Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar í uppbyggingu til Haiti ?

Ég var að tala við einn gamlan samstarfsmann í byggingabransanum. Hann á helling af kerfismótum.Ég á tölvur og forrit til að hanna allt frá hundakofum í háhýsi.Og hellingur af tæknimönnum kann þetta betur en ég. Íslendingar eiga allan fjandan og geta allt.Hér eru Ístak og Aðalverktakar. Hellingur af smáverktökum, byggingafélögum og bröskurum.

Við fórum að spá í af hverju íslenskur byggingariðnaður sem er að mestu  lagstur banaleguna tekur sig ekki saman og býður þjónustu sína. Förum með alla hektarana af vinnuvélunum og vörubílum úr Hafnarfjarðarhöfn til að byggja á Haiti ? Þeir vilja hús úr steypu vegna fellibyljanna. Það má bara ekki gleyma að setja járn í steypuna sem við Íslendingar kunnum.

Af hverju komum við byggingamenn ekki saman til fundar og reynum að kanna málið ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Halldór,

Ég held að þetta sé frábær hugmynd og væri gott framtak ef af yrði.  Spurningin er hver eigi að borga brúsan því ég held ekki að Haiti sé aflögufært!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.1.2010 kl. 18:52

2 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég held að ef íslendingar myndu bjóða fram mannskap og tæki þá ættu aðrar þjóðir að bjóða fram fjármagn, ef við erum hluti af alþjóðasamfélaginu.

Ásta María H Jensen, 21.1.2010 kl. 20:17

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það kemur alþjóðlegur peningur þangað

Halldór Jónsson, 21.1.2010 kl. 20:17

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gott framtak, Halldór, og nú boðar þú bara til fundar um málið. Það er kannski öruggast fyrir okkur að semja við alþjóðastofnanir og bank fyrst, því auðvitað þurfa slíkar stofnanir að vera í traustu og öruggu húsnæði sem þolir bæði vind og hristing.

En það er svo sannarlega tækifæri í þessu ef menn nota hugmyndaflugið í sambland við áræðni..... Gangi þér vel með þetta.

Ómar Bjarki Smárason, 21.1.2010 kl. 22:09

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Minn maður. Góð hugmynd!

Sigurður Þorsteinsson, 21.1.2010 kl. 23:16

6 identicon

Þetta yrði allt greitt af sameinuðu þjóðunum

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband