2.3.2010 | 15:44
"Alþjóðasamfélagið "
Magnús Thoroddsen skrifar skynsamlega um Icesave málið að mínum dómi í Mogga í dag.
Grípum niður í grein Magnúsar:
.Mánuðum saman hefir því verið haldið fram af hálfu ríkisstjórnar Íslands að við verðum að greiða Icesave-skuld þessa, ella setji fyrirbæri er hún kallar »alþjóðasamfélagið« oss út af »viðskiptasakramentinu« og hér fari allt í kalda kol, enda sé ekki unnt að ná betri samningum við Breta og Hollendinga en þeim er samninganefnin sáluga hafi marið svo snilldarlega í gegn hinn 6. júní 2009.
En bíðum nú við, ef eitthvað er til, annars staðar en í áróðursheimi íslenzku ríkisstjórnarinnar sem heitir »alþjóðasamfélagið«, hlýtur það þá ekki að fara að lögum?
Verður þá ekki að kanna rækilega hvaða lög það eru sem leggja rígþunga greiðslubyrði á íslenzka skattgreiðendur vegna skulda er einkaaðiljar hafa stofnað til.Þetta var því miður ekki gert af hálfu ríkisstjórnarinnar (né af fyrri ríkisstjórn) þótt lagaskyldan sé vitanlega grundvallaratriðið í þessu efni. Þetta var að sjálfsögðu skelfileg yfirsjón af hálfu ríkisstjórnarinnar, sem verður að bæta úr. Það er ekki of seint því að hér er um grundvallaratriði að ræða, sem allt annað veltur á.
Sem betur fer sváfu ekki allir á verðinum í þessu efni eins og ríkisstjórn Íslands. Þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson prófessor hafa ritað margar greinar um þetta efni (síðar bættist Sigurður Líndal prófessor í þeirra hóp) og birt í Morgunblaðinu þar sem greiðsluskylda Íslendinga er véfengd með skýrum hætti og rökföstum. Í þessu sambandi má t.d. vitna til greina nefndra lögfræðinga í Morgunblaðinu hinn 12., 13., 14. og 15. janúar 2010. Þessir menn eiga skilið þjóðarþakkir fyrir framtak sitt og ósérplægni í þessu máli.Einnig er rétt að vekja athygli á grein eftir Alain Lipietz, franskan hagfræðing og fyrrverandi þingmann Evrópuþingsins, sem var eftirlitsaðili í bæði skiptin er breytingar voru gerðar á tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar nr. 94/19 EC er birtist í Morgunblaðinu hinn 12. febrúar 2010. Vegna starfa sinna á Evrópuþinginu gerþekkir maður þessi ákvæði og gildissvið reglna Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Þá er og rétt að benda á hvað þeir Sören Wibe, prófessor og fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu, og Arne Hyttnes, forstjóri Innstæðutryggingasjóðsins norska, hafa um þetta efni að segja (Mbl. 4. og 18. febrúar 2010.) Í greinum þessum ber allt að sama brunni: Lagaheimildir skortir til að leggja greiðslubyrði vegna Icesave-skuldanna á íslenzka ríkið.
Þessu til frekari áréttingar ber að hafa í huga að hvorki Bretar né Hollendingar hafa þorað að vísa máli þessu til dómstóla til endanlegrar úrlausnar svo sem venja er til þá tveir deila og ekki næst samkomulag þeirra í milli. Og það sem meira er, Evrópusambandið hefir nú sjálft ákveðið að gerbreyta tilskipunum sínum um innstæðutryggingar þar sem núgildandi reglur eru ófullnægjandi á þessu sviði.Allt segir þetta sína sögu og er málstað Íslands til geysilegs styrks þótt enn daufheyrist ríkisstjórn Íslands við þessum álitum og þrástagist á því að við verðum að taka á okkur sanngjarna greiðslubyrði vegna Icesave-skuldanna. En menn hljóta þá að spyrja sig: Hvar er sanngirnin í þessu máli þegar lagagrundvöllurinn brestur? ..
.Góðir Íslendingar! Við skulum öll mæta á kjörstað hinn 6. marz nk. og fella - já kolfella - þennan nauðungarsamning um Icesave, rétt eins og forfeður okkar felldu Sambandslagasamninginn árið 1944, og sýna þannig og sanna, gagnvart okkur sjálfum og umheimi öllum, að við eigum ekki þessa ríkisstjórn skilið og neitum alfarið að beygja okkur undir skuldaok nýlendukúgaranna.
Þegar þessu þjóðþrifaverki er lokið tjáum við Bretum og Hollendingum að málið hafi nú hlotið þá lýðræðislegu meðferð sem stjórnarskrá hins íslenzka lýðveldis frá 1944 mæli fyrir um. Frekari samningaviðræður séu því þýðingarlausar en ef þessi ríki telji sig eiga einhvern lögvarinn kröfurétt á hendur íslenzka ríkinu vegna Icesave skuli þau sækja þann rétt fyrir dómi.
Varnarþing hins íslenzka lýðveldis sé hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Héðan frá Guðs eigin landi veltir maður fyrir sér hvernig Bretar og Hollendingar hefði gengið fram ef Landsbankinn okkar hefði verið bandarískt félag ? Ætli Gordon Brown hefði beitt hryðjuverkalögum á Sám frænda ? Ætli Obama væri á harðahlaupum eftir Bretum og Hollendingum um að grátbiðja þá um að semja við sig ? Ætli einhverjir bandarískir lögmenn hefðu ekki látið sér heyra með mótbárur um lagarétt eins og framangreindir lögmenn okkar sem vísað er til ?
Magnús á þakkir skyldar fyrir það að vekja athygli á klisjunni alþjóðasamfélagið sem þeir vinstri menn hafa fundið upp. Sérstaklega hafa kratarnir verið iðnir við að koma því að í áróðri Baugsmiðlanna, að þarna sé átt við Evrópubandalagið sem er um fimmtungur af ríkjum heims.
Og þá skulu menn hafa í huga að þessi fimmtungur er raunverulega gamalt nýlenduveldi Breta, Frakka, Þjóðverja og að einhverju leyti Hollendinga, Belga og Danmerkur. Þessum ríkjum fylgja svo einhverjir tveir tugir leppríkja, sem sitja og standa eins og herraþjóðirnar boða, því þeir halda að þannig fái þeir meiri lán. Það er hinsvegar að renna upp fyrir Grikkjum, Spánverjum, Írum og fleirum að það verður styttra í hjálpræðinu en þeir vonuðust til. Og nýlenduveldin eru líka hugsanlega að tortíma sjálfum sér innan frá, með vaxandi innflutningi framandi múslímaþjóða sem vinnufafls, þannig að eftir einhverja áratugi getur orðið spurning um hestaflatölu hreyfilsins sem knýr ferlíkið áfram í dag.
Er ekki furðulegt hvernig Íslendingar eru að þeytast um á eftir Bretum og Hollendingum að biðja um að fá að undirgangast drápsskuldbindingar, sem þeim hugsanlega koma ekkert við, vegna þess að annars fáist ekki lán hjá alþjóðasamfélaginu til að borga næsta árs afborganir ?
Annars á maður sosum ekki ekki að vera hissa þegar maður lítur yfir liðið sem myndar þingmeirihlutann. En í honum virðist helst aðeins vera ein manneskja vera sem gerir sér grein fyrir því hvar hún er stödd og hvar Íslendingar eru staddir. Og fyrsti stafurinn er ekki Jóhanna.
Skjaldborgin um heimilin er eitthvað sem bíður betri tíma og uppboðsauglýsingum fjölgar dag frá degi. Atvinnuleysi og andflótti vex. En klisjan um "Alþjóðasamfélagið" er kirjuð þar bæði seint og snemma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3420160
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Aldrei verið meira sammála þér "þó ég hafi aldrei verið sammála þér"Dóri minn.
En ég er samt sem áður vinstrimaður og ég held að ég verði áfram það úr þessu.
Mikið ósköp er u kratarnir búnir að koma okkur í mikil vandræði og en eru þeir að reina að koma okkur í þvílíkt skuldafen með tilstilli nílendu herra sem þú réttileg bentir á að aldrei skiluðu neinu til baka sem þeir stálu frá fátækum þjóðum nema kannski lítilfélögum skaðabótum sem þeir stálu svo bara aftur á annan hátt sem við vitum hver er semsagt með vopnasölu til að splundra öllu sem hét lýðræði.
Núna ætlar J'OHANNA að koma okkur í enn ein vandræðin með því að reina að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave.og hvers vegna gerir hún það? jú hún skal með öllum tiltækjum ráðum koma okkur í helvítis efnahagsbandalagið með fyrrnefndum nýlendu herrum .Hvað eigum við að láta hana ganga langt áður en að við tökum af henni öldin ,ég held að hún sé komin með elliglöb og sé orðin hættuleg landinu.
Og hvernig væri að afnema lögin frá í sumar áður en atkvæðagreiðslan verður flautuð af ,á bara að gleyma því eða hvað?og viti menn hvað tekur þá við ?jú laugin taka við og málið er leist fyrir J'OHÖNNU.
Hversvegna eru nýlenduherrarnir svona hræddir við þessar kosningar?er það ekki vegna þess að þeir vita upp á sig sökina.
Ekki láta plata okkur eina ferðina enn förum og kjósum og komum þessum aulum frá sem ekki geta höndlað að stjórna þessu litla landi sem er eins og smáfyrirtæki í miljónaþjóðfélögum.
Þarf ekki að setja lög til að hætta við Þjóðaratkvæðagreiðslu?þurfti ekki lög til að setja hana í gang af forseta ?eða hvað
Mbk DON PETR'O
Núna á þessi vísa vel við pakkið á stjórnarheimilunu sem aldrei fyrr
Með þeim aldna krataher ,
fólkið stjórnvöld smána ,
samfylkingarrakkarner,
rífa stjórnarskrána.
H
Höskuldur Pétur Jónsson, 2.3.2010 kl. 17:19
Skiptir þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi sköpum fyrir heimsbyggðina?
Sýn okkar Íslendinga á okkur sjálf er oft í undarlegri kantinum. Ef aðeins er litið til síðustu ára koma nokkur tilvik uppi hugann, þar sem þetta sýnir sig.
Fyrsta skal nefna stuðningsyfirlýsingu Davíðs Oddssonar við forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu, þegar sá síðari var að leggja í stríð við svokallaða hryðjuverkamenn í Írak: You have our full support,Mr. President, sagði hann, og fréttaþulir Sky urðu ansi langleitir og örlítið furðu- og efasemdabros færðist yfir andlit þeirra.
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fengu þá flugu í höfuðið að Sameinuðu þjóðirnar mættu ekki við því, að Ísland væri ekki í Öryggisráðinu. Það kom svo í hlut Ingibjargar Sólrúnar að spandera 18 mánaða ferli sínum sem utanríkisráðherra í að agítera fyrir því og smala saman atkvæðum (milli þess sem hún ferðaðist um og laug til um efnahagsástandið á Íslandi). Nær daglega sagði hún af því fréttir í fjölmiðlum, hversu vel gengi. Þessi þjóðin og hin myndi örugglega kjósa "stóra" Ísland. Ekki komumst við í Öryggisráðið og Sameinuðu Þjóðirnar eru enn starfandi!
Í hinu svokallaða góðæri trúðu flestir Íslendingar, að hér væri risið einhverskonar efnahagsundur, íslenska undrið! Íslenskir fjármálamenn stæðu öðrum framar. Talað var um íslenska viðskiptamótelið og hversu undrasnöggir Íslendingar væru að landa stórviðskiptum. Svo hrundi efnahagsundrið og fjármálaséníin reyndust flestir fjárglæframenn, svindlarar og bófar!
Og nú trúa víst ýmsir því, að þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn muni skipta sköpum. Ekki bara fyrir þjóðina! Nei, líka fyrir gervalla heimsbyggðina!
Og til að bæta gráu ofan á svart er rétt að segja frá því,að komið hefur í ljós að íslendingar eru nánast sambandslausir við alþjóðasamfélagið eftir allan bægslaganginn. Utanríkisþjónustan hefur ekki unnið sín verk, sem eru að afla og viðhalda tengslum við umheiminn!
Auðun Gíslason, 2.3.2010 kl. 18:17
Mjög gott innlegg.
Sigurður Þorsteinsson, 2.3.2010 kl. 23:57
Magnús Thoroddson er einn af fjölmörgu gáfumönnum réttsýnna andstæðinga Icesave-samn. Skapnaður Icesave stjórnarinnar,Alþjóðasamfélagið (er það ekki bara Esb.) nötrar og skelfur, vitandi að U.K. og Hol. haf engan lagalegann rétt til að byggja kröfur sínar um greiðslu íslenska ríkisins á Icesavereikn. Landsbankans.
Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2010 kl. 00:58
Helga mín,
Engar lagalegar kröfur segir þú. Og lögfræðingarnir eru nokkuð sama sinnis.
En hversvegna eru þá Íslendingar að leggja fram tilboð eftir tilboð? Með stjórnarandstöðunni ? Er það þá álit allra þngmanna okkar, ekki bara Steingríms og Jóhönnu, að við séum sekir ? Trúir enginn á sakleysi okkar og úrskurð dómstóla okkar ?
Hvar á Ísland þá vini nema einhverja sem ekkert vit hafa á málunum?
Halldór Jónsson, 3.3.2010 kl. 02:08
Það er dulin ógn trúi ég. Þessi "einstaka" stjórn sýndi fljótlega ,sérkennilegt hátterni og er mér enn ráðgáta hvað er í gangi þarna. Við sem ekki erum löglærð,hljótum að geta lesið vel framsettar skýringar,lögfræðinga og alla vega hef ég þær eftir,en fæ aldrei að vita hvernig væri dæmt í því,ef færi fyrir dómstóla. Ég held flestir myndu una því,frekar en að kingja þessum hrikalegu skuldaklyfjum. Helst vildi ég að AGS. færi. Ekki fleiri lán lifa braggalífi,eða í sveitinni hjá Kollu. En börnin eru svo góðu vön,það eru jú þau sem ráða ferðinni. Segi eins og gamall einstæðingur á Sandi, "Ég fer að óa upp". sæll að sinni.
Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2010 kl. 03:51
Eftir því sem þetta leikrit dregst á langinn sannfærist ég betur og betur um tvennt.
Í fyrsta lagi þá er algerlega útséð með að pólitískir leiðtogar okkar ( bæði í og utan stjórnar ) hafi greind eða siðferðisþrek til að leiða þetta mál til lykta á farsælann hátt. Til þess eru þeir of önnum kafnir við að styrkja sína persónulegu stöðu og hagsmuni flokka sinna.
Í öðru lagi þá virðist mér orðið einsýnt að eina eðlilega leiðin út úr þessum ógöngum sé að fara dómstólaleiðina. Þar er ekki spurt um sanngirni heldur réttlæti, réttlæti sem gengur út frá þeim lögum sem gilda hverju sinni.
Hver sem niðurstaðan yrði þá yrði hún fengin að lögum en ekki með pólitískum hrossakaupum manna sem fyrir löngu hafa gleymt í umboði hverra þeir starfa.
Hjalti Tómasson, 3.3.2010 kl. 10:38
Magnús er án efa einn af okkar allra bestu lögfræðingum auk hans hafa margir af okkar helstu fræðimönnum í lögum tam Evrópurétti lagt hönd á póg við að greina þetta mál. Af öðrum ólöstuðum nefni ég Stefán Má, Elviru Mendens, Sigurð Líndal, Herdísi Þorgeirs og Helga Ás.
Öll hafa þau komist að þeirri niðurstöðu að óvissa ríki um réttmæti krafna á hendur Íslandi. Kröfunum er þó fylgt eftir með afli.
Mætum öll á kjörtað á morgun og sýnum hug okkar í verki og segjun nei við Æsseiflögunum.
Sigurður Þórðarson, 4.3.2010 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.