Leita í fréttum mbl.is

Aðfluttir útlendingar + brottfluttir Íslendingar= ?

 

Getur það verið rétt að tölur um brottflutta Íslendinga og aðflutta séu villandi ?

Getur verið að það sé rétt að fyrir hvert þúsund Íslendinga sem flytja nú úr landi komi inn fleiri hundruð aðfluttra og af þeim séu mun fleiri útlendingar en Íslendingar ? Útlendingarnir flytjist hingað meðal annars til þess að setjast í heilbrigðiskerfið okkar ?  Láta framkvæma hér dýrar læknisaðgerðir sem þeir fá ekki í sínum heimalöndum ? Þessvegna sé ekki hægt að skera niður á spítölunum ? Flytji stöðugt fleiri útlendingar inn í landið og Íslendingar út, þá er skipt um þjóð í landinu svona hægt og bítandi. Eða vitum við eitthvað um fjölda útlendinga hér á landi eftir Schengen ?

Þessir útlendingar fái sér ekki endilega vinnu hérna en lifa einhvernveginn af landinu ?

Brottfluttir Íslendingar hljóta að hafa talsverð áhrif til lækkunar skráðs atvinnuleysis á landinu. Ég er ekki klár á því hvernig nýaðfluttir útlendingar eru taldir í því kerfi. Brottfluttir Íslendingar +atvinnulausir Íslendingar =  ? 

Aðfluttir útlendingar + brottfluttir Íslendingar=  ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er þörf hugleiðing, Halldór. Við vitum í raun ekkert um það hvaða fólk það er sem er að koma til landsins, enda flestir af Evrópska Efnahagssvæðinu og því jafnréttháir og við hin.

Þetta kemur til með að gerast í rólegheitum og þróunin fer ekki að snúast við aftur fyrr en uppistaða þeirra sem hér búa verða nægjusamir útlendingar sem berast lítið á og eiga hvorki fína bíla, flatskjái eða dýrar myndavélar. Þegar svo þjófagengin fara að átta sig á þessu fara þeir úr landi og leita okkur uppi hvar sem við erum og við endum með því að flæmast heim til Íslands aftur. Þá verður hér nóg að niðurníddu húsnæði í boði sem við getum samið við lánastofnanir að taka yfir á spottprís.... Þá verður gaman fyrir margan braskarann að lifa....!!!

Það verður fróðlegt að sjá hvað þetta ferli tekur langan tíma.

Ómar Bjarki Smárason, 6.1.2010 kl. 22:01

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eitthvað eins og á myndinni hér í pistlinum frá því í október 2008?

 

Ágúst H Bjarnason, 6.1.2010 kl. 22:34

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Ómar Bjarki,

Þú hugsar  býsna marga leiki fram í tímann. Hinsvegar getur þessi stjórn ekki enst eilíflega. Landsmenn eru hinsvegar ekki búnir að fá sig fullsadda af bóluefninu "aldrei aftur vinstri stjórn-varist vinstri slysin" osfrv.

Já frændi, það má rifja upp þín orð frá þessum tíma:

Ráðamenn: Gerið ekkert af fljótfærni. Hugleiðið afleiðingarnar. Skoðið lagagrundvöllinn rækilega áður en samningar sem eru í bígerð verða endanlegir, eins og  Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður benda á.

Framtíð þjóðarinnar er í húfi.

Nú erum við komnir í framtíðina. Ég segi nú bara: How now brown cow?

Halldór Jónsson, 6.1.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

...eða Brown, Coward....!

Flott mynd, Ágúst og lýsandi fyrir ástandið. Þetta gætu verið Steinrímur og Svavar að koma af fundinum með Brown, sem þeir eru að fara á núna næstu daga. Verðum við ekki að treysta því að Steingrímur taki sitt traustasta lið með sér.... og svo væri líka gott að þeir tækju aðstoðarmann forsætisráðherra með líka svo vandamálin "hrannist" ekki upp í forsætisráðuneytinu meðan þeir eru í burtu. Indriði H hefur þá kannski frið á meðan til að reikna á okkur skattana.... og smíða frumvarp til að ná utan um þá sem ösnuðust til að breyta fyrirtækjum sínum í SF um áramótin.... Þeir eru langir armar Skattman og hans fylgisveina....

Ómar Bjarki Smárason, 6.1.2010 kl. 23:32

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já þetta er sko ekkert gamanmál en erfitt umræðu. Ég á ekki von á því að þú komir miklu til leiðar í þessu efni. Man vel eftir frábærri grein sem þú birtir fyrir sennilega 2 áratugum - menn hefðu þá betur lagt við hlustir. En þú getur alla vega lagt þitt lóð á skálar og reynt að koma á friði í flokknum í Kópavogi. óskaplega er leiðinlegt að sjá góða drengi fallast svona á spjótin. Óvinafagnaður og ekkert annað.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband