Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eiga Talibanar erindi?

til að ávarpa Allsherjarþing S.Þ.?

Utanríkisráðherra Þýskalands sér ekki tilgang í því?

Hvaða skoðun skyldi Guðlaugur Þór, Katrín Jakobsdóttir  eða Alþingi Íslendinga hafa á því hvort Talibanar eigi þangað erindi? 


Fullveldissalarnir

Samfylking og Viðreisn.

Er einhver munur á þessum flokkum?

fullveldissalarnir

 

 

Þeir vilja báðir ganga í 27 ríkja tollabandalag með mjög landluktum Evrópuþjóðum.

Ganga gegn afganginum  af veröldinni til að rýra lífskjör þess fólks sem þar býr?

Og kalla það frjálslyndi að berjast gegn algildu viðskiptafrelsi?

Afsala sér stjórn eigin efnahagsmála með upptökui Evru?

Er einhver hugsjónamunur þarna á ferðinni?

Eða er þetta bara fegurðarsamkeppni forystufólksins?

 


Á 18 dögum

losar eldgosið á Reykjanesi jafnmikið og allt CO2 frá influttu eldsneyti. Og Katla gamla klárar það á nærri viku. Og þá er Methanið ótalið.  Hvað ætlar hún Kata litla að gera í því?

losun frá seldu eldsneytiHvað eiga þessar píslir að halda lengi áfram? Eigum við að kaupa losunarheimildir og borga þeim á Hellisheiði fyrir 4000 tonnin sem þeir ætla að jarða?

 

 

 

 

Á 18 dögum blés Fagradalsfjallið út jafnmiklu og öll olíufélögin fluttu inn.

 

 


Brynjar Nielsson

berst hinni góðu baráttu þó að kjósendur íhaldsins séu svo vitlausir að vilja hann útaf þingi.

Hann skrifar á Facebook:

"Besta slagorðið í íslenskri pólitík fyrr og síðar, Varist vinstri slysin, varð ekki til úr engu árið 1974.
 
Skilin voru skýr milli þeirra þjóða sem fóru til vinstri eftir seinna stríðið og hinna þegar kemur að velferð almennings og framþróun þjóðanna.
 
Þá hafði verið vinstri stjórn á Íslandi frá 1971-74 þegar verðbólgan fór alveg úr böndunum.
 
Ég veit ekki til þess að hagur nokkur manns hafi batnað í tíð vinstri stjórna á Íslandi.
 
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum bendir allt til þess að vinstri flokkarnir geti myndað meirihluta.
 
Þeir hafa allir lofað 250-300 milljarða útgjaldaaukningu ríkisins. Viðreisn gefur lítið eftir í loforðum. Fjármagna á veisluna með skattahækkunum á ríka eina prósentið og lántökum.
 
Trúa menn því enn að endalausar skatthækkanir auki tekjur ríkisins og hafi engin önnur áhrif á íslenskt efnahagslíf? Trúa menn því að það hafi engin áhrif á vexti og verðbólgu að auka útgjöld ríkisins um 30% si svona við núverandi aðstæður í efnahagslífinu? Þeim sem mun blæða mest í byrjun, verði þessi pólitík ofan á, er ungt fólk sem er að koma þaki yfir höfuðið. Síðan atvinnulífið, sem mun hafa áhrif á afkomu okkar allra.
 
Við vitum öll að Seðlabankinn mun hækka vexti ef vinstri flokkarnir standa við loforðin um aukin ríkisútgjöld af þessari stærðargráðu.
 
Vitum líka að skattahækkanir munu á endanum lenda á almenningi.
 
Við vitum að þessar skattahækkanir munu draga úr fjárfestingu og auka atvinnuleysi með tilheyrandi tekjutapi fyrir ríkissjóð og okkur öll.
 
Og við vitum öll innst inni að þessi vinstri pólitík mun verða til skaða hér eftir sem hingað til.
 
En það er svo freistandi að kjósa þann sem lofar mér allri þjónustu ókeypis auk þess að hækka greiðslur úr ríkissjóði mér til handa hverju nafni sem þær nefnast.
 
Þetta er álíka sannfærandi og tölvupósturinn sem ég fæ reglulega frá útlöndum og er lofað milljónum í arf ef ég sendi þeim örlítinn pening inn á reikning.
 
Sjálfur skil ég ekki af hverju vinstri menn á Íslandi, sem kalla sig jafnaðarmenn, eru svona ólíkir norrænum og evrópskum jafnaðarmönnum. Þar á bæ skilja jafnaðarmenn þó mikilvægi traustrar efnahagsstjórnar og stöðugleika, kannski ekki allir en flestir.
 
 
Enn síður skil ég af hverju bara sé best að kjósa Framsókn. Stjórnmálaflokkar sem nota svona slagorð standa ekki fyrir neitt."
 
Trúa íslenskir kjósendur því að gjafir vinstri manna komi annarsstaðar frá en upp úr þeirra eigin vösum?
 
Að Gunnar Smári byggi 30000 íbúðir á annarra kostnað en þeirra sjálfra?
 
Að einhver annar borgi Borgaralaunin hennar Halldóru Mogensen hjá Pírötunum?
 
Að einhver annar skaffi atvinnuleysisbætur í Evruhagkerfinu en þeir sjálfir?
 
Að einhver annar borgi Borgarlínuna en reykvískir kjósendur?
 
Það kemur beint fram í lækkun greindarvísitölunnar á Alþingi að Brynjar Níelsson hverfur þaðan.

Af hverju leggur Mogginn þetta á okkur?

venjulega vesæla lesendur með því að vera að planta greinum eftir Björn Leví á miðopnu? Eins og það væri ekki nóg að þurfa að sjá stubbana frá  Talna-Bensa þar hvað eftir annað með Evrópusteypuna sína sem jafnast helst við greinar Ola Bieltvedt um gengismálin sem virðist ekki hafa heyrt um hærri vexti í Evrópu en 2 % en ekki 10-20 % sem eru algegnir vextir í viðskiptum þar í sveit eftir aðstæðum.

Allt fengið með Evru segja þessir spekingar og ljúga blákalt að almenningi sem heldur að þar sé sífelld vaxtaveisla.

Af hverju leggur Mogginn þetta á okkur rétt fyrir kosningar?


Hinn óbærilegi léttleiki tilverunnar

birtist manni í dag í fréttum af því að Boris Johnson þurfti sjálfur að fara og dextra stærsta framleiðanda CO2 í Bretlandi til að fara að framleiða CO2 aftur þar sem bjórinn og jólamaturinn var í bráðri hættu vegna skorts á þessari lofttegund.

Á sama tíma var það aðalfréttin að við Hellisheiðarvirkjun á að  breytan 4000m tonnum af þessari gróðurhúsalofttegund í grjót á Íslandi og svo enn meiru í Straumsvík þegar tímar líða, á meðan sérfyrirtæki tappar á flöskur í Ölfusi og hefur vart undan.

Já hinn óbærilegi léttleiki tilverunnar er ófyrirséður.


Allt í góðu hjá Gunnari ?

hvað vörsluskatta starfsmanna varðar?

Mörgum  sem standa lengi í atvinnurekstri verður hált á vörslusköttunum sem launagreiðendum er gert að innheimta fyrir ríkið. 

Starfsmenn Gunnars Smára hafa kvartað sáran á Stundinni um vangreidd laun.

Gat Gunnar Smári gert upp öll svokölluð "rimlagjöld" við ríkið vegna starfsmanna sinna?

Eða gilda reglurnar ekki fyrir nýsósíalista sem ætla að breyta Valhöll í almenningssalerni og skipa Björn Bjarnason sem kamarsvörð?

Bara allt í góðu hjá Gunnari Smára?


Gunnar Smári eða Bjarni?

Ég átti góðan vin sem var bankastjóri. Við ræddum lánamál og hann sagði mér efnislega hvernig hann nálgaðist erfið verkefni sín.

Hann sagðist fyrst og fremst horfa  fyrst á manninn sem var á bak við erindið. Væri maðurinn í lagi þá þyrfti hann ekki að setja sig svo grannt inn í verkefnið. Maðurinn, heiðarleikinn og verkefnið væru nefnilega yfirleitt óaðskiljanleg.

Ég hlustaði fyrr á allt viðtalið við kommúnistaforingjann sjálfskipaða  Gunnar Smára Egilsson sem RÚV átti við hann. Fljúgandi mælskan og fullyrðingarnar létu mig hugsa til baka til bankastjórans míns gamla. Þurfti maður að hlusta svo mikið á málskrúðið og slagorðin þegar maðurinn blasti svona við í sögunni til viðbótar? Rangupplýsingar og óheiðarleiki segja stundum meira en mörg orð.Samt kunni hann frá öllu að segja um vondar náttúrur Sjálfstæðísflokksins og sínum góðu. 

Svo hlustaði ég á hvert  orð í meira en klukkutíma í viðtali Dagmálastrákanna á Mogganum við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins.

Í stuttu máli brilléraði Bjarni í hverju svari. Yfirburða þekking á Bjarna málefnum var eins og dagur og nótt frá máli Gunnars Smára sem svaraði fæstu efnislega heldur með frösum og slagorðum aftan úr forneskju Stalíns og Madúró.

Bjarni lýsti þeim skattalækkunum sem flokkur hans hefði staðið fyrir og þeim áformum sem hann hefði um lækkun tryggingagjalds og til lagalegra og sanngjarnari álagningu fasteignagjalda á fyrirtæki. Hvernig ábyrg hagstjórn eins og ríkisstjórnin hefði rekið  myndi greiða fyrir lágum vöxtum framtíðarinnar.Vinstri flokkarnir sem nú biðluðu til kjósenda væru allir  sem einn að boða aukin opinber útgjöld sem þýddu ekki annað en hærri álögur á almenning.Ef þeir þá ekki boðuðu það að falla í fang ESB or upptöku EVRU.

Bjarni sagði  Sjálfstæðismenn vilja gefa skattaafslætti til fyrirtækja sem þau gætu nýtt í rannsóknir og þróun sem myndi skila sér til þjóðarbúsins alls.Þeir vildu nýtt 300 þúsund króna frítekjumark fyrir almenning vegna atvinnutekna og fleira í þeim dúr sem snert almannahag beint.

Ef menn nenna að leggja það á sig að bera þessa tvo menn saman. Annan uppdressaðan í úthugsaðan og vandaðan öreigabúning sem á sjálfsagt að minna á verkalýð og hinn snyrtilegan og  blátt áfram á burstuðum skóm.

Þann fyrri uppfullan að fullyrðingum og þekkingarleysi og hinn þaulreyndan og fróðan um menn og málefni.

Mér býður mér í grun hvorn gamli bankastjórinn minn hefði valið fyrr.         


Verðlaun ef vel gengur!

Vilja Evruspekingarnir ekki gengisstyrkingu erlendra gjaldmiðla?

Af hverju skoða menn ekki skrá Seðlabankans sem sýnir hagnað fólksins af því að hafa krónuna en ekki Evruna?

Ragnar Önundarson reynir að uppfræða hugmyndafræðing Viðreisnar, Ola Anton Bieltvedt,  í gengismálum í Morgunblaðinu í dag. Auðvitað er það vonlaust verk en eitthvað meðalgreint fólk hefur gott af því að renna yfir röksemdafærslu Ragnars þegar hann skrifar:

"Ole Anton Bieltvedt lætur grein mína í Mbl. 3. september sl. „Sveigjanlegt gengi er jafnaðartæki“ verða tilefni greinar í blaðinu hinn 18. september. Hann virðist aðeins hafa lesið fyrri hluta greinar minnar því hann segir: „Sjálftökufólkið sem Ragnar kallar svo er mest verkafólk og aðrir launþegar …“ Í greininni stendur aftur á móti þetta: „Forstjórar fákeppnisfélaganna taka sér hins vegar það sem þeim sýnist í krafti aðstöðu sinnar“ og ennfremur „á meðan kjörnir fulltrúar, þingmenn og ráðherrar, taka þátt í sjálftökunni mun ekkert breytast“. Vegna þessarar fljótfærni fellur stór hluti greinar Oles Antons um sjálfan sig. Hann er stórorður, nefnir gengisfyrirkomulag landsins „svikula hentistefnu siðlausra og skammsýnna stjórnmálamanna“. Voru allar ríkisstjórnir síðustu þrjátíu ára virkilega skipaðar svikulum, siðlausum illmennum? Ég held ekki.

Sjálftökufólkið

Ég hef enga von um að geta komið Ole Anton í skilning um að sveigjanlegt gengi sé skárri kosturinn af tveimur slæmum. Ef einhver skyldi hafa tekið grein hans alvarlega vil ég samt árétta eftirfarandi. Er tímabært að setja gríðarlega harðan aga, á eingöngu starfsfólk gjaldeyrisgreina, með sársauka atvinnumissis yfir höfði sér, meðan langflestir mundu sleppa? Svar sumra þeirra sem búa við afkomuöryggi er já, en ég segi nei. Gera þarf atvinnulífið fjölbreyttara og stöðugra en áður. Orkuvinnsla og stóriðja er stöðugust, við eigum óvirkjaða græna orku, notum hana. Vörumst að þynna gjaldmiðilinn út með prentun peninga. Ef það er gert þarf að draga þá aukningu til baka þegar tilætluðum árangri er náð. Mesti ágalli EES-aðildarinnar fær litla umræðu. Fákeppni er allsráðandi í viðskiptalífinu. Öllum kostnaði er velt yfir á neytendur. Eigendur og stjórnendur fákeppnisfélaga eru í aðstöðu til sjálftöku arðs og launa. Embættismenn og stjórnmálamenn taka laun m.v. þennan sjálftökuhóp. Þetta er sjálftökufólkið. Hinir borga.

Með allt á þurru?

Landsmenn flytja inn mest af sínum nauðsynjum og gjaldeyrir gerir það mögulegt. Hugmyndin um að setja hinn miskunnarlausa aga evrunnar á landsmenn hefur ágalla: Við efnahagsáfall sem ylli gjaldeyrisskorti mundu nokkur þúsund manns missa vinnuna vegna gjaldþrota sjávarútvegs- og ferðaþjónustufyrirtækja. Aðrir, margfalt fleiri, gætu haldið lífi sínu áfram um sinn, eins og ekkert hefði í skorist. Það þýðir að landið mundi safna erlendum skuldum. Ekki yrði fyrirséð hve lengi og hve miklar þær yrðu, en staðan yrði ósjálfbær.

Upplausn

Gjaldþrota fyrirtæki eru leyst upp. Viðskiptasambönd og markaðsstaða glatast. Starfsmannahópurinn tvístrast og þekkingin með. Eignir eru seldar á uppboði. Þessi ferill tekur langan tíma. Hvort sem það er aflabrestur, verðfall, eldgos eða faraldur sem veldur bresti í komu ferðamanna, þá taka svona sveiflur tíma. Til að menn vilji reisa ný fyrirtæki á grunni gamalla er ekki nóg að geta keypt eignir á uppboði. Menn þurfa að sjá fram á hagnað. Þangað til bíða menn og sjá til. Langan tíma tekur og kostar mikla vinnu og áhættu að koma lífvænlegu fyrirtæki á fót. Atvinnuleysið verður meira og varir lengur.

Hin leiðin

Til að hagnaðarvon myndist þyrfti að lækka launin. Það er kallað „niðurfærsla“ og stundum „hin leiðin“, af því að leiðirnar eru bara tvær; gengislækkun eða niðurfærsla launa. Dettur einhverjum í hug í alvöru, að á meðan stærstur hluti þjóðarinnar lifir sínu lífi áfram eins og ekkert hafi í skorist verði sátt og friður um að þeir sem allt byggist á, starfsmenn gjaldeyrisaflandi greina, verði endurráðnir á miklu lægri launum? Menn yrðu að lækka öll laun í landinu. Yrði samstaða og sátt um launalækkun án skuldalækkunar? Mundi sjálftökufólkið lækka sín laun? Frysta þyrfti laun í meira en eitt kjörtímabil, e.t.v. tvö. Í kosningabaráttu yrði úrbótum lofað. Skipt yrði um ríkisstjórn. Ný stjórn mundi afnema tengingu krónunnar við evru, ef sú leið sem Viðreisn mælir með hefði verið reynd. Aðild að ESB sem Samfylkingin kýs hefði langan aðdraganda og langvarandi, óafturkallanlegar afleiðingar af sama toga.

Hagsmunablinda

Sársauki og reiði, enn og aftur misskipting og mismunun. Fengum við ekki nóg af slíku eftir hrun? Svonefnt „fljótandi gengi“ sem lagar sig eftir aðstæðum með því að lækka þegar áföll verða, en styrkist svo á ný þegar batnar í ári, heldur gjaldeyrisaflandi fyrirtækjum gangandi. Framleiðslan, verðmætasköpunin, heldur áfram. Viðskiptasambönd og markaðsstaða varðveitast. Þjálfaðir starfsmenn og þekking þeirra líka. Komist er hjá miklu atvinnuleysi, húsnæðismissi og óöryggi barna og fullorðinna. Það er hagsmunablinda að skeyta ekkert um þetta, bara af því að maður sjálfur er ekki í bráðri hættu að missa tekjur sínar.

Af tvennu illu

Fljótandi gengi lætur okkur taka áföllin saman. Af tvennu illu er það skárri kostur en þau ósköp sem felast í „hinni leiðinni“. Atvinnuleysi er og verður mesta böl hvers samfélags. Við höfum lengi náð góðum árangri með því að taka höggin saman, höldum því áfram."

Ég er bara ekki sammála Ragnari um að fljótandi gengi sé betra af tvennu illu. Það er einfaldlega miklu betra því það hefur innbyggða gulrót í kerfið sem gagnast öllum lýðum.

Það verðlaunar ef vel gengur.


Á að múra Ísland inni?

í afturhaldssömu tollabandalagi fárra ríkja gegn afganginum af veröldinni?

Hversvonar þröngsýni ríkir hjá þeim sem hæst tala um frjálslyndi þegar í raun er verið að tala um að reisa múra?

Eru Ole Bieltvedt, Þorsteinn Pálsson, Þorgerður Katrín og Logi Már orðnir boðberar víðsýninnar sem nær aðeins til 27 ríkja heimsins og einnar myntar? Sundurlauss ríkjabandalags sem virðist eiga erfitt með alla alþjóðlega ákvarðanatöku?

Páll Vilhjálmsson bloggakóngur veltir þessu fyrir sér:

 

"Samfylkingin og Viðreisn telja Íslendinga eiga meiri samleið með Evrópusambandinu en Bendaríkjunum og Bretlandi. Á milli ESB og enskumælandi þjóða ríkir stríðsástand, segir Telegraph.

Macron Frakklandsforseti talar um hníf í bakið og að Biden-stjórin í Washington fylgi Trump-stefnu í utanríkismálum.

Hvað er á seyði?

Jú, Bandaríkin, Bretland og Ástralía opinberuðu í vikunni samning sín á milli um uppbyggingu kafbátaflota til að verjast ágengni Kína. Samtímis riftu Ástralir samningi við Frakka sem ásamt Þjóðverjum ráða öllu í ESB.

ESB lítur á sig sem stórveldi á pari við Bandaríkin og Kína. Niðurlægingin í Ástralíu er til marks um að enskumælandi þjóðir telji ESB standa á brauðfótum.

Afturköllun Frakka á sendiherrum í Washington og Canberra er stórpólitísk yfirlýsing um að kalt stríð sé á milli Frakka/ESB annars vegar og hins vegar engilsaxa. Með því að kalla ekki sendiherrann heim frá London eru Frakkar að segja Breta hjálendu Bandaríkjanna.

ESB-sinnar á Íslandi, Samfylking og Viðreisn, eru útsendarar Brusselvaldsins. Atkvæði greidd þessum flokkum eru yfirlýsing um að Íslendingar ættu að slíta sig frá vinaþjóðum okkar, Bandaríkjamönnum og Bretum, og taka upp þykkjuna fyrir hönd Evrópusambandsins.

Á meðan pólitík á Íslandi snýst um blóðgjöf homma, fornöfn, dygðaskreytni á Hellisheiði og Thunberg-ráðuneyti gerast stórpólitískir atburðir á heimsvísu sem fara ofan garð og neðan.

En, auðvitað, þegar heilir níu stjórnmálaflokkar á Fróni ætla að breyta heiminum er ekki við því að búast að stóru málin þvælist fyrir þeim."

Af hverju skyldu Ástralir kaupa gamaldags dísilknúna kafbáta af Frökkum þegar kjarnorkuknúnir eru í boði? Er reiði Macrons ekki ýkt og vanstillt? Með hverjum standa Samfylkingarflokkarnir og Pírata hérna?

Á endilega að múra Ísland inni með þröngsýnum Frökkum og  Þjóðverjum?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband