Leita í fréttum mbl.is

Barnaskapur.

Þeir sem halda að Fréttablaðið sé frjálst og óháð geta lesið þetta á öftustu síðu:

"Einn á báti?

Fregnir af endurkomu Gunnars I. Birgissonar í stjórnmálin í Kópavogi hafa vakið athygli. Hrist hefur verið upp í prófkjöri sjálfstæðismanna og bæjarstjórinn hyggst ekki gefa kost á sér á ný. Menn hafa velt því fyrir sér hvernig flokknum muni ganga í samstarfi við aðra. Almælt er að Ómar Stefánsson framsóknarmaður og Gunnar ræðist lítið við og óvíst hvernig þeim mun ganga að vinna saman. Þá er grunnt á því góða á milli Gunnars og helstu forkólfa Samfylkingarinnar, Guðríðar Arnardóttur og Hafsteins Karlssonar. Þau verja nú hendur sínar fyrir dómstólum, en dóttir Gunnars hefur stefnt þeim fyrir meiðyrði í kjölfar fregna um störf hennar fyrir bæjarfélagið. Sjálfstæðismenn horfa því fram á að flokkurinn gæti einangrast verði Gunnar leiðtogi hans."

Þessum boðskap er nú dreift skipulega í Kópavogi af andstæðingum Gunnars innan Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað til að fæla menn frá því að kjósa Gunnar í 1. sæti listans í prófkjörinu. Ég man eftir svona brögðum frá því í gamla daga, þegar reynt var að persónugera Sjálfstæðisflokkinn með því að þessi eða hinn myndi eyðileggja flokkinn.

Ég er sallarólegur yfir svona málflutningi. Það er nefnilega flokksfólkið sem velur á listann. Og það hefur alveg vit fyrir sér.

Auðvitað geta fáein atkvæði ráðið úrslitum í prófkjöri. En það er yfirleitt ekki hægt að blekkja allt fólk alltaf. Trúa menn því til dæmis að VG myndi setja það sem skilyrði fyrir meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi að dóttir Gunnars drægi mál sitt gegn Guðríði og Hafsteini til baka ? Að það sé ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Framsóknarmanna að Gunnar sé ekki á lista Sjálfstæðismanna ? Að Gunnsteinn hafi ekki boðið sig fram í prófkjöri af því að ég sé á móti því að bæjarstarfsmenn séu í pólitík og Gunnar vilji halda ball fyrir bæjarstarfsmenn ?

Pólitík er ekki sandkassaleikur heldur þörf fólks til að láta gott af sér leiða.

Sjá menn ekki hvílíkur barnaskapur svona málflutningur er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband