Leita í fréttum mbl.is

Lán er forsenda þess að fá meira lán !

Pétur Blöndal skrifar eftirfarandi setningu í Mbl. í dag:

"Undarlegt er að heyra þau rök, að til þess að fá lán frá Norðurlandaþjóðunum og AGS verðum við að skrifa undir samninginn um Icesave og axla með því risastórt kúlulán frá Bretum og Hollendingum. Til þess að fá lán þurfum við sem sagt að skrifa upp á lán, sem okkur bæri líklega ekki annars að greiða. Er kannski botninn suður í Borgarfirði?

 

Er ekki ástæða til að horfast í augu við vandann strax, fremur en að velta honum yfir á komandi kynslóðir?

 

Það hefur ekkert með ríkisstjórnarsamstarfið að gera, hvort það höktir áfram eða ekki. Þetta er réttlætismál, sem varðar framtíð þjóðarinnar og tilvistargrundvöll. pebl@mbl.is  "

Er þetta ekki kjarninn í kenningum Steingríms Jóhanns ?

"Til þess að fá lán þurfum við sem sagt að skrifa upp á lán, sem okkur bæri líklega ekki annars að greiða"

Til þess að fá að hafa Visakortið áfram verðum við fyrst að samþykkja Visaraðgreiðslur á kortið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég hef einnig verið að spá í þetta sama og ekki skilið.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enn betri finnst mér rökin að ekki sé hægt að aflétta gjaldeyrishöftum fyrr en við tökum á okkur þetta 800 milljárða svarthol, sem mun soga til sín allan gjaldeyri.

Það er svosem rökrétt að ekki þurfi gjaldeyrishöft þar sem enginn gjaldeyrir er fyrir.  Kannski er það það, sem þau eru að meina.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 00:25

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarplega athugað Jón Steinar

Halldór Jónsson, 12.1.2010 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband