23.2.2011 | 19:57
Hræðsluáróður Icesave
dynur á okkur dag og nátt. Ef við ekki skrifum undir förum við sjálfkrafa dómstólaleiðina segja Baugstíðindi. Ekkert annað er í boði. Engir frekari samningar.
En hvaða dómstólar ?
Okkur er sagt að dómur EFTA-eða Evrópudómstólanna muni ekki verða aðfararhæfir hérlendis. Eina dómstólaleiðin sem getur skilað aðfararhæfum árangri fyrir Breta og Hollendinga er íslenskur dómur eins og Héraðsdómur Reykjavíkjur á Lækjartorgi og svo Hæstiréttur. Erum við sannfærðir um að tapa þar? Trúum við ekki á okkar málstað ?
Eða geta Bretar hugsanlega stefnt okkur fyrir breskan dómstól eins og Jón Ólafsson gerði við Hannes Hólmstein? Gert síðan lögtak í sendiráðinu eða öðrum eignum ríkisisns íslenska á Bretlandi? Gefið út handtökuskipanir á íslenska menn eða tekið togara ? Sett löndunarbann? Gert innrás í Landhelgina og kvótann ?
Víða njótum við Íslendingar vaxandi samúðar í Icesave málinu. Fólk er farið að skilja um hvað málið snýst. En hvað með okkar skaða? Singer og Friedlander og Heritable bankana sem Bretar eyðilögðu fyrir okkur? Allt tjónið sem við urðum fyrir vegna hryðjuverkalaga Gordons Brown? Eigum við ekki að stefna honum fyrir einhvern Landsdóm eins og Geir Haarde?
Eru Íslendingar bara þolendur í málinu? Gerði enginn okkur neitt ? Trúum við hræðsluáróðri Evrópusinnanna ?
23.2.2011 | 08:07
Þrjár þjóðir?
var ég að skrifa um hér áðan. Svo kemur frétt á Eyjunni:
"Formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson, neitar að upplýsa um launahækkun þá er bæði slitastjórn og skilanefnd Glitnis eru sögð hafa skammtað sér nýlega samkvæmt upplýsingum DV. Sömu heimildir segja útselda klukkustund nú kosta 35 þúsund krónur."
Svo halda menn að þessar nefndir muni hætta störfum sjálfviljugar? Þetta er "hin Nýja Stétt" Þriðja þjóðin.
23.2.2011 | 08:01
Evran í 220?
fyrir ágústlok ef meiningin er að aflétta gjaldeyrishöftunum þá. Aflandsmarkaðurinn er sagður vera með 250 kall þegar evran er skráð á 160 kall hjá Mávi. Ekki þarf mikinn spámann til að sjá hvað til þarf eigi þessi dæmi að ganga upp.
Ekki hef ég hugmynd um hversu margir versla á aflandsmarkaðnum þar sem evran kostar 250 kall eða svo. Þó finnst mér ólíklegt að alþjóðleg sjávarútvegsfyrirtæki séu að skila meiri gjaldeyri en þeir þurfa á 160 krónu gengi Seðlabankans ef hægt er að gera millilendingu á aflandsmarkaðnum. Svo er sagt að ýmsir útvaldir hafi getað komið sér upp arðbærum hringekjum með góðum árangri. En það kemur ekki á dagskrá fyrr en löngu síðar.
Svo tala menn um "kjarasamninga" hér innanlands. Valdar stéttir munu auðvitað geta tryggt sér evrulaun við þessar aðstæður. Það verða því væntanlega tvær eða þrjár þjóðir í landinu um áramót þar sem ein hefur það fínt, önnur stelur frá þeirri fyrstu og hefur það líka fínt og svo sú þriðja sem er varnarlaus, kölluð aldraðir og öryrkjar við hátíðleg tækifæri. Stóraukinn útflutningur vinnufærs fólks mun verða til þess að forsætisráðherrann geti státað af minnkandi atvinnuleysi í áramótaávarpi sínu. Og Forsetinn muni mæla hlý orð til þjóðarsinnar frá Bessastöðum og biðja hana að örvænta ekki og svo framvegis.
Hvert verður ástandið í þjóðfélaginu þar sem allt verð lífsnauðsynja hefur hækkað um helming við núverandi tekjustig? Skyldi vöruskiptajöfnuðurinn ekki ná nýjum hæðum? Nægur gjaldeyrisforði við minni eftirspurn? Aukin áhersla ráðamanna á þróunaraðstoð? Aukinn straumur flóttamanna til landsins? Hvaða áhrif mun gjaldeyrisfrelsi hafa við þær aðstæður? Nýir tímar virðast vera lengra úti en margir sjá.
Var það ekki Napóleon Bonaparte sem reið á hesti sínum inn í franska þinghúsið og barði þingmennina út með flötu sverði sínu þegar þeir höfðu sýnt sig ónýta til allra verka?
22.2.2011 | 23:25
Breytum stjórnarskránni !
segir Stjórnlaga-Steingrímur. Nú þarf ekkert sérstakt stjórnlagaþing né Þorvald Gylfason til þess að taka þessi málskotsréttindi af Forsetanum, það geti Alþingi gert eitt og sér.
Steingrímur gaf líka Hæstarétti forskrift um það hvernig ætti að reikna vexti af ólögmætum gengislánum ef svo bæri undir. Ekki varð annað séð en að Hæstiréttur færi samviskusamlega eftir þessu. Þeirri i skoðun hefur þó verið haldið á lofti á vinstri vængnum að ekki sem íhaldið hefði skipað flesta dómarana í Hæstarétti og því væri ekki vitað hvort pólitískir ráðherrar í ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins gætu notast við úrskurði hans, til dæmis í umhverfismálum.
Það er auðvitað engu ráði ráðið í þessu landi nema Steingrímur Jóhann komi til og hans menn sem sífelld áhöld eru þó um hversu margir séu. Allavega er Már í Seðlabankanum og gjaldeyrishöftin verða hér áfram nema við samþykkjum að taka á okkur Icesave-skuldirnar. Þá er okkur sagt að við fáum meira alþjóðlegt lánstraust og lánshæfismat landsins lagist.
Sumir velta því fyrir sér hvort "Steingrímskan" kunni að verða viðurkennd hagfræðikenning. En hún virðist vera sú að opinberir starfsmenn geti haldið uppi norrænu velferðarkerfi með auknum sköttum af hærri launum.
Væri það ekki með ólíkindum ef íslenska þjóðin, sem á svo glæstan feril að baki allan sinn lýðveldistíma, tapaði nú áttum í stjórnarskrárbreytingarumræðu og teldi sér trú um að þær væru það sem helst vantar til lausnar viðblasandi vanda í efnahagsmálum ?
22.2.2011 | 08:15
Taka af honum prófið!
er það sem fréttamönnum dettur fyrst í hug þegar ökumanni á Akureyri fatast aksturinn með því að stíga samtímis á bremsuna og bensínið.
Ég lenti í því sama sjálfur langt fyrir sjötugt og er varla kominn yfir sjokkið ennþá. Ég hætti nú ekki að keyra fyrir því. Sumar bíltegundir eru með ABS kerfi sem lætur bremsuna víkja fyrir vélaraflinu. Bremsupedalinn er alltof nálægt bensíngjöfinni og maður getur ekki stoppað bílinn meðan maður skilur ekki hvað er að gerast. Maður paníkkerar og maður þarf að lenda í þessu sálfur til að skilja hvað þetta er skelfilegt. Fólk hefur keyrt inní búðir, farið í sjóinn og drukknað og svo framvegis vegna þessa.
Að aka bíl er nauðsyn sem flestir geta leyst af hendi án þess að teljandi hætta stafi af fyrir aðra. Það stafar hinsvegar ófyrirséð hætta af mörgu misþroska fólki í umferðinni sem er ekki tæknilegs eðlis heldur sálarleg. Það er furðuleg ályktun fréttamanna að gegn þessu eigi bara að taka prófið af eldri ökumönnum.
Hvernig væri að skoða hvaða bíltegundir lenda í þessu oftar en aðrar? Áður en rokið er til að taka prófið af viðkomandi vegna aldurs.
22.2.2011 | 08:03
Tveir til Tangó
er sagt að það þurfi til að hægt sé að skemmta sér. Allt fimbulfamb Ríkisútvarpsins og álitsgjafa þss um það að Íslendingar verði dregnir fyrir hina og þessa stríðsglæpadómstóla vegna Icesave málsins tekur ekki mið af þeirri staðreynd að strákurinn sem á að hengja verður að mæta til þess að eitthvað gerist .
Varnarþing máls á hendur íslenskum stjórnvöldum til að borga með íslensku skattfé getur ekki verið annarsstaðar en á Lækjartorgi. Annað samþykkjum við bara ekki. Þetta er ekki milliríkjadeila í sjálfu sér heldur viðskiptamál íslenskra Landsbankabófa og einstakra lögaðila öðrum löndum.
Allt annað tal er ámóta vitlaust og þegar ráðherrar okkar halda því fram að þeir geti ráðið dagskrá þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Bætt spurningum á vagninn í því máli sem Forseti Íslands hefur ákveðið að vísa tlil þjóðarinnar.
Er einhver endir á þeirri vitleysu sem hægt er að bera á borð fyrir okkur?
Hverjir dansa einsmanns Tango sér til árangurs?
21.2.2011 | 13:05
Forundran
mín vex eftir því sem líftími ríkisstjórnar skötuhjúanna Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lengist.
Það er eins og þau reikni aldrei með því að neitt fari öðruvísi en þau ráðgera. Margt kemur þeim svo í opna skjaldborg. Þau virðast forundrast það sem óvænt er. Þau virðast eins og þau hafi neitt Plan B uppi í erminni til að grípa til þegar Plan A bregst. Eiginlega merkilegt þegar svo sjóað fólk sem þau eru flugfreyjan og jarðfræðistúdentinn.
Forundrun mín minnkaði ekki þegar Jóhanna varpaði því fram að tilvalið væri að kjósa um stjórnlagaþingið í leiðinni. Manni gæti dottið í hug í framhaldi að kosninguna mætti nota sem eina allsherjar Capacent-könnun um öll hugsanleg mál sem þyrftu úrlausnar við á þjóðmálaplaninu?
Eru engin takmörk fyrir því hvað maður getur forundrast?
20.2.2011 | 16:45
Gat Ólafur annað?
Forseti Íslands, benti á það sem ekki hafði verið mikið rætt. Umboð þeirra Alþingismanna, sem nú afgreiddu Icesave málið hefur ekki verið endurnýjað frá fyrri afgreiðslu 2010.
Þjóðin var spurð þá um álit á þeirra verkum. Hún var á annarri skoðun. Hlaut hún þá ekki að verða spurð aftur núna þegar sömu menn afgreiða sama mál ?
Gat Ólafur annað ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2011 | 08:34
Kratar aftur á erlendum styrkjum ?
Í Mogga eru þessar fréttir:
"Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu eru iðnir við að stofna samtök, ekki síst svokölluð þverpólitísk samtök.
Ein slík litu dagsins ljós í vikunni og eru kölluð Já Ísland, en ættu frekar að heita Nei Ísland, eða að minnsta kosti Já Evrópa. Eiginlega allt annað en Já Ísland.
Þessum já-Evrópusambandssamtökum er ætlað að vera »samnefnari fyrir málefnalega umfjöllun og upplýsingamiðlun um aðild Íslands að ESB og leggja þannig grunn að því að Íslendingar geti tekið upplýsta ákvörðun þegar aðildarsamningur liggur fyrir,« að því er segir í frétt frá samtökunum.
Þetta er auðvitað mjög trúverðugt, sérstaklega í ljósi heilsíðuauglýsingar samtakanna, þar sem innantómum frösum og öfugmælum var slett fram án nokkurs rökstuðnings..."
Ég sé ekki neinar auglýsingar frá Evrópusinnum í Morrgunblaðinu.
Er fjórum fyrstu milljörðunum frá EU til kynningarátaksins nokkuð stýrt af kontór Samfylkingarinnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 08:16
Landið er að rísa !
er ein af lygum ríkisstjórnarinnar. Forsætisráherra skrifar öfugmælagrein í Baugstíðindin hægra megin á opnu til vinstri við hina hæstaréttuðu Svandísi. Samantekið er þarna flestu á haus snúið og málað með bláu ofan á svart.
Hvergi örlar á að efnhagslífið sé almennt að taka við sér. Kísilverksmiðjan á Suðurnesjum er ekki að neinu leyti ríkisstjórninni að þakka. Miklu fremur þrátt fyrir hana og Svandísi. Fjölgun opinberra starfa og skipun samráðshópa vinnur auðvitað á móti atvinnuleysi og skattekjur af skilanefndunum eilífu halda uppi ríkiskassanum. Lánstraustið fer dagvaxandi ef við bara samþykkjum skuldirnar vegna Icesave.
Grípum niður í Morgunblaðinu:
"Nokkuð er um að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé kölluð út vegna ósættis um tölvunotkun unglinga. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögregla bregðist við útköllum sem þessum enda þótt hún hafi í nógu öðru að snúast. Hann segir ekki merki um aukið ósætti inni á heimilum, þrátt fyrir aukið atvinnuleysi, bæði meðal yngra fólks og eldra. "
Skyldi Geir Jón fá ofanígjöf fyrir að segja ekki eitthvað hentugra fyrir ríkisstjórnina? Eins og til dæmis að landið sé að rísa og að Jóhanna sé að skapa 15.000 störf með Svandísi ?
18.2.2011 | 12:04
Þöggun Hæstaréttardómanna
af hálfu ríkisstjórnarinnar og fjármálkerfisins um gengislánin vekja furðu.
Kannski er skýringanna að leita í upplýsingum um útlán Arion-banka fyrir 2009. Þá á bankinn útistandandi lán uupá 667 milljarða. Af þeim eru 411 milljarðar með gengistryggingu. Er afskriftahættan þarna meiri en alþýðuvininum Steingrími J. er þóknanleg?
Athugum hvað lesa má út úr dómum Hæstaréttar 153/2010:(tölur innan sviga eru innskot höfundar þessa pistils)"... Talið var að samningur aðila bæri skýrlega með sér að hann væri um
(1) lán í íslenskum krónum.
(2)Kaupverð bifreiðarinnar og
(3)mánaðarlegar greiðslur voru tilgreind í íslenskum krónum. Þá kom berum orðum fram að íslensk fjárhæð hverrar afborgunar ætti að breytast eftir gengi á þeim erlendu myntum, sem mið var tekið af. Af þessum sökum var talið ótvírætt að samningur aðilanna væri um skuldbindingu í íslenskum krónum og félli hann því undir reglur VI. kafla laga nr. 38/2001"
( (4 )4. skilyrðið hlýtur að vera að erlendur gjaldmiðill sé afhentur lántaka vegna einhverra l kaupa sem þurfi gjaldeyri til. Sem sést af (2) að svo var ekki gert í þessu tilviki heldur keypt bifreið í íslenskum krónum.)
Sé þessu snúið við til þess að athuga skilyrði fyrir því að lán teljist vera veitt í erlendri mynt, þá hlýtur að vera að sú krafa sé gerð að sami skilyrðafjöldi sé uppfylltur: Það er:
Samningurinn sé í
(1)erlendri mynt,
(2)lánsfjárhæðin sé greidd út í erlendri mynt,
(3)afborgun sé af láninu í erlendri mynt og
(4) eitthvað sé keypt fyrir lánsfjárhæðina í erlendri mynt
Er þetta rangur skilningur ?
Nú eru bankarnir í óða önn að fá fólk sem skuldar erelnd lán til að skrifa undir allskyns breytingar og réttindaafsal. Menn gleyma því gjarnan að Banki er einskis manns vinur eða bakhjarl eins og þeir auglýsa. Þeir eru gróðafyrirtæki sem hugsa um eigin hag en ekki þinn. Lán frá þeim er yfirleitt þitt ólán. Faðmlag Bankans er þér banvænt. Þú greiðir fyrir alla vináttuna sjálfur.
Bankarnir vita þetta best sjálfir og eyða því gríðarlegri orku í að sannfæra þig um allt annað. Hugsaðu andartak um það sem bankinn gerir fyrir þig áður en þú trúir auglýsingaglamrinu og siðferðisyfirlýsingunum.
Íslendingar eru líklega trúgjarnasta þjóð í heimi. Þetta lýsir sér meðal annars í ofvexti íslenska bankakerfisins. Það er 22/7 sinnum mannfrekara en bandaríska bankakerfið og útbúin eru 22/7 sinnum fleiri hér en í Bandaríkjunum. Með miklu minni veltu.
Það er skiljanlegt að reynt sé að þagga niður Hæstaréttardómana sem hafa fallið um gengistryggðu lánin. Þau voru bönnuð með lögum nr.38/2001.
Það ætti engin þöggun að umlykja þetta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2011 | 11:33
Hinkraðu aðeins herra Forseti !
meðan við söfnum fleiri undirskriftum. Þær verða komnar yfir fimmtíuþúsund í næstu viku. 70 % landsmanna vilja þjóðaratkvæði samkvæmt nýjustu skoðanakönnun.
Allir sem vilja stuðla að þjóðaratkvæði spyrji sitt nánasta umhverfi: Ertu búinn að kjósa. Ef svo er ekki, þá skaltu bjóðast til að aðstoða úr þinni tölvu. Ég hitti sjálfur fjóra í morgun sem ekki höfðu tölvur en vildu endilega greiða atkvæði. Ég gat liðsinnt þeim. Allt fullorðið fólk sem við þurfum að sinna sérstaklega. Þetta fólk er ekki að hugsa um sig sjálft heldur barnabörnin sem eiga að búa við skert velferðarkerfi í framtíðinni vegna Icesave-greiðslanna.
Hinkraðu aðeins herra Forseti !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3421197
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko