Leita í fréttum mbl.is

Hvað vill fólk?

í 194 löndum þegar 7 milljónir eru spurðar um áhyggjuefni sín?

Loftslagsáhyggjur eru neðstar á dagskrá.

According to the UN’s MyWorld poll of seven million people in 194 countries, out of the sixteen possibilities climate action came out … wait for it … dead last.

Páll Vilhjálmsson bendir á þessa síðu um falskar heimsendaspár:https://wattsupwiththat.com/2021/10/16/failed-serial-doomcasters/

En væntanleg ríkisstjórn á Íslandi hefur röðina öfuga.Fólkið hennar  á að hafa mestar áhyggjur af loftslagsváni og okkar leiðtogar bíða eftir að fá að skattleggja okkur í þágu þessa draugagangs hinna fjörtíuþúsund fífla AlGore frá París.

 


Slitlög á götum

innanbæjar eru mest gerð úr malbiki. Misþykku og úr mismörgum lögum. Nýlokið er ráðstefnu um malbikun gatna. 

Ending á þeim er misjöfn. Þó sýnist manni að það þurfi gjarnan að endurmalbika á hverjum áratug eða oftar.

Það var einu sinni bæjarstjóri í Kópavogi sem hét dr. Gunnar Ingi Birgisson. Hann hafði verið vegaverktaki og kunni flest þaraðlútandi. Hann hafði kjark til að láta steypa 14 cm slitlög í Kópavogi þvert ofan í venjuleg 22 cm.sem verið höfðu notuð. Þessi þunnu slitlög voru ekki dýrari en malbik nema síður væri.

Menn geta horft á þessi slitlög núna á Fífuhvammsvegi til vesturs frá Smáralind og svo upp Smárahvammsveg. Steyptu lögin eru auðþekkt frá malbiki vegna þversagaðra raufa á 10 metra fresti.

Hver er munurinn á þeim og malbiki?

Á steyptu lögunum sem eru aðeins 14 cm þykk sést varla nokkuð slit eftir aldarfjórðungs þunga umferð. Malbikið endist greinilega mun skemur.

Einu skaðarnir á steypunni eru sprungur hér og hvar á yfirborði vegna þess að undirlagið var ekki nógu gott því steypa þolir ekki tog, bara þrýsting. En ekkert hefur þurft að eiga við neitt viðhald á steyptu lögunum. Bara keyra á nagladekkjum eins  og menn lystir

Hverju munar þá til lengri tíma?

Aðeins meira maus við steypu og lengri lokun. Græjurnar til að steypa eru víst til ennþá uppi´í Borgarnesi held ég þó mannskapurinn sé mest dauður. Og Gunnar Ingi lést líka í sumar sem leið.steypaC

En enginn bæjarverkfræðingur lítur á steypu sem valkost lengur.Fjárhagsáætlun er drýgri með eitt þunnt lag á hverju ári frekar en eitt þykkt á margra ára fresti.

Í Kollafirði er hálfrar aldar gömul óskemmd steypa á Vesturlandsveginum sem hefur ekki verið litið á til viðgerða.

Skyldi það slitlag ekki hafa borgað sig allvel? 


Opin landamæri

færa Vesturlöndum gersimar eins og þennan 25 ára gamla Ali Harbi Ali, jafnaldra og nafna þekkts íþróttamanns,  sem var að þakka fyrir sig í kirkju í Bretlandi.

Þó að það stoði lítið  þá hugsar maður til fjölskyldu Sir Davíðs Amess en getur ekkert gert.Hvernig líður þessu vesalings fólki? Og aðstandendum morðingjans?

Sir David Amess MP

Enn einn skelfingaratburður sem tengist  innflytjendastefnunni um opin landamæri.

 


Loftslagsmálin

eru Páli Vilhjálmssyni hugleikin eins og mér.

Nýlega skrifaði hann eftirfarandi:

"Ef meint vísindi segja í 40 ár að heimurinn hlýni hratt og hamfarir hljótist af en raunmælingar sýna að heimurinn hlýni hægt og hamfarir aukist ekki - hvoru eigum við að trúa; meintum vísindum eða raunveruleikanum?

Fyrir alla með heilbrigða dómgreind er svarið einboðið: við trúum veruleikanum umfram meintum vísindum. Ef meint vísindi dygðaskreyta sig með 16 ára sænskri skólastelpu í verkfalli vita allir með dómgreindina í lagi að meint vísindi eru mest bull, vitleysa og firra.

Stutta sagan um hamfaratrú loftslagsbreytinga er að hún byrjaði í Bandaríkjunum. 

Áróðurinn um loftslagsvá byrjaði 1988 vestur í Bandaríkjunum. Annar meginflokkur þarlendra stjórnmála, Demókratar, tók upp á sína arma þá trú að manngerð hlýnun næstu þrjá áratugi yrði 1,4 gráður á Celcius. Í reynd var hlýnunin 0,49 gráður. Fyrir þúsund árum var 1,5 gráðu hlýrra en í dag. Síðustu tæpu 7 ár hefur engin hlýnun mælst. Núll.

Sameinuðu þjóðirnar tóku loftslagsvá inn í alþjóðapólitík, gagngert til að auka vægi alþjóðastofnana; sem sagt í eigin þágu. Sameinuðu þjóðirnar handvöldu vísindamenn sem trúðu á manngert veðurfar. Sérstök nefnd SÞ, IPCC, tók til við að gefa reglulega út skýrslur um yfirvofandi hamfarir.

Vísindamönnum á sviði loftslagsmála eins og Patrick MichaelsRichard LindzenWilliam HapperJudith Curry og Roy Spencer var skipulega haldið utan við umræðuna. Hvers vegna? Jú, þeir standa fyrir alvöru vísindi en ekki meint vísindi.

Alvöru vísindi fara nærri veruleikanum en meint vísindi eru áróður klæddur í búning þekkingar, til dæmis tölfræðileg loftslagsvá."

Umstangið við loftslagsmálin á Íslandi hindrar stjórnmálamenn okkar í að koma saman ríkisstjórn. Í 350.000 manna þjóðfélagi eru þeir svo uppteknir við að vinna á móti hamfarahlýnun heimsins sem 9 milljarðar manna eru að framleiða, að við getum ekki tekið ákvörðun um grænar virkjunarframkvæmdir í  íslensku orkuskortssamfélagi.

Við getum heldur ekki ákveðið eða upplýst almenning um hverjum við eigum að greiða sektir við því að standa ekki við Parísarsamþykktirnar.

Né getum við svarað hversvegna við eigum að borga fyrir kolabrennslu Kínverja eða Indverja sem ekkert gera til að bæta sig?

Síðustu UAH (University of Alabama in Huntsville) gervitunglamælingar sýni hitastigul 1979 til 2021 0.14°C á hvern áratug sem þýðir 0.49°C hitastigshækkun fyrir þetta tímabil.

Er þetta það sem allt snýst um hjá Íslendingum við ríkisstjórnarmyndun fram til 2025? 

Eru  Patrick MichaelsRichard LindzenWilliam HapperJudith Curry og Roy Spencer ekki til í íslenskum hugarheimi?

Latest Global Temps

Latest Global Average Tropospheric Temperatures

 

Nei hjá VG snúast stjórnmál mest um það að stjórna manngerðri hlýnun andrúmsloftsins samkvæmt málflutningi  AlGore og Grétu Thunberg.

Loftslagsmál þurfa líklega nýtt ráðuneyti eigi að koma saman ríkisstjórn á Íslandi. 


Blessun Birgis ?

Cherchez la femme  segja Fransmenn.

Ekkert er eins og það sýnist.

Getur ekki verið að það sé eitthvað á bak við vistaskiptin hjá Birgi Þórarins sem við höfum ekki heyrt af?

Getur ekki verið að þarna séu peningar, aðstaða eða fríðindi á spýtunni sem hann Birgir fær með þessu móti sem hann fengi ekki með því að vera óháður þingmaður, hvað þá að segja af sér þingmennsku eins og sumir heimta?

Getur Guðræknin hjá honum  yfir móralleysi Miðflokksmanna eigi sér ekki veraldlegar fremur en Guðrækilegar skýringar? Frekar heldur Mammónskar ?

Er þetta sú blessun Birgis sem verður best hjá Sjálfstæðisflokknum?


SMR hér?

af hverju ekki?

Björn B jarnason veltir fyrir sér stefnu Macrons í Frans um að byggja marga litla kjarnorkuofna sem kallast SMR.

Þeir eru ódýrari og öruggari en þeir gömlu og væntanlega umhverfisvænni.

Björn skrifar:

"Angela Merkel Þýskalandskanslari tók afdrifaríka ákvörðun eftir Fukushima Daiichi kjarnorkuslysið í Japan árið 2011 þegar hún ákvað að öllum kjarnorkuverum skyldi lokað í Þýskalandi og leitað yrði annarra leiða til að tryggja landinu orku. Þjóðverjar súpa meðal annars seyðið að þeirri ákvörðun núna þegar orkuverð rýkur upp úr öllu valdi og ekki sér fyrir endann á því hvernig skapa megi orkuöryggi í Þýskalandi með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Frakkar glíma ekki við neinn sambærilegan vanda. Um 70% af raforku þeirra kemur frá kjarnorkuverum.

Þriðjudaginn 12. október kynnti Emmanuel Macron Frakklandsforseti 30 milljarða evru fjárfestingaráætlun sem miðar að því að grænvæða flugvéla-, bíla- og annan stóriðnað í Frakklandi fyrir 2030 fyrir utan vetnisvæðingu og stórframleiðslu á hálfleiðurum.

France-42Franskt kjarnorkuver.

Þessi áætlun forsetans er í senn hluti af stefnu hans fyrir forsetakosningarnar eftir hálft ár og liður í sameiginlegu grænu átaki allra ESB-ríkjanna. Í fréttum af boðskap forsetans er bent á að stefna hans sé á einu sviði á skjön við stefnuna annars staðar innan ESB og það sé við nýtingu kjarnorku til raforkuframleiðslu.

Macron boðaði að varið yrði einum milljarði evra til að framleiða nýja kynslóð af litlum eininga-kjarnakljúfum sem kynntir eru undir skammstöfuninni SMR. Þeir eru ódýrari en venjuleg kjarnorkuver og taldir öruggari en kjarnakljúfarnir 58 sem eru þegar fyrir hendi í Frakklandi.

Í ávarpi til frönsku þjóðarinnar við kynningu á þessum miklu áformum sagði Macron að Frakkar gætu prísað sig sæla að eiga kjarnorkuver til að framleiða rafmagn. Gaf hann þar með til kynna að staða þeirra væri önnur og miklu betri en ESB-ríkjanna sem treysta á aðra orkugjafa.

Aðeins Bandaríkjamenn framleiða meiri raforku með kjarnorku en Frakkar. Íbúar Bandaríkjanna eru líka fimm sinnum fleiri en Frakklands. Kínverjar framleiða svipað magn raforku með kjarnorku og Frakkar en í Kína búa 20 sinnum fleiri en í Frakklandi.

Kjarnorkustefna Frakka er ekki óumdeild. Árum saman hafa vinstrisinnar viljað leggja meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hægrimenn styðja hins vegar kjarnorkuiðnaðinn. Nýlegar kannanir sýna að Frakkar skiptast í tvo álíka stóra hópa þegar þeir eru spurðir um kjarnorkuverin.

Ólíklegt er að Þjóðverjar hverfi frá stefnunni sem Angela Merkel mótaði í skyndingu fyrir 10 árum. Líkur eru á að Græningjar sitji í næstu stjórn Þýskalands en þeim hefur vegnað vel í Þýskalandi þrátt fyrir að ekki sé tekist á um kjarnorkumál og allir flokkar leggi áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í stefnuskrám sínum. Flokkur Merkel stórtapaði í þingkosningunum 26. september 2021.

Í Frakklandi eru vinstri flokkarnir í molum og enginn spáir því að Macron stafi hætta af þeim eða græningjum í kosningunum vorið 2022. Sótt er að honum frá hægri af þeim sem telja hættu á að franskt þjóðfélag molni vegna áhrifa menningarhópa sem viðurkenna ekki grunngildi þess. Að sporna gegn þeirri hættu sé brýnna viðfangsefni en grafa undan atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar með því að svipta hana orkugjöfum."

Ég er ekkert endilega viss um að Þjóðverjar séu ekki reiðubúnir að breyta um stefnu. Þeirra vandamál er svo stórt að þeir eru orðnir um of háðir Rússum og Frökkum um orku að margra dómi í því landi. Mér þætti ekki ólíklegt að þeir séu ekki lengur neinir kjarnorkuandstæðingar eins og Merkel skipaði þeim að vera opinberlega.

Á Íslandi má ekki minnast á nýjar virkjanir án þess að umhverfissinnar úr VG og Ómar Þ Ragnarsson rjúki upp til handa  og fóta í andstöðu vegna þess að þessi foss eða þetta fyrirbrigði hverfi undir vatn. Verða Þessir aðilar ekki móttækilegir fyrir SMR sem valkosti?

SMR á Skeiðarársandi myndi sjónmenga minna en Hraunfossavirkjun eða Hvammsvirkjun.

Hvað kosta slíkar SMR virkjanir í samanburði við þær hér?


Kysst á vöndinn

í villimannaríkinu Afganistan.

Jón Magnússon lögmaður skrifar:

"....

Ætla hefði mátt að vestræn ríki mundu bindast samtökum um að útiloka Afganistan frá samfélagi siðaðra þjóða meðan villimennska Talibanana ræður þar ríkjum. Krafist þess, að lágmarksmannréttindi yrðu til staðar í landinu auk ýmiss annars annars yrði engin aðstoð í boði. En það er ekki gert.

Í gær ákvað Evrópusambandið að gefa Talibanastjórninni 1000 milljónir Evra eða 150 milljarða, sem heitir aðstoð. Skattgreiðendur í Evrópu hafa aldrei verið spurðir um þetta eða þeirra samþykkis leitað. Þessir fjármunir hefðu getað nýst vel til uppbyggingar og aðstoðar í Evrópu, en sömu peningunum verður aldrei eytt tvisvar. 

Óneitanlega skýtur það skökku við, að Valdstjórn Evrópusambandsins í Brussel skuli fyrst krefjast þess að lönd Evrópu taki við ómældum fjölda flóttamanna (um 90% þeirra eru ungir karlmenn) vegna ógnarstjórnarinnar í Afganistan og styrkja ógnarstjórnina síðan með gríðarlegum fjármunum

Hvers eiga evrópskir skattgreiðendur eiginlega að gjalda. 

Hefur fyrr komið fram hversu gjörsamlega glórulaus utanríkisstefna Evrópusambandsins er og hvernig öllum markmiðum hugsjónum og evrópskum gildum hefur verið kastað fyrir róða af þessu sama Evrópusambandi, sem á stundum virðist í mun að koma öllum evrópskum gildum og viðmiðunum sem lengst út í hafsauga."

Hefur fyrr komið fram hversu gjörsamlega glórulaus utanríkisstefna Evrópusambandsins er?

Og það er hjörð vinstra fólks hjá okkur sem vill ólm ganga í þetta bandalag.

Sorglegt að vita til þess að við Evrópubúar séum slík þý að kyssa á kratavöndinn með þessum hætti.


" Það er enginn sem getur skemmt fyrir okkur nema við sjálf.“

Viðtal Morgunblaðsins við dr.Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra er holl lesning fyrir hvern sem er.  Ásgeir fer raunsætt yfir ástand og horfur í þjóðarbúskapnum. Hvað við getum gert ef við bregðum fyrir okkur skynsemi en hefjum ekki nýtt höfrungahlaup? Aukin loðnuveiði og ferðamannastraumur geta hleypt ferskum byr inn í efnahagslífið. En auknar tekjur valda hinsvegar venjulega auknum verðbólguþrýstingi samkvæmt gamalli reynslu okkar.Það er sker sem brýtur á framundan.

Þetta hefur svo sem lengi legið fyrir að óraunhæfar launahækkanir valda verðbólgu en ekki öfugt að verðbólgan kalli á launahækkanir. Verkurinn er sá að margt forystufólk er ekki til viðtals um slíkt og krefst leiðréttinga af ýmsum ástæðum. Þessi telur sig hafa dregist aftur úr og þjóðfélagið verði að bæta honum skaðann. Og svo kemur hinn og svo hinn.

Dr. Ásgeir fer yfir þau áhrif sem lækkun verðbólgu gæti haft á lífskjör almennings. Sértaklega ef stjórnvöld myndu stuðla að lækkun húsnæðiskostnaðar,   svipað og gert var á tímum Framkvæmdanefndar Byggingaráætlunar í Breiðholti á sínum tíma.

Því miður eru ekki mikil líkindi til að Íslendingar séu móttækilegri fyrir slíku tali heldur telji launahækkanir vera lykilinn að sælunni þó Þeir viti svo sem annað. Þjóðarsáttarsamningar eru ef til vill ekki gleymdir heldur ekki í tísku  og að það sé nóg til að sögn formanns ASÍ.

Morgunblaðið spyr Ásgeir spjörunum úr um horfurnar framundan.

Ásgeir er bjartsýnn EF… .

 

…Eruð þið að einhverju leyti að gera mönnum tilboð um að ef ríkisstjórn, hver sem hún verður, heldur aftur af sér með ríkisútgjöld og verkalýðshreyfingin heldur aftur af sér í sínum kröfugerðum þá verði vextir lækkaðir aftur?

„Já. Með því að ná að binda verðbólguvæntingar erum við komin varanlega niður á lægra vaxtastig en við höfum áður átt að venjast.“ Sérðu það fyrir þér nærri þeim mörkum sem við erum á í dag? „Já. Raunvaxtastigið í landinu hefur lækkað. Og ég held að við ættum að geta verið komin niður á varanlega lægri verðbólguvæntingar, en þá er ég að horfa til langtímavaxta.“

Er það fyrir ofan núverandi vaxtastig eða neðan?

„ Ég held að þetta sé ákveðin prófraun sem við stöndum nú frammi fyrir. Ef við náum að halda aftur af verðbólgunni og komumst í gegnum þetta án þess að okkur sé þröngvað í harðar aðgerðir, þá gætum við séð nafnvaxtakerfið á húsnæðislánum festa sig í sessi.

 Og ef við stöndum í lappirnar með þetta þá gætum við séð verðtrygginguna heyra sögunni til.

En það þurfa þrír aðilar að koma að þessu verkefni að halda efnahagslífinu í jafnvægi. Það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins.“

Myndi bregðast eins við í dag

Læðist aldrei sá grunur að ykkur að þið hafið gengið of langt með vaxtalækkununum?

„Mögulega. Við höfðum á sínum tíma miklar áhyggjur af efnahagslífinu. Við vissum ekki hversu lengi þetta kórónuveiruástand myndi vara og hve alvarleg áhrifin yrðu á vinnumarkaði. Við lögðum drög að því að gera miklu meira en raunin varð. Við bjuggum okkur undir það að kaupa ríkisskuldabréf til þess að tryggja miðlun peningastefnunnar út vaxtarófið. Hins vegar urðu áhrifin af lækkun stýrivaxta miklu meiri en við bjuggumst við.

Og það voru einnig ákveðnar lausafjáraðgerðir sem við brugðum á. Bankarnir voru með 30 daga bundin innlán hér í bankanum sem var lokað. Þannig ýttum við lausafé aftur út í kerfið. Þetta var meðvitað, peningastefnunefnd vildi heldur taka áhættuna af því að vera frekar fyrir ofan verðbólgumarkmið í ljósi þess hve djúp kreppa virtist í aðsiglingu sem hefði falið sér gríðarlegan velferðarkostnað. Þannig að við vildum á þeim tíma frekar hvetja kerfið meira en minna.

Þegar ég horfi til baka held ég að ég myndi aftur veðja á þessa leið.“

 

„Það er enginn sem getur skemmt fyrir okkur nema við sjálf.“


ESB i lið með Talibönum

og senda þúsund milljón evrur til Talibana svo þeir geti keypt skotfæri og mat fyrir morðingjasveitir sínar og haldið áfram að böðlast á hinum 38 milljónunum, körlum og konum, sem byggja landið.

Sjáið hvað ESB er göfugra en Kaninn sem lét þeim bara efir hergögn sem þeir kunna lítið á.

Varla bjóða þeir Ursulu til Kabúl þó hún sendi peningana án skilyrða sem styrk við Talibana.


Sæstrengsgrýlan

hefur verið notuð óspart á Íslendinga. Hér á orkuverð að snarhækka þegar ESB fer að heimta af okkur rafmagn á hærra verði en við erum að borga núna. Sannleikskorn í þessu ef þær aðstæður væru komnar.

Mér barst athugasemd frá aðila sem kallar sig Vagn en margir efast um hver sé ef hann er þá einn aðili. Ég uppnefni hann stundum Kerruna þess vegna.

Hann segir:

 

"Og fyrir þá sem ekki þekkja annað en það sem sumir sögðu um orkusamninginn,: Ef lagður verður sæstrengur héðan til ESB þá eru það heildsalarnir sem allir fá rafmagnið á sama verði frá sama framleiðenda, og ekkert endilega markaðsverði. Aðrir framleiðendur ákveða sín verð til sinna heildsala, og þurfa ekkert að miða sig við þann sem selur úr landi á hæsta verði sem þar býðst.

Heildsöluverð Landsvirkjunar er ákvörðun Landsvirkjunar, sama hvort þeir noti núverandi viðmið eða ákveði á morgun að nota meðal heildsöluverð í ESB sem viðmið eða eitthvað annað. Engan rafstreng hefur nokkurn tíman þurft til og rafstrengur breytir þar engu. Nema því að heildsölum fjölgar eitthvað sem vilja glaðir borga meira en núverandi verð.

Og ef Landsvirkjun selur þeim allt sitt rafmagn, 100% af öllu rafmagni sem Landsvirkjun framleiðir, nægir það til að fullnægja um 10% af raforkuþörf Skotlands (til að setja stærð okkar og hvað við höfum að bjóða í samhengi).

Noregur er ekki samanburðarhæft vegna þess að rafmagnsverð þar fer meira eftir því hvort búið er í þéttbýli eða landsbyggð, iðnaðar eða landbúnaðarsvæði, fiskveiði eða verslunarbæ, kuldanum fyrir norðan eða ylnum sunnar. Rafmagnsverð hefur verið umkvörtunarefni í Noregi lengur en ESB hefur verið til og skýrist aðallega af skattlagningu sem stýrist af byggðarsjónarmiðum.

Og kaup og sala Norðmanna á rafmagni eru meira í ætt við skipti. Norðmenn fá rafmagn þegar notkun minnkar í ESB og ESB fær rafmagn þegar notkun minnkar í Noregi. Þannig jafnast framleiðsla þeirra orkuvera sem tengjast þeim skiptum og ekki er eins mikið um að þau þurfi að framleiða meira en markaðir kalli á. Túrbínur snúast í Noregi og lýsa upp Varsjá þó Norðmenn sofi. Og kjarnorkuver í Frakklandi elda grauta og steikja fisk í Noregi meðan Þjóðverjar liggja á meltunni. Og verðin eru ekki ákveðin í Brussel frekar en verð á kartöflum, bensíni eða bjór."

Þetta er kjarni málsins. Sæstrengur opnar á sölumöguleika umfram þá sem hér er að finna innanlands. Gæti haft áhrif á staðsetningarval orkuiðnaðar segja sumir og rýrt möguleika Íslands í samkeppni. Ódýrari orka á Íslandi en hægt er að selja hana úr landi er niðurgreiðsla fyrir neytendur.

Of snemmt er að hugsa mikið um hvort hér kemur sæstrengur eða ekki. Trúlega kemur hann samt fyrr eða síðar ef við eru duglegir að virkja. Sem er óvitað.

En það er gagnlegt að velta þessu fyrir sér með orkuna án þess að búa til Sæstrengsgrýlu.


Skila skömminni?

Ég er algerlega óviðkomandi því sjónarspili sem fram fer í gegn um fjarfundarbúnað í íslenskum réttarsal gegn elskulegum skólaskystkinum mínum, Bryndísi Schram og Jóni Baldvini.

Þar er þjóðþekktur einstaklingur látinn hlusta á rugl úr konu  sem býr á Spáni sem hefur víst svo fallegan bossa sem hún vill auglýsa sem allra mest, að hún segir að Jón Baldvin hafi lagt þar á gjörva hönd fyrir margt löngu.  Yfir þetta komist hún né mamma hennar alls ekki og vilja koma Jóni Baldvin í tukthús þó að stelpan sé ekki með neina marbletti sem hún getur sýnt. Það er bara sálin sem á að vera blá og marin í bæði henni og mömmu hennar. En hvort mamma  hennar gæti hugsanlega hafa kannast við Jón Baldvin frá æskudögum þeirra veit ég ekki.

Svo er frá sagt í Fréttablaðinu:

" DÓMSMÁL

Aðalmeðferð fór fram í gær í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni vegna meintrar kynferðislegrar áreitni gegn Carmen Jóhannsdóttur á Spáni árið 2018. Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa strokið ákaft upp og niður eftir rassi Carmenar. „Þetta er búið að vera langt og sérstakt ferli,“ segir Carmen en hún bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað þar sem hún býr á Spáni.

Carmen segir að eftir framburð sinn í gær líði henni eins og þrjú hundruð kílóum hafi verið létt af henni. Sama hvernig úrskurðað verði í næsta mánuði þá sé þetta heilmikill sigur, bæði fyrir hana og aðra þolendur sem skila vilji skömminni til gerenda sinna. „Það er svo stórt skref að fá þá viðurkenningu að málið mitt sé ekki grín sem eigi að sópa undir teppið,“ segir hún.

Aðspurð segist hún hafa varið síðustu dögum í að lesa frásagnir annarra kvenna um Jón Baldvin á netinu og í fjölmiðlum. „Ég viðurkenni að það var erfitt fyrir mig að lesa í gegnum þessar frásagnir því ég finn svo til með þessu fólki sem hefur ekki getað leitað réttar síns. Það eru ákveðin forréttindi að geta sótt hann til saka og leitað réttar míns.“

Sækjandinn Dröfn Kærnested og verjandinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson reifuðu málið fyrir dómi í gær og spurðu vitnin spjörunum úr um sætaskipan í boðinu til að skera úr um hver hefði verið í sjónlínu við meint atvik og hvort glösin á borðinu hefðu verið þannig staðsett að Carmen hefði þurft að koma við hægri hlið Jóns Baldvins við að skenkja í þau.

Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís gáfu í skyn að athæfið hefði verið sett á svið. Aðspurð um þessar lýsingar segir Carmen: „Það er að mínu mati ótrúlegt að reyna að halda því fram að einhver hafi þolinmæði, áhuga og tíma til að standa í einhverju svona rugli.“

Segir Carmen erfiðasta hlutann við allt ferlið hafa verið að snúa aftur í heimabæ sinn. Segir hún alla eldri menn sem hún mætti hafa minnt sig á Jón Baldvin. „Í tvær vikur var hver einasti eldri maður Jón Baldvin. Þarna viðurkenndi ég fyrir sjálfri mér hversu mikið áfall þetta var því þetta var svo mikil valdbeiting. Skömmin var svo djúp.“

Aðspurð um #MeToo-umræðuna segir Carmen að fólk sé meira opið þótt gagnrýnin sé enn hörð gagnvart þolendum. „Auðvitað eru alltaf þeir sem gagnrýna það að fólk stígi fram. Ég var gagnrýnd fyrir að stíga fram, ég var gagnrýnd fyrir að kæra ekki, svo kæri ég og er gagnrýnd fyrir að kæra.“ Segir hún almennt eldri kynslóðina sýna sér þakklæti og virðingu fyrir að stíga fram þar sem margar eldri konur telji sig ekki geta það sjálfar. „Þetta er ekki auðvelt, ég tek hattinn ofan fyrir öllum þeim sem segja frá. Ég hugsa bara mörgum sinnum að ég skil svo vel að fólk stígi ekki fram.“

Ég og  sjálfsagt margir stráklingar aðrir og galgopar eru sekir um gamlar syndir gagnvart fallegum bossum hafandi gerst heldur gráglettnir einvern tímann þó að varanlegur skaði hefi ekki orðið.En menn eldast mishratt og náttúran lætur undan síga hjá mörgum með aldrinum. 

En að þurfa að sitja í íslenskum réttarsal mörgum árum seinna og hlusta á svívirðingar gleymdrar kvensu og gleymdum atburði  úti á Spáni í gegn um andlitsleysi tölvu  um löngu liðna og ósannaða atburði vekja mér spurningar.

1, Það hlýtur að vera langsótt hatur, sem ekki þarf endilega að tengjast skaðlausum atburði eins og þessu umrædda rassaþukli sem að baki liggur því  að þessi kona veltir sér upp úr þessum atburði svona ákaft núna mörgum árum gleymskunnar síðan. Niðurlægir sjálfa sig auðvitað frekar en Jón Baldvin ræfilinn nokkru sinni. Eykur hún ekki bara aðeins á andlegar þjáningar sínar með þessari auglýsingu á fögrum bossa sínum? Eða gleður hún móður sína sérstaklega?

 

2. Er ekki auðveldara að svívirða manneskju fyrir framan videovél heldur en að horfa í augun á henni ?

3. Skil ég  hversvegna íslenskt réttarkerfi getur leyft svona uppsetningu í persónulegu máli?.

4, Af hverju er stúlkunni ekki gert skylt að mæta í réttarsalinn með Jóni Baldvin þar sem málið varðar hann svona mikið og illa? 

5. Er réttarkerfið meðvirkt í þessari aðför af gömlum stjórnmálamanni og sjarmör? Fyrir hvað er þá verið að borga?

6. Er bossafegurð ævilangur kross að bera fyrir kvenmann?

7. Geta allir skilið nema ég hvað er að skila skömm? 

 

 


Borgarlínan til bjargar?

fyrir bankana?

Svo segir í Mogga:

"Töluverð óvissa er um útkomu ársins á rekstri Strætó BS og gera nýjustu spár ráð fyrir 450 milljóna króna tapi á árinu. Er það sagt skýrast að mestu af lækkun farþegatekna um rúmar 200 milljónir og jafnframt að sérstakt Covid-framlag ríkisins vegna kórónuveirufaraldursins verði 120 milljónir, sem er í fundargerð stjórnar Strætó sagt vera 780 milljónum kr. lægra en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Á móti eiga hagræðingaraðgerðir að skila um 275 milljóna kr. lækkun rekstrarkostnaðar á árinu. Væntingar um allt að 900 millj. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að útkomuspá fyrir yfirstandandi ár, þar sem spáð er tapi upp á 450 millj. kr. eins og fyrr segir, skýrist að mestu af lægra Covid-framlagi frá ríkinu upp á 780 milljónir króna.

„Tekjur eru lægri en í áætlun en gjöld eru einnig lægri en í áætlun. Það voru væntingar um allt að 900 [milljóna kr.] framlag frá stjórnvöldum í ljósi þess að Strætó hélt sama þjónustustigi að mestu og fyrir faraldurinn, til að tryggja að lykilstarfsfólk kæmist í og úr vinnu og að hægt væri að tryggja fjarlægðarmörk í vögnum,“ segir hann.

Spurður um hagræðingaraðgerðir segir Jóhannes í svari til blaðsins að enn sé verið að vinna með áætlun fyrir árið 2022 og ekki búið að útfæra þær í smáatriðum.

Fjallað var um drög að fjárhagsog starfsáætlun Strætó fyrir árin 2022-2026 á stjórnarfundi í seinasta mánuði. Þar kom fram að gert er ráð fyrir að tekjur verði í samræmi við tekjuáætlun 2019. „Launakostnaður hefur hækkað mikið sem skýrist af kjarasamningshækkunum og vinnutímastyttingu vaktavinnufólks sem áætlað er að kosti um 350 [milljónir kr.] á ári,“ segir í fundargerð."

Miðlæg Borgarlína er sögð kosta einhverja hundrað miljarða ef ekki meira. Verði ekki mikil tekjuaukning frá því strætókerfi sem nú er rekið þá lítur dæmið ekki beinlínis vel út þegar svona fimm milljarða vaxtakostnaður bætist ofan á.

En Borgin er góður Borgari og og munu bankarnir ekki frekar  vilja lána henni heldur en fólki í húsnæðisbasli til dæmis? Út frá því sjónarmiði er ekki æskilegast að framkvæmdirnar verði sem allra glæsilegastar og  dýrastar svo vextirnir verði sem mestir? 

Bíður fólkið ekki bara eftir því að keyra í Borgarlínunni frekar en þessum leiðinlega gula strætó? Fólkið vill ekki keyra í einkabílnum, er það nokkuð? Þess vegna þarf ekki að byggja greiðari gatnamót er það nokkuð? Byggja frekar jarðgöng með blokkum ofná? Þórdís Lóa tryggir þessu framgang eftir næstu kosningar eins og núna. 

Bjartir tímar framundan fyrir bankana og Borgarlínuna?.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3421231

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband