2.11.2014 | 20:48
Um hvað snérist Icesave?
í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum?
Jú, Þjóðin afsagði að borga Icesave. Í tvígang.
En hafði hún eitthvað vald til að banna öðrum að borga skuldina sem ég og aðrir eigendur Landsbankans stofnuðu til ? Ég var ekkert að velta því fyrir mér þegar ég greiddi atkvæði með þjóðinni. Nú verð ég að horfast í augu við alvöruna.
Nú er nefnilega spurt um það á embættis-og gæludýraplaninu hvort Seðlabankinn eigi að afhenda gjaldeyrisforðann sinn til að borga Icesave skuldir Landsbankans. Þjóðin framleiðir ekki nægan gjaldeyri og verður því áfram að búa við gjaldeyrisskort og því gjaldeyrishöft. Almenningur, í mildri mynd, þar sem hann fær allt sem hann þarf, verður að búa við gjaldeyrishöft án þess að hann verði mikið var við. Lífeyrissjóðirnir og svokallaðir fagfjárfestar verða að halda sig heima og komast ekki hjá því einunigs að kaupa Flugleiðir og slík gróðafyrirtæki innlend en spekúlera ekki með Warren Buffett og ámóta snillingum á börsunum í útlöndum.
Icesave skuldin hvarf auðvitað ekki neitt við þjóðaratkvæðagreiðslurnar tvær né EFTA dóminn þó margir hafi hugsanlega haldið það í sigurvímunni. Skuldin var einfaldlega ekki á vegum þjóðarinnar.
Af óendanlegri fjármálavisku sinni bjó löggjafinn til neyðarlög þar sem bankakerfið var þjóðnýtt og skipt upp í nýja og gamla banka. Hugsanlega það erfiðasta sem hægt var að gera í stöðunni eftir að Pétur Blöndal lagði þau orð í munn Geirs Haarde að ríkið ábyrgðist allar innistæður og Geir hikaði við að neita að hafa sagt þetta. Ekki heyrði ég hann segja þetta beinlínis öðru vísi en mep tafsi. Allar inneignir komnar í opinberan forgang þar með og þar með erlndar krónueignir líka.
Síðan urðu stjórnarskipti. Nýr fjármálaráðherra, Steingrímur J Sigfússon, greip til ráðstafanna, sem sumir telja jafnvel lögbrot og bjó til nýja og gamla banka og þar með nýjan og gamlan Landsbanka sem ríkisbanka. Í stað þess mátti lýsa að lýsa bankana og Landsbankann gjaldþrota eftir íslenskum lögum. Ég velti því fyrir mér, svona eftir á að hyggja, hvort sú leið hefði orðið auðveldari? Aðrir telja svo ekki vera.
Til viðbótar afhenti svo þessi Steingrímur Jóhann hina bankana tvo til erlendra kröfuhafa sem nýja banka í stað þess að fara að gjaldþrotalögum. Snuðaði okkur eigendur hlutafjárins um áhriif. Þessar aðgerðir situr þjóðin upp með í dag og getur ekki leyst hnútana sem Steingrímur reið henni, hvernig sem annað veltist.
Hefði ekki málið orðið skemmtilegra ef Steingrímur væri núna landsstjóri á Grikklandi í stað þess að vera fallisti í Norðulandaráði. Hefði ekki verið meira gaman að láta Steingrím J. Sigfússon bjarga þjóðinni til örbirgðar með því að hún nú greiði Icesave endanlega með skuldabréfinu til gamla Landsbankans ? Osfrv.
Það er auðvitað of seint til að taka nokkuð upp aftur. Of seint til að iðrast.
Icesave snérist um fjáröflun okkar óprúttinna eigenda íslenskra banka og þátttöku og meðvirkni ábyrgðarlausra starfsmanna sðmu banka í því ferli og sofandahátt kerfisins. Afleiðingar þessa sofandaháttar yfirvalda eru enn ógreiddar. Þeir vatnsgreiddu og stroknu voru ekki eins klárir og þeir sjálfir héldu fram. Þeir voru bara venjulegir reynslulausir bjálfar en þjóðin situr uppi með raunverulegan reikninginn án þess að hafa vilja það eða vitað það.
Um það snúast endadalok Iceasave málsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.11.2014 | 11:42
Andseta
um þörf á nýrri stjórnarskrá ríður mest húsum í hugum örfárra einstaklinga. Einn af þessum mönnum er sóttur reglulega í útvarp til að básúna skoðanir sínar á þessu. Prófessor doktor Eiríkur Bergmann á Bifröst. Hann fær að fara mikinn í sérstökum þætti vinstri elítunnar á Bylgjunni sem ritstjóri Fréttablaðsins þenur á hverjum sunnudagsmorgni og kallar Sprengisand.
Prófessor Eiríkur er andsetinn af þeirri annarri af tveimur skoðunum sínum að hann, í gegnum sérstakt þjóðþing borgaranna, öfugt þá við Alþingi, þurfi að kjósa til að setja þessari þjóð "eigin" stjórnarskrá sem hann kallar. Hin er svo auðvitað inngangan í ESB sem er ekki til umræðu í dag.
Hann segir að við Íslendingar getum hreint ekki ekki búið við stjórnarskrá sem við höfum fengið úr hendi Kristjáns níunda. Alveg eins og að plaggið hafi komið hrátt og illa samið frá honum einum. Þá líklega eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna hafi verið óhugsuð og einum manni að kenna og sé þar með úrelt. Alveg eins og að engingin menntun, reynsla né menningararfleifðir liggi að baki þessum verkum sem aðeins þeir Bergmannar geti bætt við.
Steigurlæti þessara manna er ofar mínum skilningi. Þar með finnst mér tryggara að að láta hlutlausan mann eins og Kristján gamla setja mér stjórnarskrá heldur en að þessi Eiríkur Bergmann komi að því. Þegar þessi maður vísar í eitthvern sáttmála sem þjóðin hafi sett sér á Þingvöllum um að setja sér nýja stjórnarskrá þá kem ég gersamlega af fjöllum. Svo talar hann í næsta orði um nauðsyn þess að menn(væntanlega sérstaklega Sjálfstæðismenn) segi satt. Og það af öllum mönnum sem er að halda meiri ósannindum að þjóðinni um ESB en margir aðrir í gegn um tíðina í áróðursskyni en ekki á vísindalegum grunni eins og prófessorum og doktorum er talið sæma.
Ég fæ ekki séð annað en að okkar stjórnarskrá hafi dugað ágætlega. Helst er hún ekki nægilega skýr um þjóðkirkjuna til þess að gefa færi á allskyns útúrsnúningum um trúfrelsi og réttindi því tengd sem leiða til óheftra moskubygginga.
Það síðasta sem þessi þjóð þarf er fleiri ráð frá þessu andsetna fólki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.11.2014 | 11:12
Sættir?
milli þjóðar og þings gætu hugsanlega orðið talsverðar ef hin nýstofnuðu samtök í sjávarútvegi tækju að sér sjálfviljug að kosta nýjan Landspítala og fleira með því að greiða X(4?) milljarða árlega í næstu 20 ár eða í gildistíma kvótans í sérstakan auðlindasjóð. Á móti fengju þau að ráða staðsetningu og formi spítalans og tilnefna meirihluta í sjóðstjórnina á móti Alþingi.
Núna sveiflast tilfinningar manna til kvótakerfisins frá því að skattleggja stórt þegar vinstri menn stjórna til þess að gefa eftir þegar hægri stjórnir eru. Gusugangurinn af þessu veldur miklum óstöðugleika. Þessi leið væri líklegri til að jafna út öfgarnar á báða bóga og upphæðin gæti ráðist af heilbrigðu mati greinarinnar á stjórnmálaþróun næstu áratuga.
Ætla má að margir myndu samþykkja að slíðra kvótasverðin til jafnlengdar þegar þeir myndu horfa á þetta. Þarna gengju menn fram í þjóðarþágu óþvingaðir af allri pólitík. Gáfu kvótagreifanrir ekki hafrannsóknaskip eða svoleiðis sjálfviljugir hér á fyrri tíð?
Gætu þarna orðið sættir?
1.11.2014 | 22:36
Hvernig í veröldinni?
dettur þeim í Mannheim að fara svona með landið?
Rækta svo bara vín meðfram flugbraurinni? Allt þetta svæði . Hvað væri ekki hægt að byggja mikið á þessu? Hvað hafa líka Þjóðverjar að gera við flugvöll sem geta keyrt í allar áttir.
Meira að segja smáflugvélavöllur þar sem ekki sér maður neinar stórflugvélar.
DagurBé og Essbjörnþyrftu að fara í dýragarðinn þarna. Þeir myndu áreiðanlega skemmta sér vel og sóma sér þar. Gætu kannski talað við borgmeistarann í þessari örfára hundruð þúsunda borg Mannheim í Þýskalandi og skýrt fyrir honum aðalskipulag Reykjavíkur. Að minnsta kosti 3 flugvellir í svona 50 kílómetra fjarlægð frá þessum.
Aumingja fólkið sem á svona mikið land að geta farið svona með það. Hvernig í veröldinni er þetta hægt?
1.11.2014 | 18:32
Jón Gnarr Forseti?
er hugmynd sem menn velta fyrir sér. Jón segist hugsa með fjölskyldu sinni hvort hann eigi að ráðast í framboð. Samkvæmt þeirri frétt telur hann sig greinilega eiga erindi í það embætti. Spurning verður hversu margir taka undir það álit hans.
Forseti getur lent í margvíslegum uppákomum eins og málin sanna. Spurning er hvernig Jón Gnarr hefði tekið ítrekað á Icesave málinu? Eða fjölmiðlafrumvarpinu fyrra? Hverjum hefði hann falið stjórnarumboðið 2009
Hvernig einstakling þarf í embætti Forseta?
Þarf einhvern sérstakan til að halda ræður á 17. júní fyrir ættjörðinni? Eða geta fleiri það? Skiptir það máli hvort Forsetinn er karl eða kona?
Þarf einhvern einstakling með pólitíska reynslu til að sjá í gegn um boðaföll á alþjóðasviðinu?
Þarf einhvern sérstakan til að geta talað máli þjóðarinar í erlendum sjónvörpum ?
Hugsanlega vegur einn þáttur öðrum meira þessa stundina en allt annar hæfileiki hina.
Stundum getur þurft þennan hæfileika, stundum hinn.
Maður flestra tíða eins og Thomas Moore hefði hugsanlega forskot á hvern annan. Það gæti þurft Florence Nightingale til að tefla inn í hann. Stundum þarf eitthvað einfalt en óvænt sem hittir í mark.
Það er ekki á vísan að róa þegar menn velta slíku fyrir sér.
Það er líka athugandi að bjóði sig fleiri en tveir fram sé heppilegra að kjósa tvisvar til að ná einingu meða þjóðarinnar. Þannig komi þjóðarviljinn tærar fram en hugsanlegur minnihlutaforseti.
Altt eru þetta bollaleggingar sem menn nálgast með nisjöfnum hætti. Sumir með ísköldu og yfirveguðu mati. Aðrir slá bara platt og krónu eða kæra sig kollótta.
Jón Gnarr Forseti? Er það nokkuð fráleitt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.11.2014 | 11:55
Kópavogur verði kjördæmi
var hugmynd sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi nú fyrir stundu. Menn bentu á að Kópavogur væri 10 % af þjóðinni og hefði bara 1 þingmann af 63.
Á fundinum var rætt um nauðsyn þess að flokksmenn styddu við kjörna fulltrúa sína en stæðu ekki opinberlega í niðurrifi. Á móti komu fram sjónarmið að þeir forystumenn sinntu ekki flokksmálefnum. Til dæmis þar sem bæði formaður, varaformaður og 2. varaformaður hefðu orðið ráðherrar svo að enginn væri eftir í Valhöll til að sinna flokksstarfi. Fundinum leist illa á hugmyndir um að embætti 2. varaformanns yrði lagt niður og að miðstjórn skipaði í málefnanefndir. Taldi þetta algerlega á valdi Landsfundar en ekki annarrs staðar.
Mikið líf var á fundinum þó enginn sérstakur framsögumaður hefði verið til fenginn. Fram kom að bragurinn á bæjarstjórn Kópavogs hefði batnað mikið með fækkun bókana og þá betri undirbúningi bæjarstjórnarmanna. Menn hafa áhyggjur af áhugaleysi fyrir kosningum sem væri orðinn áberandi í þjóðfélaginu án þess að sérstakar lausnir væru í sjónmáli.
En Kópavogskjördæmi er greinilega eitthvað sem vekur áhuga fólks.
1.11.2014 | 09:52
Af hverju kýs fólkið ekki?
til sveitarstjórna sérstaklega?
Stöðug fækkun í hópi þeirra sem kjósa til sveitarstjórna er frambjóðendum flokka íhugunarefni? Hvernig stendur á því að fólk kemur ekki á kjörstað þegar slíkt úrval fólks býður sig fram með ærnum tilkostnaði?
Dagur Bé er kjörinn Borgarstjóri í Reykjavík. Svo hefði ekki orðið nema að honum hafi borist liðsauki úr óvæntri átt. Hvert var verðið sem þurfti að greiða fyrir stólinn og bílinn? Borguðu kjósendur það kannski? Þeir sem ekki kusu til jafns við hina?
Skiptir það þá höfuðmáli hverjir bjóða sig fram? Ekki hugsjónir eða stefna? Skiptir það engu því þetta sé allt sami grautur í sömu skál og allir kjörnir vinni saman eins og dýrin í skóginum? Starf í sveitarstjórnum sé ekki lengur hugsjónastarf heldur tekjuöflunarleið frambjóðenda? Það sé því uppstillingin á listana sem ein skipti máli í stjórnmálum? Þar fari hin raunverulega stjórnmálabarátta fram og þar ljúki henni líka ef vel tekst til með málefnasamninga?
Er fólkið að sjá eitthvað sem við þessi bláeygðu sjáum ekki?
1.11.2014 | 09:31
Blackwater
er heiti á verktakafyrirtæki sem varð nokkuð víðkunnugt í Íraksstríðinu.
Ég heyrði í RÚV allra landsmanna í Speglinum í gær að þetta fyrirtæki myndi hugsanlega koma að því að fást við Ríki Íslams. Það virðist nefnilega erfitt að ná sambandi við það með loftárásum einum.
Stjórnmálaflækjurnar á þessum slóðum eru með þeim hætti að erfitt er að greina fylkingar í góða og vona kalla. Góðir eru þeir sem styðja Bandaríkinn og okkur en hinir eru auðvitað vondir. Tyrkir eru góðir bandamenn okkar en allskyns frændsemi blandast víst í málið hjá þeim þannig að þeir sitja hjá. Ríki Íslams er víst farið að styðja Assad sem er yfirlýstur vondur kall svo að málið er eiginlega fjandi erfitt. Langtíma pólitíska markmiðið er að tryggja að enginn hafi sigur svo að óbreytt ástand haldist sem lengst. Enda olíuverð hríðlækkandi eins og maðurinn bendir á sem vill ekki að Íslendingar séu að leita að olíu.
Þetta verður þá líklega að leysa með útboði til verktaka. Þó fróðlegt yrði að þá útboðskýrslu þá er ekki víst að svo verði hægt. Hugsanlega verður þetta þá svokallað lokað útboð eins og tíðkast hjá sumum íslenskum sveitarfélögum til notkunar á gæludýramarkaði.
Kemur þá röðin að Blackwater?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2014 | 09:17
Nöfnin takk
sem er að finna undir yfirstrikunum Geir Jóns í skýrslunni um áhlaupið á lýðveldið.
Þann dag sem þetta birtist í DV skal ég kaupa blaðið í mánuð.
Nöfnin takk.
31.10.2014 | 09:50
"Það gengur allt sem hugur og hönd er í !"
"Gary Morse aðaleigandi og hönnuður The Villages látinn 77 ára að aldri 1936-2014
(Grein úr Daily Sun 30 Oktober 2014)
Fjölskyldan heitir því að halda grundvallar hugsjónum hans á lífi áfram
Harold Gary Morse, hinn metnaðarfulli og skapandi drifkraftur á bak við The Villages í rúmlega 30 ár, lést aðfaranótt miðvikudags 29.10.2014, 77 ára að aldri.
Morse var hugsjónamaður sem tók við litilli færanlegri húsaþyrpingu af föður sínum hinum heitna Harold Schwartz og breytti henni í fullkonasta eftirlauna samfélag sem til er í heiminum. Hann var fyrrverandi auglýsinga og markaðsmálamaður, en tók yfir leiðtogahlutverkið í The Villages, þegar það var kallað Orange Blossom Gardens og samanstóð eingöngu af 386 verksmiðjuframleiddum og færanlegum húsum, klúbbhúsi og nokkrum shuffleboard brautum.
Í dag er Morse þekktur um allan heim sem hugsjónamaðurinn á bak við samfélag sem er þekkt fyrir athafnasaman lífsmáta fyrir ellilaunaþega, fegurð og ótrúlegan vöxt. Það hreykir sér af nálægt 600 golfholum, meira en 100 veitingastöðum, 76 tómstundaheimilum og nálægt 4 milljónum ferfeta af verslunarrými. (rúmlega 370.000 fermetra).
Stuttu eftir andlát Morse sendi fjölskyldan frá sér yfirlýsingu þar sem þau hrósuðu föður sínum fyrir hógvært og hlédrægt viðhorf hans við að láta The Villages ná árangri. Pabbi vildi aldrei vera í sviðsljósinu sagði í yfirlýsingunni hann var ákveðinn í því að vera baka til og naut þess bara að sjá The Villages breytast í þann undraverða lífsstíl í þorpunum sem fólkið kaus að búa í. Samtímis var hann vinur og ráðgjafi forystumanna í iðnaði, forseta og þjóðhöfðingja, en gleymdi samt aldrei áherslunni á samfélagið sem hann var að skapa og gerði að fullkomnasta eftirlaunasamfélagi í heiminum
Fjölskyldan tók einnig fram að Morse hefði einnig haft mikla ánægju af því að fylgjast með nýsköpuninni og uppbyggingunni á heilsugæslunni og aukningunni í grunnskólunum sem hann stofnaði árið 2000. Árangurinn þar spratt upp frá hans frjóa ímyndunarafli og vilja til að framkvæma hluti sem enginn hafði gert áður segir í yfirlýsingunni. Pabbi var hugsjónamaður, sem dreymdi stóra drauma, sem hann síðan, með aðstoð fjölskyldu og vina lét verða að veruleika
Morse skilur eftir sig eiginkonuna Renee, soninn Mark, tvær dætur Tracy Mathews og Jennifer Parr og stjúpsoninn Justin Wilson. Hann lætur einnig eftir sig 16 barnabörn og 6 barnabarnabörn. Fyrri kona hans, Sharon lést á undan honum í Desember árið 1999. Hann verður lagður til hinstu hvílu í einka athöfn og fjölskyldan hefur beðið um að fólk sem vilji senda blóm láti frekar fé renna til skólanna í Villages.
Morse fæddist 19 desember 1936 í Chicago, og var annað barn foreldra sinna Harold og Mary Louise Schwartz. Foreldrar hans skildu árið 1943 og Mary Louise tók Harold og systir hans Mar Lou og flutti til Tombstone í Arizona. Árið eftir fluttu þau til Norður Michigan til að vera nær fjölskyldu þeirra og þar giftist Marie Louise æskuvini sínum Clifford Hudson Morse. Fjölskyldan tók sér búsetu á eign sem fjölskylda móðir Marie Louise átti í Torch Lake, þar sem þau höfðu alltaf haft sumarsetu á hverju ári, og þar sem Gary sem nú hafði tekið upp eftirnafn stjúpföður síns, en þar hafði hann einmitt fæðst.
Sem unglingur í Torch Lake fékk Morse fyrstu reynslu sina í sölumennsku með því að selja sultutau, hlaup og hunang ásamt systur sinni en þau settu þá upp borð við þjóðveginn. Árangur barnanna sannfærði móðir þeirra um að opna ósvikna hunangs og gjafabúð sem dafnaði vel á uppvaxtarárum Morse og þar var upprunalega Brownwood búðin opnuð.
Morse sem eyddi táningasárum sínum í að læra bændastörf og mjólka kýr, er einnig minnst vingjarnlega fyrir að hafa eignast gamla póstvagnastöð í nálægum bæ Eastwood með þeim ásetningi að flytja hana til Brownwood og breyta henni þar í gamaldags sveitaverslun. Raflínur komu þó í veg fyrir að hægt yrði að flytja þessa byggingu landleiðina og því var tekin sú ákvörðun að flytja húsið á ís yfir frosið vatnið Torch Lake. Því miður gaf ísinn sig og byggingin og trukkurinn sem dró það fóru hins vegar niður um vökina. Yfirvöld á staðnum gáfu Morse eina viku til að fjarlægja húsið úr vatninu en að öðrum kosti yrði það brennt á staðnum.
Sem betur fór tókst fjölskyldunni og fjölda vina að ná byggingunni upp úr vatninu og endurbyggja hana og breyta í sveitaverslun við hliðina á hunangsbúðinni. Og alltaf hinn sanni markaðsmaður hinn 18 ára gamli Morse þá þegar þekktur fyrir vinnusemi og siðferðiskennd notaði þetta atvik og fréttaflutninginn af því fjölskyldunni til framdráttar. Í raun og veru varð þessi bygging sem féll í gegn um vökina til að dreifa orðspori sem svo sannarlega setti Brownwood á kortið og fjöldinn allur af ferðamönnum lagði leið sína til Brownwood bara til að skoða gömlu póststöðina sem nú hafði verið breytt í sveitaverslun.
Það var svo skömmu seinna sem Morse hitti Sharon Dolan landsþekkta fegurðardís frá Traverse City í Michigan og það var á blindu stefnumóti sem frændi hennar hafði komið á laggirnar. Þau giftu sig árið 1957 og bjuggu fyrstu árin á sveitabýli sem var beint á móti húsi mömmu Garys.
Ári seinna fluttu svo Gary, Sharon og dóttir þeirra Tracy til Evanston norður af Chicago í Illinois og það til að vera nær föður Gary, stofnanda The Villages, Harold Schwartz. Morse langaði til að kynnast auglýsinga- og útvarpsbransanum betur, og fannst að enginn gæti kennt honum betur en faðir hans, sem hafði komið víða við m.a. frá því að fera sölumaður á ferðalögum, seljandi heilsufæði í gegn um póstverslun og upp í það að eiga útvarpsstöð og fasteignasölu. Öll þessi störf kröfðust klókinda í auglýsingum og markaðsmálum og Morse vildi kynnast þessum málum öllum. Á meðan að Schwartz var upptekinn við að kaupa litlar landspildur í Flórída, opnaði Morse auglýsingastofu og byrjaði að selja eignir fyrir föður sinn í gegn um póstverslun.
Um svipað leyti fór Morse fjölskyldan út í veitingabransann eftir að amma Garys hafði látist og erfði þau að eignum sínum í Brownwood í Michigan. Matstaðurinn var opinn frá minningardeginum (Memorial Day) til dags verkalýðsins (Labor Day) og Sharon sá um reksturinn á meðan Gary kom um hverja helgi frá Chicago til að hjálpa til.
Á þessum tíma keypti Harold Schwartz meðeiganda sinn Al Tarson í Orange Blossom Gardens út og allt í einu átti hann 1.600 ekrur af landi. Það var á þessum tímamótum, sem Morse hafði lokað auglýsinga-rekstrinum og flutt sig yfir til Michigan til að einbeita sér að veitingarekstrinum, að hann ákvað að fara til Florida og stjórna Orange Blossom Gardens, sem þá samanstóð af 386 færanlegum húsum, klúbbhúsi og shuffle board brautum. Saman byrjaði tvíeykið að betrumbæta svæðið með því að bæta við sundlaugum, golfvöllum og fjölda félagsmiðstöðva. Árið 1983 seldu þeir 99 hús og árið 1984 seldu þeir 277 hús.
Í árdögum OBG streymdi nú meira af peningum út en komu inn og um haustið 1984 sendi Morse föður sínum skilaboð til Chicago Við erum með svo mörg hús í byggingu að okkur vantar fjármagnsflæði í September. Á ég að hægja á sölunni eða getur þú bjargað þessu ? Schwartz svaraði Haltu áfram að selja, og byggðu eitt hús fyrir mig eins fljótt og þú getur, ég vildi gjarnan setjast þarna að og fara á eftirlaun. Schwartz stóð við þetta loforð og flutti til OBG árið 1985, þegar salan á húsunum var komin upp í eitt hús á dag eða fleiri. Og ekki leið á löngu að hann bauð hinum í fjölskyldunni að flytjast þangað líka og ekki leið á löngu að börn Garys voru öll komin þangað líka.
Í gegn um árin hefur Morse svo sannarlega stjórnað miklum umbreytingum í The Villages. Hann var við stjórnvölinn þegar ákveðið var að breyta byggingunum úr færanlegum húsum yfir í hús sem byggð voru á staðnum, og einnig þegar ákveðið var að byggja torgin frægu. Og í gegn um árin hefur hann og fjölskyldan tekið afdrifa og árangursríkar ákvarðanir sem leiddu til þeirrar velgengni þessa samfélags sem nú telur um 100.000 íbúa, og nær nú yfir meira en 40 fermílur og er í þremur sýslum. (= 104 ferkílómetrar)
Það er heldur ekkert leyndarmál að undir leiðtogahæfileikum Morse, hefur Sumpter sýslan notið þess í ríkum mæli á síðustu árum. Og þökk sé stöðugri viðleitni hans til að fullkomna drauma sína hefur hann um leið útvegað fleiri þúsundum manns vinnu sem hefur verið sköpuð hér. Og það eru jafnvel nokkrir ættliðir sem hafa unnið fyrir The Villages eða undirverktaka þeirra með því að byggja fjölda heimila, verslana, stjórnstöðva og annarra innviða þessa samfélags.
Morse var einnig virkur í Repúblikanaflokknum og var einnu sinni í kosningastjórn flokksins. George W Bush skipaði hann einnig í stjórn Unitet States Air Force Academy of Visitors. Á meðan á skipun hans stóð heimsóttu margir pólitíkusar og stjörnur The Villages m.a. George W. Bush forseti, Jeb Bush fylkisstjóri, Mitt Romney, Sara Palin, John McCain, Paul Ryan, Rudy Giuliani og Newt Gingrich forsetaframbjóðendur, Dick Cheney varaforseti og Rick Scott fylkistjóri svo nokkrir séu nefndir. Þá kom einnig sjónvarps og útvarpsmaðurinn Glenn Beck í nokkrar heimsóknir, og einnig hafa Fox and friends og The San Hannity Show sent út beint frá Lake Sumter Landing í The Villages.
Eins og faðir hans á undan honum, var Morse einnig gallharður á því að gera fullkomna heilbrigðisþjónustu eina af stoðum þessa samfélags og árið 1997 þegar Morse var að heyja pólitíska baráttu fyrir því að fá sjúkrahús inn á svæðið, var Schwartz gamli svo ákveðinn í því að útkoman yrði jákvæð að hann setti upp stórt skilti á 441/27 og á því var mynd af honum sjálfum þar sem hann benti yfir á svæðið sem hann tók frá fyrir spítalann og á því stóð Ég mun lifa það að sjá Villages sjúkrahúsið rísa þarna. Það varð líka raunin og eftir andlát Schwartz gleymdi Morse þessu ekki heldur. Auk þess var hann einnig aðal drifkrafturinn í því að hanna heilbrigðisþjónustuna innan The Villages, en hún samanstendur af sex aðal læknakjörnum og einum á sérsviði sem mönnuð er af svokölluðum Marcus Welby hjúkrunar og læknaliði, sem láta það verða sitt aðal hlutverk að hugsa fyrst og fremst um sjúklingana sjálfa.
Þegar Morse tilkynnti stofnun þessa í mars mánuði árið 2012 sagði hann að það væri mjög nauðsynlegt að bjóða upp á aðra tegund af heilbrigðisþjónustu þjónustu þar sem læknarnir fengju umbun fyrir gæði frekar en magn þjónustunnar. Medicare greiðir hverjum lækni fyrir þann sjúkling sem þeir skoða, ekki fyrir hversu langan tíma hann eyðir með sjúklingnum sagði Morse lausir frá því að hugsa eins og business-menn sem myndu bara hugsa um að keyra sem mestan fjölda í gegn, en í þess stað vinnandi við það sem þeir fóru örugglega í lækisfræðina vegna þ.e.a.s. að hugsa um sjúklingana. Og íbúar á svæðinu njóta þess einnig að vera aðeins í golfbílafjarlægð frá heimilislækninum
Morse sagðist einnig vonast til þess að þessi arfleifð myndi vonandi verða tilurð á Bestu læknisþjónustu í bandarískri borg draumur sem er á góðri leið með að verða að raunveruleika. Læknastöðvar okkar munu verða mjög ólíkar sagði hann 2012 rétt áður en Colony læknastöðin var opnuð Þær verða líkari gömlu læknastofunum sem við munum eftir frá æsku, þar sem læknirinn þekkti þig og hugsaði um þig sem nábúa og vin
Nábúar og vinir það er það sem Morse vildi að allt samfélagið yrði. Það er ómögulegt að segja hversu marga aðila hann snerti á meðan hann var hér í vingjarnlegustu borg í Florida, en þeir hafa örugglega verið tugir þúsunda. Og eftir því sem þetta samfélag heldur áfram að stækka og eflast á næstu árum, þá vildi fjölskyldan taka fram að þeir sem kalla sig íbúa hér í The Villages geti treyst því að hans grunngildi og sannfæring muni áfram verða drifkrafturinn á hverjum einasta degi.
Þúsundir íbúa í The Villages njóta dásamlegs og ánægjulegs gæðalífs vegna hugmynda Gary Morse, dugnaðar hans og vilja til að taka stundum stórar áhættur sagði Gary Lester sem er varaforseti fyrir samskipti við íbúa svæðisins, og var náinn vinur Morse sl. 20 árin. Gary var hugsjónamaður sem hafði gaman af því að rugla þá sem gagnrýndu hann og ná fram hlutum sem aðrir sögðu að væri ómögulegt að framkvæma. Hann bjó yfir vingjarnlegu en gefandi hugarfari og miklum persónutöfrum, sem dró að sér samstarfsfólk sem lagði sig allt fram í að koma hugmyndum og draumum hans í framkvæmd.
Hans verður sárt saknað.
Lauslega þýtt af K.M:"
Mannsi vinur minn sendi mér þessa frétt.
Þeir sem ekki þekka til the Villages á Flóriðu gerðu sér vel að kynna sér þetta merka fyrirbæri og einstaka í öllum heiminum. Allir, sem láta sér umhugað um efri árin, hafa gott af að sjá hvað er hægt að gera og hvernig lífið getur verið ef vel er að málum staðið.
Þarna kosta húsin helming af því sem þau kosta hérlendis og allt verðlag annað er eftir því.
Þetta er ekki sérstakur áróður fyrir einkaframtakið heldur aðeins verið að segja frá staðreyndum sem allir geta séð. Horfum svo í eigin barm. Getum við ekkert þessu líkt? Geta lífeyrissjóðirnir ekkert nema braskað með bréf? Getum við bara talað og gert það sama og við höfum gert aftur og aftur. Jarmað um slæm kjör en engu breytt?
The Villages eru fyrirmynd og lýsandi dæmi um hvers fólk er megnugt ef það leggur sig fram. Sama við hvað það fæst.
Og eins og hann Tolli vinur minn (Þorvaldur í Síld og Fisk) sagði eitt sinn við mig með áherslu:
"Það gengur allt sem hugur og hönd er í."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2014 | 09:30
Er einhver leið út?
úr þeim lás sem þjóðfélagið er að lenda í vegna kjaradeilna?
Er einhver sem efast um að, að tugaprósenta hækkun taxtalauna hjá einni stétt muni að miklu leyti skila sér út til annarra stétta? Læknahækkun leiði til hækkunar sjúkraliða og flugumferðarstjóra? Skyldu ekki vera til þeir hagspekingar meðal vor sem geta reiknað út hver verðbólgan verður að ári liðnu ef samið yrði strax um ítrustu kröfur sem uppi eru? Kostnaður af vinnustöðvunum hlýtur aukinheldur að vera í hlutfalli við lengd þeirra. 30 daga stöðvun tekur um eitt ár að vinna upp með 10 % taxtahækkun án verðbólgu.
Það er líklega tómt mál að biðja fólk núna um að frysta allt kaup í landinu gegn því að gengi krónunnar verði hækkað með handafli um 10 %. Sem myndi bæta lífskjör allra launþega í landinu um svipað hlutfall. Auðlindagjald á útflutning má kalla þetta. Þetta myndi lækka verðtrygginguna og lánin. Rýra hagnað bankanna.
Fólkið vill ekki slíkt. Það vill aðgerðir og taxtahækkanir. Það vill líka fá laun í verkfallinu og telur slíkt réttlæti. Það er þá líka tómt mál að tala um að samið sé um að öll laun í landinu skuli hækka um hver næstu 12 mánaðarmót um rúmt 1 %. Engin verkföll heldur árangur. Allavega til að byrja með.
Fyrstu mánuðina mynd fólk finna fyrir batanum. Á meðan ganga kjaraviðræðurnar af auknum þunga og hetjur ríða um héruð. Hægari hreyfing í stað stórsjóa og brimskafla. Eða verður einn alltaf að fá meira en annar? Sá hærri meira en sá lægri?
Af hverju skyldi þetta vera óhæf lausn?
Af hverju skyldi þetta vera ófær leið út úr öngþveiti kjaradeilnanna framundan?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2014 | 23:03
Löggulekinn
var sannarlega vel lukkaður. Nú birtast nöfn skrílsins sem réðist á Lögregluna, Stjórnarráðið og Alþingishúsið. Vonandi mannar einhver fjölmiðill sig upp í að birta nöfnin undir svartmálningunni ásamt myndum af viðkomandi svo allir megi sjá framan í þetta einvalalið kommúnista, anarkista og ótíndra glæpamanna.
Þetta er sama gengið sen hamast gegn því að Lögreglan geti brugðist við óvæntum uppákomum. En það er margt sem skeð getur á vegum allskyns skítapakks sem hingað getur slæðst. Nóg eru linheitin við þessa reyfara. Undrar engann á því að gengið útlenska skyldi bara geta labbað úr landi si sona sem kom með heilt lásaverkstæði til landsins bersýnilega í einum tilgangi. Að rassskella þá ekki almennilega fyrst.( helst í svipuðum dúr og Litli Bill tók á Enska Bob sem ætlaði að koma með byssur inn í bæinn hans Bills í mynd Clints Eastwoods Unforgiven( það á að vera svört geirjónsk yfirstrikun á þessu síðasta en ég kann bara ekki að setja það þar sem það má ekki tala svona)). Eða þá skítseyðið sem kom með hraðbankavélina til landsins? Bara sleppt þrátt fyrir Europol og allt það?
Sumir lekar eru betri en aðrir. Yfirstrikunin á skýrslunni var algert snilldarverk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2014 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 3421376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko