20.1.2010 | 16:14
Ísland og Haiti.
Læknirinn Gunnar Skúli Ármannsson skrifar athyglisverða grein í Moggann í dag. Þar dregur hann fram hliðstæðu við það hvað AGS og okkar svokölluðu vinaþjóðir okkar eru að gera á hluta okkar Íslendinga.
Grípum niður í greinina fyrir þá em ekki lesa Mogga :
"Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a. land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðgast vel á auðlind landsins, »svarta gullinu«, þ.e. þrælunum, íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir, ásamt vinum sínum Bandaríkjamönnum, Spánverjum og Bretum verslunarbann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað »að vera ekki hluti af alþjóðasamfélaginu«. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka árið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þrælaeigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahaldaranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörkuðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld.
Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóðasamfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítís er gífurleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna. AGS krafðist afnáms verndartolla á hrísgrjónum og þar með flæddu bandarísk ríkisstyrkt hrísgrjón yfir Haítí. Hrísgrjónabændur á Haítí fóru þá á hausinn og landið er ekki sjálfbært með mat lengur. Atvinnuleysi er um 75%. Laun duga varla fyrir mat. Einræðisfeðgarnir Papa Doc og Baby Doc stofnuðu til 45% af skuldum Haítís og megnið lenti í einkabankabókum þeirra, með góðfúslegu leyfi alþjóðasamfélagsins. Í þessu tilfelli er alþjóðasamfélagið sammála um að skuldir sem vanhæfir stjórnendur Haítís stofnuðu til skuli greiddar af skattgreiðendum.
Íslendingar, sem hluti alþjóðasamfélagsins, ennþá, bera ábyrgð á neyð Haítís. Við getum sjálfsagt samþykkt að við höfum ekki farið vel með Haítí. Sjálfsagt fórnarkostnaðurinn af því að vera þjóð meðal þjóða. Núna er röðin komin að Íslandi, okkur er boðið inn í sama klefa og Haítí hefur verið í frá 1825. Sömu lönd hóta okkur verslunarbanni og einangrun. Er uppgjöf valmöguleiki þrátt fyrir ofurefli? Ekki ef örlög Haítís verða okkar. "
Sjá menn ekki samlíkinguna ? Hvernig menn eru kúgaðir til að undirgangast jarðarmen með nauðungarsamningum ? Nauðungarsamninga er engin skyldur til að halda, fremur en Gizur Þorvaldsson við eiða sína við Sturlu Sighvatsson á Apavatni.
Mér finnst þetta meistaraleg samlíking hjá lækninum. Alveg eins og Versalasamningarnir hleyptu Hitler til valda og heimsstríðinu seinna, þá mun Icesave snúa Íslendingum frá samstarfi við kúgarana í AGS og Evrópubandalaginu.
Það er ástæða til þess að við látum okkur Haiti meira varða. Mína virðingu og þakkir sendi ég þeim íslensku hetjum okkar sem fóru á staðinn til að rétta Haitibúum hjálparhönd svo og öllum sem létu eitthvað rakna við þá í neyðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór.
Ég hafði ekki heyrt þetta í svona smáatriðum.
Þetta er rosaleg meðferð á einni þjóð ! Það var gott að lesa þessa vitneskju !
Kveðja.´
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 17:24
Sæll Halldór,
ég þakka hrósið.
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.1.2010 kl. 18:34
Las þessa grein með morgunkaffinu og er búin að vitna í hana t.d. á facebook. Af þessu getum við séð afleiðingar friðarkaupa,sem mun brjóta niður sjálfsvirðinguna,þar með aflið,getuna til að ráða okkur sjálf. Kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2010 kl. 23:25
Segi það sama....setti greinina hans á feisið hjá mér......mér finnst alltof mikið af fólki sem nennir ekki lengur að fylgjast með þessu Icesave máli og veru AGS....allt hefur sínar afleiðinar
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:50
Sæll Halldór,
Ég heyrði í viðtali í gær á CBC að þessi skuld Haiti við Frakka er metinn á jafnvirði 45 milljarða bandaríkjadollara í dag eða um 5.600 milljarða íslenskra króna. Miðað við núverandi íbúatölu (um 9 milljónir) þá jafngildir það um 1,5 milljörðum dollara fyrir Ísland ef ég reikna rétt. Ég veit svosem ekki hvort þetta dæmi er sambærilegt við Ísland, en meðferð þjóða á Haiti er algjörlega skammarleg.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 21.1.2010 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.