Leita í fréttum mbl.is

Ekki var nú mikil aðsókn

á Austurvöll við herlúðra fylgisflokka Evrópusambandsins Samfylkingarinnar og VG ef marka má vefmyndavél Mílu sem ég sé á netinu.

Mér skilst að minnst tvær undirskriftasafnanir séu í gangi á vegum sömu flokka gegn því að hætta aðildarviðræðunum.  Nú í þessu talar Evrópusambandssinninn Steingrímur J. Sigfússon. Að vanda kemur ekki eitt einasta efnisatriði fram heldur hendir hann ónotum í utanríkisráðherra á sinn venjulega upphafna hátt. Hvað erindi hann á í ræðustólinn í þetta sinn skil ég ekki. Svo kemur Svandís og spyr til hvers þetta allt sé? Þetta sé leikrít sem hún skilur ekki? Þetta eru ekki ný tíðindi fyrir mig.

En málið er það, að ég er algerlega á móti því að hafa þjóðaratkvæði um Evrópumál með sveitarstjórnarmálum. Ef fólk vill greiða atkvæði um inngöngu í ESB þá tel ég nauðsynlegt að slíkt stórmál fá algerlega sjálfstæða kosningu. Einhver tiltölulega fámennur gargfundur  á Austurvelli á ekki að trufla störf Alþingis þannig að Píratar hlaupi upp til handa og fóta og flytji vanhugsaðar tillögur um að trufla komandi sveitarstjórnarkosningar.

Viltu ganga í ESB?

Því á fólk að svara áður en en það heimtar aðildarviðræður. Þær hljóta að koma á eftir grundvallaratriðinu. Kemur ekki hænan á undan egginu? 


Vilhjálmur Bjarnason veldur mér vonbrigðum

með því að tilkynna að hann ætli að ganga gegn flokki sínum á Alþingi.

Reyndir stjórnmálamenn hafa lengi viðhaft þá aðferð að geti einstakir fulltrúar ekki fylgt flokknum sínum vegna sérstakar sannfæringar í einhverju máli hafa þeir vikið sæti og kallað inn varamann til þess að taka ekki þann kaleik.

Með því að fara þá leið sem Vilhjálmur Bjarnason hefur nú valið  safna menn ekki að sér stuðningsmönnum til stjórnmálalegrar framtíðar. Vilhjálmur Bjarnason veldur mér sem fótgönguliða Sjálfstæðisflokksins vonbrigðum með þessu framferði sínu.

Ég hef lengi verið stuðningmaður Vilhjálms þar til núna.  Ég mun þó reyna að skrifa þetta á stjórnmálalegt reynsluleysi þingmannsins sem enn er hægt að laga.


Af hverju er haldið áfram?

með þá tuggu að Bjarni Benediktsson hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda  áfram aðildarviðræðum? Benedikt Jóhannesson heldur þessu fram á Sprengisandi í dag og ber við sérstakri tillitsemi við Bjarna. 

Það skiptir engu máli hvað einhverjir, jafnvel þingmenn og formenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt einhvern tímann sem sína skoðun. Þeir geta ekki lofað meiru en Landsfundur leyfir. Þeir verða allir að beygja sig undir samþykktir Landsfundar. Hún liggur fyrir í því  að flokkurinn vill slíta viðræðunum.

Benedikt lætur að því liggja að að við séum að hafna viðskiptafrelsi og því að taka okkur stöðu meðal vestrænna lýðræðisþjóða, afsala okkur möguleika á evru,  með því að vilja ekki ganga í ESB. Þetta er auðvitað fjarri lagi. Við búum við verslunarfrelsi. Norðmenn selja fisk inn á sama markað og við og greiða sömu tolla. ESB er tollabandalag. Það myndi hugsanlega breyta málinu með fiskinn ef Norðmenn greiddu ekki sömu gjöld og við.

Íslenskur landbúnaður myndi lenda í vandamálum ef við færum að flytja inn Buffalo-osta í stórum stíl sem hafa hugsanlega verið niðurgreiddir í ESB. Það er ekki allt ómögulegt hér á landi samt þó að við göngum ekki í þetta þrönga bandalag 27 ríkja meðan það eru hundrað ríki sem ekki eru í þessu bandalagi.

Benedikt segist vantreysta íslenskum stjórnmálamönnum og treystir því Brussel-apparatinu betur en okkar fólki. Það er þó allavega fróm yfirlýsing hjá Benedikt að hann vill afsala Íslendingum forræði sinna mála af því að hann treystir Brussel betur. Er þarna ekki kratisminn kominn í sinni tærustu birtingarmynd þó að Benedikt þykist vera Sjálfstæðismaður í hinu orðinu.

Benedikt er tíðrætt um að Sjálfstæðisflokkurinn sé fylgislaus meðal ungs fólks. En hann gleymir því að þetta er bara ástandið í Reykjavík. Allt í kring um Reykjavík er flokkurinn mjög uppi. Benedikt ætti þá að líta í eigin barm og skoða hvaða þátt hann á sjálfur í fylgisleysinu með þessari síbylju sinni gegn stefnu flokksins í Evrópumálunum. Heiðrún Lind  Marteinsdóttir löghmaður stendur sig með mikilli prýði í að verja flokkinn gegn ásókn Benedikts og Sigurjóns M. Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki óvini meðan hann slíka talsmenn eins og Benedikt.

Við Íslendingar þurfum bara viðskiptafrelsið aftur eins og  það var á Davíðstímanum. Þá máttu allir versla í þeirri mynt sem þeir sjálfir ákváðu, eiga hvaða gjaldeyri sem þeir vildu og íslenska verðtryggða krónan var eign sem allir gátu treyst sem sterkasta gjaldmiðli í heimi. Einhver ljóshærður unglingur sem ég náði ekki nafninu á býsnaðist yfir því í þætti hjá Gísla Marteini að krónan okkar hefði rýrnað svo og svo mikið síðan eitthvað. Veit hann ekki að allr gjaldmiðlar rýrna árlega um verðbólgu landsins? Hvað er eftir af dollaranum frá 1940?  Mér sagt að það séu ekki nema nokkur cent. Verðtryggða íslenska krónan er ekki þessum annmörkum háð. Verðtryggð innistæða rýrnar ekki frekar en verðtryggt lán. En það má ekki ræða um jafnræði milli verðtryggðra skulda og verðtryggðra eigna án þess að krónuníðingarnir reki upp ramakvein.

Benedikt ræðir um litla framleiðni á Íslandi og tekur bankakerfið sem dæmi. Þetta er rétt, það þarf að bæta margt á Íslandi. En það er alveg hægt án þess að ganga í ESB og ofurselja sig erlendu valdi eins og Benedikt vill í hinu orðinu. Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn hafa sem betur fer yfirleitt meiri trú á landinu og þjóðinni en Benedikt þessi og JÁ-hópurinn hans.

Ég vil alveg halda þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt er :

1. Viltu ganga i ESB?

Ef þjóðin segir já, þá tökum við upp aðildarviðræðurnar þegar ný ríkisstjórn verður kosin í samræmi við það.

En höldum ekki áfram þessari síbylju um að ípakkakíkingar færi okkur einhvern nýjan sannleika í aðlögunarferlinu.


Landsfundur ræður

en ekki eitthvað sem einstakir þingmenn segja einhven tímann.

Það er vanþekking að halda því fram að eitthvað sem Bjarni Benediktsson hefur sagt einhvern tímann  vegi þyngra í stjórnmálum heldur en Landsfundarsamþykktir. Eftir þeim ber forystu flokksins að fara sé þess nokkur kostur.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins  hefur ákveðið að hætta aðildarviðræðum og taka þær ekki upp að nýju nema að undangengnu þjóðaratkvæði, Landsfundur ræður stefnu flokksins. Líka í afstöðunni til ESB.


Svona var ályktun Landsfundar:

" Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
Hvernig getur þingsályktun um að hætta aðildarviðræðum verið svik eða Golubelgingur? 


"Golubelgdur málflutningur"

er dómur Þorsteins Pálssonar þegar utanríkisráðherra kynnir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að slíta aðlögunarviðræðum við ESB. 

Að hans mati er utanríkisráðherra okkar ekki merkilegur pappír að dirfast að lýsa sérstöðu hins íslenska stórveldis við það að  mægjast við fátækt fólk í Evrópu undir hatti ESB. En það er nefnilega nákvæmlega það sem myndi gerast við inngönguna. Við venjulegir yrðum að borga meira en við fengjum til baka.

 En Þorsteinn virðist ekki eða vill ekki gefa upp að hann skilji að viðskipti manna standa hvorki né falla vegna einhverra reiknieininga. Ef þau eru báðum aðilum hagkvæm er hægt að gera viðskipti í öðru en gíslatöku með byssum eða hryðjuverkum. 

Þorsteinn segir meðal annars svo:

........"Ein alvarlegasta staðreyndin sem dregin er fram í McKinsey-skýrslunni er sú að framleiðni í þjóðarbúskapnum er langt fyrir neðan það sem gerist í helstu viðskiptaríkjunum. Reyndar kemur þar fram að framleiðni hér er nánast á plani við Grikkland. Aðeins sjávarútvegurinn stóðst alþjóðlegan samanburð í þessum efnum.


Óþarfi er að minna á að framleiðni atvinnufyrirtækjanna er það sem úrslitum ræður í viðleitninni til að halda laununum sambærilegum við það sem best gerist. Það er eitthvað mikið að þegar utanríkisráðherra landsins sér ekki þennan vanda eftir lestur McKinsey-skýrslunnar.

Við getum ekki dregið mikið fleiri tonn af fiski úr sjó. Gríðarleg tækifæri bíða aftur á móti til að gera meiri verðmæti úr sjávarfanginu. En til þess þarf gjaldgenga mynt og opnari aðgang að mörkuðum. Það er eitthvað mikið að þegar utanríkisráðherra sér ekki að hér eru hindranir í vegi.

Málum er svo komið að íslensk sprotafyrirtæki verða annaðhvort að selja hugmyndir sínar úr landi eða flytja sjálf úr landi um leið og þau eignast viðskiptavini. Ástæðan er sú að Ísland á ekki gjaldgenga mynt. Það er eitthvað mikið að þegar þessi alvarlega staða er hulin augum utanríkisráðherra landsins.

Á Írlandi hefur framlag útflutnings til hagvaxtar verið jákvætt eftir hrun. Hér hefur það verið neikvætt. Hagspár benda til að hagvöxtur næstu ár byggist á einkaneyslu en ekki sköpun verðmæta. Það er eitthvað mikið að þegar augu utanríkisráðherra eru lokuð fyrir þessum veruleika...."

 

 

 Eru ekki allur útflutningur okkar keyptur fyrir erlendan gjaldeyri? Sem er skipt í íslenskar krónur til að borga laun á Íslandi. Skipt í bandaríkjadali til að borga starfsmönnum laun í USA, canadadollara vegna notkunar í því landi, sterlingspund vegna útgjalda í Bretlandi. Hefur Þorsteinn ekki heyrt getið um Forex markaðinn í heiminum þar sem veltan nemur 6 trilljónum dollara á dag, fimm daga vikunnar?  Þar er bara verið að skipta gjaldmiðlum  heimsins. Allir geta tekið þátt á þessum markaði og reynt að græða fyrir sig. Sem eru 95% líkur á að mistakist.

 Það skiptir engu máli hver reiknieiningin er sem notuð er til að reikna dæmi. Allt bullið um ónýtan gjaldmiðil er út í hött. Krónan er alveg gjaldgeng við frelsi. Það var gjaldeyrisfrelsi fyrir hrun á Íslandi. Allir máttu eiga þann gjaldeyri sem þeir vildu. Voru margir að sánka að sér dollurum þá?Bankarnir borguðu helst enga vexti á innlenda gjaldeyrisreikninga. Verðtryggð íslensk króna bar raunvexti og var þá sterkasta mynt í heimi.

Hvernig stendur á þessari síbylju um ónýta krónu sem við neyddumst til að fjötra eins og Fenrisúlf vegna tiltekta íslenskra glæpamanna á erlendri grund? Við þjáumst í höftum en ekki vogunarsjóðirnir sem nota íslenska starfskrafta við að pína okkur endalaust. Af hverju tökum við ekki á þessum helvítum?

Það er ömurlegt að verða vitni að slíku skilningsleysi hjá manni sem áreiðanlega vill eins vel og Þorsteinn Pálsson. Íslensk úrvinnsla fiskafurða stendur þegar ofar öllu öðru sem þekkist i heiminum. Sama í hvað mynt er reiknað. Non plus ultra. Það er almennt minni vinnuharka á Íslandi en annarsstaðar hvert sem litið er. Minni afköst á mann. Kaupið er víst líka svo lágt að getur varla verið sanngjarnt að menn vinni mikið fyrir þá hungurlús.

Ég vildi óska að Þorsteinn Pálsson hugsaði sig um aftur hvað þær setningar varðar sem feitletraðar eru hér að ofan. Og ekki finnst mér hann stækka mikið með orðbragðinu sem er í fyrirsögninni en sleppum því.


"What is negotiated?


The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis").

These rules are divided into 35 different policy fields (chapters), such as transport, energy, environment, etc., each of which is negotiated separately.

They are not negotiable:

  • candidates essentially agree on how and when to adopt and implement them.
  • the EU obtains guarantees on the date and effectiveness of each candidate's measures to do this.

Other issues discussed:

  • financial arrangements (such as how much the new member is likely to pay into and receive from the EU budget (in the form of transfers)
  • transitional arrangements – sometimes certain rules are phased in gradually, to give the new member or existing members time to adapt."
 
Þetta stendur á heimasíðu ESB. FEITLETRAР
 
Samt finnast þeir Íslendingar enn sem halda því fram í alvöru að því að virðist að þarna sé um einhvern pakka sem hægt sé að kíkja í og fá breytt hvað varðar Ísland. Fyrir þetta er sjálfstæði Íslands aukatriði.
 
The Indepence of Iceland  can be negotiated . 

    Hvernig getur Þorsteinn Pálsson?

    kallað það svik af hálfu Sjálfstæðisflokksins að Alþingi dragi aðildarumsóknina til ESB til baka? Alþingi sótti um aðild. Alþingi er sá aðili sem getur dregið umsóknina til baka. 

    Landsfundur ályktaði að aðildarviðræður yrðu ekki hafnar aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri vilji Sjálfstæðisflokksins. Að tala um svik í þessu sambandi er mjög óviðeigandi og stenst enga skoðun.

    Fundur JÁ-hópsins í tilefni af þessari tillögu er góðra gjalda verður. Þar fengum við að sjá mest allan " Evrópusambands-arminn " í einu og foringjann Benedikt Jóhannesson. Fjöldi fundarmanna var mjög í samræmi við atkvæðagreiðsluna á Landsfundi en dugnaður hópsins við áróður er í engu hlutfalli við fjölda félagsmanna. En ég gat ekki talið mikið fleiri en 20 hendur á lofti af fundi JÁ-hópsins.

    Ég fæ ekki séð að Þorsteinn Pálsson geti kallað það svik Sjálfstæðisflokksins í afstöðunni til aðildarviðræðna að hann standi við samþykktir landsfundar. Það eru miklu frekar svik flokksmanns að fylgja ekki stefnu flokksins. Geti Þorsteinn Pálsson og þeir Benedikt Jóhannesson ekki sætt sig við stefnu flokksins geta þeir þá verið flokksmenn áfram?


    Meiri fáránleiki

    birtist manni dag eftir dag við að hlusta á umræðurnar á Alþingi um skýrsluna.

    Morgunblaðið lýsir þessu vel í leiðara sínum í dag:

     Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið er skýr um það að engar varanlegar undanþágur eða varanlegar »sérlausnir«, eða hvað annað sem menn vilja kalla undanþágurnar, eru í boði fyrir umsóknarríki. Þetta á sérstaklega við um sjávarútveg og landbúnað vegna þess að »[s]ameiginleg evrópsk stefna hefur náð sérstaklega langt á þessum sviðum,« eins og segir í skýrslunni.

    Þar er kafli sem heitir Möguleikar nýrra aðildarríkja á undanþágum varðandi landbúnað og sjávarútveg þar sem þetta kemur ótvírætt fram. Þar segir: »Skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfestir að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála.«

    Svo er fjallað um tilraunir Norðmanna til að fá slíkar undanþágur vegna sjávarútvegs í norðanverðum Noregi: »Norðmenn kröfðust þess að fá undanþágur fyrir tiltekin hafsvæði í samningum sínum við bandalagið 1994. Kröfur Norðmanna fólu í sér að þeir skyldu áfram stjórna öllum hafsvæðum norðan 62. gráðu norðlægrar breiddar og að auki að allar fiskveiðiauðlindir í norskri lögsögu væru áfram tryggðar Norðmönnum. Norðmenn byggðu þessa kröfu m.a. á því að sjávarafurðir væru mikilvæg útflutningsvara og að sjávarútvegur hefði afgerandi þýðingu fyrir búsetu og atvinnustarfsemi á strandsvæðum Noregs. Þau sjónarmið voru viðurkennd af hálfu sambandsins. Niðurstaða aðildarviðræðnanna varð sú að Norðmenn fengu í engum greinum varanlegar undanþágur frá sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins.«

    Þetta gæti ekki verið skýrara. ESB viðurkenndi að sjávarútvegur hefði »afgerandi þýðingu« fyrir Norður-Noreg, en Norðmenn fengu samt engar varanlegar undanþágur. Og þetta var fyrir tuttugu árum, en síðan þá hefur afstaða ESB orðið enn eindregnari að þessu leyti. Þegar málið er jafn augljóst, hvernig stendur þá á því að aðildarsinnar halda áfram með sínar röngu fullyrðingar? Í samtali við Morgunblaðið í fyrradag segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda: »Umsóknarríki geta náð fram lausn á brýnum hagsmunamálum í gegnum sérlausnir.« Dæmið sem hann nefnir máli sínu til stuðnings er það norska um 62. breiddargráðuna og hann dregur af því þá ályktun að »Íslendingar myndu einnig ná séríslensku fiskveiðistjórnunarsvæði umhverfis Ísland fram sem sérlausn.«

    Getur verið að fyrrverandi utanríkisráðherra þekki reglurnar ekki betur en þetta og sé svo illa læs á skýran texta að honum hafi óafvitandi orðið á þau mistök að fara rangt með? Eða er þetta liður í þeim ósannindaspuna sem varð til þess að þingið samþykkti að sækja um aðild og hefur síðan verið notaður til að halda aðlögunarferlinu gangandi?

    Nú getur hver svarað þessum spurningum fyrir sig, en við þetta má bæta, til að reyna að fyrirbyggja frekari útúrsnúninga og rangfærslur, að í skýrslunni er einnig talað um breytingar á reglum ESB í þágu einstakra aðildarríkja og tekið dæmi af landbúnaði norðan 62. breiddargráðu. Sú heimild sem veitt var um stuðning við landbúnað svo norðarlega »er bundin reglugerðarákvæðum sem framkvæmdastjórnin setur,« segir í skýrslunni. Í reglunum eru skilyrði um heildarstuðning og tegund stuðnings og í skýrslunni er einnig bent á að stuðningurinn »getur eftir atvikum alveg fallið í burtu með breyttri stefnu og löggjöf sambandsins í landbúnaðarmálum.« Hann er sem sagt fjarri því að vera varanlegur og aðeins háður vilja ESB.

    Reynslan fyrir og eftir að skýrsla Hagfræðistofnunar var birt segir að ósannindin um undanþágurnar muni halda áfram. Smám saman munu þó fleiri átta sig á hvernig í málinu liggur og hvílíkum málflutningi hefur verið haldið uppi hér á landi af hálfu heitra aðildarsinna. Fyrrnefndur fyrrverandi utanríkisráðherra hefur ef til vill ekki áhyggjur af trúverðugleika sínum í framtíðinni, en einhverjir baráttufélagar hans hljóta að hafa það og ættu því að reyna að færa málflutning sinn nær sannleikanum. "

    Hvernig geta sumir háttvirtir Alþingismenn haldið áfram að túlka niðurstöður fræðilegrar skýrslu um staðreyndir á annan hátt en í henni segir berum orðum? Engar undanþágur í fiskveiðum í tuttugu ár.

    Og það sem meira er að ætlast til þess að við trúum þeim þeim mun meira sem fáránleikinn birtist skýrar? 


    Lágmarksrefsing

    þarf að vera 6 mánuðir. Betur væri að hún væri 12 mánuðir.

    Verkfallsboðendur sem hafa gefist upp á skilningsleysi stjórnvalda á kaupkröfum sínum og neyðast til að svipta þjóðfélagið þjónustu sinni í refsingarskyni eiga ekki að láta bjóða sér skemmri tíma en 6 mánuði í verkfalli  til þess að kenna þjóðfélaginu þá lexíu sem það verður að læra og kunna.

    Nú ætla framhaldskólakennarar í verkfall vegna þess hve svirðilega þjóðfélagið leyfir sér að vanmeta framlag þeirra. Þjóðfélaginu veitir ekki af að læra að umgangast framhaldsskólakennara að verðleikum. það er alveg óviðunandi að þjóðfélaginu sé gefinn kostur á að ganga að kröfum kennara eftir eitthvað sýndarverkfall. Það sýnir sú staðreynd að verkföll kennara hafa verið nauðsynleg með fárra ára fresti. Því þeir eru alltaf látnir sætta sig við sýndargerninga í stað varanlegra kjarabóta. Þetta gengur ekki lengur. 

    það á ekki að umgangast verkalýðsfélög með léttúð og hroka. Ef lýst er yfir verkfalli er það ómark ef það stendur stutt. 6-12 mánuðir eru nauðsynlegir svo að við hin lærum hæfilega respekt fyrir þessari nauðvörn hinna ýmsustu félaga sem sjá sig nauðbeygð til að tugta þjóðfélagið til með þessum hætti. 

    Það er af og frá að leyfa embættismönnum  að skrifa undir nýja samninga eftir svona óvirðulegar vinnustöðvanir. Þjóðfélagið verður að læra sína lexíu sem til dæmis myndi lærast með því að opinberir framhaldskólar verði einfaldlega ekki fyrir hendi eða opnir fyrir heilan árgang nemenda. Aðeins þannig er hægt að skapa framhaldsskólakennurum  þá virðingu sem þeim ber. þannig læra allir það sem á vantar um þjóðfélög og gildi menntunar.

    Tökum nú slaginn einu sinni eins og Svíar gerðu 1905.  Það er lágmarksrefsing fyrir eitt þjóðfélag að það verði án þjónustu þeirra hópa í heilt ár eða meira, sem vinna annars vaki brotnu að velferð þess án þess að fá laun í hlutfalli. 

    Hættum sýndarmennskunni. Höfum aðeins alvöru verkföll eftirleiðis. Lágmark þarf að vera 6 -12 mánuðir án vinnuframlags þeirra sem svo verst hafa kjörin.


    Fáránleiki

    finnst mér birtast í beinni útsendingu frá Alþingi í dag sem berst mér til Flórídu.

    Þar koma menn í pontu og skilja ekkert í því hversvegna ríkisstjórnarflokkarnir, sem voru kosnir með miklum meirihluta í apríl á síðasta ári út á það meðal annars, að vilja hætta aðildarviðræðunum við Evrópubandalagið, sem síðasta Alþingi þar áður setti þjóðina í, alveg án þess að spyrja hana í einhverju þjóaratkvæði, vilji slíta viðræðum? Þetta sé bara þjóðarvoði að halda ekki áfram að sjá hvað í boði er?  Finnst engum þetta fáránlegt?

    Að hlusta á réttkjörinn minnihlutann fimbulfamba um nauðsyn þess að kíkja í einhverja pakka hjá bandalaginu er í besta falli fáránlegt. Þegar það liggu kýrskýrt fyrir að þjóðin vill ekki sjá að koma nálægt þessu bandalagi, hvað svo sem í boði er?

    Það er það sem fyrir liggur. Þjóðin vill ekki ganga í ESB. Hún vill vera sjálfstæð. Hún kaus ríkisstjórn sem vill ekki ganga í ESB.  Því ber að hætta þessu endemis tali um áframhald aðlögunarviðræðna.  Þetta kjörtímabil verður ekki reynt að ganga í Evrópusambandið . Sama hvað í boði er. Við viljum ekki sjá Evrópusambandið og hananú!

    Líklega viljum við líka bæði ganga úr EES og Schengen ef út í það er farið. Þorir einhver að láta á það reyna? Til er ég að fara í þann slag.

    Íslendingar eru engin sérstök Evrópuþjóð.  Við erum ekki landlukt ríki. Við erum úthafsríki og stórveldi á hafinu  sem býr yfir margföldum möguleikum umfram þessar gömlu hrjáðu þjóðir litlu Evrópu. Allt það tal um einhvern skyldleika er bara út í bláinn. Við erum heimsborgarar Íslendingar en ekki heimalningar.

    Við erum í fyrsta lagi sjálfstæð þjóð sem er engum háð og viljum eiga vinsamlega samskipti við þær þjóðir sem eru sama sinnis. Að við berum einhverjar sérstakar tilfinningar til Búlgara, Rúmena og Sígauna umfram Bandaríkja-og Canadamenn, þar sem býr jafnstór íslensk þjóð og á Íslandinu gamla, er mér óskiljanleg krataumræða sem ég gef ekkert fyrir.

    Alþingi á að taka af skarið og tilkynna ESB kurteisilega að á þessu kj0rtímabili sé því miður ekki hægt að halda aðildarviðræðum áfram þar sem pólitískur vilji til aðildar sé ekki finnanlegur í landinu um þessar mundir. Sklíkt verði því að bíða betri tíma og sinnaskipta þjóðar. Samfylkingin getur þá farið að tala um einhver raunhæf málefni í stað þessarar þráhyggju um ESB.

    Hættum þessu óarðbæra bulli. Það er bara fáránlegt og til einskis gagns.  


    Fíkn

    er einhver þrá mannsins í eitthvað betra ástand en veruleikinn býr yfir. Ég man vel þegar okkur Valda þótti okkur ekki of gott að reykja Philip Morris sígarettur í girðingavinnu í mígandi rigningu út í Straumsvíkurhrauni löngu fyrir Ál. Úr þessu fékk maður tóbaksfíkn sem entist langt fram á ævina, Svo var brennivínsfíkn og stelpufíkn, aurafíkn, valdafíkn og svo matarfíkn. Og svo íþróttafíkn og ég veit ekki hvað. 

    Það var ekki búið að finna upp hassi eða neitt svoleiðis þegar maður var ungur. Það var bara seldur spíri í maltflöskum á Hreyfli þegar maður var of ungur til að fá afgreiðslu í Ríkinu. Það ískraði í korktappanum þegar honum var snúið og táknaði að varan var ósvikin.. Drukkið í Spör á ellefu. Þá var nú gaman mar. 

    Sumir urðu svo fíklar út úr leiðindum líklega, þótti meira gaman að vera fullir en ófullir og svo framvegis. Flestum þótti gaman að vera edrú og njóta lífsins á annan hátt þegar fram í sótti,Drykkjan varð einkamál hvers og eins,

    Nú er þetta orðið ábyrgð þjóðarinnar allt saman. Maður er glæpamaður ef maður keyrir fullur. Veerður að fara í meðferð. Bara af því að lítill minnihluti  þjóðarinnar er brjálaður bæði fullur og ófullur og getur ekki keyrt fullur. Sem er ekkert vandamál fyrir venjulegt siðað fólk sem keyrir bara enn varlegar ef það hefur fengið sér smá.Það má ekki selja Parkódín í apótekum af því að einhverjir fíklar nota það í óhófi eða brennsluspritt.

    Þannig stjórna fíklar daglegu lífi yfirgnæfandi meirihluta venjulegs fólks á Íslandi sem verður að láta persónuréttindi sín af hendi vegna vitleysinganna. Hér í Ameríku er það þitt einkamál hvenær þú keyrir og enginn skiptir sér af þér meðan þú gerir ekkert af þér. En gerirðu það þá veistu hvað bíður þín. Þessvegna ferðu í bílinn á eigin ábyrgð, Það eru engar löggur í leyni sem vilja bara þefa af þér. Þeir vilja bara að þú keyrir af ábyrgð og valdir ekki slysum. Bíllinn er þitt heimili og þú ert friðhelgur í honum svo lengi sem þú ert ekki að skaða aðra né ferð ekki að réttum lögum. Þessvegna keyra menn yfirleitt varlega og vel og passa uppá drykkina áður en þeir setjast í bílinn. En nostalgían á Íslandi er svo óralangt frá allri þessari hugsun. Kvikinska og skynheilagaleiki er löggæsluhugmynd landans.Auðvitað á enginn að keyra fullur sjálfs sín vegna ekki síst og auðvitað meðborgaranna.

    En það er fíknin sem er vandamálið. Að geta ekki látið vera að súpa á glasi ef þú sérð það. Að geta ekki stjórnað sér. Það er allt í einu orðið vandamál mitt og þitt að þesi eða hinn sé með þeim hætti. Þessvegna verðum við að sníða okkar líf eftir þeim. Við skiptum ekkki lengur máli heldur fíklarnir. Þeirra er ríkið og mátturinn.Minnihlutarnir eru orðnir að aðalatriðum.

    Fíknin ræður förinni. 

     

     


    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Höfundur

    Halldór Jónsson
    Halldór Jónsson

    verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

    -ekki góður í neinu af þessu-

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (15.9.): 0
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 33
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 32
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Eldri færslur

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband