24.1.2010 | 19:31
Jóhannes Björn á Austurvelli.
Jóhannes Björn Lúðvóksson flutti harðorða ræðu á Austurvelli á laugardaginn. Þó ýmsilegt sé ef til vill ofsagt í ræðunni og felli hana í verði þess vegna, þá er sannleikskjarni í henni. Það er grunnskekkja í fjármálakerfinu. Það er alger réttur bankanna til að drepa fólk og eyðileggja heimili á forsendum glæpaverk sem stjórnendur bankanna frömdu gegn þjóð sinni í aðdraganda hrunsins. Ég sé ástæðu til að draga fram nokkur meginatriði úr ræðu Jóhannesar Björns:
" ...........
Við skulum hafa eitt grundvallaratriði á hreinu: Myntkörfulán, borguð út í íslenskum krónum, eru algjörlega ólögleg og verðtryggð lán eru bæði siðlaus og standast heldur ekki lög um eðlilega viðskiptahætti. Einstaklingar sem hafa verið flæktir í þetta skuldanet og óska nú leiðréttingar eru því ekki að biðja um ölmusu eða sérstaka fyrirgreiðslu þeir eru einfaldlega að krefjast þess að lögum landsins sé framfylgt. Spurningin snýst raunverulega um hvort við búum í réttarríki eða bananalýðveldi.
Lög nr. 38 frá 2001 eru skýr. Gjaldeyristryggð lán eru ólögleg. En jafnvel þótt þessi lög væru ekki fyrir hendi þá gerði gjaldeyrisbrask bankanna 2008 verðtryggðu lánin marklaus. Í stuttu máli þá tóku bankarnir stöðu á móti viðskiptavinum sínum þegar þeir snarfelldu gengi íslensku krónunnar. Þeir græddu því bæði á fallandi gengi og hækkun allra gengistryggðra og verðtryggðra lána. Þetta voru ekki eðlileg bankaviðskipti heldur glæpastarfsemi og margur hefur verið settur í járn fyrir minna.
Í 36. grein laga nr. 7 frá 1936 segir orðrétt:
Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig
Síðan segir í þessum sömu lögum:
Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag.....
Verðtryggingin er ólögleg að því leyti að hún er ekki í anda eðlilegra viðskiptahátta. Hvernig getur það staðist að aðeins annar aðilinn taki alla áhættu af öllu sem kann að fara úrskeiðis í framtíðinni? Þegar bankakerfið bauð fólki verðtryggð lán á árunum fyrir 2008 lögðu sérfræðingar bankanna fram greiðsluáætlanir sem hljóðuðu upp á 3 5% verðbólgu næstu árin. Þetta ógildir skilmála verðtryggðra lána vegna þess að lög um trúnað og tillitskyldu við samningagerð segja að það sé óheimilt að bera fyrir samning vegna atvika sem voru til staðar og ekki eiga lengur við.
Sú staðreynd að bankakerfið sjálft rústaði landinu og keyrði gengið niður úr öllu valdi með viðeigandi verðbólguskoti tekur af allan vafa um lögmæti verðtryggðra samninga.
Í stuttu máli: Bankakerfið eyðilagði hagkerfið og ber fulla ábyrgð á því að verðtryggð lán hafa stórhækkað og gjaldeyristryggð lán jafnvel tvöfaldast. Og nú sparkar kerfið í liggjandi mann og heimtar að fólk ekki aðeins borgi okrið, heldur haldi áfram að borga af lánum af húsnæði og bílum sem það er búið að missa. Þetta er einhver hroðalegasta ósvífni allra tíma. Það er algjör lágmarkskrafa að fólk sem gengur frá ofurskuldsettum eignum sé þar með laust allra mála. Þingmenn sem standa í vegi fyrir þessari breytingu eru með frosin hjörtu og ekki mannlegar verur í þeim skilningi er við leggjum í það hugtak.....
......Hvers vegna fær fólkið sem verður að borga fyrir glæpinn ekki nákvæmar upplýsingar um hvað bankarnir eru að afskrifa?
Hér verður mikið að breytast ef mönnum er full alvara í þeim ásetningi að endurreisa landið. Gamla launhyggjan verður að hverfa og það verður að hrista duglega upp í embættismannakerfinu. Valið er einfalt: Annað hvort verður hér gjörbreytt kerfi þar sem nýir kústar sópa spillingunni út ... eða hálfgerð skálmöld, stórskert lífskjör almennings og gífurlegur landflótti. Það er búið að ganga eins nálægt réttlætisvitund fólks og mögulegt er.
Ef stjórnvöld halda áfram á sömu braut þá blasir allt annað og verra Ísland við okkur eftir nokkur ár. Okurvextir, óraunhæfar afborganir af erlendum skuldbindingum og atvinnuleysi eiga eftir að orsaka enn frekari gjaldþrot og flóknari erfiðleika. Þetta er óþolandi vítahringur og þróun sem strax ber að stöðva. Það verður að höggva á hnútinn. Afnema verðtryggingu lána, breyta gjaldeyrislánum í íslensk á því verði sem þau voru fyrir 15 mánuðum og stórlækka stýrivexti. ...........
Fimmtán mánuðum eftir að nokkrir glæpamenn með hjálp pólitísku yfirstéttarinnar rústuðu lífi tugþúsunda íslendinga, setti Saksóknari Ríkisins allt í gang og kærði nokkur ungmenni fyrir að ráðast inn í Alþingishúsið! Þetta er auðvitað eins og hver önnur martröð og henni fylgir ákveðin hætta. Þegar fólk þarf að berjast við vindmyllurþað glímir stöðugt við atburðarás sem gæti komið beint úr skáldsögu eftir Kafka þá er stórhætta á að það missi móðinn...........
Við skulum hafa það hugfast að svo til allar framfarir sjá dagsins ljós þegar fólk vinnur bug á einhverjum erfiðleikum ... og það er nánast náttúrulögmál að allt andstreymi skapar ný tækifæri. Eða eins og Shakespeare orðaði það: Hve ljúft er að nota mótlætið sér í hag. ...........
Góðir fundargestir. Bankahrunið gefur okkur gullið tækifæri til þess að skapa hér betra samfélag. Við höfum allt of lengi búið við forhert framkvæmdavald, grútmáttlaust Alþingi og rammpólitískt dómsvald. Ef við stöndum þétt saman þá missir klíkustéttin heljartakið sem hún hefur á kerfinu og við uppskerum betra þjóðfélag ... réttlátara þjóðfélag ... land sem við getum öll verið stolt af."
Mér finnst þetta orð sem okkar pólitíska forysta verður að fara að huga að eigi hún að lifa af þá tíma sem framundan eru. Það er farið að bera meira á sjónarmiðum sme minna á aðdraganda frönsku byltingarinnar 1784-1794. Fólk reis upp gegn fjármagnseigendunum og aðlinum sem bara rukkaði lítilmagnanna án þess að skeyta hið minnsta um afleiðingarnar.
Bankarnir steyptu fjármálakerfinu og gegni krónunnar vísvitandi. Þeir sem stjórnuðu þessu spranga allir um sem frjálsir menn og lifa pragtuglega. Það getur ekki verið réttlæti í að bara viðskiptamenn hinna nýja banka, sem Steingrímur seldi í hendur vogunarsjóða og aðila sem enginn veit hver er, og segist hafa fjármagnað þá með ríkisfé, án þess að bera það undir Alþingi sem er fjárveitingavaldið,, skattfé fórnardýranna öðru nafni nefnt, skuli nú verða rukkaðir að fullu til greiðslu á kröfum sem þessir sjóðir og huldumenn keyptu af gömlu bönkunum fyrir hrakvirði.
Og meira en það. Skuldarinn sem missir veðsetta eign sína í hendur veðhafa verður ofsóttur til enda veraldar af hinum sömu hafi veðandlagið verið slegið honum á slikk.
Slíkur er aumingjaskapur þingmanna Sjálfstæðisflokksins að hafa ekki einu orði tekið undir þá kröfu sem fram kom á landsfundi flokksins að skuldir skulu almennt ekki ná lengra en til missis veðandlagsins.
Slíkar reglur eru forsenda fyrir því að nokkurntímann verði hægt að þróa heilbrigt lánasamfélag í landinu og að nokkur bankastjóri geti starfað hlutlægt. Það er glæpur að lána fólki peninga sem að koma því á kaldan klaka ef aðstæður breytast. Það á að liggja fyrir hvað sé undir lagt. Og lánveitandinn á að bera áhættu með lántakandanum. Ekki bara lántakandinn sem annars er aðeins leiksoppur hins.
Ekki er að búast við því að vinstri alþýðuvinaflokkarnir hræri hönd né fót í þessu mali frekar en öðru. Ef þetta grunnmisræmi verður ekki leiðrétt þá stefnir hér í byltingu sem margir munu hafa verra af.
Þessi fundur á Austurvelli var fámennur. En þegar farið verður að bera fólk útúr íbúðunum hundruðum saman, sem er á næsta leiti, þá gef ég ekki fyrir rúðurnar í þinghúsinu.
Þá getur verið að kröftugri ræður verði fluttar á Austurvelli heldur en innandyra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hvenær ætli við fáum þingmenn og ríkisstjórn sem vinna fyrir þegnana en ekki gengn fólkinu sem byggir þetta land.....?
Það er alveg ótrúlegt hvernig haldið hefur verið á þessum málum og hvernig hlaðið er undir þá sem arðræna þjóðina. Slíka stjórnarhætti er ekki hægt að kalla neitt annað en landráð þeir sem skipa ráðherrastóla í slíkum ríkisstjórnum þurfa að læra að skammast sín og kannski rúmlega það......
Ómar Bjarki Smárason, 24.1.2010 kl. 23:39
Ég tek undir með þér að ég vildi sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á að veðbönd sé það eina sem lánveitandi geti sótt í. Ansi hrædd um að ekki væri þetta vandamál ef bankarnir hefðu borið meiri ábyrgð á því hverjum þeir lánuðu og hversu mikið.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 25.1.2010 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.