Leita í fréttum mbl.is

Tími upphrópana er liðinn !

Ég horfði á Hrafnaþing í kvöld þar sem Jóna Hákon Magnússon, Helgi Ágústsson, Hrafninn og Hallur töluðu saman um Icesave málin.

Margt spaklegt var þarna sagt. Sumum var meira niðri fyrir en öðrum. En yfirburðir Helga Ágústssonar í reynslu, þekkingu, sögulegum bakgrunni, þroska og yfirvegun voru þvílíkir, að mig sundlað við þeirri tilhugsun hversvegna þjóðin hefði ekki fengið að njóta hans ráða á örlagastundu en sendi Svavar Gestsson í hans stað.

Þessum manni hefði ég einum falið forsjá minna mála gagnvart hverjum sem er. Ég held að hann myndi standa Kínverjum á sporði í hverri rimmu.

Um samskipti við umheiminn vegna Icesave sagði Helgi:  "Besti tíminn til að gróðursetja tré var fyrir tuttugu árum. Næst besti tíminn til þess er í dag." Þannig sér hann málflutning Íslendinga í Icesave deilunni.

Hinir viðmælendurnir höfðu allir nægan þroska til að steinþagna þegar Helgi vildi segja eitthvað af yfirvegaðri prúðmennsku. Svo sem :" Utanríkismál snúast um hagsmuni. Þú verður að leiða gagnaðilanum það fyrir sjónir að hans hagsmunir felist í því að semja." "Samningar fara ekki fram við borðið heldur á bak við gardínur og á bak við sófana. " hafði Helgi eftir miklum breskum diplomat. Bak við orðin mátti gruna mat á uppskerunni af umræðum Alþingis um lögin góðu, sem nú eru til umfjöllunar. Og augnabrúnahreyfingar einar lýstu því hvernig mætti fara að annars. Slíkur diplómat þarf ekki að nota orð til að menn skilji.

Helgi er veðraður í miklum sjóum landhelgisstríðanna og þrautþekkir samningatækni. Það þarf ekki að sminka hann til þess að menn sjái að þarna fer yfirburðasamningamaður og persóna sem tekið er eftir. Við Íslendingar stöndum í þakkarskuld við hann fyrir þátt hans í lausnum landhelgisstríðanna.

Ég stend við það sem ég skrifaði hér á undan: Kælum þetta Icesave mál aðeins.  Burt með það úr þjóðaratkvæði og múgæsingum. Forsteinn var frábær í breska sjónvarpinu og á blaðamannafundinum og sýndi að á meðal Íslendinga er líka heimsborgara að finna innan um alþýðuna. Íslensk alþýðulegheit er ekki endilega sá háttur sem hentar í milliríkjadeilum. 

Fáum svo Helga Ágústsson til að koma að málinu með þeim Steingrími og Jóhönnu sem hafa nú loksins Jón Hákon Magnússon sér við hlið,- traustan mann mikilla sæva og orrustuglamms. 

Við myndum ekki ná verri samningi um Icesave en við nú höfum. Helgi Ágústsson myndi áreiðanlega reyna sitt ýtrasta til þess.

 Ég held að þjóðinni bráðliggi á reynslu og færni í þessu máli. NÚNA !

Tími upphrópana er liðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Helgi er vitanlega alveg eldklár og hokinn af reynslu. Kynntist honum aðeins í London á sínum tíma og hann tók þátt í köörfuboltaæfingum og nokkrum leikjum sem íslenskir námsmenn og hann, diplómatinn, tókum þátt í.... og hann skoraði sko þar líka....

Auðvitað þarf að nýta alla þá bestu sem við eigum og sérstaklega þá sem hafa búið og hrærst í bresku samfélagi og kunna svolítið á hvernig það virkar. Þeir sem starfað hafa við sendirráðin á Norðurlöndum og hlotið hafa menntun á meginlandi Evrópu eiga ekki mikla möguleika á árangri í samningum við Breta....

Ómar Bjarki Smárason, 9.1.2010 kl. 02:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fróðlegur pistill og góður hjá þér, Halldór, um Helga Ágústsson. Og ekki mun stjórnin tapa á að fá Jón Hákon Magnússon til að liðsinna sér. Stjórnin hefur reyndar verið arfanízk á að nota sér alla sérfræðiaðstoð, t.d. lögfræðistofa, og hefði átt að fá ameríska(r) málflutningsstofu(r) í þetta mál að auki fyrir langalöngu, sbr. hér: Hvers vegna ekki bandarískt lögfræðiálit í Icesave-máli? – Þetta ætti öllum að vera ljóst, sem íhuga þá staðreynd, að þótt vandað lögfræðimat kosti 180 eða hugsanlega allt að 300 milljónir króna, þá er það nú ekki nema 2–3 daga vextir af Icesave, ef við vitleysumst til að samþykkja núverandi samninga!!! Hér er svo gríðarmikið í húfi, að það er ekkert mál að eyða einum milljarði í slík álit.

Lokaorð þín eru vel við eigandi, "Ég held að þjóðinni bráðliggi á reynslu og færni í þessu máli," en jafnframt má gjarnan slá á ofurflýti okkar úttauguðu ráðamanna og minna á orð Evu Joly (Fréttablaðið á nýliðnum degi, bls. 2: ‘Rétt að fara á byrjunarreit’), þar sem segir: “Hennar skoðun er sú að ekkert liggi á í málinu, enda sé verið að fjalla um samkomulag sem eigi að gilda til ársins 2024, og fara eigi aftur á byrjunarreit með samningana.” Þetta kemur nú vel á marga vonda í Stjórnarráðinu!

PS. Er Ólafur Ragnar nýlega kominn inn á fyrirmennalistann, sem þú býður mönnum upp á að kjósa úr þann bezta? Nú hlýtur hann að rjúka upp!

Jón Valur Jensson, 9.1.2010 kl. 03:17

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Eina leiðin er sú að alþingi felli lögin úr gildi. Hvorki ríkisstjórnin né alþingi hefur heimild til að setja málið í salt. Ekki myndi Samfylkingunni hugnast það, eða erum menn að tala um nýjan meirihluta á alþingi????

 Hér stefnir í harða kosningabaráttu. Þórunn Sveinbjarnardóttir orðaði þetta þannig að nú væru famundan hörð átök upp á líf eða dauða milli forsetans og ríkistjórnarinnar. Margir stjórnarliðar hafa tekið í sama streng. Það eru svo miklir hagsmunir í húfi að það verður ekki hjá því komist að fullu afli verði beitt.

Sigurður Þórðarson, 9.1.2010 kl. 03:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... hörð átök upp á líf eða dauða milli forsetans og ríkistjórnarinnar" – ja, hérna! Og það dylst víst engum, í hvaða skjaldarrendur hún ætlar að bíta. Þvílíkir Icesave-vargar, sem unna þjóð sinni ekki friðar og velsældar í landinu. VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA!

Og HÉR! (neðst, kl. 5.27) á ég nýtt innlegg einmtt um það mál á bloggsíðu Reuters-starfsmanns (http://blogs.reuters.com/felix-salmon/2010/01/06/iceland-stands-up-to-bullies/ - já, sannarlega eru þeir 'bullies'!).

Jón Valur Jensson, 9.1.2010 kl. 05:46

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er þessi Helgi einn af þeim sem hægt er að treysta? Eða er hann einn af þeim sem misnotuðu reynslu sína og menntun til að svíkja landa sína eins og svo margir gerðu og eru enn í lausagöngu?  Þekki ekki hans fortíð en eflaust gerir það einhver.

Traust er ein af grunnforsendum þegar hæfni er metin. M.b.kv. Anna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.1.2010 kl. 10:58

6 Smámynd: Brattur

Það er mjög merkilegt að sjá að stjórnarandstaðan treystir þjóðinni ekki lengur til að greiða atkvæði um Icesave lögin.

Brattur, 9.1.2010 kl. 11:23

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Brattur, Fjórflokknum er illa treystandi.

Þetta er hálf-óartarlegt innlegg hjá þér, Anna Sigríður, en þú réttlætir það eflaust með því, að við þurfum að fara varlega. En það hefur ekkert komið fram, sem varpi neinum skugga á traustið á hinum reynda og færa Helga Ágústssyni.

Hitt var undarlegt að treysta tveimur gömlum DDR-kommúnistum fyrir því að leiða samningana fyrir Íslands hönd; Svavar hafði lítt gert sér til frægðar annað en að ritstýra Þjóðviljanum, sem fór á hausinn í hans tíð, og sem menntamálaráðherra innleiddi hann hina afar kostnaðarsömu einsetningu skóla, sem lítið vit virðist í (dóttir mín er t.d. í skóla frá kl. 8.45 til 13:40; vel mætti tvínýta rýmið kl. 8-18 eða 17.30).

Svavar og hans pólitíska kona (Guðrún Ágústsdóttir, var í borgarstjórn) beittu sér líka með kjafti og klóm gegn tillögu um afar hóflegar greiðslur til foreldra sem vildu kjósa að gæta sjálfir barna sinna heima í stað þess að þiggja himinháar niðurgreiðslur (yfir 90.000 kr. á mánuði fyrir nokkrum árum) vegna hvers barns síns á leikskólum.

Þannig er þetta allt hjá þessum sósíalistum, arfavitlaus eyðslustefna á kostnað útsvars- og skattgreiðenda, en einn megintilgangurinn er að sósíalísera uppeldi barnanna. Og nú sjá ófaglærðir í miklum meirihluta um það uppeldi, og bæði í leikskólum og í skóladvalarheimilum er verulegur hluti gæzlufólks útlendingar, sem naumast geta hjálpað upp á málþroska barnanna!

Jón Valur Jensson, 9.1.2010 kl. 12:29

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í mínum huga er þetta allt uppspuni og óréttlæti frá upphafi til end. Sameining þjóðaráða sóslial lýðvelda: USSR virðist ekki langt frá EU í framkvæmd.

Hernaðarlega má segja að aðferð útþensluviðfangsefna Brussel sé ljós nú eftir á þegar henni er að ljúka.

Innleiðing EU alþjóða fjármálakerfis og lánafyrirgreiðslur til að byrja með.

Hæfur meirihluti EU felur Umboðinu útfærsluna, undir það falla alla stofnanir EU [áróðurs og leyniþjónustur], EU Fjárfestingarbanki og EU Seðlabankinn og kerfi þjóiðarseðlabanka og um 30% hlutur í öllum alþjóða fjármálastofnunum.

Samþættingar ákvæði og meint einkavæðing: sundrun Þjóðaríkja [í gervi einkafyrirtæki] og útrýming smá fyrirtækja gera svo kleyft að framkalla lánaþrengingar hvenær sem er hjá hverjum sem er, líka að hleypa of miklu siðspillingarsúrefni.

Þessu vopni hefur verið beitt nær utantekningar laust geng síendurteknum höfnum sumra þjóðríkja á eigin forræðisrétti.     

Samkvæmt mælingum IMF lækkuðu þjóðar tekjur Íslendings um 12% 2008-2009, sem mun aldrei hafa gerst áður í mínu lífi. Samkvæmt 5 ára spá verða þær sömu og í Bretlandi [þéttbýlis og fjölda]  2014.  Hefðbundin 12% munur horfinn.

Ég spyr grunnur fyrir farsælt Ísland líka. Menn sem vita niðurstöður sofa á vaktinni og eru fljótir að semja. Ekki er allt þetta lið glæpamennt og vitskert.

Aftur á móti er það skammsýnt að veðja á EU alþjóðafjármálkerfi hæfs meirihluti sem er ekki insular.

Breta munar um 0,5% til 1% hærri tekjur þegar allt er hrynja í EU.  Okkur munar um 30% til 40%.

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 18:34

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Valur. Allar öfgar bæði til vinstri og hægri eru óhjákvæmilega alltaf ósanngjarnar fyrir einhverja. Þess vegna er mér ómulegt að skilja flokka-kerfi sem svo sannarlega býður uppá togstreitu og óréttlæti. Við Íslendingar erum ekki flink við að rökræða við þá sem hafa aðrar skoðanir en við.

Ég vona að þú sérst ekki að hefna þín á Svavari með þessari upptalningu. Það þarf að taka ábyrgð á því sem gert verður í framhaldinu einmitt vegna óábyrgðar sem leiddi til hrunsins. Hvort að fólk er þessa flokks eða hins er ekki aðalmálið heldur hvort fólki sé treystandi.

Er það óartarleg spurning? Ja þá má nú ekki mikið Jón minn. Ég ætla ekki að telja hér upp allt sem mér finnst hafa farið afvega hjá þeim sem gerðu það sem þeir gerðu í valdatíð hvers og eins núna. Listinn yrði svo langur. En við getum ekki lokað augunum og ráðið ræningjana í vinnu. Við lærum af mistökum svo þau eru ekki alvond.

Við verðum víst að læra að hætta þessum persónu-aftökum. Var ekki að segja að þessi Helgi hefði gert neitt alvarlegt af sér, ég spurði vegna þess að ég veit það ekki, en ætla að komast að því.

Ég skil ekki af hverju þú hefur svona litla trú á uppeldi ófaglærðra, þar sem kærleikur og brjóstvit er ekki hægt að kenna fullorðnu fólki í skóla. Hef alltaf verið hlynnt því að fólk geti valið að geta verið heima með sínum börnum að hluta til og alið þau sjáf upp. Því miður hafa lægstu laun á Íslandi ekki verið þannig að allir hefðu getað nýtt þetta. Stéttarskiptingin er svo gífurleg í þessu landi hverju sem það er nú um að kenna. Það væri ekki verra ef þessi Helgi hefði reynslu af kjörum fátækra í reynslubankanum sínum. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2010 kl. 13:02

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mat IMF er að aðgerðir ríkistjórna skili okkur sömu brutto þjóðartekjum á haus og á Kýpur 2014, helmingi lægri en í Danmörku og um 12% lægri en í Bretlandi. Þessi ástæða fyrir því að komast ekki inn í EU er afar slæm. Ég veit ekki hvort þeir reikni með óbreyttri höfðatölu. Fræðingar sem eru uppvísir af insularity gera það ekki gott utan Íslands. Þess vegna verður íbúafjöldin sennilega svipaður 2014.

Endurreisnarsjálfsmorðsmat IMF.

Júlíus Björnsson, 11.1.2010 kl. 03:31

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Anna mín Sigríður, ég er ekkert að hefna mín á Svavari, þetta eru bara einfaldar staðreyndir, sem mér sýndust standa upp úr um vond áhrif hans. Ég undanskil að vísu áhrif hans á Þjóðviljann. – En ég hef enga trú á því, að mállaust fólk í hrönnum hafi góð áhrif á málþroska barna. Svo nefndi ég þetta með ófaglært fólk, af því að boðað var (það var réttlætingin), að dagvistir barna ættu að verða leikskólar, partur af skólakerfinu, með faglegri kennslu, en ég hef mest lítið orðið var við það. Ég er þó vitaskuld ekkert að tala illa um einstaklinga í starfsliði leikskólanna með þeim orðum. Það er bara staðreynd, að fagmennskan er takmörkuð. Við myndum ekki vilja hafa það þannig í öðrum skólum. Læt nægja. M.b.kv.,

Jón Valur Jensson, 11.1.2010 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418246

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband