15.1.2010 | 11:29
Siðgæði-Gegnsæi !
Ég rakst á grein eftir Gunnar I.Birgisson, hinn brottrekna bæjarstjóra Kópavogs á Pressunni. Gunnar bíður enn eftir að mál hans komist á hreint. Í dag er þriðji fresturinn liðinn sem yfirvöld lofuðu til að klára málið. En það snérist um hvort Lífeyrissjóður Starfsmanna Kópavogs hefði lánað ábyrgðarmanni sínum nokkur prósent umfram heimilað hámark til eins aðila. Framkvæmdin var gerð í þágu beggja aðila til hagsbóta fyrir lífeyrisþega sjóðsins.
Steingrímur J. Sigfússon rak stjórnina frá klukkan hálfellefu að kvöldi og skipaði Elínu Jónsdóttur yfir sjóðinn. Gunnar var formaður sjóðsins og Ómar Stefánsson notaði tækifærið og rak rýtinginn í bak bandamanns síns og velgjörðamanns, Gunnars Birgissonar og krafðist brottrekstrar hans úr bæjarstjórastóli og allra nefnda í Kópavogi. Maður sem á þvílíka vini sem Ómar þurfa ekki óvini. Þessa gersimi sem Ómar er ætla Framsóknarmenn að fara að endurkjósa sem leiðtoga fyrir sig sem treyst verður fyrir því að byggja brýr yfir til annarra flokka í bæjarstjórn Kópavogs að afloknum kosningum í maí n.k.
Gefum Gunnari orðið:
"Kúlulánadrottning Steingríms J.
Elín er greinilega í miklu uppáhaldi hjá fjármálaráðherranum. Hann lét skipa hana sem tilsjónarmann þegar ráðuneyti hans tók yfir Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar vegna þess að við, sem sátum í sjóðsstjórninni, vildum ekki tefla fjármunum sjóðsfélaga í tvísýnu í miðju efnahagshruni. Við björguðum fjármunum sjóðsins og tókst vel til.
Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Það hefði verið óráð að geyma peningana í bönkunum eins og ástatt var. Þá hefði mátt gagnrýna stjórnina fyrir að taka óþarfa áhættu. Við geymdum þá í staðinn í öruggu skjóli bæjarsjóðs. Það var ekki bannað heldur er talið að lánveitingin hafi hugsanlega verið umfram hámark sem ákveðið var í útrásaræðinu.
Tilsjónarmaðurinn gerði ekki miklar rósir á skrifstofu Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar utan lélegar mætingar og ólund. Þá rak hún framkvæmdastjóra sjóðsins, sem ekkert hafði til saka unnið, nema að skrifa bréf í umboði stjórnar. Þetta mál er líka óskiljanlegt í ljósi þess að Kópavogsbær ber 100% ábyrgð á lífeyrissjóðnum.
Í fjölmiðlum undanfarið hafa komið fram þær fréttir að Elín þessi stundaði hlutabréfabrask og fékk til þess lánað fé, svonefnt kúlulán á annað hundrað milljónir króna, hjá bönkunum fyrir hrun. Þegar syrti í álinn og braskið gekk ekki upp, þá seldi hún fyrirtækið með einskis verðum hlutabréfum en kúlulánið stóð eftir ógreitt!
Löglegt en siðlaust eða hvað?
Af þessum sökum er tilsjónarmaðurinn góði, yfirmaður Bankasýslunnar og sérlegur eftirlitsmaður fjármálaráðherra með bankaviðskiptum í landinu kölluð kúlulánadrottningin.Siðaumvandanir vinstri manna eiga alltaf við alla aðra en þá sjálfa. "
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ætlaði nú eiginlega ekki að "kommenta" á þetta rugl hjá þér, en segi bara: Haltu þig að flugdellunni....gerir minni skaða þar held ég....
Snæbjörn Björnsson Birnir, 15.1.2010 kl. 22:19
Já, þið þurfið sko ekkert að taka til í ykkar ranni, sjálfstæðismenn, því að alltaf getið þið böl ykkar bætt með því að benda á eitthvað annað.
Siðleysingjar allra alda hafa nýtt sér þetta - því ekki þið líka?
Billi bilaði, 16.1.2010 kl. 00:34
Þær eru eftirtektarverðar pillurnar, sem Snæbjörn og sá bilaði senda þér Halldór. Ekki þar fyrir að sjálfstæðisflokkurinn má gjarnan fara í nánari naflaskoðun en hefur verið gert hingað til. Það er í mínum huga nauðsynlegt, til þess að fólk fái trú á þeirri stefnu, sem hann hefur markað sér í fjölmörgum málum. Þessi naflaskoðun þarf ekki einungis að beinast að mistökum forystunnar, eins og bent var á í einhverri skýrslunni, heldur einnig einstaka málaflokkum, þar sem þarf að fara í gagngera endurskoðun - hvar menn þurfa að spyrja sig óvæginna en þarfra spurninga. Læt þá málefnaumræðu bíða betri tíma.
Þó svo að menn vilji tengja við sjálfstæðisflokkin ýmsa óáran síðustu ára, verðskuldað eður ei, þá hlýtur það að vera keppikefli þeirra, sem boða nýjan sannleika, að vilja standa við háleit loforð, sbr. þau sem einkenndu málflutning VG fyrir síðustu kosningar en hafa einnig endurómað víða um samfélagið. Læt málflutning samfylkingarinna liggja á milli hluta, þar eð á þeim bænum virðast menn ekki kannast við mistök og þeim því ógerlegt að bæta sitt ráð.
Núverandi stjórnvöld hafa orðið uppvís að spillingu og klíkuskap í mannaráðningum, aðkomu að einstaka málefnum o.fl. en sér í lagi hafa þau orðið uppvís að því að það var lítið mark takandi á öllum loforðunum um gegnsæi, heiðarleika og bætt vinnubrögð. Slíkt er ekki til þess að bæta orðsport stjórnarflokkanna og það grefur enn undan því trausti, sem þegnarnir bera til stjórnmálanna. Þannig skaðast allir.
Og svo koma brekkur á borð við Snæbjörn og þann bilaða og telja sig hafa efni á að agnúast út í það þegar bent er á að óvandað eðlið á einnig heima þar sem vandlætingin er mest. Hátt mega sumir hreykja sér.
En fyrst og fremst er mér umhugað um að hægri menn snúi sér að sínum innri málum en eins og sakir standa, er ég ekki viss um að núverandy forysta sé þess umkomin að stýra slíkri vinnu. Er ekki kominn tími til að "grasrótin" láti betur í sér heyra? Ég þykist viss um að það sé vilji til þess á meðal margra, það vantar einungis öfluga talsmenn til þess að hrinda slíku starfi af stað.
Hvar er slíka einstaklinga að finna, ef þeir eru þá til?
Ólafur Als, 16.1.2010 kl. 01:11
Sæll Ólafur
Þakk þér fyrir ígrunduð skrif. Það er sagt að flokkar verði ekki betri en fólkið sem í þeim er. Það á við um Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra. Nema að litlu flokkarnir þola mun minni skammt af óvönduðu fólki vegna smæðarinnar. Sjáðu til dæmis deilurnar í litlu flokkunum, þar berjast menn stöðugt innbyrðis. Í stórum lýðræðisflokki þurfa menn virkilega að sanna sig til að komast upp. Það gerir enginn sem hefur bara sjálfan sig að hugsjón. Slíkir uppreisnarmenn koma gjarnan úr öðrum flokkum þar sem þeir rekast ekki á eigin verðleikum. Líttu bara yfir sviðið í huganum.
Ég hef ekki aðstæður til þess núna að reyna að setja mig inn í hugarheim fyrstu tveggja skríbentanna. Ég held að þeir lifi í þjáningu sinni þangað til að þeir átta sig á því að lífið hatar yfirleitt engann að fyrrabragði þó gæfunni ( tilviljunum) sé auðvitað misskipt.
Halldór Jónsson, 16.1.2010 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.