Leita í fréttum mbl.is

Fólkið valdi lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi

Ég hef nú starfað við prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi síðan á áttunda áratugnum. Oft hefur verið smalað rækilega af frambjóðendum og ótrúlegasta mætt á kjörstað. Oft hefur okkur verið hótað af öflugum félagasamtökum að þeir myndu koma og verma tilteknum frambjóðendum undir uggum í krafti sinna samtaka. Ég hef hinsvegar aldrei séð þessa hópa ná að skipuleggja sig eins og núna.

Í framboði 12 manna var formaður íþróttafélagsins HK. Fyrir kjördag gekk um undirritað bréf frá forystu HK þar sem meðlimir félagsins voru hvattir til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn til að fella Gunnar Birgisson en kjósa ákveðna frambjóðendur í ákveðna röð. Gunnar þurfti að fella vegna þess sem stjórn HK taldi sína hagsmuni,  þar sem hann hafði ekki viljað játast undir kosti þeirra HK manna umyrðalaust um að afhenda þeim Kórinn, eitt stærsta íþróttamannvirki á landinu.

Sjálfstæðisflokkurinn á yfirleitt undir högg að sækja um þessar mundir þó hann sæki hugsanlega fram með hverjum degi með tilstyrk ríkisstjórnar þeirra Jóhönnu og Steingríms J. Flesti voru því sammála að kjörsókn myndi verða allt frá frá 1700 manns til mest 2300 manns sem þótti nú gott einu sinni. Kosningamaskína Gunnars taldi sig ráða við þann fjölda. En við þetta mikla áhlaup margra hópa réði hún ekki.

Á kjördag brá svo við að biðröðin eftir að ganga ókeypis í flokkinn var lengri en kjósendanna. Í allt gengu á sjöunda hundrað manna, niður í 15 ára unglinga, í flokkinn á síðustu dögum og kusu sitt fólk. "Það var sagt mér að kjósa þennan í þetta sæti" var haft eftir einum slíkum. Þetta varð því langfjölmennasta prófkjör Sjálfstæðisflokksins til  þessa þar sem tæplega hálft fjórða þúsund tók þátt í því. Um 1800 manns eru sagðir hafa gengið í Sjálfstæðisflokkinn frá áramótum. Meira að segja eitt íþróttafélag getur ekki afrekað þetta án dyggs stuðnings frá öðrum stjórnmálaflokkum.

Þeir sem gengu í flokkinn á kjördag voru flokkaðir sem utankjörfundaratkvæði og settir í umslög. Það var því mjög fróðlegt  að horfa á hvernig atkvæðin uppúr þessum umslögum röðuðust á einstaka menn í allgóðu samræmi við áðurnefnt dreifibréf.. Ég ætla ekki að segja neitt um það hvort þetta hafi breytt neinu um heildaniðurstöðuna í efstu sætunum. En það styrkti þá sem stóðu höllum fæti í kjörinu meðal venjulegra  þegar flokksbundinna Sjálfstæðismanna og jók muninn milli manna í toppnum.

Nú þetta eru reglurnar og eftir þeim var farið. Ég velti því fyrir mér hvort eðlilegt verði talið í framtíðinni að formenn hagsmunafélaga sitji í bæjarstjórn hugsanlega í meirihluta með bæjarstarfsmönnum ? Verður þar eitthvað pláss fyrir fulltrúa venjulegra bæjarbúa ? Geta stjórnmálaflokkar leitt þessa þróun hjá sér ?

Prófkjörið fór hið besta fram og er ástæða til að óska forystufólkinu í félagsstarfinu til hamingju með það. Frambjóðendur lögðu sig alla fram um að hringja sitt lið á kjörstað og dáist ég að dugnaði þeirra allra.Vissulega má líka segja að þetta hafi verið eitt mesta pólitískt leðjukastsprófkjör sem nokkru sinni hefur farið fram en það er ekkert hægt að stjórna slíku þegar það fer af stað.365 miðlar fóru auðvitað í farabroddi gegn Gunnari Birgissyni og segir auðvitað sína sögu um afgerandi áhrif Samfylkingarinnar í þessu prófkjöri. Fróðlegt verður að fylgjast með úrsögnunum á næstunni, þegar innheimta skal 3000 kr.félagsgjöld af liðinu.

 Frambjóðendurnir passa flestir að láta ekki  bendla sig við neitt persónuníð. En  þeir sem það gerðu beinlínis samt virtust ekki græða mikið á því í heildina séð sem bendir til þess að almmenir kjósendur trúi ekki hverju sem er. 

Gunnar var felldur úr oddvitasætinu, það er staðreynd sem gleður örugglega Guðríði og Ómar Stefánsson. Gunnar er þó í öruggu 3. sæti og getur enn haft áhrif til framtíðar bæjarins.Ég held að Kópavogsbúar megi þakka honum fyrir mörg góð handtökin á tveggja áratuga ferli sem oddviti Sjálfstæðismanna í samstarfi við Framsóknarflokkinn. En allt hefur sinn tíma.

 Hvað svo verður veit ég ekki en fólkið hefur talað í þessari umferð.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Heldurðu að fall Gunnars I. gleðji ekki líka Ólaf Þór bæjarfulltrúa VG?

Jóhannes Ragnarsson, 21.2.2010 kl. 18:49

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er ekkert viss um það. Ólafur er menntaður maður og annar kaliber en Samfylkingarliðið.

Halldór Jónsson, 21.2.2010 kl. 20:19

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona í ljósi þessa athugssemda um menntun þá bendi ég á eftirfarandi:

Guðríður er 39 ára, gift Hafliða Þórðarsyni, lögreglufulltrúa og á þrjú börn.  Guðríður er jarðfræðingur og framhaldsskólakennari en hefur auk þess stundað framhaldsnám í viðskipta- og hagfræði.  Bæjarfulltrúi í Kópavogi frá árinu 2006 og fulltrúi í bæjarráði frá sama tíma.

Ég þekki nú aðeins til hennar og ég hef ekki heyrt orð um að hún eða nokkur annar innan Samfylkingarinnar hafi haft nokkuð með prófkjör ykkar í sjálfstæðisflokknum að gera. Hins vegar heyrði ég að sjálfstæðismenn hafi verið fúlir vegna þess að haldið var forval í Samfylkingu því þeir hafi vilja koma Guðríði í burt. Ómar er held ég heldur ekki í þeirri stöðu að vera viss um að hann hafi tyggt oddvitasæti í Framsókn.

Held að vandamál ykkar séu innan flokks

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Fyrirsögnin á færslunni veldur mér smá heilabrotum.

Voru þetta listakosningar?

Var þetta ekki innanflokks prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem kosið var milli frambjóðenda innan sama flokks?

Halldór ertu nokkuð að reyna leiða umræðuna út í móa á meðan Gunnar er að hugsa sig um hvað skuli gera í stöðunni?

En þetta var náttúrlega glæsilegt prófkjör. 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 21:12

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Magnús góður,

ég held að okkur sé nokkuð sama hvaða krati er í forystu hjá ykkur. Í bæjarstjórn Kópavogs gæti alveg eins tekist samstarf annað en nú er, því það er ekkert vitað um það enn hvernig hlutföllin liggja eftir kosningar. Og pólitík er list þess mögulega.

Það er gott að vita að Guðríður hefur þá svipaða menntun og Steingrímur J.sem brillérar þetta litla í Icesave og öðrum málum. Skyldi vera fleira líkt með þeim ?

Ég er nú oft merkilega góður að sjá það á fólki, hvaða flokka það styður fremur en aðra. Því miður hef ég ekki aðgang að gögnum um þá sem kusu eftir inngöngu í flokkinn og get ekki beinlínis sannað þessa kenningu fyrir þér. En gamall hundur hér í bæ  þekkir nú mann og annan ef útí það er farið. Og svo fylgdist maður merð hvað kom uppúr kössunum.

Halldór Jónsson, 21.2.2010 kl. 21:23

6 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Sæll Halldór, ég var umsjónarmaður talningar í þarsíðasta prófkjöri og kunni þar illa við þá reglu kjörstjórnar að hunsa vilja kjósenda vegna tæknilegra mistaka (að merkja 8 í stað 7 til dæmis, eðlilegast hefði þá verið að nota fyrstu 7 sem atkvæðið).

Varðandi prófkjörið nú þá skoraði Gunnar sjálfsmark nýlega eins og ég fer inn á í pistli mínu Misskilningur Gunnars þar sem hann setti upp verktakaræðið sem hér hefur ríkt sem deilu milli íbúa og verktaka sem báðir virtust jafnsekir að.

Það voru líklega ófáir íbúar á Nónhæð og Kársnesi og víðar að sem voru orðnir langþreyttir á þessum stjórnarháttum sem mættu nú til að kjósa.

Jóhannes Birgir Jensson, 21.2.2010 kl. 21:35

7 Smámynd: Gunnar Jóhannsson

Sæll Halldór,

Þessi atburðarás sem þú lýsir er engin nýlunda og það ættir þú að vita manna best.  Er ekki mögulegt að Gunnar Birgisson og hans stuðningsmenn hafi sjálfir haft áhrif á prófkjör annarra flokka í gegnum tíðina.  Mér þykir líklegt að Gunnar sé þessa stundina að bragða á eigin meðulum, en það er náttúrulega það sem fylgir þessu.

Persónulega held ég að fólk hafi verið búið að fá nóg af þeirrri greiðapólitík sem stunduð hefur verið í Kópavogi og þess vegna fellt Gunnar. 

Ég get ekki séð að það verði með nokkru móti hægt að kenna Baugsmiðlum eða Samfylkingunni um hvernig fór í þessu prófkjöri.  Að þessu sinni gróf Gunnar Birgisson gæfu sinnar gröf alveg óstuddur.

Gunnar Jóhannsson, 21.2.2010 kl. 22:54

8 identicon

Það ættu engir að sitja lengur í sveitarstjórn, eða á Alþingi en þrjú kjörtímabil. Þá er kominn tíma á þau.

Og þetta finnst mér líka um embætti forseta Íslands.

Löngu kominn tími á Gunnar Birgisson.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 00:21

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Prófkjörskosningar eru skrípaleikur og eiga lítið skylt við lýðræði. Það þarf að nást þverpólitísk samstaða um reglur í þessu. Spurning að leggja staðgreiðslugjald á inngöngu í flokka, tveimur mánuðum fyrir kosningar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 02:03

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir fróðlegan pistil Halldór, ég held að það gæfi réttari mynd af vilja flokksmanna ef kjörskrá væri miðuð við þá sem hefðu verið í flokknum í a.m.k, eina viku.  Annars skrifaði Jóhannes Ragnarsson mergjaðan pisttil, ansi hressileg lesning.

Sigurður Þórðarson, 22.2.2010 kl. 06:07

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með hana dóttur þína.

Sigurður Þórðarson, 22.2.2010 kl. 06:15

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Sigurður.

Gunnar Th, ég er nokkuð sammála þér.

Sigrún Jóna,

Sigurgeir á Nesinu var kosinn til forystu hreins meirihluta held ég ellefu sinnum. Ekk fannst þeim það og mikið. Er rétt að útiloka fólk vegna starfsreynslu, aldurs, kynferðis eða kynhneigðar ? Nýir vendir sópa best. Bandaríkjaforsetar eru bundnir við tvö kjörtímabil. Og þeir vita hvað þeir syngja í sinni stjórnarskrá, sem við Íslendingar ættum að taka upp óbreytta, enda tel ég að við séum mun meiri Ameríkumenn að eðil en Evrópumenn, þar sem við flúðum harðstjórnina og þröngbýlið líka. Mér finnst að krötunum yfirsjáist þetta element.

 Gunnar Jóhanns

Þú ert eiginlega með skoðun Sigrúnar Jónu. Samfylkingunni er ekki einni um að kenna. allir frambjóðendur voru að smala í flokkinn á kjördegi. Mér finnst þetta galið og vil styðja nafna þíns Th.

Jóhannes Birgir,

Það stendur skýrt í reglunum 1-7. Annars þarf engar reglur.Þetta var hinsvegar óverulegt sem datt út þessvegna. Allt var úrskurðað gilt ef vilji kjósandans var talinn skýr.

Halldór Jónsson, 22.2.2010 kl. 09:30

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Steingrímur J[údas] Sigfússon er ekki jarðfræðingur. Hann er B.Sc. í jarðfræði, sem sagt um það bil hálfnaður á leið sinni í að verða jarðfræðingur. Fullur titill hans er því :

Steingrímur J[údas] Sigfússon fjármálaráðherra, B.Sc. í jarðfræði og fyrrverandi íþróttafréttamaður

Ég veit ekki með Guðríði, en það eru allt eins líkur á að hún sé bara hálflærð í jarðfræðinni eins og

SJ[údas]S ef að líkum lætur. Það kann að vera að þessi jarðfræðingstitill hennar sé ekki sannur. Það er þá næsta kúpp og áburður í Kópavogsdeilunum. Samfylkingarfulltrúi að skreyta sig með oftitlun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.2.2010 kl. 10:46

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það finnast ekki aðrar útskriftir frá H.Í. um Guðríði Arnardóttur en hinn 17. júní 1995 þar sem hún klárar B.S. gráðu í jarðfræði.

Þannig er það orðið ljóst, nema einhver grafi upp annað, að svo virðist sem Gurðíður skreyti sig óverðskulduðum fjöðrum þar sem það lítur út fyrir að hún sé einungis komin með B.S í jarðfræði miðað við heimasíðu HÍ.

Titill hennar er því

Guðríður Arnardóttir, kennslustjóri, bæjarfulltrúi og B.S. í jarðfræði

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.2.2010 kl. 11:32

15 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Vonandi skilar þessi fjöldi sér sem kaus í prófkjörinu og gott betur í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þá stefnir í stórsigur. Svo óska ég þér Halldór til hamingju með góðan árangur dóttur þinnar í prófkjörinu. Þá fagna að Hildur Dungal hafi náð þeim árangri sem hún stefndi að.

Ég hef áður lýst efasemdum mínum hér á vefsíðunni þinni Halldór með opin prófkjör. Það þarf að finna nýja leið til að velja frambjóðendur að mínu áliti. Opin prófkjör vissulega geta verið góð leið til að byggja upp stemmingu og sigur í komandi kosningum en dökku hliðarnar eru of margar. Það þarf með einhverjum hætti að tryggja að þeir sem hafa áhrif á val á framboðslistans séu sannanlega stuðningsmenn þess flokks sem um er að ræða en að ,,önnur öfl eða hagsmunir" séu þar að baki, eins og þú gefur í skyn varðandi HK. Annar galli við opin prófkjör er að stuðningsmenn sumra frambjóðenda bóta of oft óvönduðum meðulum til að koma höggi á keppinautana(var næstum búinn að skrifa andstæðingana!). Í þriðja lagi er galli að frambjóðendur þurfa að verja umtalsverðum fjármunum í baráttuna til að fá að þjóna samfélaginu. Það kann að bjóða upp á hættu við hagsmunaárekstra.

Það er hins vegar ekkert nýtt að íþróttahreyfingar hafi úrslitaáhrif á útkomu prófkjara og ætti þess vegna ekki að koma neinum á óvart núna. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða í samræmi við reglur um opið prófkjör.

Aðalmálið núna er að það verði ekki eftirmálar af úrslitum prófkjörsins. Sjálfstæðismenn verða að standa saman í baráttunni framundan. Sterkir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti framboðslistans og þeir þurfa núna að stilla saman strengi undir forystu Ármanns Kr. sem leiða mun listann.

Jón Baldur Lorange, 22.2.2010 kl. 15:23

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér þætti gaman að sjá hversu margir borga af hinum nýskráðu ef þeim er sendur gíróseðill fyrir sama árgjaldi og ég þarf að borga, eða 3000 kall. Mér finnst að það eigi skilyrðislaust að láta þetta lið borga. Það munar um 6 milljónir í ksoningasjóðinn í vor.

Takk fyrir prédikari, það er gott að gæslumaður  Guðríðar  hann Magnús Helgi Björvinsson staðfesti þetta.

 Vesgú Magnús, við bíðum

Halldór Jónsson, 22.2.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband