29.3.2010 | 08:02
Dýr myndi Hafliði allur !
Eftirfarandi pistill birtist í VOGUM nýlega. Þetta var skrifað úti á Florida í skyndingu eftir beiðni ritstjórans og af fingrum fram án allra uppflettuinga í tölur Seðlabankans og Hagstofu, heldur algerlega af kaffibollainnsæi í tímaskorti. En mér þykir gaman að því að niðurstaðan er all sekki ólík því sem ASÍ er núna að reikna sem tjón af stjórnarsetu VG. Fyrir þá sem ekki lesa stórblaðið VOGA læt ég það flakka:
"Annar stjórnarflokkurinn, Vinstri Grænir, hefur lýst því yfir að þeir telji hagvöxt á Íslandi ónauðsynlegan. Þjóðin geti búið við það sem hún hefur. Meira þurfi ekki. Þetta er erfitt að útskýra fyrir þeim 17-20.000 manns sem eru án atvinnu um þessar mundir.Þessu fólki þarf að borga atvinnuleysisbætur sem nema hugsanlega 20-30 milljörðum á ári. Án hagvaxtar skapast ekki störf fyrir þetta fólk. Það er mjög ólíklegt að hið opinbera muni fjölga hjá sér störfum sem þessu nemur þrátt fyrir aukina skattheimtu á hendur þeim sem enn starfa, fyrirtækjum sem einstaklingum. Ég ætla að leika mér hérna af fingrum fram með áætlaðar tölur, sem ég tek fram að eru gróf skot og áreiðanlega má finna snögga bletti á í þjóðhagsskýrslum. En hvað sem því líður er ég ekki viss um að raunveruleikinn sé svo ýkja fjærri niðurstöðunum.
Ef við áætluðum að 4000 manns hafi verið án starfa árið 2008 fyrir hrun, þá gætum við áætlað að um 13-15.000 manns í dag séu ekki að vinna núna sem voru að vinna þá og myndu vera að vinna núna ef atvinnu væri að hafa. Launatekjur þessa fólks hefðu þá hugsanlega geta numið 30-50 milljörðum sem hefðu komið í stað atvinnuleysisbótanna sem áður voru nefndar. Árlegur heildarskaði gæti því verið að nálgast 70 -80 milljarðana. Ef þjóðarframleiðslan hefði verið áætluð 1400 milljarðar fyrir hrunið gæti þessi mismunur nálgast 5 % tapaðs hagvaxtar. Maður getur því séð fyrir sér hvað hagvöxtur þýðir. Hvert prósent getur þá þýtt líklega 10 milljarða í auknum launatekjum fólks. Og svo til viðbótar stórum minni ríkisútgjöld vegna minni atvinnuleysisbóta. Þetta er auðvitað mun áhrifameira en þessar tölur segja vegna margfeldisáhrifanna sem allt atvinnulíf hefur í för með sér.
Vilja ekki allir fá þá tíma aftur sem hér ríktu fyrir hrun? Gjaldeyrisfrelsi, fjármagnsfrelsi, þjóðfélagið barmafullt af bjartsýni og störf fyrir allar vinnufúsar hendur? Vissulega fór eitt og annað úrskeiðis á þessum tímum og hefði betur mátt fara. En í dag dugar skammt að æpa pólitísk vígorð eins og hið fræga helvítis fokking fokk yfir ástandinu sem nú ríkir. Þetta ástand vill enginn hafa til lengdar. Og þó ýmsir stjórnmálamenn tali í síbylju eins og heimshrunið hafi allt verið Sjálfstæðisflokknum að kenna, þá dugar það fólkinu ekki til lengdar. En því miður er þetta ástand neikvæðninnar ekki að láta undan síga á Íslandi meðan núverandi stjórnarstefna neikvæðs hagvaxtar ríkir í landinu.
Þegar allar framfarir virðast tafðar með skipulögum hætti og hvergi örlar á hvatningu frá leiðtogum landsins heldur sífellt svartagallsraus og hótanir um Ragnarök framundan ef ekki sé látið að þeirra vilja. Það er auðvitað lítt skiljanlegt flestu venjulegu fólki að heill stjórnmálaflokkur telji þjóðarbúið ekki hafa þörf fyrir hagvöxt. Eitthvað annað geti komið hans í stað í þjóðarbúskapnum án þess að á það sé bent sérstaklega. En mánuðirnir líða svona áfram án þess að nokkuð komi í staðinn og vandinn vex. Það er búið að flæma erlenda fjárfesta frá landinu með ákvörðunum um aukin umhverfismöt á virkjunum og línum, tafir á ákvörðunum, deilum um allt milli himins og jarðar, sem nota má til að fresta og tefja fyrir öllu sem gæti leitt til hagvaxtar í landinu. Þetta hefur allt grafið undan trúverðugleika landsins útá við, sem átti þegar undir högg að sækja. Það eru þegar eitt ár liðið í minni hagvexti vegna aðgerðaleysis stjórnvalda og líklega munu eitt eða tvö ár bætast við svo sem horfir. Vinstri Grænum er þó ekki einum um að kenna þegar yfir allt sviðið er litið.
Samfylkingin, sem helst virðist hafa verið mjög lengi utan stjórnar þegar rætt er um tímann fyrir hrunið, virðist eiga það eina áhugamál eftir að Öryggisráðsframboðinu lauk, að eiga aðildarviðræður við Evrópubandalagið sem nú standa yfir við misjafnan fögnuð þjóðarinnar. Engar hagvaxtartillögur hafa komið frá þeim flokki heldur. Efnhagslíf Íslendinga er með þeim hætti, að það hefur mikla möguleika á að ná sér mun fyrr útúr kreppunni en annarsstaðar gerist. En til þess þarf að halda betur á spilunum og nýta þær auðlindir sem landið býr yfir.
Hver dagur sem líður við þetta ástand aðgerðaleysis verður að viku, hver vika verður að mánuði, og mánuðir að árum. Það eru núna liðnir meira en 18 mánuður frá hruninu og atvinnulíf landsmanna hefur stöðugt dregist saman. Æ fleiri fyrirtæki lenda í þroti og eru yfirtekin af ríkisbönkunum þó þau séu svo afhent fyrri stjórnendum aftur með afskrifuðum lánum. Skuldavandi heimilanna er hinsvegar óbreyttur, æ fleiri fjölskyldur sjá ekki fram úr erfiðleiknunum og fógetar eru hvarvetna á ferð. Í hvað hefur þá tíminn frá hruninu farið ? Svari hver sem vill.
200 milljóna tapaður hagvöxtur á hvern einasta dag sem líður í þessum limbódvala ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. er reiknistærð sem maður getur velt fyrir sér. Þetta eru til dæmis tveir milljarðar á tíu dögum.
Hversu dýr getur Hafliði enn orðið ? "
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420144
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.