Leita í fréttum mbl.is

St.Eva enn á ferð.

Eva Joly er enn á ferð að tala okkar máli seftir því sem Mbl. greinir frá.  
"NORÐMENN skulda Íslendingum í sögulegu samhengi og þeim ber að lána þeim án skilyrða. Þetta segir Eva Joly, ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara, í grein sem hún ritaði í norska dagblaðið Morgenbladetí gær. Joly segir að sér virðist sem norskir fjölmiðlar viti ekki fyllilega um hvað málið snúist.

 

Icesave sé fyrst og fremst evrópskt mál en ekki ágreiningur milli Íslendinga, Breta og Hollendinga líkt og margir telji. Joly segir hik Norðmanna gagnvart Íslendingum óskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess sem sagt hefur verið víða í erlendum fjölmiðlum síðustu daga, um að krafa Breta og Hollendinga sé ósanngjörn og miklar byrðar séu lagðar á íslensku þjóðina.

 

Þá segir hún að Norðmenn virðist gleyma landfræðilegri stöðu landsins og þeim náttúruauðlindum sem hér séu. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurlöndunum og mikilvægur bandamaður Noregs. Í ljósi sögunnar sé eðlilegt að Norðmenn styðji Íslendinga, sem hafi varðveitt tungu þeirra og bókmenntir. "
Hvar fáum við yfirlit yfir það hvað ríkisstjórnin er að gera til að dreifa upplýsingum í erlend blöð. Er ekki búið að ráða Jón Hákon til að dreifa áróðri fyrir Ísland ? Er þetta allt leyndarmál ?
Gott að við fáum þó fréttir af starfi St.Evu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞAð er allveg ljóst að Norðrmenn hafa meiri hagsmuni að gæta, með því að standa með Bretum en okkur, vegna mikilla viðskipta þeirra á milli.

En það er með ólíkindum að það sé kona af erlendu bergi, sem heldur upp vörnum fyrir okkur mörlandann, en ekki ríkjandi stjórnvöld, sem virðast spila með hinu liðinu gegn okkur.

Ég held að Jóhanna og Steingrímur séu hinir mestu stjórnmála afglapar Íslandsögunnar, það finnast vart meiri fávitar og fífl í veröldinni en þau tvö.

MUGABE virðist greindur í samanburði við þessi fífl.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er mjög erfitt líka fyrir Norðmenn að henda peningum í hendur siðspilltra stjórnmálamanna sem fórna hagsmun almennings fyrir fáa hagsmunaaðila á þeim forsendum að 98% þjóðar hafi ekki vit á peningum og þurfi því helst enga. 

Þjóðverjar[fjárfestar] töpuðu mest, almenningur Íslenskur fór verst út úr verðbréfahallarsukkinu.

Skýrsla mun benda á Glitni [Skota dindil] og ekki skila neinu réttlæti.

Tilgangurinn hefur alltaf verið að tefja málið frá segjum 2005.

Meðalið er að spilað er með almenning með að láta hann hafa nóg fyrir stafni og veita réttlátri reiði hans á hinn og þennan nafngreinda einstakling sem oftar ekki leikur sitt hlutverk mjög sannfærandi.

Á meðan er verið að millifæra meira en nokkru sinn fyrr. 

Almennt þegar fyrirtæki fer á hausin þá eru lánastofnanir í samkeppni að tapa sem minnstu og tekur þetta oft mörg fer eftir úthaldi stjórnar fyrirtækisins.

Svo er hlegið að loku formlegu gjaldþroti hjá þeirri lánstofnun sem tapaði minnst. Allt gleymist daginn eftir og fjárfestarnir halda áfram sínum leik.

Það átta að setja allt á hausinn með fjöldinn átti eitthvað og lofa honum að kaup allt ódýrt upp á nýtt í nýju samfélagi þar sem kostnaður við fjármálastarfsemi er lágmarkaður. Fjöldi einkarekstra fyrirtækja með tilheyrandi innlands kostnaði er í fyrirrúmi.  Þá hafa fleiri fjölskyldur það gott það kostar: það er það góða við kostnaðinn.   IQ

Júlíus Björnsson, 18.1.2010 kl. 05:09

3 Smámynd: Elle_

St. Eva passar vel fyrir EVA JOLY.

Elle_, 19.1.2010 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3420148

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband