9.9.2019 | 14:04
McArthur
hershöfðingi var hugsanlega ekki maður margra orða og átti því á brattan að sækja gegn Truman.
Hann sagði þó þetta:
"An old soldier never dies, he just fades away". Gamall hermaður deyr aldrei, hann bara hverfur sýn.
Ég er stundum að hugsa það í seinni tíð hversu lífseigur Sjálfstæðisflokkurinn sé. Gamall flokksmaður virðist seint deyja. Hann bara hverfur sýn.
Þar við bætist að hinir flokkarnir eru svo hræðilegir að gamall Sjálfstæðismaður getur seint fengið sig til að kjósa neinn af þeim. Björn Leví, Þórhildur Sunna, Inga Sæland? Herre Gud!
Flokkurinn fer langt á þeirri staðreynd einni saman. Jafnvel þó að einhverjir hafi látið sig hafa það eftir tilmæli að ofan að hafa kosið kratana einhvern tímann í gamla daga til að bjarga viðreisnarstjórninni.
Í þessu skjóli getur forystan skákað lengi vel og jafnvel trúað því að hún sé sjálfkjörin vegna eigin ágætis og verka sinna!
McArthur var ekki alvitlaus þó Truman fyndist það.
9.9.2019 | 12:35
Atlaga Lilju að RÚV
í því skyni að koma ríkispeningum til kommanna á Kjarnanum í fallíttið hjá þeim er furðuleg.
Af hverju eru auglýsingatekjur RÚV þriðjungur af tekjum þess? Af því að fólkið og athafnalífið velur að auglýsa í þeim góða miðli sem RÚV er. Eini svarti bletturinn á þeirri góðu stofnun er fréttastofan sem virðist ekki geta haldið sig innan ramma hlutleysis og er því sífellt pólitískt bitbein.Ef ekki væri fyrir hlutdrægni fréttastofunnar þá væri engin óeining um stofnunina og markaðurinn myndi sjá sjálfur um hvar auglýst sé.
Þ:að er bjögun á markaðnum ef ríkið ætlar að fara að útdeila styrkjum af almannafé til að bjarga einhverjum pólitískum sérvitringum eins og Kjarnanum, Stundinni og þvílíkum fyrirbrigðum. Það er nær að minnka ríkismeðgjöfina og auka auglýsingaöflunina.
Á ég að fara að búa til einhvern styrkhæfan miðil úr Sámi fóstra (www.samurfostri.is)til þess að reyna að krækja í styrki frá Lilju? Sámur fóstri hefur aldrei komið út nema auglýsingar hafi fengist fyrst á frjálsum markaði, sem er ekki auðvelt verk mega allir vita.
Af hverju ætti ríkið að borga tap af þessu útgáfubrölti mínu. Hversvegna eiga kommarnir að fá ríkisstyrki fyrir sitt útgáfusport? Hafa þeir eitthvað svona miklu merkilegra erindi heldur en ég?
Það er fáránlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði með ofbeldi sem er aðeins afturganga gamalla Framsóknar-og SÍS-tíma. Af hverju er ekki markaðurinn látinn í friði?
Atlaga Lilju að RÚV er tímaskekkja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2019 | 09:03
Föstum tökum
verða málin tekin vegna 1.6 milljarða framúrkeyrslu Sorpu að því að aðaleigandinn Reykjavíkurborg tjáir skattgreiðendum. En auðvitað ber enginn ábyrgð á þessari vanáætlun frekar en öðrum í rekstrinum þegar vinstri menn eiga í hlut.
Hjá þessari framúrkeyrslu bliknar jafnvel bragginn góði.
Það er hinsvegar meira áhyggjuefni að menn töldu ekki fært vegna kostnaðar að setja upp sorpbrennslustöð að danskri fyrirmynd þar sem sorpinu er breytt í orku.
1.6 milljarður hefði verið góð byrjun á því að taka sorpmálin föstum tökum í stað hálfkáks.
8.9.2019 | 12:12
Silfrið
var á sínum stað án Egils.
Svartnætti afturhaldsins blasti við í máli Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur. Hún sagði umferðarmálið óleysanlegt. En allar lausnir yrðu að miðast við meiri almenningssamgöngur og fækkun bíla.
Tæknilausnir eins og ljósastýring væru ekki á dagskrá heldur Borgarlína. Helga Vala heimtaði stóraukin ríkisframlög til umferðar í Reykjavík.
Enginn minntist á að ríkið er nýbúið að dæla milljörðum í umferðarmál í Reykjavík til að efla almenningssamgöngur án þess að hlutur þeirra í umferðinni hafi aukist nokkurn hlut.
Helga Vala taldi að það skipti öllu máli að strætó kæmi á 5 mínútna fresti en ekki fimmtán mínútna fresti. Þetta er auðvitað út í hött þar sem þetta tekur ekki á málefnum einkabílsins sem fólkið hefur kosið sér og yfirvöldum ber að leysa án undanbragða. Í Orlando ferðast milljón manns um stór svæði um mislæg gatnamót. Umferðin gengur án tafa og streymir dag og nótt.
Helga Vala í baksýnisspeglinum.
Á Kúbu má maður fara að næsta kyrrstæða bíl við umferðarljós til dæmis og setjast inn í hann. Bílstjórinn er skyldugur að stoppa og hleypa þér út þegar þú óskar án frekari skýringa. Þessu vilja vinstri menn koma hér á.Allt nema að greiða fyrir umferð einkabíla
Fyrr en afturhaldið verður kosið frá í Reykjavík mun umferðarvandamálið aðeins versna. Það sannaði málflutningur fulltrúa Píratanna í Borgarstjórn Sigurborgar Óskar í Silfrinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2019 | 11:54
Ótíðindi
eru endurkoma hergagnabraskarans skinheilaga sem skreytir sig með fínum nöfnum eftir hentugleika, Roosewelt eða Ballarin.
Að hún ætli að leiða nýjar flughörmungar yfir Ísland með því að vekja upp hræið af WOW Air mun í besta falli leiða til þess að við Íslendingar búum við meiri hörmungar í flugmálum framtíðarinnar en Skúla Mogensen tókst að kalla yfir okkur á starfstíma sínum sem kostaði okkur víst 2000 kall á hvern einasta farþega sem Skúli flutti. Meiri ógæfa ofan á þegar orðna ógæfu.
Við Íslendingar megum þakka fyrir að halda þó einu starfshæfu farþegaflugfélagi um þessar mundir sem þó vissulega stendur á brauðfótunum einum. Framtíðin er hinsvegar allt annað en björt í flugmálum við þessi ótíðindi.
7.9.2019 | 16:14
Jafnræðisregla?
á hún ekki að gilda sem víðast í viðskiptum?
Ég átti tal við fornvin minn Bjarna Kristinsson á Brautarhóli í Reykholti í Biskupstungum. Hann rekur þar verzlun fyrir almenning í uppsveitunum.
Hann sagði mér sögu af frönskum ferðamönnum sem hefðu fyllt stórt ker af íslenzkum góðostum til að taka með sér. En hjá mér sem aðeins þekkti þrjár ostategundir í uppvexti mínum, mýglon, kjúku og mysuost, er framförin í íslenskri ostagerð lyginni líkust. Ef franskir kaupa okkar osta þá er eitthvað við þá.
En svo spurðu ferðamennirnir Bjarna: Hvar er rauðvínið sem við þurfum með þessu?
Bjarni sagðist hafa orðið að segja þeim að þeir þyrftu að keyra út á Flúðir til að komast í ríkið.
Af hverju er bara áfengisútsala þar við hliðina á gamla kaupfélaginu en engin fyrir okkur vestan Hvítár? Er þetta jafnræðisreglan í framkvæmd spurði Bjarni?
Undir þetta má taka með Bjarna. Þarna í Reykholti í Bjarnabúð er útbú Landsbankans sem ég veit ekki hversu nauðsynlegt er á seinni tímum rafrænna bankaviðskipta. Ég held að rauðvínssala væri nær lagi í húsnæðinu og myndi þjóna eigendum Landsbankans þarna í kring mun betur.
En sjálfsagt má ekki minnast á jafnræðisregluna eða þjónustu við almenning þegar kaupfélagavaldið gamla er annars vegar.
7.9.2019 | 12:43
Sjallaball
er nú boðað af glæsibrag með afslætti ef miðinn er keyptur strax.
Ekkert er betra en að drekka saman þær sprungur sem geta hafa myndast milli manna.
Vonandi fjölmenna allir þeir 5000 sem skrifuðu eða skrifuðu ekki undir beiðni til flokksforystunnar um atkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann og drekki í sig hugsjónaeld um sjálfstæði, lýðræði og skoðanafrelsi sem Sjálfstæðisflokkurinn er grundvallaður á síðan 1929.
Ég tel því miður að ég sé orðinn heldur gamall til þess að mæta á svona hóf eins og hann Skúli gamli á Móeiðarhvoli sem mér var sagt af Þráni Valdimarssyni orti víst svona við svipað tilefni:
"Ég held ég láti hófið bíða
og hugsi ekki um þetta skrall
ég er hættur að dansa, drekka og ....
djöfulinn á ég að gera á ball?"
Ólsarar voru sagðir mæta á böll í næsta plássi bara til að jafna um gúlana á þeim sem þeim líkaði miður við.Maður hefur heldur enga döngun né löngun til slíks svo maður verður víst að vera afsakaður þess vegna líka.
En þetta verður án efa flott Sjallaball.
7.9.2019 | 12:29
Bólusetningu gegn hlaupabólu
er það sem þú verður að fá þér sagði vinur minn "Jungle" Jim Shier listamaður við mig skömmu áður en hann framdi sjálfsmorð örmagna af þjáningum af völdum ristils sem hann sagði að hefði eyðilagt líf sitt. Ég er ekki farinn enn en hugleiði að fara í minningu vinar míns.
Það er skelfilegt að vita til þess að til eru foreldrar sem eru svo heimskir að skjóta börnum sínum undan bólusetningum vegna hindurvitna. Þessi börn eru svo send á leikskóla þar sem hættan margfaldast.
Bólusetning gegn hlaupabólu getur bjargað heilsu og lífi.
5.9.2019 | 17:07
Gleymda stríðið
hans Assads Sýrlandsböðuls hefur engan enda tekið. Iran og Rússland sjá um að halda þessum Shíta-mannvini og augnlækni við völd. Sunnar eru ofsóttir með velvilja Pútíns og Assad ríkir yfir myndarlegum rústahaug eins og Hitler í stríðslokin 1945.
Þjóðfrelsarinn ríkir stoltur yfir rétttrúnaðarríki Shíta í boði Pútín. Við Íslendingar eigum að taka við flóttamönnum frá þessu ríki hans og veita þessu valmenni aðstoð í gegn um S.Þ. og loftslagsmálin.
Þjáningum Sýrlendinga er hvergi lokið þó við séum búin að gleyma Sýrlandsstríðinu.
5.9.2019 | 11:36
Poor Boris Johnson
"But Mr. Johnson was upstaged on Thursday by a member of his own family: His younger brother Jo Johnson resigned from Parliament, saying he was giving up his seat because he was torn between family loyalty and the national interest.
Aumingja Boris er lentur í fjölskylduharmleik ofan á allt annað.
Hvað skyldi Theresa vera að bralla. Varla situr hún á friðstóli bak við tjöldin.
Aumingja Boris, hann á ekki sjö dagana sæla.
4.9.2019 | 20:21
Heimsókn Pence
var þjóðinni til sóma að mestu leyti.
Sérlega fannst mér Katrin Jakobsdóttir standa sig vel í að taka á móti varaforsetanum. Vel klædd og glæsileg og flugmælsk á enska tungu var hún þjóðinni til sóma við þetta tækifæri.
Móttakan í Höfða var glæsileg í heildina litið.
Eina stílbrotið var þegar umferðarsérfræðingurinn hjólríðandi úr Borgarstjórninni stillti sér upp með prúðbúnum varaforseta Bandaríkjanna, flakandi í hálsinn eins og venjuleg íslensk tötrughypja og niðuráviðsnobbari sem opinberaði fákunnáttu sína í almennum mannasiðum og uppeldisleysi með þessum hætti.
Ég virkilega fyrirvarð mig fyrir hönd þjóðarinnar yfir dónaskap Borgarfulltrúans við þetta tækifæri sem auglýsti greindarskort sinn með þessum hætti. Ekki var mikil prýði að honum þennan dag né heldur hinum kommatittunum á Austurvelli með Báru Klaustursnjósnara Halldórsdóttur í broddi fylkingar undir kynvillufánanum sem þetta fólk heldur líklega að trufli Mike Pence eitthvað sérstaklega umfram Angelu Merkel.
Gulli utanríkis flutti sitt mál mjög vel og ekki var nein skömm að honum né að forsetanum Guðna Th.. Flestir aðrir viðstaddir, utan Borgarstjórnarinnar, lögðu sitt af mörkum til að halda uppi reisn landsins og kunnáttu í almennum mannasiðum.
Skipulag allt var greinilega með vel útfærðum hætti.
Þessi heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna varð okkur Íslendingum í heildina tekið til sóma.
3.9.2019 | 17:48
Meira EEXIT
Sem vænta mátti af Birni Bjarnasyni er hann helfrosinn í þeirri trú sinni að EES samningurinn sé alfa og ómega allrar framtíðar Íslendinga.
Hann hefur auðvitað engin rök fyrir því að svo sé né því að það sé sérstök einangrunarhyggja að efast um þessa kennisetningu. Hvað þá að samningurinn sé umhverfismál eins og nú heyrist frá Viðreisn.
Björn Bjarnason skrifar svo í dag:
"Með hliðsjón af klassískri stefnu Sjálfstæðisflokksins og baráttu hans fyrir að opna aðgang Íslendinga að alþjóðamörkuðum, losna við höft á gjaldeyri og verðlagi og auka svigrúm og réttindi borgaranna á öllum sviðum er hreint öfugmæli að grafa undan aðild Íslendinga að EES eins og gert hefur verið með áróðrinum gegn þriðja orkupakkanum."
Auðvitað er það stefna Sjálfstæðisflokksins að opna aðgang að mörkuðum. En það er ekki sama og að samþykkja að það sé bara ein leið að því markmiði.Hver segir að það leiði til gjaldeyrishafta eins og nú eru uppi á teningnum í Argentínu, að færa sig frá þessum EES samningi?. Viðskipti við þetta tollasvæði eru góð og geta alveg gengið fyrir sig án þessa boðvalds yfir lífsháttum og hegðun Íslendinga í stóru og smáu. Hvað höfum við að gera við slíka skerðingar á fullveldi okkar? Treystum við okkar dómsvaldi eða framkvæmdavaldi meira en svo að við verðum að geta skotið malum til konungs eins og var á þjóðveldisöld.
EES svæðið er að skreppa saman um 15 % með útgöngu Breta. Hvernig geta Bretar hugsað sér að að kveðja þetta efnahagssvæði? Vagna þess að heimurinn er stærri fyrir utan það. Gildir það lögmál ekki líka fyrir Íslendinga sem eru eyþjóðeins og Bretar með eigin auðlindir?
Íslendingar þurf að losna úr faðmlagi EES samningsins sem er að færa okkur vandamál á hverjum degi og gera okkur lífið erfiðara og dýrara en það myndi verða með tvíhliða samningum við þetta 400 milljóna tollabandalag sem er í hagrænni afturför meðan afgangurinn af heiminum sækir fram til frjálsra viðskipta laus við þær framandi þvinganir sem þetta bandalag leggur á frjálsborið fólk eins og okkur.
Vörumst það að tyggja upp gagnrýnislaust eftir ráðamönnum að EES sé forsenda frelsis okkar í viðskiptum. Það er ekki svo. Heimurinn er miklu stærri en þetta litla svæði í Evrópu.
Við þurfum að ræða EEXIT í alvöru útfrá þeim göllum sem samningnum hafa fylgt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 3421142
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko