðusamband Íslands hefur að undanförnu slegið um sig með heldur betur greindarlegum auglýsingum. Svo sem það er nóg til. Eva Peron hefði, af allri sinni afburðaþekkingu, sem best getað tekið undir með Drífu Snædal. Nema hvað; á því landi Evrópu sem ber, að öllu samanlögðu, hæstu skattbyrðina er auðvitað nóg til. Og þessar pólitísku auglýsingar eru kostaðar af öllum félögum ASÍ, hvort sem þeim líkar betur eða verr. En hvernig læt ég að hafa slíkar efasemdir?
Aðgerðir til úrbóta
Ég tel réttmætt að meðlimir ASÍ sem ekki vilja láta slíkt yfir sig ganga, líkt og Vörður Ólafsson á sínum tíma, láti mannréttindabrot ASÍ ekki átölulaus. ASÍ-félögum er velkomið að vera í sambandi við mig. Viðkomandi þarf, líkt og Vörður, að vera reiðubúinn að koma fram undir eigin nafni. En þar er hreint ekkert að óttast; woke fólkið er sem sé pappírstígrisdýr. Stalín er ekki lengur hér.
Nú, eða kannski tekur Alþingi af skarið og tryggir lýðræði og lýðræðislega meðferð valds í íslenskum verkalýðsfélögum líkt og Mannréttindasáttmáli Evrópu kveður á um."
Af hverju á ASÍ og félög innan þess að komast upp með það hér eftir sem hingað til að skylda en ekki laða fólk til að greiða félagsgjöld þegar búið er að dæma þessa félagskúgun af?
30.6.2021 | 11:20
Rassaköstin yfir RÚV
eru eignlega makalaus.
Moggi skrifar langan leiðara um yfirsjónir RÚV vegna auglýsingatekna. Það má ekki þetta eða hitt.
RÚV er stórkostleg menningarverðmæti sem geymir óborganlegan arf.Það er leiðinlegt hvernig nokkrir kommar geta magnað upp þennan sífellda ófrið um stofnunina. Það er eins og að í embætti útvarpsstjóra sína Vilhjálmur Þ. Gíslason fór veljist alltaf menn sem ekki geta lægt öldur heldur bara magnað þær.
Er ekkert millispil til sem getur stillt til friðar? Til dæmis með því að skipa Óla Björn Kárason útvarpsstjóra til lengri eða skemmri tíma og senda Helga Seljan á þing í stað hans?
Þessi sífelldu rassaköst yfir RÚV ættu að vera óþörf.
30.6.2021 | 09:36
Um hvað verður kosið?
veltir Óli Björn fyrir sér í Morgunblaðinu í dag:
Nú er stutt stund milli stríða. Þingi lokið en ekki langt í að kosningabaráttan hefjist. Fjarri daglegum skarkala stjórnmálanna gefst tækifæri til að meta verk síðustu ára; hvar og hvernig náðist árangur og hvar ekki. En um leið búa sig undir átök komandi mánaða og ára; ydda hugmyndafræðina og gera nýja verkáætlun.
Markmið mitt í stjórnmálum er einfalt; að hafa áhrif á framtíð samfélagsins með því að hrinda hugsjónum okkar sjálfstæðismanna í framkvæmd. Hljómar einfalt en getur orðið snúið í framkvæmd, ekki síst í ríkisstjórnarsamstarfi við aðra flokka. Þá skiptir skýr stefna og þingstyrkur mestu en einnig hæfileikinn til að koma til móts við ólík sjónarmið án þess að missa sjónar á hugsjónum.
Fyrir stjórnmálamann er mikilvægt að átta sig á því að aðstæður eru mismunandi og það er langt í frá sjálfgefið að þátttaka í ríkisstjórn tryggi brautargengi stefnumála. Þátttaka í ríkisstjórn getur aldrei verið sjálfstætt markmið stjórnmálaflokks, jafnvel þótt einstaka þingmenn láti sig dreyma um frama og vegtyllur. Tilgangurinn er að tryggja framgang hugsjóna og á stundum er árangursríkara að standa utan ríkisstjórnar og fá svigrúm til að vökva ræturnar huga að liðsskipaninni og styrkja baklandið. Stjórnmálaflokkur sem starfað hefur í 92 ár tjaldar ekki til einnar nætur horfir lengra en rétt fram yfir næstu kosningar.
Samkvæmisleikur vonir og væntingar
Í aðdraganda þingkosninga er ekki óeðlilegt að kjósendur velti því fyrir sér hvers konar ríkisstjórn kunni að taka við völdum á komandi kjörtímabili. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en gengið verður að kjörborði og því eru vangaveltur um ríkisstjórn ekki mikið annað en samkvæmisleikur sem endurspeglar vonir og væntingar. Og auðvitað ræður niðurstaða kosninga mestu um hvers konar ríkisstjórn verður mynduð.
Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er um 60% samkvæmt mælingu Gallup. Þetta er margfalt meiri stuðningur en síðustu fjórar ríkisstjórnir þar á undan nutu í aðdraganda kosninga. Það á því ekki að koma á óvart að margir kjósendur telji skynsamlegt að stjórnarflokkarnir endurnýi samstarfið að loknum kosningum. En svo einfalt er þetta ekki.
Þegar málefnasamningur og verkaskipting nýrrar ríkisstjórnar lá fyrir undir lok nóvember 2017, sagði ég í niðurlagi pistils hér í Morgunblaðinu:
Fyrir okkur Sjálfstæðismenn skiptir mestu að störf og stefna nýrrar ríkisstjórnar taki mið af einkunnarorðum flokksins. Að ríkisstjórnin verði ríkisstjórn hins venjulega Íslendings kennarans, sjómannsins, bóndans, iðnaðarmannsins, verkakonunnar, hjúkrunarfræðingsins, litla atvinnurekandans. Að bakbein íslensks samfélags millistéttin skynji að ríkisstjórnin ætlar að standa vörð um lífskjör og sækja fram. Við þurfum að sannfærast um að með þátttöku í ríkisstjórn náum við árangri og höfum tækifæri til að tryggja framgang hugsjóna okkar.
Forsenda þátttöku í ríkisstjórn
Að loknum kosningum í september næstkomandi gildir hið sama og skrifað var fyrir tæpum fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn á góða möguleika á því að setjast niður við samningsborðið við myndun ríkisstjórnar með aukinn þingstyrk og þar með meira bolmagn til að standa tryggan vörð um grunngildi flokksins.
Ein forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í ríkisstjórn er að málefnasamningur og verk ríkisstjórnar, endurspegli skilning á samhengi skatta, ríkisútgjalda, hagvaxtar og velsældar. Að samkeppnishæfni þjóðar ráðist ekki síst af öflugum innviðum, hófsemd í opinberum álögum, greiðu aðgengi að erlendum mörkuðum, skilvirkni í stjórnkerfinu og hagkvæmum ríkisrekstri.
Það þarf ekki mikla innsýn eða skilning á stefnu Sjálfstæðisflokksins til að átta sig á því að flokkurinn getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn sem heldur áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið, kemur í veg fyrir samþættingu og samvinnu sjálfstætt starfandi þjónustuaðila og hins opinbera tekur hagsmuni kerfisins fram yfir hagsmuni sjúkratryggðra (okkar allra) og undirbýr þannig jarðveg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi, sem er eitur í beinum hvers sjálfstæðismanns. Með sama hætti geta þingmenn flokksins ekki réttlætt stuðning við ríkisstjórn sem heldur sjálfstæðum fjölmiðlum í helgreipum, þar sem hagsmunir ríkisfyrirtækis ganga framar öllu öðru. Ríkisrekin fjölmiðlun gengur þvert á hugmyndir hægri manna og grefur undan borgaralegum öflum. Ekki síst þess vegna verður Sjálfstæðisflokkurinn að spyrna við fótum loksins gæti einhver sagt.
Og fleira skiptir máli þegar tekin er afstaða til þess hvort rétt sé að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Uppbygging menntakerfisins er eitt. Skynsamleg og sjálfbær nýting náttúruauðlinda annað. Jákvætt viðhorf til atvinnulífsins er skilyrði. Að gera launafólki kleift að taka með beinum hætti þátt í rekstri fyrirtækja er mikilvægt og byggja þannig fleiri stoðir undir fjárhagslegt sjálfstæði heimilanna, er lykillinn að hjarta sjálfstæðismanna. Og fleira skiptir miklu, en verður ótalið að þessu sinni.
Innan jafnt sem utan ríkisstjórnar er Sjálfstæðisflokkurinn regnhlíf þeirra sem vilja takmarka völd ríkisins, tryggja frelsi borgaranna, standa vörð um öflugt velferðarkerfi og hafa skilning á menningu og sögu lands og þjóðar. Á þessari regnhlíf heldur forysta flokksins með stuðningi þingmanna og almennra flokksmanna. Fá störf eru meira krefjandi kalla á trúmennsku og sannfæringu fyrir hugsjónum. Með þetta í huga verður að ganga til kosninga og spila úr þeim spilum sem kjósendur gefa við kjörborðið."
Óli Björn er Sjálfstæðismaður með stórum staf. Því miður eru of fáir eins skýrir á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar og Óli Björn og mörgum gömlum íhaldsmönnum finnst flokkurinn stundum bera nokkuð af af leið.
Því eru greinar Óla Björns ávallt ferskur andblær til okkar og áminning að flokkurinn er ekki til vegna okkar persónulega heldur finnum við samhljóminn í okkur við sjálfstæðisstefnuna sem hefur ekki verið breytt síðan 1929.
Það geta orðið gæfuskil þjóðarinnar ef menn íhuga með sjálfum sér um hvað í list hins mögulega verður kosið í haust.
30.6.2021 | 09:19
Kjósið Dag B.og
borgið þrefalt lóðarverð miðað við annarsstaðar.
Svo segir í Mogga og ekki lýgur hann:
"Fjárfestar hafa hafið sölu lóða undir íbúðarhúsnæði í nýju hverfi í Vogum en fullbyggt gæti það rúmað um tvö þúsund íbúa. Með því myndi íbúafjöldinn í Vogum ríflega tvöfaldast. Sverrir Pálmason, lögmaður og fasteignasali, er einn þeirra sem standa að verkefninu. Hann segir í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann að þróunin á höfuðborgarsvæðinu hafi skapað tækifæri til uppbyggingar á svæðinu. Lóðarverð á hverja íbúð sé frá þremur milljónum króna sem sé allt að þrefalt lægra en á þéttingarreitum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir vikið verði hægt að bjóða hagkvæmt húsnæði sem henti meðal annars fyrstu kaupendum og eldra fólki sem er að minnka við sig"
Í hvers þágu starfar núverandi meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur?
Látið Pawel Bartoschek reikna það út fyrir ykkur.
Bolli Kristinsson er ekki í vafa um útkomuna enda er hann ekki stærðfræðingur heldur venjulegur kaupmaður með kommonsense.
Kjósið Dag B.sem Borgarstjóra og byggið á þéttingarsvæðunum við Borgarlínuna. Borgið þar þrefalt lóðarverð í húsnæðisverðinu.
29.6.2021 | 16:36
Danska leiðin
er það sem Björn Bjarnason er að velta fyrir sér í grein í dag.
Hann skrifar:
"Danska þingið samþykkti á dögunum lagabreytingu að tillögu jafnaðarmanna um heimild til að senda þá sem leita hælis í Danmörku til dvalar í Afríku á meðan dönsk yfirvöld leggja mat á umsókn þeirra um hæli. Í norska blaðinu Dagens Næringsliv segir að innan norska jafnaðarmannaflokksins, Verkamannaflokksins, sé vilji til að setja reglur um að hælisleitendur séu sendir til lands utan Evrópu á meðan farið er yfir umsóknir þeirra af norskum yfirvöldum.
Nú er stjórnarkreppa í Svíþjóð. Forsætisráðherrann, jafnaðarmaðurinn Stefan Lövfen, sagði af sér mánudaginn 28. júní án þess að boða til aukakosninga. Forseti sænska þingsins tilkynnir í dag (29. júní) hverjum hann veitir umboð til stjórnarmyndunar. Í viðræðum sænskra stjórnmálaleiðtoga ber útlendingamál jafnan hátt. Sænskir jafnaðarmenn kunna að feta í fótspor danskra og norskra flokksbræðra sinna og mæla með því að hælisleitendur dveljist utan Evrópu á meðan tekin er afstaða til umsókna þeirra.
Í breska blaðinu The Times birtist frétt um að breska stjórnin undirbúi breytingar á útlendingalögunum að danskri fyrirmynd: heimilt verði að senda hælisleitendur til búða í öðru landi, hugsanlega í Afríku, á meðan mál þeirra séu til skoðunar hjá breskum yfirvöldum. Fulltrúar bresku ríkisstjórnarinnar hafi rætt við dönsk stjórnvöld um samstarf á þessu sviði og litið sé til Rwanda sem hugsanlegs gistiríkis fyrir hælisleitendur.
Drekkhlaðin tuðra með farandfólk á leið til Bretlands.
Danir einskorða framkvæmd tillagna sinna ekki einvörðungu við Rwanda. Jeppe Kofod, danski utanríkisráðherrann, fer nú til Marokkó til að ræða samstarf um hugsanlega miðstöð fyrir hælisleitendur í landinu, það er í nágrenni strandar Norður-Afríku. Hugmyndir um hælismiðstöð í Eþíópíu urðu að engu vegna ófriðar innan landsins.
Í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 lýsti Kofod Marokkó sem mikilvægu samstarfslandi Evrópu og Danmerkur. Þá reyndu margir farand- og flóttamenn að komast frá Marokkó til Evrópu. Þess vegna væri eðilegt að óska eftir samstarfi við stjórnvöld landsins til að ná tökum á þessum vanda og kveða niður freistingar sem valda honum.
Hér á landi verða oft deilur vegna dvalar hælisleitenda við afgreiðslu umsókna þeirra. Hún getur dregist á langinn. t.d. vegna skorts á samstarfsvilja umsækjandans. Síðan er þeim rökum beitt gegn ákvörðun yfirvalda að viðkomandi hafi dvalist svo lengi í landinu að ómannúðlegt sé að rjúfa ræturnar sem skapast hafi.
Þá varð hér nýlega ágreiningur milli útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um réttarstöðu þeirra sem neita að virða sóttvarnareglur hér og annars staðar og lengja á þann hátt dvöl sína í landinu.
Talsmenn dönsku reglnanna telja að skipulögð ásókn farand- og flóttafólks minnki með framkvæmd þeirra. Bresku ríkisstjórninni er til dæmis mikið í mun að binda enda á hættulegar ferðir þéttsetinna smábáta með ólögmæta innflytjendur til Bretlands hvort heldur yfir Ermarsund eða frá smyglaraskipum sem flytja fólkið í átt að ströndum Bretlands.
Hér er óhjákvæmilegt að fylgjast náið með frumkvæði Dana. Fari nágrannaþjóðir að fordæmi þeirra fjölgar þeim sem sækja um hæli í löndum þar sem sambærilegar reglur gilda ekki. Stjórnendur ólögmætu mannflutninganna eru með fingurinn á púlsinum"
Ég skil þetta mál ekki. Ég las að þeir sem dvelja í Ruanda eða Marokko á hótelum á vegum Dana fái þar annað hvort já eða nei.Fái þeir já þá fá þeir ekki að fara til Danmerkur heldur fái hæli í geymslulandinu.Fái þeir nei séu þeir bara reknir þaðan til síns heima.
Hvernig verður vistin í geymslulandinu? Eru til gamlar teikningar frá Belsen, Dachau eða Buchenwald sem hægt er að byggja eftir og umsækjendur geta fengið til íbúðar? Hvernig útskýrz þau Björn og Mette þetta í framkvæmd?
Sem sagt þá kemur enginn hælisleitandi framar til Danmerkur. Þeir verða í Afríku. Er það rétt skilið?
Er búið að skipuleggja þetta og gera klárt í geymslulöndunum sem ætla að semja við Dani?
Hvernig er þessi Danska leið hennar Mette sem Björn er að velta fyrir sér fyrir okkur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2021 | 08:48
Borgarlínuheilkennið
er Jónasi Elíassyni prófessor viðfangsefni í Morgunblaðinu í dag.
Jónas veltir fyrir sér hvort hægt sé að lækna þráhyggjuna í Borgarstjórnarmeirihlutanum varðandi fjandskap við mislæg gatnamót og Borgarlínuþráhyggjuna.
Jónas skrifar:
"Samtökin ÁS hafa leitt í ljós offjárfestingu í borgarlínuverkefninu sem er að minnsta kosti 40 milljarðar króna umfram faglega þörf. Umframfjárfesting sem skilar engu til farþega, hvorki í þægindum né hraða, en eykur áhættuna við að komast um borð í vagnana. Þetta er hundrað sinnum meira en bragginn frægi og líkast til tíu sinnum meira en Sorpuævintýrið. Í versta falli gæti þetta orðið 80 milljarðar. Og þar við bætist aukin slysahætta. Eigi að síður heldur undirbúningur áfram á fullum krafti. Búið er að benda á hvernig á að gera jafn góða létta borgarlínu á kostnaðarlega viðunandi hátt, en ekkert gerist nema öllum ráðgjöfum er haldið að þungu borgarlínunni með því er virðist ótakmörkuðu fjármagni.
Reykjavík fer á svig við samgöngusáttmálann
Á meðan situr allt annað á hakanum, samgönguráðherra taldi sig búinn að tryggja mislægu gatnamótin Bústaðavegur/Reykjanesbraut 2021, en nei. Því er frestað til 2025, það þarf að gera borgarlínu fyrst. Þessi mótþrói borgarstjórnar gegn mislægum gatnamótum situr jafn djúpt og barnatrúin. Einu rökin gegn þeim eru að þau séu ljót í umhverfinu, en í reynd geta þau verið mjög lík göngubrúnum sem borgarstjórnin er búin að byggja út um allt. Auk þess eru mislæg gatnamót eins og fegurð himinsins miðað við fyrirhugaða borgarlínubrú yfir Elliðaárósa, bara fyrir borgarlínu og enga aðra. Það hafa verið háðar hönnunarsamkeppnir af minna tilefni. Af hverju er þetta verkefni, að hanna umhverfislega viðunandi mislæg gatnamót, ekki sett í slíka samkeppni? Við þessu er ekkert svar nema eitt: Mótþróaröskun hins pólitíska meirihluta í Reykjavík, hún kallast mislæg gatnamótaþrjóska, hvað ætli sá sjúkdómur heiti á latínu? Ætli séu til pillur við honum? En nú fer að sverfa til stáls í þessu. Samkvæmt erlendum mælingum vaxa umferðartafir í Reykjavík hröðum skrefum. Þær eru út af öllum umferðarljósunum sem komin eru í stað mislægu gatnamótanna. Umferðartafir vaxa um leið og Covid-hömlum er aflétt og ferðamenn koma aftur. Meðaltafir, sem voru 13-16%, eru nú komnar upp í 22%. Hámarkstafir á annatíma eru komnar í 60%, það þýðir að 10 mínútna ferð tekur 16 mínútur. Ef fram fer sem horfir fjúka tafirnar upp í 100% þegar í haust. Þá mun það taka klukkutíma að komast frá Breiðholti eða Garðabæ inn á stóra vinnustaðasvæði höfuðborgarsvæðisins, sem er miðborgin, Landspítalinn og Háskóli Íslands.
Samfélagskostnaður vegna umferðartafa er að fara úr böndunum
Þessum auknu umferðartöfum fylgir mikill samfélagslegur kostnaður, 40-50 milljarðar króna á ári. Þetta er það sem mislæga gatnamótaþrjóskan kostar Ísland. Ekki bara íbúa höfuðborgarsvæðisins; sá sem vill fara ofan úr Borgarfirði og til Keflavíkur lendir í þessu líka. Borgaryfirvöld virðast ekki kunna á samfélagslegan kostnað af umferðartöfum. Skýrsla sem þeir birtu um samfélagslegan ávinning af borgarlínu reyndist röng. Sjá grein Ragnars Árnasonar prófessors í Mbl. 16. nóvember 2020. Höfuðviðfangsefni samgöngumála ætti að vera að lækka þennan tafakostnað. Engin sjáanleg merki eru um að slíkt verkefni sé í gangi. Enginn hefur bent á þetta nema ÁS. Sjá (https://samgongurfyriralla.files.wordpress.com/2021/03/ greining-umferdatafa_ebe-032021.pdf).
Alvarlegur galli í stjórnun samgöngumála
Þetta er alvarleg misfella í vinnu opinberra aðila við samgöngumál. Upphæðin sem þarna er um að ræða er 1% af þjóðarframleiðslu. Þetta mun hækka í 2% á örfáum árum nema eitthvað sé að gert. Slík lækkun á þjóðarframleiðslu er alvarlegt efnahagslegt áfall. Borgarstjórn Reykjavíkur er farin að verða of dýr. Ekki bara fyrir Reykjavík heldur allt landið. Þeir sem þurfa að koma vörum til og frá Keflavíkurflugvelli, eða Sundahöfn, lenda í þessu, hvað ætla þeir að gera?
Mislæg gatnamót eru nauðsynlegir innviðir
Ef Reykjavík rankar ekki við sér, rífur sig upp úr borgarlínudraumnum og byrjar að byggja þessi mislægu gatnamót sem reiknað hefur verið með síðan 1965 og allir vissu að þyrftu að koma þarf ríkisstjórnin að grípa inn í og bjarga sínum þjóðvegum frá hruni. Annars geta menn deilt út síldar- og þorskkvóta eins og þeir vilja, og vaxandi umferðartafir í Reykjavík éta það upp jafnóðum. Borgarstjórn Reykjavíkur getur glott út í annað og hugsað mér sér, að því meiri umferðartafir því meiri tekjur af borgarlínu, og ríkið borgar kostnaðinn. Fyrst með beinum framlögum í samgönguáætlun, síðar með tafagjöldum, sjá (https://samgongurfyriralla.com/2021/05/23/ minnisblad-vegna-fundar-medpawel-bartoszek/). En sannleikurinn er sá, að Reykjavík verður fyrsta fórnardýrið í þessari efnahagslegu umferðarkreppu, versnandi hagur þjónustufyrirtækja bitnar fyrst og fremst á Reykjavík. Það eru þau sem halda efnahag hennar uppi, og það er nákvæmlega það sem hún fékk smjörþefinn af í Covid-kreppunni. En þetta sér borgarstjórnin ekki. Hún heldur að með því að ríkissjóður borgi borgarlínu og hún hirði tekjurnar sé hún að skapa fjármagnsflæði sér í hag. Þá er bara ein spurning eftir: Ætla menn að gera eitthvað í þessu eða ekki? "
Samskonar offorsi er beitt gegn Reykjavíkurflugvelli.Meirihlutinn trúir því að hann geti selt landið undir flugvellinum en Ríkið eigi að byggja nýjan flugvöll á sinn kostnað ofan á næsta eldfjalli.
Þessi meirihluti verður ekki frelsaður úr heilkennum sínum með neinum þekktum pillum að lækningaaðferðum. Aðeins kosningarnar eftir ár geta frelsað oss frá illu og Borgarlínuheilkenninu.
28.6.2021 | 09:11
Vatn á virkjunina!
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Íhaldsins og þar af einn af þeim fáu með fullu viti í þeim hópi, skrifar góða grein um Árbæjarstöðina í Mogga.
Hann endar hana svona:
"..Ég tel því að engin rök hafi staðið til þess að hleypa úr lóninu og að aðgerð OR hafi auk þess verið ólögmæt og gerræðisleg framkvæmd án samráðs við yfirvöld eða íbúa. Eftir stendur svæðið eins og flakandi sár og horfa vegfarendur yfir beran leirinn ofan í þær fleyguðu og sprengdu vatnsrásir sem gerðar voru á sínum tíma til að koma vatni ofan af Breiðunni sem áður var aðalhluti lónsins.
Fuglalíf ofan við stífluna er nú nánast ekkert í stað þess sem áður var en þá var lónið fullt af fjölbreyttu fuglalífi. Öllum þeim sem fara á svæðið í dag og kynna sér ástand þess og bera það saman við myndir af því lóni sem þar var áður, má vera ljóst að unnið hefur verið skemmdarverk á svæðinu með því að hleypa úr lóninu.
Ég er þeirrar skoðunar að það eigi án tafar að leiðrétta þá ólögmætu framkvæmd að tæma Árbæjarlónið og að yfirborði lónsins verði aftur komið í það horf sem það á að vera samkvæmt deiliskipulagi og það hefur verið í meira en hundrað ár. Í framhaldi verði það skoðað í samræmi við lög og í samráði við íbúa í aðliggjandi hverfum og aðra Reykvíkinga svo og þá hagsmunahópa sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu, þ.á.m. stangveiðimenn, Hollvinasamtök Elliðaárdals, Íbúasamtök, náttúruvernd, Hafrannsóknastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hver eigi að vera næstu skref varðandi mótun svæðisins til framtíðar.
Ég tel jafnframt að framkvæmdin eigi að eiga sér stað undir stjórn Reykjavíkurborgar sem eiganda svæðisins en ekki Orkuveitu Reykjavíkur enda eru skipulagsmál sem þessi langt utan verksviðs Orkuveitunnar, þ.e. að móta umhverfi Reykvíkinga og sýsla með skipulagsmál íbúa.
Eftir Björn Gíslason "
Furðufuglinn sem kallar sig Vagn sendir þessa skýringu, hvaðan sem hann hefur nú hana:
""Rafmagnsframleiðslu var hætt í gömlu Rafstöðinni við Elliðaár árið 2014 eftir að aðfallspípa stöðvarinnar hafði ítrekað bilað. Hún er metin ónýt. Í tengslum við undirbúning OR að fyrirhugaðri sögu- og tæknisýningu í dalnum var skoðað hvort hagkvæmt væri að halda áfram raforkuvinnslu í stöðinni í nýrri aflvél sem komið væri fyrir neðanjarðar við hlið Elliðaárstöðvarinnar. Hún yrði sjálfvirk en raforkuvinnsla með upphaflegu vélunum, sem voru teknar í notkun 1921, var dýr og verð rafmagns frá stöðinni stóðst ekki samkeppni á markaði. Hugmyndir um nýja aflvél höfðu verið kynntar stjórnvöldum og fleiri.
Frekari könnun og forhönnun á vinnslunni leiddi í ljós að orkuvinnsla í ánum, með þeim eðlilegu umhverfiskröfum sem til hennar á að gera, myndi ekki svara kostnaði. Þess vegna hefur OR ákveðið að setja hugmyndirnar til hliðar en einbeita sér að undirbúningi sögu- og tæknisýningar þar sem hin merku mannvirki tengd þessari fyrstu virkjun Reykvíkinga verða gerð almenningi aðgengilegri. Unnið hefur verið að hönnun hennar með sigurvegurum í samkeppni sem haldin var snemma árs 2019."
Ég vissi um að gamla pípan var ónýt og að það myndi þurfa nýa. En ég vissi ekki að það væri ekki hægt að starta gömlu vélunum sem ég efast um að sé rétt.Bjarni Bjarnason getur útskýrt þann þátt betur en Vagn.
En Það eru aðrar eins vitleysur gerðar en að taka þetta í einhvern rekstur aftur með fullu lóni, fuglalífi og laxagegnd.
Bráðum fer þessi vitlausi meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur frá og endurnýjað lónið er ágætt kosningamál.
Vatn á virkjunina sem verður eftirsóttur ferðmannastaður.
27.6.2021 | 21:01
Elliðaárstöðin
er 100 ára.
Hún var auglýst til sýnis í útvarpi í hádeginu. Ég mætti kl 5 en auðvitað var allt harðlæst.
Dagur B. dillaði sér í sjónvarpinu um kvöldið eins og hann væri höfundurinn að þessu öllu saman og mér skildist hérumbil að hefði líklega fundið upp rafmagnið líka.
Elliðaárstíflan er tóm, aðfærslupípan farin og heilleg stöðin kyrrstæð
Er það virkilega svo dýrt að láta þetta vera bara í gangi og leyfa fólki aðgang að þessu tímamótamannvirki frekar en að hafa Dag B. til sýnis með hundrað manna aðstoðarliði í Ráðhúsi Reykjavíkur, hossandi sér í afkáralistasýningum í Hafnarhúsinu og árlegum endurmalbikunum gatnakerfisins með tilheyrandi svifryksframleiðslu í stað steyptra slitlaga sem eru laus við slíkt, fækkun bílastæða fyrir borgarana og bensínstöðva fyrir bílana, Borgarlínunni og engrar Sundabrautar?
Hvað segir Bjarni Bjarnason um hvað þetta kosti að hafa bara Elliðaárstöðina í gangi eins og hún var lengst af?
27.6.2021 | 11:28
Hrunið á húsinu í Florida
var hræðilegt að horfa á.
Ég var að horfa á myndirnar í sjónvarpinu.Á þeim hluta hússins sem eftir stendur virðist allur útveggurinn standa á þremur pinnasúlum. Hafi byggingin verið samhverf þá hafa samskonar pinnasúlur verið undir útveggnum á hlutanum sem hrundi.
Þungur vörubíll sem æki á eina af súlunum gæti brotið hana. Afleiðingin er óhjákvæmileg skelfing.
Ég var alla mína verkfræðitilveru skíthræddur við að láta heilu mannvirkin velta á einum þætti. Ameríkaninn hefur boðorðið "Fail Safe" yfirleitt í huga sem er hollt að minnast.
Enginn veit enn hvað olli hruninu á húsinu í Miami í Florida.
26.6.2021 | 21:24
Pírataspiling
ld Pírata 2014-2020 (ásamt áætlun fyrir 2021) bráðabirgðatölur áætlun 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Innkoma Framlag frá ríkissjóði 15,883,711 15,479,575 36,395,346 57,445,594 69,465,704 70,495,186 72,491,258 75,516,317
Félagsgjöld og styrkir 650,156 1,353,035 9,196,376 9,856,738 2,111,158 419,850 1,748,145 7,500,000 Aðrar tekjur (leiga, varningur, ofl.) 0 0 750,292 59,528 4,000 0 0
Rekstur Laun, launatengdur kostnaður og aðkeypt þjónusta -4,960,362 -312,900 -12,171,571 -25,502,649 -43,096,321 -43,858,987 -32,137,610 - þar af laun og launatengd gjöld -4,915,182 0 -6,245,644 -12,850,826 -19,958,271 -40,612,865 -29,298,949 - þar af aðkeypt þjónusta vegna kosningavinnu 0 0 -5,141,306 -9,502,152 -19,066,961 0 0 -
þar af, önnur aðkeypt þjónusta -45,180 -312,900 -784,621 -3,149,671 -4,071,089 -3,246,122 -2,838,661 Annar starfsmannakostnaður (bílastyrkir, námskeið o.þ.h.) 0 0 0 0 -68,221 -376,352 0 Sími og póstburðargjöld -266130 -53434 -714394 -1508817 -702050 -585538 0 Samtals rekstur ársins m/ kosningum -82,920,000 Ritföng, pappír og prentun -133,755 -145,123 -785,512 -269,634 -161,718 -281,435 -3,234,003 Bækur og fagtímarit -659 0 -8,221 -23,503 -33,153 -146,678 0
Auglýsingar og kynningarkostnaður -357,066 -1,175,518 -9,096,735 -6,339,608 -10,729,900 -1,051,132 -2,085,731 - þar af vegna kosningavinnu -183,501 0 -7,942,931 -5,831,741 -10,489,240 0 0 Rekstur tölvukerfis, hugbúnaður og tækni -238,379 -1,368,354 -1269283 -1510771 -2113937 -4311055 -5,009,285 - þar af tækjakaup -14,632 -986,782 -146,789 -798,865 -499,430 -2,067,416 -1,848,758 Húsaleiga/salarleiga -1,353,475 -4,352,650 -5,048,707 -6,513,692 -5,569,319 -6,255,793 -5,613,733 - þar af vegna kosningavinnu -599,000 0 -1,081,759 -63,600 -722,110 0 0
Viðhald og rekstur húsnæðis -3,947 -415,592 -1,072,276 -1,401,807 -2,610,697 -2,140,992 -1,982,040
Gjaldfærð húsgögn/húsbúnaður 0 0 0 0 -1,583,601 -110,211 0 Aðkeyptur akstur og bílastæðagjöld 0 -32,001 0 -98,726 -88,316 -92,880 0 Fundarkostnaður -707,428 -1,082,361 -3,312,386 -1,744,509 -2,981,726 -1,924,135 -1,069,399 - þar af vegna kosningavöku -241,154 0 -1,364,306 -693,111 -633,855 0 0 Bílaleiga 0 0 0 0 -803,483 0 0 Ferðakostnaður -65,812 -314,068 -1,865,771 -241,388 -527,756 -642,258 -170,852 Leyfisgjöld/árgjald fyrir erlent samstarf 0 0 -28,000 -20,500 0 -127,692 0 Gjafir og styrkir 0 0 -306000 -55440 -23250 -112880 0
Bókhald og reikningsskil, kostnaður -256,182 -312,395 -506,711 -781,976 -1,491,115 -1,369,252 0 Endurskoðun og reikningsskil samstæðu, kostnaður 0 -329,508 -329,460 -397,582 0 -250,046 0
Lögfræðikostnaður 0 0 0 -77,800 0 0 0 Fjármagn til aðildarfélaga Reykjavíkurkjördæmi 0 0 -138,152 0 -1,500,000 0 0 -800000 Norðvesturkjördæmi 0 0 -570,000 -940,000 -2,400,000 -400,000 0 -2,800,000 - Píratar í Borgarbyggð 0 0 -4,096 0 0 0 0 0 - Píratar á Grundarfirði 0 0 0 0 -100,000 0 0 0 Norðausturkjördæmi 0 0 -540,000 -564,760 -910,000 -528,103 0 -2,435,000 - Píratar á Austurlandi 0 0 -10,565 0 0 0 0 0 Suðurkjördæmi 0 0 0 0 0 0 0 0 - Píratar í Reykjanesbæ 0 0 0 0 -1,654,000 -860,000 0 -3,500,000 - Píratar á Suðurlandi 0 0 -25,000 -774,721 -930,000 0 0 0 - Píratar á Suðurnesjum 0 0 0 -60,900 0 0 0 0 Suðvesturkjördæmi 0 0 0 0 0 0 -1,500,000 0 - Píratar í Hafnarfirði 0 0 0 0 -1,200,000 0 0 -2,885,000 - Píratar í Mosfellsbæ 0 0 0 0 -1,000,000 0 0 0.00 - Píratar í Kópavogi 0 0 0 0 0 -400,000 0 0.00 Ungir Píratar 0 0 -50,000 -356,586 -50,000 -502,554 -500,000 0.00
Samtals til aðildarfélaga 0 0 -1,337,813 -2,696,967 -9,744,000 -2,690,657 -1,545,880 -12,420,000
Þeir borga sjálfum sér út helming ríkisstyrksins sem laun. Þeir virðast svo bara leggja fyrir af afganginum.
Þetta virðist bara vera góður bísness einhverra að reka svona Pírataflokk.
Nei af og frá er þetta einhvera Pírataspilling?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko