Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2022

Og Rússar neita.

Er ekki Pútín verðugur jafnoki Hitlers?

Ætlar hann að segja að þessar ljósmyndir séu lygi?

Það þarf ósvífni til að neita.


Ég verð hataðasti maður heims!

ef mér mistekst er Adolf Hitler sagður hafa sagt eitt sinn í spjalli um stefnu sína.

Honum mistókst.

Skyldi Pútín leiða huga sinn að svipuðum nótum?

Er líklegt að margir verði til að réttlæta árás hans í Úkraínu þegar vitleysunni lýkur?

Atferli beggja er svipað þó Pútín hafi ekki byggt sínar útrýmingarbúðir fyrir endalausn Úkraínudeilunnar.

Hversu lengi verður haldið út þarna austurfrá?

Er virkilega engin lausn í sjónmáli?


Bara setja í stokk

alla umferð á Miklubraut og Sæbraut og byggja svo blokkir ofan á stokknum.Lóðirnar borga stokkinn segja menn.

Þannig komast fleri íbúar í nánd við Miklatún og Sæbrautarfjöru.

Hvernig verða þessir stokkar?

Sjá menn fyrir sér þversnið með 2 akreinar í tvær áttir?

Þurfa menn ekki að hugsa hvað gerist ef árekstur verður eða eldsvoði í svona mannvirki. Hlýtur þetta ekki að kalla á 3. akreinina í hvora átt.

Og dygði hún?

Þarf ekki neyðarbíll að komast framhjá slysstað? 3. akrein plús eitt neyðarspor?

Svo koma vandamál við reykræstingu. Og auðvitað stöðuga loftræsingu  inn og út úr stokknum.

Munu ekki þurfa beygjuakreinar að og frá svona stokkum?

Höfum við hugsað málið til enda?

Hver er kostnaðurinn og hverjar eru tekjurnar af lóðasölunni ofan á stokknnum?


Mergurinn málsins

deilunnar um keisarans skegg kemur fram í grein :Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings sem áður hefur komið íslenskri þjóð til bjargar í vanda með undirskriftunum um varið land.

Nú skrifar Þorsteinn um það ágreiningsefni í trúarbrögðum um það hvort heimurinn sé að hlýna af mannavöldum eða ekki.

Þorsteinn skrifar í dag:

" Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hlýnun jarðar og þær ráðstafanir sem Íslendingar eigi að gera til að draga úr losun koldíoxíðs. Þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru af stjórnvöldum munu verða mjög kostnaðarsamar og hafa veruleg áhrif í virkjunar- og umhverfismálum.

Spurningin er hvort þessi stefna stjórnvalda sé réttlætanleg. Um 90% af orkunotkun Íslendinga styðst við endurnýjanlega orkugjafa.

Það er því ekki við Íslendinga að sakast ef koldíoxíð í andrúmsloftinu er farið að hafa áhrif á loftslagið. Þeir eru á grænni grein.

Aðrar þjóðir eru hinir eiginlegu sökudólgar, og þeim ber að hafa forgöngu um aðgerðir.

Margar þjóðir eiga þarna hlut að máli, en mest er ábyrgð Kína, sem reiðir sig mjög á kolaorku. Úr henni fá Kínverjar um 1.000 gígavött, og kolaorkuverum í Kína fjölgar stöðugt.

Árið 2020 bættist 41 gígavatt við kolaorkuframleiðslu Kínverja, og árið 2021 var lagður grunnur að orkuverum sem framleiða munu 33 gígavött til viðbótar.

Jafnframt gáfu kínversk stjórnvöld til kynna að þau myndu ekki geta staðið við fyrri áætlanir um að minnka losun koldíoxíðs þar sem atvinnulífið yrði að reiða sig svo mjög á brennslu kola.

Til samanburðar skal bent á að heildarorkunotkun á Íslandi er aðeins þrjú gígavött, þ.e. minna en tíundi hluti af árlegri aukningu kolaorku í Kína. Það er því algjör barnaskapur og sjálfsblekking að ímynda sér að ráðstafanir Íslendinga skipti einhverju máli.

Áhersla íslenskra stjórnvalda á orkuskipti í vegasamgöngum með fjölgun rafmagnsbíla er sömuleiðis vafasöm. Þar er aðeins um að ræða lítið brot af fyrrnefndum þremur gígavöttum, auk þess sem framleiðsla bílrafgeyma og förgun þeirra vekur alvarlegar spurningar af umhverfisástæðum.

Sett hafa verið metnaðarfull alþjóðleg markmið til að takmarka hitastigshækkun á jörðu.

Ekkert bendir til þess að þeim markmiðum verði náð. Því ættu menn fremur að búa sig undir þá hlýnun sem í vændum er.

Hinn þekkti stjörnufræðingur Fred Hoyle sagði á sínum tíma að ef hlýnunin væri af mannavöldum mætti líta á hana sem jákvætt skref, því að hún gæti bjargað mannkyninu frá ísöld sem annars væri líkleg að hans mati.

Hvort sem menn eru sammála Hoyle eða ekki er þetta umhugsunarvert. "

(Leturbreytingar og málsgreinaskiptingar eru bloggarans)

þorsteinn spyr hvort við Íslendingar lifum í barnaskap eða sjálfsblekkingu í loftslagsmálum?.

Það verðu vart hjá því komist að taka undir þá spurningu þegar menn skoða málflutning forsætisráðherra ríkistjórnar Íslands.

Annað hvort hlýtur að vera í forgrunni.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband