Leita í fréttum mbl.is

Á Helvegi

Þjóðin stefnir ótrauð áfram norður og niður. Eina efnahagslega lífsvonin héldu menn lengi að væri  að reyna að halda stöðugleika í þjóðarsáttarstíl með því halda launum óbreyttum til að ná verðbólgunni niður og þarmeð genginu upp til lífskjarabóta. Seðlabankastjóri telur nú gengishækkun ólíklega.

Flugumferðarstjórar riðu á vaðið og svo komu flugvirkjar á eftir. Síðan koma allir hinir, lögreflan,ljósmæður,kennarar. Allt hefur þetta fólk dregist afturúr. Kauphækkun um 15-20 % fyrir alla þýðir verðbólgu sem nemur líklega  40 % á fyrsta ári  .Síðan koma leiðréttingar á leiðréttingu ofan. Dollarinn fer í 250 kall innan tveggja ára. Það er líklega tuttugu ára óðaverðbólga framundan. Samtök atvinnulífsins hafa sagt sig frá stöðugleikahugmyndum. Þeir hafa vígbúist og búast til samninga um stórfelldar launahækkanir í haust þegar verkföllin skella á . Nú er enginn Einar Oddur eða Guðmundur Jaki til að tala með röddum skynseminnar.

Þjóðin gengur hnarreist og glöð fram Helveginn sem hún þekkir svo mæta vel frá vinstristjórninni 1971.

Spennandi tímar framundan á Helvegi við lúðrablástur hagvaxtarsleysis VG.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Þetta fannst mér skemmtilegt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.3.2010 kl. 22:55

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll, þetta fannst mér ekki skemmtilegt.

Björn Birgisson, 27.3.2010 kl. 01:22

3 Smámynd: Björn Emilsson

Tími til kominn að taka ´völdin´ af þessum óhæfu fjósamönnum, áður en landið fer yfirum.

Björn Emilsson, 27.3.2010 kl. 03:46

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í fákeppni þar sem Bankar, tryggingarfélög, Elsneytisstövar, útgerðarfyrirtæki, og neysludreyfingarauðhringir eru allt í einu.´Hýbíli tengu bólguvístitölu. Ríkistjórn afsalar sér völum til þessara sérfræðinga.

Þá er neysluverðbólga gulltryggð.

Hvernig væri að reka Ísland í anda þjóðverja? Allt hlutfallslega minna. Í stað þess að apa eftir þriðja heiminum og bera okkur saman við hann. USA er enn þá  markaður sem fær bestu innflutningskjörinn á meðal stóru blokkanna. Aukin vöruviðskipti vestur er að meðaltali betri valkostur en austur.        

Fljótandi króna gengur ef hægt er verja hana fyrir falli?  Hvers vegna  er ennþá fljótandi  króna á Íslandi?

Júlíus Björnsson, 27.3.2010 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband