26.1.2010 | 07:59
Fjallið fékk jóðsótt.
Er ekki makalaust hvernig heilli þjóð er haldið uppi á kjaftæði um ekki neitt til þess að draga athygli hennar frá raunverulegum vandamálum sínum ?
Finnst engum nema mér spaugilegt að sjá nefndarmennina í rannsókn Alþingis sitja eins og puntaða kjölturakka fyrir framan fréttamenn og segja þeim að skýrslan sé alveg að koma ? Halda spennunni eins og það sem í henni stendur muni marka einhver tímamót ?
Hvað gerist þegar hún loksins kemur ? Fara fréttamenn að lesa og reka upp einhver öskur eftir því hvar þeir standa í pólitíkinni ? Finna þeir finna eitthvað sem svertir stjórnvisku Davíðs og Geirs ? Hvítþvær Jóhönnu af því hún hafi ekki skilið neitt í samhengi hlutanna ? Sýnir það að Steingrímur J. hafði rétt fyrir sér á þessum eða hinum tímanum fyrir þennan tíma ? Bla bla bla ? Meðan heimilin fara á uppboð vegna aðgerðaleysis ?
Fer Kalli Werners beint í tukthúsið þegar skýrslan kemur út ? Eða Jón Ásgeir ? Eða stendur eitthvað um í skýrslunni að það þurfi að vísa einhverju til dómstóla sem við erum búin að kjafta um í meira en ár? Er þessi skýrsla einhver uppgötvun sem getur nýst sérstökum saksóknara til þess að fara að rannsaka eitthvað sem hann hefur ekki hugmynd um í dag ? Er nefndin yfirsaksóknari sem er miklu betri en sérstakur eða Eva Joly ? Bætir þetta eitthvað atvinnuleysið eða vanda heimilanna ? Fjármögnun og sölu bankanna af ráðherra án heimildar frá Alþingi ?
Eða er þessi nefnd skipulögð tilraun til þess að friða fólkið og fjölmiðlana í því að að þetta sé alveg að koma, það sé bráðum einhver skýring á veruleikanum í dag ?
Er ekki bara réttast sé að þessi nefnd leggi skýrsluna inn í Þjóðskjalasafnið með tíu ára lás og við hættum að borga þeim kaup fyrir eitthvað sem engu máli skiptir lengur ? Snúum okkur hinsvegar að hvað við ætlum að gera til að bjarga þjóðinni ? Nær ekki sérstakur einhvern tímann að koma þeim í tukthúsið sem eiga það skilið ?
Er þessi skýrsla bara ópíum fyrir fólkið í anda Leníns ? Fjall sem fékk jóðsótt en fæddist lítil mús ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sannarlega er von að þú veltir þessu fyrir þér eins og fleiri. Svo er það spurningin hverjum fólk treystir best og að hverju hver og einn muni leita. Sjálfur á ég auðvelt með að svara. Ég mun leita að því sem ekki birtist í skýrslunni. Og ástæðan er einföld; ég mun verða áfram tortrygginn á þessa rannsókn.
Mér er nefnilega ljóst að skýrslan mun verða enn ein sönnun þess að hér ríkir slík spilling á öllum stigum stjórnsýslu jafnt og embættismannakerfis að það er blátt áfram útilokað að nokkur "málsmetandi" einstaklingur muni finnast hér á landi sem er fullkomlega treystandi til að starfa af fullum heilindum við þá ábyrgð sem að baki liggur.
Öll erum við tengd beint eða óbeint einhverjum þeirra einstaklinga sem hafa sýkst af þeirri siðrænu úrkynjun sem þróast hefur í samfélagi okkar og sum hver erum við þar meðtalin.
Ég játa að enda þótt ég telji sjálfan mig ekki flokkast undir málmetandi hóp þá hefði ég eftir nokkra umhugsun ýtt frá mér starfi á borð við þetta.
Og það vekur athygli mína að í þessari færslu þinni er ódulinn undirtónn sem birtist í því að það fyrsta sem þú gefur þér er að það muni jafnvel koma í ljós eftir að skýrslan birtist að fólk vænti þess að sjá eitthvað sem varpað geti skugga á ásýnd tilgreindra manna!
Í skoðanakönnun sem hér til hliðar má sjá að áberandi meirihluti þeirra sem lesa færslur þínar treystir Davíð Oddssyni best af fyrirmönnum þjóðar okkar svonefndum. Ekki færri en 39.4% bera þetta fölskvalausa traust til mannsins sem stýrði einkavæðingu bankanna okkar, seldi þá fyrir Kolaportsverð, flaug á erlenda grund til að mæra þá í veislum og afhenti heiðursviðurkenningu. Sat þá og allan þeirra glæsta feril í Seðlabanka þjóðarinnar og hrökklaðist að lokum frá honum gjaldþrota.
Þinir tryggu lesendur biðja nú ekki um mikið.
Árni Gunnarsson, 26.1.2010 kl. 14:34
Skyldu bara koma jábræður mínir og Davíðsdýrkendur að lesa þetta dund mitt ?
Ég bendi þér á Árni minn, að skoðanakönnun á Reykjavík síðdegis vear mjög í þessa veru líka. Getur það verið að þú sért bara með róg og bull um Davíð ? Þú sért bara veruleikafirrtur og lifir í ímynduðum heimi þar sem allir eru vondir við þig?
Ekkert geti skeð fyrir slys eða menn gert axarsköft án þess að hafa ætlað það?
Halldór Jónsson, 26.1.2010 kl. 14:44
Halldór. Við skulum bara reyna að horfa á sviðið eins og það blasir við okkur hverju sinni. Það eru mörg ár síðan ég taldi mig sjá að landið mitt var í klóm spillingar og hún fór vaxandi, enda voru raddir okkar sem á það bentu yfirgnæfðar með ásökunum um róg og öfund.
Það hefur enginn verið vondur við mig enda veit ég ekki til að ég hafi kvartað yfir því við nokkurn mann. En ég leyfi mér að mótmæla öllum þeim sem hafa þegið umboð mitt og þjóðarinnar og þeir sem ég hef treyst fyrir mínu umboði geta vitnað um allt annað en það að ég hafi sungið þeim tilbeiðslustef.
Ég er ekki haldinn neinu heilkenni í garð Davíðs. En ég ætlast til annars af fluggreindum mönnum (engin nöfn nefnd) en þess að dá hann og dýrka fyrir sín afglöp.
Stjórnsýsla sem leiðir af sér algert hrun þjóðarbúsins er ekki axarskaft. Það er stjórnsýsluglöp og við þeim liggur hörð refsing verði þau sönnuð.
Ég er orðinn hundleiður á horfa óg hlusta á menn rífa kjaft í skjóli þess að þeir séu ósnertanlegir.
En til eru þeir sem telja sér skylt að horfa aðgerðarlausir á afkomendur sína setta í nauðungarvinnu vegna afglapa þeirra sem þáðu traust og umboð gegn um lýðræðislega kosningu.
En, laug ég einhverju upp á Davíð?
Árni Gunnarsson, 26.1.2010 kl. 17:16
Við ættum að gera ráð fyrir fleiri atriðum í skýrslunni en áfellisdómi yfir hverjum þeim sem okkur hugnast ekki af stjórnmálamönnum.
Það er eitt að setja lög og reglur og annað að sjá til þess að þeim sé framfylgt. Hið sama á væntanlega við áform mannanna og skipulag sem þeir koma upp hjá sér. Einhver þarf að hafa auga með þeim sem starfa eftir því. Bregðist það má vænta þess að hinar dekkri hliðar mannlegs eðlis kræli á sér með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Þeir sem vildu innleiða aukið viðskiptafrelsi á Íslandi gerðu kannski ekki ráð fyrir því að eitthvert "batterí" þyrfti til þess að hafa eftirlit.
Gamli, gráhærði hrokkinkollurinn sem strokið hefur mönnum andhæris í gegnum árin er ekki alfa og ómega í óförum okkar á árunum 2006, 2007 og 2008. En rétt er að hann hefur pirrað margan vænan vinstrimanninn hreint óskaplega!
Flosi Kristjánsson, 26.1.2010 kl. 17:23
Ég mun reyna að varast það að áfellast nokkurn framar hér á þessari síðu fyrir einhver leiðinda axarsköft á borð við það að koma þessari þjóð minni á slóðir örbirgðar. Ég hef svo sem lengi vitað það að trúarbrögð og hollusta við Foringja er óvinnandi vígi í rökræðu. Einfaldasta leiðin til að láta sér líða bærilega er að vera rökheldur.
Árni Gunnarsson, 26.1.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.