Leita í fréttum mbl.is

Loksins !

sagði Eiríkur Bergmann eitthvað sem ég tók eftir. Hann sagði að Ólafur forseti væri búinn að búa til nýjan þjóðarleiðtoga á Bessastöðum. Foringja sem þjóðþingið yrði að spyrja leyfis hvort honum líkaði eða ekki það sem þingið væri að basla við.

Ekkert mál gæti Alþingi leitt til lykta nema eiga það yfir sér að Bessastaðaforinginn stoppaði það. Ólafur Ragnar hefði búið þetta embætti þjóðarleiðtogans til, það hefði ekki verið til áður.

Makalaust er hvernig þjóðin getur dundað sér við að bíða eftir því til klukkan ellefu í dag hvort leiðtoginn setji þumalinn upp eða niður. Merkilegt að það þyrfti tvo aldarþriðjunga til þess að menn föttuðu hvað þeir hefðu gert á Þingvöllum 1944. Þar var ég en ekki Ólafur.

Þvílíkt stjórnarfar! Þvílík þjóð !

Loksins Eiríkur !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hann  ætti kannski að fá reykháf eins og suður í Rómarborg.

Hörður Halldórsson, 5.1.2010 kl. 12:03

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski er hann að fara til Indlands einmitt til að semja um reykháf og læra táknmálið....

En ertu ekki stoltur af forseta vorum í dag, Halldór....?

Ómar Bjarki Smárason, 5.1.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Allt er gott þá endirinn er góður

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 14:44

4 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Heitir þetta ekki á ensku "came to their senses".  Ekki seinna vænna hjá krötunum gagnvart "dramadrottningunni" á Bessastöðum.

P.Valdimar Guðjónsson, 5.1.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 3419734

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband