Leita í fréttum mbl.is

Keisarabundin þingræðisstjórn ?

Í Danmörku ríkir þingræðisbundin konungsstjórn. Líka á Bretlandi. Þingið ræður og konungurinn staðfestir. Hann lætur fjölskipað þing þjóðarinnar, þar sem einn maður hefur eitt atkvæði, skera úr um hvaða lög skuli gilda.

Á Íslandi hefur þingið tillögurétt en keisarinn á Bessastöðum ræður því endanlega hvað skulu lög vera og hvað ekki. Ef Alþingi væri skipað mönnum sem væru kjörnir af þessari sömu þjóð þannig, að sérhver þeirra hefði jafnmörg atkvæði að baki sér, þá mætti spyrja hvenær slík gjá gæti myndast milli þings og þjóðar að nauðsynlegt væri fyrir keisarann að láta þjóðina greiða atkvæði um málið ? Þjóðarviljinn myndi endurspeglast í þingmönnum sjálfum, en ekki ráðast af þeim landflæmum sem þeir teldu sig vera fulltrúa fyrir.

Alþingismenn hafa sumir þrefalt færri atkvæði á bak við sig en næsti þingmaður. Gefur það ekki auga leið að slíku þingi geta verið mislagðar hendur ? Getur ekki líka verið að keisarinn, sem hefur líka  minnihluta kjósenda á bak við sig, geti ekki skynjað þarfir þegna sinna  jafnt ?

Við höfðum lengi vel erfðaeinvaldskonung sem studdist við ráðgjöf einhverskonar þings þar sem þó aðeins útvaldir sátu á. Allt gekk þetta einhvernvegin en samt var þessu nú breytt.

Nú tölum við um okkur sem lýðræðisþjóð en vitum samt að við erum það engan veginn. Menn eru ekki jafnir að atkvæðisrétti á landsvísu til þings. Aðeins í kjöri til sveitarstjórna og til embættis keisara  Íslands, er atkvæðisréttur jafn. Og þegar fleiri frambjóðendur en tveir eða þrír eru til keisaraembættis, þá er ákaflega lítil líkindi til að þeir sem tapa séu ánægðir.

Meðan menn telja sér þetta meinalaust þá láta þeir kyrrt liggja. En þegar þetta skiptir máli þá fer tónninn að breytast. Því eru líkindi til að menn sætti sig ekki við óbreytt ástand í stjórnkerfi landsins. Ólafur Mikli, núverandi keisari Íslands, hlýtur núna að hafa orðið til þess að menn fari að hugsa um stjórnarskrárbreytingar sem lengi er búið að hjala um en aldrei verið gert neitt í.

Fókl hlýtur að fara að hugsa meira um grunnstoðir lýðveldisins Íslands.  Dögum keisarabundinnar þingræðisstjórnar á Íslandi  hlýtur því að fara fækkandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það finnst mér makalaust að ekki einn einasti hefur minnsta áhuga á jöfnun atkvæðisréttar. Það er eins og fólk skilji ekki muninn á dreifbýlisþingmanni og Breiðhyltingi.

Halldór Jónsson, 7.1.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það hljómar nú svona hálft í hvoru eins og þú stefnir að einhvers konar "keisaraskurði" í þessum pistli þínum, Halldór!

Varðandi atkvæðavægið þá er ég nú hlynntari því að flytja fleira fólk út á land og jafna atkvæðavægið þannig. Þá yrði líka betri nýting á flugvellinum í Vatnsmýrinni.

Nú er t.d. laus bæjarstjórastaðan á Ísafirði eftir kosningar í vor. Ég myndi vilja stinga upp á því að Gísli Marteinn færi þangað vestur í eitt kjörtímabil og reyndi á sjálfum sér hvernig hvað það er nú notalegt að ferðast til og frá Reykjavíkurflugvelli.... og svo gæti hann farið í  framhaldsnám í "smábæjrarfræðum" á þarnæsta kjörtímabili.....

Ómar Bjarki Smárason, 8.1.2010 kl. 00:23

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þarna birtist vandamálið í þér Ómar Bjarki. Þér finnst bara allt í lagi að sumir menn séu jafnari en aðrir eins og í Animal Farm. Það er ekki hægt að hjálp þjóð sem er svona

Halldór Jónsson, 8.1.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418249

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband