Leita í fréttum mbl.is

Traustvekjandi ?

 

Ekki fannst mér mikið til koma svara hjá Finni Sveinbjörnssyni bankastjóra Arion í viðtali við Þóru í kvöld. Fyrir liggur að Arion banki er að koma fyrirtækinu Högum og 1998 í hendurnar á Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri.  Finnur segir þá vera svo mikla rekstrarmenn að það sé bara ekki hægt annað.  Þeir muni áreiðanlega ná þessu aftur til sín samkvæmt lögmálum markaðarins.

Hvað liggur eftir þessa feðga  annað en gjaldþrotaslóð um allan heim ? Fjallháar skuldir við alla og allstaðar. Hvar er þessi rekstrarsnilld að hafa farið á hausinn með nærri öll fyrirtæki sem þeir hafa komið nálægt ? Ég spyr enn , eru það sérstakir hagsmunir neytenda að verða vitni að því að borga upp afsláttinn í Bónus með skuldum Haga uppá 63 milljarða við Aríon banka sem féll í fangið á ríkinu þegar viðskiptafélagar feðganna og þeir sjálfir höfðu ryksugað bankann ? Varð þá afslátturinn á kjötfarsinu  að miljarðaskuldum í Aríon og Glitni, Sjóð 9 og Rauðsól, Stím,   Baugi og  365 miðla ? Var lágvöruverðið bara blekking sem var að lokum niðurgreidd af almenningi?

 Hverskonar traktéringar eru þetta eiginlega ? Hvernig getur þessi Finnur ætlast til þess að við Þóra trúum þessu  sem hann bar á borð ?  Eða þá að það breyti engu að Ólafur Ólafsson í Samskipum hefur réttarstöðu grunaðs manns um stjarnfræðileg fjársvik ?   Hann sé eftir sem áður besti kall í augum erlendra banka og þá líka Aríon banka. Finnur hefur sjálfur enga fordóma gagnvart fortíð manna þegar peningar Aríon eru annars vegar.

Ég skil ekki hversvegna neytendur láta bjóða sér þetta. Af hverju sneiða þeir ekki hjá Bónus og reyna að styrkja þær búðir sem bjóða svipuð verð. Af hverju lesa menn Fréttablaðið þegar skuldafráganga uppá milljarði liggur að baki útgáfunni ? Íslenskur almenningur hlýtur bara að vera svona heimskur að það sé hægt að láta hann trúa hverju sem er. Enda trúir hann bæði á Jóhönnu og Steingrím og ríkisstjórnina til allra verka.

Hverjir eru eigendur Aríon banka í dag ? Þar til annað er sannað þá trúi ég því alveg jafnvel og öðru að feðgarnir séu þar á bakvið og hafi keypt sig þar inn á hrakvirði.  Kannski verður Jón Ásgeir næsti bankastjóri þar ?  Vanur maður með langa reynslu í viðskiptum. Maður sem er ekki hræddur við tölur. Það má ekki annað en hafa menn saklausa þar til sekt er sönnuð eins og með Ólaf í Samskipum.

Mér ætti að verða óglatt af því sem borið er á borð. En það er ekkert eftir til að æla. Hvað getur fólk svo sem gert ? Ekki neitt.  Jóhann og Steingrímur segja að þetta eigi að vera svona. Og Finnur vikapiltur þeirra segir :Gefum rekstrarmönnum eftir skuldirnar.

Heimilin verða rukkuð áfram. Er það ekki traustvekjadi bankastarfsemi ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það eru aðeins tveir dagar síðan Nanna Briem geðlæknir fjallaði um siðblindu í HR.

Af einhverjum ástæðum kom orðið siðblinda í huga tveggja sjónvarpsáhorfenda fyrr í kvöld.

Kannski í huga fleiri...?

Ágúst H Bjarnason, 5.2.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góð færsla Halldór.  Þeir sem þekkja sögu Finns átta sig á að þetta er ekkert óeðlilegt af hans hálfu. Hann er í hópi þeirra sem voru á blindafylleríinu sem okkur hinum var aldrei boðið í en verðum að borga fyrir meðan fjármálaalkarnir velta timburmönnunum yfir á okkur og fá síðan fyrirtækin sem þeir skuldsettu upp fyrir skorstein á útsölu ef þeir þá borga einhvern tíma eitthvað.

Siðblinda er ekki nógu sterkt til að lýsa því sem er að gerast í Aríon. En eins og bankastjórinn sagði þá getur fólk greitt atkvæði með fótunum og farið úr viðskiptum bæði frá Aríon og Högum.

Jón Magnússon, 5.2.2010 kl. 23:38

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já,

er ég ekki bara siðblindur þegar ég fer inní Bónus í Hveragerði á leið í sveitina til að gá hvort þar sé til ódýr blandari í stað þess að kaupa hann í sveitaversluninni.

Erum við ekki öll siðblind og tilbúin að að heiðra skálkinn svo hann skemmi okkur ekki. Tilbúin til að kaupa nótulaust ef svo ber undir og snuða ríkið og kaupa smygl.  Vegna þess að ríkið hefur breytt sér í skrímsli, ekki sanngjarnan félaga heldur monster undir stjórn óvinarins.

 Ríkið er orðið of stórt. Það erður að færa verkefnin úr höndum Alþingis til sveitarfélaganna, þar sem ríkir lýðræði, einn maður eitt atkvæði í stað þrír menn hér á móti einum vetsfirðingi. Það er hæfilegt að rikið fari með 30 % af þjóðartekjunum eins og í Svíþjóð en ekki 70 % eins og nú er.

Halldór Jónsson, 6.2.2010 kl. 00:10

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Finnur segir aðila búa yfir reynslu , býr Finnur yfir reynslu.

Ég myndi ekki ráð hann í ábyrgðarstöðu í fyrirtæki sem ég ætti.

Fyrrverandi starfsmenn sem keyptu hlutbréf á sínum tíma þegar reynsluboltarnir skráðu sig í kauphöllinni, hver var reynslan?

Það getur vel verið að raunávöxtunarkrafa af nauðsynjavörum á Íslandi hafi verið há á skjön við alþjóðasamfélagið. 

Það getur vel verið fákeppni bakki upp þetta álit.

Ekki ætla ég að að kaupa hlutbréf. Ég var ekki varaður við þeirra staðreynd á sínum tíma að húsbréfalánið mitt byggðist á 50% hærra fasteignaverði umfram nýbyggingarkostnað. KB-banki. Sælgætis álagning hér áður. 10 krónu kúlur kosta 5 krónur í afgreiðslu. Lítið afgreiðslugjald en há álagning í prósentum. 

Starfsmenn IMF  [Ekki ríkisstjórn að framkvæmdastjórn IMF] var við þessar sér Íslensku reiðfjár fjármögnunar aðferð samfara inngöngu  á alþjóðlega höfuðstóls markaði 2004-2205.  Benda líka kurteisilega á að Íslenska fasteignaveðalánakerfið sé ekki sambærilegt við önnur með svipaðar þjóðartekjur.  Þetta gæti leitt til reiðufjár erfiðleika innan skamms tíma  ef ekki kæmu til úrræðagóð stjórnvöld á Íslandi.

Í skýrslu um áramótin 2007-2008 er bent á að viðskiptajöfnunargengi Íslensku krónunnar sé komið úr öllu sögulegu samhengi m.a.

Ég spyr þá hvort hagvöxtur útflutnings einhæfra lávirðis afurða  hafi ekki minnkað í hlutfallið ofurhávirðishagvaxtarauka vaxandi fjármálgeira?

Það á að losa sig við reynslu síðustu 12 ára minnst og sía þá frá sem neyðast til að læra af reynslunni einni saman. Illt er að kenna gömlum hundi að sitja.

30 ára þýska menningararfleiðin. Rök skynseminnar.

Í helstu viðskipalöndum Íslands er undirliggjandi meðal verðbólga 2,5-3% á 30 árum. Þjóðartekjur á haus í þeim samanburði þurfa að vaxa að sama skapi. Það er hagvöxtur verður að vera 2 til 2-3% til að halda í horfinu [höfuðstólnum].

3% af 48.000 US dölum á haus fyrir gengisjöfnum  eru 1,440 dalir á haus.

3% á nýja jöfnunargenginu 34.000 US dalir á haus eru  1020 dalir á haus.

4,2 eru hinsvegar á genginu 34.000 US á haus eru 1,440 dalir á haus.

30% lækkun á haus og  og krafa um 40% meiri hagvaxtaraukningu árlega en helstu viðskiptaaðilar til að viðhalda samburðarlækkuninni,

semur engin sem kann að reikna um.

Hvernig fór ég á sínum tíma að leysa hvert einasta tegur?

Með því að vera búinn að sanna sjálfur á eigin spýtur hverja einustu diffrun.

Mínir líkar eru margir í stórborgum meginlandsins þótt þeir séu hlutfallslega fáir. 

Reynslan sem fáfróður reynslulaus vísar í kann ég örugglega betur en sumir.

Hinsvegar bý ég yfir reynslu sem tryggir stöðuga heiðarlega varnalega höfuðstóls hækkun án þess að skaða aðra frekar hitt gagnstæða.

Æla, mér varð flökurt.     

Þjóðverjar þökk áherslum á lítinn innflutning og mikla fullvinnslu ráða fyrir 58.000 dollara höfuðstólstekjum á haus.

Fyrirmynd að mínu skapi. Frekar en City Bretland : viðskipasamböndin að deyja út: súrefni City aðalsins.

Fyrirgreindir ráð yfirgreinda undirmenn í ábyrgðar stöður hins gera meðalmennin það sjaldan. Þess vegna nægir oft að meta toppinn. 

Júlíus Björnsson, 6.2.2010 kl. 00:29

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eins og þú væntanlega veist frændi, þá dregur Arion Banki nafn sitt af Arion Vulgaris, sem er latneska nafnið á hræætunni sem í dglegu tali nefnist spánarsnigill.

Það skýrir kannski undarlega hegðun bankans undanfarið...

 http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/0/09/Arion_lusitanicus.jpg/300px-Arion_lusitanicus.jpg

Ágúst H Bjarnason, 6.2.2010 kl. 16:17

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Góður Ágúst frændi,

Hann var líka hálf snigilslegur bankastjórinn þegar spyrilskonan, sem heitir ekki Þóra heldur eitthvað annað, spurði hann hvort honum fyndist allt í lagi að hafa traust á Ólafi sem aðaleiganda Samskipa meðan réttarstaða hans væri sú sem hún er vegna viðskipta við Ara-Jóns banka, sem ég var búinn að heyra að héti svo eftir einhverjum skriðýrum af ætt kamelljóna.

Halldór Jónsson, 6.2.2010 kl. 18:36

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér er ein merking:

"Arion ist eine Aktion der Europäischen Union für Entscheidungsträger im Bildungsbereich"

"Arion is an action of the European Union for decision makers in education"

Júlíus Björnsson, 6.2.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband