Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur og Icesave.

 Ögmundur Jónasson skrifar grein í Mbl. í dag um Icesave og furðuskrif Þórólfs Matthíassonar í norsk blöð.Grópum niður í skrif Ögmundar:

„ÞÓRÓLFUR Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, skrifaði grein í norska stórblaðið Aftenposten, sem vakið hefur athygli.....Hann segir að þegar upp verði staðið þurfi Íslendingar aðeins að greiða 6 til 8 milljarða norskra króna og sé það vel viðráðanlegt. Verðgildi norsku krónunnar er nú tuttugu og tvöfalt verðgildi hinnar íslensku þannig að um er að ræða 130 til 176 milljarða greiðslu.....  Nú er það svo að gangi björtustu vonir eftir innheimtast 90% af eignum Landsbankans sem ganga eiga upp í meintan Icesave-reikning. Það þýðir að eftir standa af rúmlega 700 milljörðum 70 milljarðar. Það breytir því ekki að allur höfuðstóllinn stendur á vöxtum eins og hann hefur gert frá 1. janúar 2009. Það gerir um 40 milljarða á síðasta ári og aðra 40 milljarða á þessu ári að öðru óbreyttu...... 

 Hjá Skilanefnd hefur komið fram að ekki verði greitt út fyrr en séð er fyrir endann á hugsanlegum málaferlum og er það talið ólíklegt fyrr en árið 2011. Á meðan koma mjög lágir vextir á fjármagn sem innheimtist í Bretlandi fyrir eignir á sama tíma og vaxtakvörnin malar á Ísland með 5,55% vöxtum og síðan vaxtavöxtum. .Í grein sinni hvetur Þórólfur norsk yfirvöld til að leiða Íslendingum - okkur - það fyrir sjónir að við eigum að samþykkja Icesave-samninginn einsog hann stendur, möglunarlaust. Ella munum við hafa verra af. Hvers vegna? Jú, væntanlega vegna þess að við yrðum að öðrum kosti beitt þvingunum af hálfu annarra ríkja.....

Ekkert bendir til þess að spádómar Þórólfs um að við sleppum billega frá Icesave eftir að eignir Landsbankans innheimtist hugsanlega á næsta áratug. Alveg eins getur farið að það gangi ekki svo vel. Vextirnir tikka áfram af 700 milljarða höfuðstólnum.Þetta er þvílíkt sjálfsmorð fyrir Íslendinga að vera að föndra við þá hugmynd að borga okkur út úr því að hljóta reiði „vinaþjóða okkar“, að við getum ekki annað en sleppt því.

Við Íslendingar þurfum að fá pólitíska forystu sem þorir að hafa þá sannfæringu að: „Við munum ekki borga erlendar skuldir óreiðumanna !“  Punktur. Við verðum að fá Svavars-samninginn niðurfelldan. Við getum ekki samþykkt neitt nema málamyndagerning um eitthvað lítilræði. Engin dómstólaleið um aðalmálið.  Leitum nýrra leiða og nýrra vina. Við verðum að vera reiðubúnir að fórna EES, Atlantshafsbandalaginu og  öllu fyrir þessa ákvörðun þjóðar í neyð. Við látum ekki svelta  okkur til hlýðni þó svo að við förum í greiðslustöðvun 2012.

Við verðum að hafa kjark til að standa í lappirnar. Það verður erfitt. En hitt verður enn erfiðara að standa við samninginn sem búið er að gera eða taka áhættuna fyrir dómstólum.Hvaða skoðun hefur Ögmundur í raun og veru ? Vill hann fara í hart eða vill hann bara lækkun á vöxtum

 

Ekki gera skrif Þórólfs í Aftenposten mig að hollvini Háskólans frekar en þau auka mér trú á Evrópusamstarfið. Sem  mér finnst í rauninni  aðeins hafa orðið okkur frekar til bölvunar en hitt þegar grannt er skoðað. Margskonar  regluverk þaðan finnst mér vera  farið að íþyngja þjóðinni fremur en hitt.

 En hvernig má það vera, að þessi Ögmundur Jónasson,  sem segist vera á móti Icesave samningunum og inngöngu í ESB,  styður forsætisráðherrann í ríkisstjórn  sem stefnir í hina áttina? Og lúta formanni í flokki sínum sem vill fyrir alla muni ganga að ýtrustu kröfum vinaþjóðanna ?Ég velti því fyrir mér hvernig þetta allt geti farið saman . Steingrímur og Jóhanna,  Ögmundur og Icesave?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Er ennþá verið að fárast útí prófessorinn. Hann segir þó varla neitt annað en það sem ríkisstjórnin sjálf hefur haldið fram hingað til. Það hlýtur að vera meira fréttnæmt ef norðmenn taka á sig Icesafe. Sem mér finnst nú hljóma einsog furðufrétt en það er þó frétt.

Gísli Ingvarsson, 5.2.2010 kl. 15:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem mér finnst undarlegast við skrif Þórólfs er að hann reynir með krókaleiðum að sýna fram á að skuldin sé ekki eins stór og menn ætli og þessvegna og aðeins þess vegna ættum við að borga hana án möglunar, burtséð frá því hvort hun er yfirleitt okkar að greiða.

Svipaðog ef ég fengi reikning inn um lúguna sem ég ætti ekki og þætti það upplagt að borga hann af því að hann væri ekki svo hár. Sérstaklega ef ég léti bílinn minn ganga upp í hann. 

Ég held að það ætti að loka svona kvislinga inni. Eitt verð ég þó að fá að vita: Hver pantaði þessi skrif Þórólfs? Ekki tók hann það upp hjá sjálfum sér, prófessor á ríkislaunum, að skrifa þetta til að létta af hjarta sínu fyrir hönd þjóðarinnar.

Það er margt í meira lagi dularfullt við þetta mál, sem ætti að skoða.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2010 kl. 15:44

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér hafa borist fréttir frá fyrstu hendi af ferð þreminninganna til Noregs.

Þeir hafa haldið blaðamannafundi talað við fjölda þingmanna og fulltrúa stjórnvalda og félagasamtaka og viðkvæðið er alltaf hið sama.  Fyrir utan Evu Joly (sem var atyrt af aðstoðarmanni Jóhönnu)  eru þeir fyrstir til að kynna málstað Íslendinga. 

(Prófessorinn kynnti sjónarmið Samfylkingarinnar sem  sem fellur að hagsmunum Breta og Hollendinga)

Sigurður Þórðarson, 5.2.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband