Leita í fréttum mbl.is

Hags-munir af Hruni !

Leiðari Fréttablaðsins er skrifaður af einhverjum Óla Kristjáni Ármannssyni. Hver sem hann er þá hefur ekki sést grímulausari tillaga um að skrifa undir Icesave en þessi leiðari. Þar segir:

" Ef til vill er ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga við Breta og Hollendinga einhver sú versta sem tekin hefur verið í íslenskri stjórnmálasögu. Ekki af því þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um mikilvæg mál sem varða framtíðarheill hennar, heldur þess dilks sem málið kann að draga á eftir sér með dýpkun kreppu og versnandi samskiptum við aðrar þjóðir. Ófyrirséð niðurstaða ákvörðunarinnar ræður ágæti hennar.

Um leið kann ákvörðuninni að verða hampað síðar, hvort heldur sem það verður af því að ásættanlegri niðurstaða fáist í Icesave-samningana, eða af því að hún leiði af sér úrbætur á stjórnarskránni hvað varðar umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna vegna Icesave kunna að vera nær sannleikanum. Verði lögin felld, þá er enginn samningur til staðar.

......Eftir 15 mánaða þref og niðurstöðu sem meirihluti Alþingis taldi ásættanlega verðum við þá aftur á upphafsreit. Um leið er óvissan algjör um hvort hægt verði að ná betri samningi, viðlíka, eða hvort niðurstaðan verður enn verri. Bretar og Hollendingar gætu eins tekið upp ítrustu kröfur, vefengt neyðarlögin og krafist þess að erlendum reikningseigendum verði bættar innstæður í Landsbankanum að fullu, líkt og gert hafi verið fyrir Íslendinga. Nú er þó ekki gerð krafa um annað en lágmarkstryggingu í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins.

Munurinn á lögunum um Icesave sem samþykkt voru í ágúst og svo þeim sem nú á eftir að staðfesta eða hafna í þjóðaratkvæðagreiðslu virðist tæpast réttlæta þá áhættu sem núverandi farvegur þess felur í sér. "

Svo fellur gríman :

 ...."Getur verið að einhver öfl óttist svo mjög það sem bíður þegar landi verður náð að þau vilji fremur hætta á að sökkva bátnum, eða leggja á úthafið í algjörri óvissu um hvort landi verði náð annars staðar? Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um hver þessi Grýla kunni að vera. Sumir segja að það sé óttinn við að úr skúmaskotum stjórnkerfisins birtist gamlir draugar og upplýst verði um syndir úr stjórnarsamstarfi fyrri ára.

Aðrir velta því fyrir sér hvort slíkur sé ótti forsvarsmanna sértækra hagsmuna við breytingar sem kunni að vera samfara aðild að Evrópusambandinu að útsendarar þeirra vinni allan þann óskunda sem þeir geti og fagni hverjum skugga sem fellur á samskipti Íslands við önnur ríki. Séu þau öfl til í landinu sem best nærast í fákeppni, einangrun og gjaldeyrishöftum er ljóst að þeim einum gagnast að þyrla upp svo miklu moldviðri í kring um Icesave að sem flestir glati áttum. "

Sem sagt, það er Sjálfstæðisflokkurinn sem býr yfir þvílíkum myrkraverkum að hann hefur hagsmuni af því að sökkva landinu. Gömul glæpaverk valda því að fyrri stjórnarflokkarnir vilja meira hrun.

En stöldrum nú aðeins við.

Hverjir hafa meira en beinan hag af áframhaldandi hruni Íslands ?  Hverjir hafa hagsmuni af því að krónan falli lóðbeint niður ? Verðbólgan rjúki upp?

Svarið liggur í augum uppi. Þeir sem skulda mest og hafa um leið kverkatak á verslun með lífsnauðsynjar á Íslandi. Þeir sem gera um leið út fjölmiðla á kostnað almennings með bókhaldsbrellum og skuldaflótta til að draga athyglina frá eigin glæpaverkum með því að reka áróður fyrir áframhaldi hrunsins og beita þeim til þess að keyra landmenn ofaní svaðið með andlitið á undan. Það eru þeir.

Hagar skulda minnst 63 milljarða. Þeir geta ekki borgað með núverandi veltu Haga. Ef krónan helmingast til viðbótar, minnkar skuldin og álagningin fjölgar krónum.  Hlustum ekki á bull um erlend lán sem hækki, þetta verður möndlað fyrir þá og annað eins hefur verið gert. Heildardæmið batnar hraðar hjá þeim sem hrunið verður hraðara. Fólk heldur áfram að verða að kaupa í matinn meðan það getur. 

Með hverjum degi sem eigendur Haga fá að halda veldinu áfram minnkar skuldin í verðbólgunni, verðlag lífsnauðsynjanna hækkar hjá almenningi sem tekur ekki eftir verðbólguskattinum.  Punktur afskriftanna nálgast fyrir Haga sem nota fjölmiðlana til þess að sannfæra almenning um hvað þeir séu góðir og engir séu betri en þeir.

Hversvegna er þetta Hags-mál ekki afgreitt strax í bankakerfinu  þegar skjalborgarheimilin stefna nú beint í uppboð hjá sömu bönkum og vernda Haga og Fréttablaðið gegn skuldheimtumönnum ? Af hverju þurfti bara að kála Árvakri ? Spyrjum Samfylkinguna sem er gerð út f styrkjum frá sömu aðilum og skila þeim ekki til baka eins og Bjarni.

Hags-munir Haga  af Hruni eru augljósir !.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hugsa sér hversu lesendur bloggsins eru heiladofið lið. Þeir sjá ekkert athugavert við framhaldslíf Buags og Haga. Þeir trúa því að Hagar reki Bónus, Hagkaup og hvað það heitir sem  lágvöruverslun í þágu neytenda.

Ég held að ég ætti að hætta að skrifa blogg.

Halldór Jónsson, 14.1.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418250

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband