Leita í fréttum mbl.is

Að hengja bakara

fyrir smið er vinsælt úrræði þegar öðrum sleppir.

Þetta kemur manni í hug þegar Sérstakur birtir Lárusi Welding hverja ákæruna af annari sem flestar lúta að því að gleyma að láta stjórn Glitnis vita um stórlánveitingar til félaga sem óneitanlega tengjast einhverjum  stjórnarmönnum sama Glitnis.

Það var verið að auglýsa hús Al Capones til sölu hérna í Flórídu. 400 m2 á einn milljarð. Mig minnir að á dögum Als sáluga  hafi verið til hugtak sem nefndist "Fall-Guys". Það voru svona prammakallar sem voru leigðir til að tapa í boxkeppnum sem veðjað var um, taka á sig skelli fyrir séffana gegn greiðslu og svo fram eftir götunum. Séffarnir sluppu þannig við truflanir.

Ég á bágt með að Lalli Welding sé svona mikið staðfastur fjármálatöffi eins og Séerstakur virðist halda. En hann kann kannski að þegja betur en margir aðrir. Ég trúi því svona mátulega að hann sé bakarinn allra brauða. 

 


DV kemur út

reglulega. Marga þyrstir í að lesa um ávirðingar annarra. Margur góðborgarinn  verður skiljanlega uppnæmir að lesa um sig feitletur í því blaði. Sama þó hallað sé réttu máli og logið víða til eins og sagt var eitt sinn. Þeir sem meira sjóaðir eru kæra sig kollótta um greinar um sig í DV. Sjálfur les é ekki það blað fremur en Fréttablaðið þar sem ég marka aðeins það sem stendur í Mogga.

Útundan mér hef ég þó séð DV. Því til hróss skal ég segja að Layout-ið á því er til fyrirmyndar. Blaðið er fjölbreytt og skemmtilega uppsett og því læsilegt. Margt þykir þó orka tvímælis sem þar gefur að lesa og mörg málaferli á blaðið að baki.

Prófkjörsbaráttan í Kópavogi hefur náð verulega inn í skrif blaðsins að undanförnu um meintar ávirðingar formanns Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna þar í bæ. Bragi Michelsson  er borinn mörgum sökum vegna starfa sinna fyrir Skógræktarfélag Kóapvogs sem hann hefur farið fyrir um langt árabil. En félagið hefur m.a.staðið í mikilli skógrækt við Fossá í Kjós og selur þaðan nú jólatré í stórum stíl sem Bragi hefur starfað við að höggva og selja.  Ennfremur hefur það gróðursett víða og sjást tréin frá þeim meðfram götum Kópavogs.

Félagið hefur staðið í húsbyggingu í Guðmundarlundi sem fer fyrir brjóstið á DV vegna kostnaðar. Látið er að því liggja að Bragi hafi ráðist í byggingu allt of stórs húss vegna enhvers mikilmennskubrjálæðis. Ég hef hinsvegar fyrir satt að í húsbygginguna hafi verið ráðist að frumkvæði Kópavogbæjar og þáverandi bæjarstjóra sem vildi nýta sér svona hús í sambandi við skólastarf í Kópavogi. Skógræktarfélagið  per se vantaði í hæsta lagi skóflu-pg hakageymslu. En þetta varð að ráði. Það er því langsótt að kenna Braga einum alfarið um að húsið sé ekki nýtt ennþá vegna fjárskorts til að ljúka því.

Bragi er hættur í pólitík nema að vera í þessu formennskuhlutverki. Það er hinsvegar heldur ófriðsamt um ýmsar embættisfærslur hans í sambandi við prófkjörsframkvæmdir sem ekki öllum líkar. En þar er um hreina smámuni að ræða  sem engu máli skipta fyrir DV eða lesendur þess þó að heimildarmenn skorti sjálfsagt ekki til að þylja þær upp.

Bragi lætur þetta sem vind um eyru þjóta því hann telur sig engu hafa að leyna í sambandi við afskipti sín af Skógræktarfélagi Kópavogs. Mér finnst það félag hafa verið til gagns fyrir Kópavog og vil styðja það og efla.. Ég treysti því alveg að Bragi hafi raunverulegan skógræktaráhuga eins og ég, fyrir utan það að vera blátt íhald eins og ég líka. Það er stundum reynt að hengja bakara fyrir smið en gefst misjafnlega eins og gengur.

Það er alveg sama hvað DV skrifar um hann Braga. Hann breytist ekkert við það nema ef vera kynni til hins betra. 

 


Florida here I come!

í dag. Þar sem bensíngallónið kostar minna en einn lítri hérna og á EES. Þar sem skattar eru miklu lægri en hérna og allt verðlag líka. Þar sem viskíflaskan kostar innan við þúsundkall og fatnaður er nánast gefins.

Ég skal skrifa tíðindi ef ég finn eitthvað fréttnæmt á næstunni hér á bloggið ef einhver nennir að lesa.

Florida here I come!


Samhengi hlutanna

í Borgarstjórn Reykjavíkur birtist manni í fréttum um að Aðalskipulagið hafi nú verið staðfest þar sem taka á Vatnsmýrina undir byggingarland og flugvöllurinn fari.

Nú á hinsvegar að ala upp æðarfuglsunga í Húsdýragarðinum og sleppa í Vatnsmýrina svo að Sílamávurinn sem Gísli Marteinn vildi skjóta en VG stöðvaði, fá nú væntanlega fylli sína af æðarfuglsungum.

Gísli Marteinn er í brott. Sílamávurinn er að koma. Dagur er í nánd því hann var kjörinn Borgarstjóraefni Einsmáls-flokksins með mun  færri atkvæðum en Ármann Kr. fékk í fjórum sinnum minna bæjarfélaginu Kópavogi.

Það er um að gera að forystan njóti óskoraðs trausts. Þar er samhengi hlutanna að finna. 


Glæpur og refsing

eru hugtök sem þarft er að velta fyrir sér og ungir menn sérstaklega mega hugleiða.

 Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna, virðist manni óneitanlega eiga einhvern þátt í því að hlutfall þeirra 16-29 ára sem styðja Sjálfstæðisflokkinn er aðeins 14 % í Reykjavík. Ákveðin þreytumerki hafa mönnum fundist koma fram í málflutningi félagsins til margra ára. Ef maður spyr gamlan jálk eins og mig hverju hann muni eftir af slíku, þá er það helst krafa um vín í matvörubúðirnar og að  selja RÁS 2 sem í hugann koma. En auðvitað er þetta alhæfing af versta tagi. Heimdallur er gott félag en hefur samt ekki náð nauðsynlegum takti til að laða að sér félaga í seinni tíð eins og fylgiskannanir sýna.

 Nú síðast hafa félagsmenn dregið í efa að refsingar fyrir fíkniefnabrot skili árangri. Þetta verður hæstaréttarlögmanninum og löggiltum endurskoðandanum  Einari S. Hálfdánarsyni umhugsunarefni í Mbl. Í dag.

Einar segir:

„Virkar refsistefnan gegn fíkniefnum? - Heimdallur stendur fyrir opnum fundi um stöðu refsistefnunnar gegn fíkniefnum. Einhvern veginn kemur ekki á óvart að þessi smái hópur ungs fólks spyrji þessa. Virkar refsistefnan; fækkar hraðakstursbrotum, nauðgunum, og morðum á Íslandi og hefur gert vegna refsinga, nú eða þá brotamönnunum, t.d. pervertum? Hvaða ályktanir á að draga af því ef ekki dregur úr brotum í einhverjum brotaflokkum, svona yfirleitt? Afnema refsingarnar?

 

Eiturlyfjasmyglara má líkja við mann sem varpar sprengju inn í hóp fólks. Hann ætlar svo sem ekki að drepa neinn sérstakan. En hann myrðir ákveðið hlutfall þeirra. Enginn unglingur »kaupir« hlutskipti eiturlyfjaneytandans. Oft og iðulega eru fórnarlömb nauðgarana óvarkárari en gengur og gerist um fólk. Minnkar það sök nauðgarans? Reyndar á það við um fórnarlömb allra glæpa, því miður. Ég hefði ekki átt að bóna bílinn, þá hefði ég ekki freistað þjófsins. - Því er skemmst frá að segja að auðveldara er fyrir unglinga að verða sér úti um amfetamín en að komast inn á bannaða bíómynd. Eiturlyfjasalan fer fram nokkurn veginn fyrir opnum tjöldum, gjarnan úr bílum þar sem viðskiptavinirnir geta gengið að þeim vísum. Þórólfur Þórlindsson prófessor telur ástæðu þess að unglingar verðaeiturlyfjaneytendur oftar en ekki sé um að ræða að vera á röngum stað á röngum tíma.

Á áttunda áratug liðinnar aldar hófust hryðjuverk til nýrrar hæðar. Stalín hafði að vísu, löngu fyrr, sem ungur maður gert sé grein fyrir og hafið hryðjuverk til vegsemdar í stjórnmálabaráttunni. Árangurinn var auðvitað framar vonum. Ráðstjórnarríkin voru fyrsta uppskeran, og svo koll af kolli.

Ég skal fyrstur manna viðurkenna að ég ber ekki fullkomna virðingu fyrir öllum ungliðum í flokknum sem ég hef verið félagi í frá 15 ára aldri. Framkoma gagnvart samherjum, »lýðræðisleg« framkvæmd kosninga til forystu og ýmislegt fleira hefur sem sé ekki ýtt undir aðdáun mína á þeim öllum. Ekki bætir úr skák að hafa orðið vitni að þröngum hópi ungra manna gera hróp að félaga okkar á sjálfum landsfundi okkar sem vildi standa vörð um kristni okkar og kristna menningu.

- En nóg um það.

Davíð Þorláksson er ekki einn um að efast um áhrif refsinga. Hann ku vera lögfræðingur og á að vera kunnugt um mismunandi skoðanir þar um. Þar sýnist sitt hverjum. Ég er á hinn bóginn viss um að refsingar hafa áhrif. En það er næsta víst að refsingar hafa ekki áhrif á fíklana, brotaþolana, eins og allir aðrir sem eru fórnardýr glæpamannanna eru nefndir. Refsingar hafa áhrif (eða sömu áhrif) á eiturlyfjasala og aðra þá sem brjóta lög, vitandi vits, hvorki meiri né minni. Ekkert liggur fyrir í aðra veru.

Það liggur fyrir að þessi Davíð Þorláksson telur 5% flokk með »réttar skoðanir« betri en okkar flokk sem bara hefur staðið vörð um Ísland, íslenskan almenning og íslenska hagsmuni í nærfellt eina öld. Kannski verður honum að ósk sinni, hver veit?“

 

Í framhaldi af þessu má velta fyrir sér hvort búið sé að afflytja merkingu fangelsisrefsinga í áranna rás. Hugtakið betrun er komið í stað refsingar. Er ekki Dolvipar pillan  komin í stað timburmanna sem eru auðvitað refsing sem menn eiga að taka út svikalaust að því að Guðni frændi minn segir?

 Svo er sagt að ellilífeyrisþegi sem gæti skipt hlutskipti við fanga á LitlaHrauni færi mikið upp á við í lífsgæðum. Frítt húsnæði, frítt sjónvarp, frír matur,frí læknis-og lyfjaþjónusta, félagslíf, útivera, starf, námstækifæri og vasapeningar.  Allt hlutir sem sem ellil-og örorkulífeyrisþegi hefur af skornum skammti.

Í stað þess að fangelsisvist sé refsing eins og maður skynjar óþyrmilega af bandarískum bíómyndum þar sem 2 glæpamenn gista saman í rimlabúri með kojum eða af fréttum frá Frakklandi þar sem 9 fangar nútímans deila 12 m2 klefa, þá virðast íslensk fangelsi vera hágæða mennta-og uppeldisstofnanir þar sem refsingin er víkur fyrir umhyggjunni.

Ber þá yfirleitt að dæma fólk í fangelsisrefsingu? Er hýðing betri eða handarhögg? Dauðarefsing? Hvað er sannleikur spurði maðurinn forðum?

 

Hugleiðingar Einars og samlíking eiturlyfjasalans og hryðjuverkamannsins sem hendir sprengju, er skörp. Það er afleiðingin en ekki handahreyfingin sem er refsiverð ef eitthvað er. 

Það er glæpurinn og refsingin sem vefst fyrir manni. 


Hælisleitendur

eru enn umræðuefni margra. 

Ekkert fréttist af fyrirætlun innnaríkisráðherru um að stytta afgreiðslutíma hælisleitenda. Er hún kannski búin að þessu öllu?

Á vef Innaríkisráðuneytisins er 39 atriði með fréttum af hælisleitendum. Langflest fjalla um störf ráðherra fyrri ríkisstjórnar að þessum málum. Einskis varð ég samt vísari af þeim lestri um að eitthvað raunhæft hefði gerst.

Af hverju spyr ekki neinn fjölmiðill um þessi mál sem almenningur hefur mikinn áhuga á að fylgjast með?  Ég fullyrði að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að snöfurlega sé tekið á þessum málum með miklu fleiri tafarlausum endursendingum en tíðkast hefur.

Í sannleika sagt eru hælisleitendur engir aufúsugestir á Íslandi í augum þorra fólks. Fólk hefur miklar efasemdir um að nógu snarplega sé tekið á málefnum hælisleitenda. Enginn bað þá um að koma að minnsta kosti. Höfum við ekkert um málefni hælisleitenda að segja?


Sósíalismi Andskotans

er að gegnsýra alla íslensku þjóðina.

Hún horfir þegjandi á alsherjar lífeyrissjóðavæðingu á atvinnulífi landsmanna sem kaupa upp hvert fallíttið af öðru og selja svo sjálfum sér með gróða eftir að spillingin hefur fengið að grasséra hæfilega.

Men sjá ekkert lengur athugavert við fréttaflutning Morgunblaðsins af þessari hæglátu þjóðfélagsbyltingu: Þar segir:

"Þeir sem keyptu 7% hlut í Icelandair Group fyrir 6,6 milljarða af Framtakssjóði Íslands á mánudaginn eru lífeyrissjóðir og sjóðir á vegum Landsbankans sem enn fremur annaðist söluna, að sögn heimildarmanna sem starfa á verðbréfamarkaði. Í hópnum eru annars vegar lífeyrissjóðir sem eiga í Framtakssjóðnum og hins vegar lífeyrissjóðir sem ekki eiga í honum, herma heimildir Morgunblaðsins.“ 

Það er ríkið og Framtakssjóður sem er í eigu lífeyrissjóða sem keyptu Flugleiðabréfin. Þessu erslegið upp  athugsaemdalaust í Morgunblaðinu. lLífeyrissjóðirnir kaupa fyrst bréfin og kaupa þau svo aftur af sjálfum sér og stórgræða. Þessu má eiginlega helst jafna til Pálma í Fons þegar hann var aað kaupa og selja Sterling með svaka gróoða í hvert sinn. 

„Árið 2010 keypti Framtakssjóðurinn 30% hlut í félaginu fyrir 3,6 milljarða samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu í kjölfar efnahagsáfalls og eldgoss í Eyjafjallajökli. Nú hefur sjóðurinn selt allan þann hlut í fjórum áföngum fyrir 15,2 milljarða króna og er gengishagnaðurinn 11,6 milljarðar króna. Ef horft er til þeirra fjárhæða nemur ávöxtunin 322%.  Á sama tímabili hafa bréf easyJet hækkað um 274%, Ryanair um 96% og Norwegian um 90%.“ 

Svo kemur það sem skilur þetta frá Pálma: „ Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, benti á í samtali við mbl.is að fjárhæðinni yrði skilað til eigenda sjóðsins. Þeir eru 16 lífeyrissjóðir, Landsbankinn sem er í eigu ríkisins á 28% hlut og VÍS á 0,6%.“ 

Enn segir í Mbl‘.

  „Forsvarsmenn sjóðsins hafa sagt að hann gegni mikilvægu hlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins.  Áður en sjóðurinn keypti í Icelandair átti Íslandsbanki(erlendir vogunarsjóðir) um helmings hlut í fyrirtækinu sem meðal annars mátti rekja til veðkalla. Fjármálaeftirlitið veitti bankanum tímabundna undanþágu til þess að fara með svo stóran hlut á sama tíma og félagið var skráð á hlutabréfamarkað. Ef hennar hefði ekki notið við hefði þurft að afskrá félagið.“ (Þvílk náð að eiga svona Fjármálaeftirlit!)

 Við kaup FSÍ var farið í hlutafjáraukningu hjá flugfélaginu, hlutur bankans fór í um 30% og því þurfti ekki lengur undanþáguna. Það má því segja að Framtakssjóðurinn hafi stuðlað að áframhaldandi skráningu Icelandair á hlutabréfamarkað með kaupum á stórum eignahlut í félaginu.

Í yfirlýsingu frá sjóðnum árið 2011 segir að aðkoma Framtakssjóðsins að Icelandair »hafi verið mikilvæg þegar mikil óvissa var um fjárhagslega stöðu félagsins og ekki sjálfgefið að einstaka lífeyrissjóðir eða fjárfestar« hefðu keypt í fyrirtækinu.“

 Og enn gengur dælan:

  „Enn fremur hefur sjóðurinn fleytt N1 og Vodafone á hlutabréfamarkað. Auk þess er talið líklegt að Advania og Promens fari á markað á næsta ári. Framtakssjóðurinn á 74% í Advania og 49,5% hlut í Promens. Sjóðurinn á jafnframt Icelandic Group að fullu og hann keypti í haust 38% hlut í Invent Farma.

Sjóðurinn hefur tekið þátt í þeirri þróun að færa eignarhald á hópi fyrirtækja frá bönkum til lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið segir að það að bankar eigi minna í samkeppnisfyrirtækjum sé af hinu góða en að vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða, m.a. í gegnum framtakssjóði, kallar á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi og með hvaða hætti nauðsynlegt sé að standa vörð um virka samkeppni við þær aðstæður.“

Finnst engum þetta athugavert? Lífeyrissjóðir sem eru í eign launþega stofna FSÍ án þess að eigendur hafi verið spurðir. FSÍ kaupir, undir stjórn einhvers manns sem fáir þekkja,  urmul af stærstu fyrirtækjum lanfsins og græðir stórfé á því að selja eigendum sínum þau aftur fyrir stórgróða? Ríkisstofnun er fengin til að blessa yfir gerningana. Amen eftir efninu.

Að hverjum  er verið að gera grín? Mér kannski? Af hverju gerði ríkið þetta bara ekki sjálft fyrir sína peninga sem það á í þessum sjóðum? Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn?

Á ég þá að hlæja og klappa fyrir þessari snilld?

Mest allt atvinnulíf er að færast á fárra hendur eins og fyrir hrun. Þá var það Baugur,  Jón Ásgeir og Pálmi Í Fons.  Nú eru það einhverjir fósar sem ég þekki ekki,  sem fara með eign mína í lífeyrissjóðunum. Þetta lið er er að hreiðra um sig með vinum sínum í öllu atvinnulífi landsmanna. Alveg eins og hjá Pútín í Rússlandi.

Ef þetta er ekki sósíalismi Andskotans þá þekki ég hann ekki. 

 


Verðtryggð neytendalán?

er í mínum skilningi eitthvað heimskulegasta hugtak sem fleytt hefur verið í ruglandinni um hvað þeir skuldugu eigi annað að gera en að borga. Ef þessi lán verði bara bönnuð þá sé málið leyst.

Hvað skyldi annars vera neytendalán? Hvað er ekki neytendalán?  Er ekki sá sem skuldar að neyta þess sem hann fékk fyrir lánsféið?  Ef hann hefði ekki fengið lánið væri hann þá ólánsamari en með láninu?  Eða er verið að tala um verðtryggð fasteignalán eins og íbúðalánasjóðslánin?

Auðvitað var það svakalegt þegar hrunið olli því að íbúðalánin hækkuðu umfram verðmæti þess sem skuldin var tryggð í. Að vísu gerðu bílalánin það líka. Það varð þá forsendubrestur fyrir að verðtryggja lán sem allt í einu var orðið miklu hærra en það sem keypt var fyrir lánið. Menn fóru unnvörpum á hausinn og bankarnir hirtu allt. Samt er hrunið núna orðið að aðeins smáhlykk á grafi yfir þróun verðlags. Og sléttast úr því með hverju ári sem líður. Bráðum verður hann horfinn.

 En það hefur ekkert að gera með það að það er ekki hægt í einu þjóðfélagi að lána út peninga vaxtalaust án verðtryggingar öðruvísi en einhver skaðist varanlega. Annað hvort sá sem lánar eða sá sem fær lánað. Án verðtryggingar getur enginn borgað af húusnæðisláni því vextirnir verða að innifela verðbólguþátt vaxta og höfuðstóllinn má ekki rýrna. Annars lánar enginnn neitt út.

það var svoleiðis í mínu ungdæmi að menn fengu húsnæðislán fyrir ca fjórðungi af íbúðarverðinu.  Það var nóg að borga fyrstu árin en svo létti verðbólgan undir og að síðustu var þetta orðið lítið þó snemma hafi farið að koma inn verðtrygging sem ég kynntist þá í fyrsta sinn.

Það sem var erfitt í þá daga var að finna peninga fyrir þremur fjórðu af íbúðinni. Það vildi helst enginn lána manni neitt.  Skiljanlega.  Smávíxlar, fjölskylduhjálp, endalaust strit og aukavinna var hlutskiptið meðan bestu árin liðu hjá eins og augnablik.  Allt í einu voru börnin að fara og maður hafði bæði gleymt að lifa eða sinna þeim betur.  Ævilangur mórall og eftirsjá tók við hjá mörgum.

Þá hefði maður ekki trúað því að einhverntíman yrði hægt að fá lán á Íslandi eins og hver vildi. Verðtryggingin færði fólki möguleika á að byrja búskap á mannsæmandi hátt.  Svo fóru menn að horfa á greiðsluseðlana og sáu að lánin bara hækkuðu og hækkuðu eftir því sem meira var borgað.  En hvað var til ráða? Voru ekki allir að byggja og taka lán? Maður gerði bara eins. Þá fóru menn að tala um ónýta krónu  og aðra gjaldmiðla sem ættu að lækna þetta allt. Bullið er endalaust.

Þa voru alltaf að koma fram pólitíkusar sem lofuðu manni kanínum úr höttum ef maður kysi bara þá. Þeir gátu auðvitað ekkert annað en logið því að okkur að kanínan væri rétt aðeins ókomin, hún hefði aðeins skroppið afsíðis. En hún kæmi bráðum ef við kysum þá aftur sem við auðvitað gerðum. 

Og enn í dag tekur almenningur verðtryggð lán vegna þess að vextirnir eru svo miklir eða breytilegir af óverðtryggðum lánum að lágir vextir ofan á  verðtrygginguna eru geðslegri og skuldadagarnir lengra úti.  

Þá heimta menn bann við verðtryggingu lána sem allt í einu heita neytendalán. Hvað eru ekki neytendalán? Smálán? VISA raðgreiðslur? Bílalán? Lán í erlendum gjaldeyri? Ætli húsnæðislán í Danmörku til 40 ára með 3 % vöxtum sé neytendalán?  Gleyma menn muninum á danskri krónu og íslenskri? Margir virðast halda að lán til sprotafyrirtækja séu fáanleg í Þýskalandi á svona kjörum. þeir ættu kannski að kynna sér það aðeins betur.  Enda sagði gamall vinur minn að vextir ættu ávallt að vera svo háir sem til væru fífl að borga. Þannig líta raunsæir menn yfirleitt á vexti. Peningar hafahinsvegar  verð eins og allir hlutir. Þeir geta verðlagt sig út af markaðnum þó ótrúlegt sé.Og orðið atvinnulausir líka.

Einu sinni var til hugtak sem hét sparnaður. Sparifé var eitthvað sem fífl geymdu í bönkum þar sem það brann upp í verðbólgunni. Þetta fé vildu aðrir menn fá lánað án þess að þurfa að borga það til baka. Þetta gekk ekki til lengdar og því settu hinir skynsamari menn þá eins og Ólafur Jóhannesson og Jóhanna nokkur Sigurðardóttir, (já hún og Steingrímur líka!) svo einhverjir séu nefndir lög um verðtryggingu lána og sparifjár. Svo heimtuðu bolsarnir líka verðtryggingu á launin en sem menn komust fljótt að að gat ekki farið saman með verkfallsréttinum.

Og alltaf var krónan okkar kramin og kreist. Nú formæla kratarnir henni og halda því fram að upptaka evrunnar muni bæta hér allt. Þó svo að við heyrum stundum fréttir frá Spáni þar sem helmingur ungmenna fær aldrei vinnu. 

Nú er farið að renna upp fyrir þó nokkrum að það er verðbólgan sem keyrir upp lánin. Án verðbólgi væri engin vísitala. Þá er bara spurt hver býr til verðbólguna. Og þá segir kötturinn ekki ég, ekki ég. Það er alveg furðulegt hvernig hálf þjóðin getur talað sig úpp í hástert yfir vísitölu sem mælir verðbólgu og komist að því að ráðið við henni sé að banna verðtryggingu á neytendalánum.  Suma er farið að gruna að jafnvel launalækkun væri besta kjarabótin.

Er ekki krónan í eðli sínu bara samningur? Milli mín og þín um að hún mæli okkar viðskipti? Ef ég svík þig, munt þú þá svíkja mig?  Eða erum við heiðursmenn sem vilja á hvorugu níðast sem okkur til er trúað eins og Kolskeggur. Án trausts er krónan hinsvegar bara marglit pappírssnudda þar sem á bak við hana er ekkert annað en traustið. En að skilja þetta allt er verkurinn.

Er okkur ólánsömu neytendunum yfirleitt viðbjargandi? Eru neitendalán ekki  það sem okkur helst vantar? Að sem flestir neiti sér um að taka lán en leggi hinsvegar fyrir. En kemur þá ekki kreppa?. Svo hvað er sannleikur spurði Pontius Pílatus og neitaði að sakfella lausnarann? 

Lausnari okkar er hinsvegar ekki verðtryggt neytendalán. 

 


Hver ræður á Íslandi?

hugsar maður þegar manni er tilkynnt að við almenningur eigum að snara út svo sem einum milljarði til að skipta snarlega út perum í götuljósunum að boði ESB. 25.000 staurar eða svo mega ekki vera með kvikasilfursperur. Alar burt. Neytendur bara borga. Þú og ég.

Af hverju má ekki skipta þessu út eftir því sem perurnar springa? Skella ekki bara milljarðs  rukkun á skattþegnana af því að einhver í Brussel er búinn að gefa út tilskipun? Henda perum í góðu lagi. Hvað liggur svona á?

Af hverju  ráða bara Svisslendingar landi sínu?

Hver ræður eiginlega á Íslandi?


Svissarar taka af skarið

og segjast vilja stjórna innflutningi fólks frá EES  til sín sjálfir.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina segja þeir hingað og ekki lengra.  Við tökum ekki lengur við áttatíuþúsund  óflokkuðum innflytjendum árlega. Við látum þennan innflutning ekki grafa undan okkar  þjóðfélagsskipan og  starfsvenjum  landsmanna.  Við viljum stjórna okkur sjálfir en ekki láta skipa okkur fyrir í blindni.

Myndum við Íslendingar þora að leggja svona mál í dóm þjóðarinnar? Og hver skyldi afstaða hins þögla meirihluta íslensku þjóðarinnar vera til Schengen og allra  tilskipananna frá Brussel á Evrópska Efnahagssvæðinu sem hér verða jafnt og þétt að nýjum íslenskum lögum?  Alþingismenn okkar eru sagðir afgreiða lög frá ESB án þess að lesa þau eða skilja.

 Er enginn hugsi yfir sjálfstæði Íslands eftir það sem Svissarar hafa nú ákveðið hjá sér? 


Er það okkar vandamál?

þegar harðstjórar og uppreisnarmenn í einu landi berjast svo að konur,börn og andhetjur flýja? Af hverju er það okkar vandamál að leysa úr afleiðingum brjálæðisins sem einhverjir kölluðu arabiska vorið?

Við skárumst í leikinn í Libíu og óbeint drápum Gaddafi fyrir alveg jafnmiklar skepnur og hann var sjálfur. Við drápum Hússein í Irak og leiddum miklu meiri hörmungar yfir fólkið í landinu en hann nokkurn tímann gerði. Gleymum því ekki að hann Saddam verkfræðingur  fékk áður verðlaun Sameinuðu Þjóðanna fyrir afrek sín á sviði heilbrigðismála í landi sínu.  Báðir þessir fantar héldu frið innanlands með þeim meðölum sem þurftu. Þá var þetta ekkert vandamál sem við þurftum að spá í. Nú er Assad augnlæknir eð berjast við glæpamenn og erlenda flugumenn sem engu eira. Verður ekki annar að drepa hinn til þess að friður komist á?

Svo ryðst fólk óboðið yfir landmæri inn í önnur ríki og kallar sig flóttamenn sem þýðir að heimurinn eigi að framfæra það burtséð frá því hvaða fortíð það hefur.  Borgarastríð eru innanríkismál. En fyrrum innaríkisráðherra Íslands skrifar greinar í blöð og leggur málið upp eins og að við eigum að leysa þessi flóttamannamál.  Líklega með því að flytja flóttamennina hingað á okkar sósíal.

Tóku allar þjóðir almennt við flóttamönnum undan Hitler?  Hverra vandamál voru vandamálin þá?


Spillingin á fullu

og hvorki Sigurjón M. né aðrir virðast hafa neitt við hana að athuga á Sprengisandi rétt í þessu. Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir og Helgi Magnússon úr Lífeyrissjóði Verslunarmanna skýra frá því hvernig þau raði völdu fólki í stjórn atvinnulífsins. Og meira í vændum? Endalaust? Ætlar einhver að segja mér að þarna sé ekki pláss fyrir spillingu? 

Rétt áður er Herdís Þorgeirsdóttir búin að lýsa spillingunni hjá Pútín í Rússlandi,  Hvernig hann er orðinn einn ríkasti maður heims. Fyrirhafnarlaust. Hvernig skyldi vinum hans hafa gengið? Í hvaða stjórnum skyldu þeir sitja?

Það sem ég  hef við þetta að athuga, sem áhrifalaus eigandi að þessum lífeyrissjóði sem skammtar mér úr skertum hnefa  er það, að mér finnst alveg óþarfi að láta þetta lið vera að braska með ríkispeninga. Lífeyrissjóðurinn er að spekúlera með fjármuni sem eru sameign þjóðarinnar. Ég hef atkvæðisrétt í kosningum. Engan í Líifeyrissjóðnum.

Ríkið á skattfé af öllum útgreiðslum úr sjóðnum. Það fær mánaðarlega skatt af þessum litlu greiðslum til mín. Og skerðir svo grunnlífeyrinn á móti. Af hverju tekur það ekki þessa peninga til sín? Semur við sjóðinn um að fá það sem óútgrett er strax og síðan staðgreiðslu af öllu sem innborgað er hér eftir?

Engar ríkisskuldir, engar 90 milljarða vaxtagreiðslur ríkisins, engin vandamál í heilbrigðiskerfinu. Er það ekkert vandamál?

Eða bara spillingin á fullu áfram?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 3421405

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband