Leita í fréttum mbl.is

Ekki eitt einasta orđ...

   

Gylfi Magnússon viđskiptaráđherra, krati sem enginn Íslendingur hefur kosiđ til eins eđa neins,  hélt rćđu á ársfundi Seđlabankans. Ég hef nú aldrei falliđ í stafi frammi fyrir ţeim hátíđleika sem ţessi stofnun hefur sveipađ sig í frá dögum Jóhannesar Nordal, sem hóf sjálfan sig hátt yfir ađra dauđlega á hátíđlegum gengisfellingardögum sínum ţar. Ţađ er áfram haldiđ áfram ađ leika árlega farsa um fagnađarerindi bankans međ álíka hátíđleika og tíđkast í Péturskirkjunnni viđ páfakjör. En ţessi Seđlabanki okkar  er í besta falli  fallítt eftir hruniđ og er rekinn á prentvélum einum. Lof og dýrđ sé fimmţúsundkallinum sem viđ tilbiđjum sem ekkert stendur á bak viđ nema ţađ ađ viđ viđurkennum ţennan marglita pappír.

  

Gylfi sagđi međal annars:

  

  

„Í mínum huga leikur enginn vafi á ţví ađ mjög erfitt verđur ađ byggja upp skilvirkt fjármálakerfi hérlendis án ţess ađ ţađ fái traustari grunn til ađ byggja á en íslensku krónuna.“...

  Hvađ er ţessi mađur ađ segja ? Hann sér greinilega  enga framtíđ fyrir Ísland utan Evrópusambandsins.Ekkert líf nema píslir utan ţess ?  Ţetta er mađur sem eins og Samfylkingin öll vill selja frelsi og sjálfstćđi Íslendinga fćddra sem ófćddra landsins fyrir yfirţjóđlegt vald.  Jafnvel ţó ađ hann hafi Grikkland og hörmungasögu ţess ţess fyrir augunum. Ţrátt fyrir Írland, Lettland og Finnland. Manni sundlar viđ ađ gera sér ljóst ađ svona hugsanagangur ráđi ríkjum í fjármálakerfi landsins til langframa.  Hvar var ţessi mađur árin fyrir hrun ?  Ţá gátu menn átt og notađ alla gjaldmiđla heimsins eins og ţeir vildi. Ţá ríkti hér bjartsýni og Samfylkingin lofađi útrásarvíkinga öđrum hćrra nema ef forsetinn vćri ţar fremri. Nú eru Íslendingar múrađir inni í svartnćtti sovésks hagkerfis Gylfa Magnússonar og Steingríms J. Sigfússonar. Međan ţeir ráđa ríkjum hér sé ég enga von til ţess ađ Íslendingar komist uppúr öldudalnum. Enga !  

 „ Reynum viđ ţađ ţá munu Íslendingar fyrirsjáanlega búa áfram viđ óstöđugra verđlag, meiri gengissveiflur og hćrri vexti, bćđi raunvexti og nafnvexti, en viđskiptalönd okkar. Ţá munum viđ jafnframt áfram ein landa í okkar heimshluta búa viđ tvískiptan gjaldmiđil, verđtryggđar og óverđtryggđar krónur. Kostir sveigjanleikans sem sjálfstćđ mynt gefur vega ekki ţungt á móti ţessu. Jafnvel ţótt viđ sćttum okkur viđ bankakerfi sem verđur lítiđ og ađ verulegu leyti einangrađ frá bankakerfum nágrannalandanna, líkt og hiđ íslenska var lengst af, ţá fylgja ţví miklir ókostir ađ byggja ţađ á óstöđugri mynt. ....“  

Skyldu ţessar yfirlýsingar  hafa valdiđ brosviprum einhverra í Seđlabankanum ?  Vćri ekki ćskilegra ađ um  varđveislu fjár og lánskjör milli manna ríkti frjálsrćđi.  Ţađ skilja stjórnlyndismenn ekki.  Miđstýring alls og höft hafa lengst af veriđ helstu viđfangsefni ţessa banka. Ţessi banki hefur eftar en ekki  veriđ međ vitlaust termóstat sem reyndi  ađ lćkka hitann á Íslandi  međ ţví ađ kalla á meiri straum frá útlöndum  eins og hann gerđi fyrir hruniđ. Jók vandann í stađ ţess ađ minnka hann. Sama má segja um vaxtaákvarđanir bankans frá flestum tímu. Ţćr hafa veriđ settar á of seint og ţví veriđ tilraun til fortíđarstýringar fremur en framtíđar. Hafi nokkur stofnun brugđist ţjóđinni hrapallega í ferlinu fyrir hruniđ ţá var ţađ Seđlabanki Íslands. Nú veldur hann  ţjóđinni tjóni međ haftapólitík og ţjónkun viđ sovéthagfrćđina sem hér ríkir. En nú er honum ađ vísu meiri vandi á höndum en oft áđur.  

 „Annars vegar gegndi bankinn og starfsfólk hans lykilhlutverki viđ ađ halda greiđslumiđlun landsmanna, bćđi erlendri og innlendri, virkri ţótt fjármálakerfiđ hryndi. Ţađ tókst međ ótrúlegu átaki. Hins vegar var fyrir ári síđan unnin afar mikilvćg rannsókn á skuldastöđu íslenskra heimila á vegum Seđlabankans. Slík vinna skiptir sköpum í vinnunni viđ ađ taka á ţeim vanda. Ég veit ekki til ţess ađ sambćrileg rannsókn hafi veriđ unnin áđur í neinu landi.“.. 

 Hvađa  afrek var unniđ ?  Var ekki  bara haldiđ áfram ađ fćra bókhaldiđ undir nýrri yfirstjórn hinnar nýju auđstéttar í skilanefndunum ? Ég kem ekki auga á neitt afrek í ţessu sambandi en er kannski of vitlaus. Ég hélt ađ menn hefđu  bara unniđ vinnuna sína áfram. Og var eitthvađ ţessu ţessum ráđherra, sem enginn hefur kosiđ eđa óskađ eftir ađ sitji í hćrri valdastöđu heldur en ađ kenna afstćđ frćđi uppi í háskóla, ađ ţakka?  Hvađ er hann svo  eiginlega ađ vilja  tala um stjórnmálalega ábyrgđ sína ?  

„Dćmi sem ţessi sýna hve miklum mannauđi bankinn býr ađ. Međ öflugri forystu getur sú sveit gegnt lykilhlutverki í endurreisn íslenska fjármálakerfisins. Ég hef enga ástćđu til annars en ađ ćtla ađ ţađ gangi eftir. Ţá verđur vissulega ástćđa til ađ horfa björtum augum til nćstu hálfrar aldar í lífi Seđlabanka Íslands. „

 

Til hvers verđur Seđlabanki Íslands ef hér verđur tekin upp evra ? Evrudreifingarađili fyrir Seđlabanka Evrópu? Skýrslugerđarastofnun ? Verđur hann bara ekki sameinađur Hagstofunni ?

 

Ég fann ţví miđur ekki  eitt einasta orđ sem höfđađi til mín sem raunverulegt viti í allri rćđu viđskiptaráđherrans á ársfundi Seđlabankans. En auđvitađ er ég bara svona vitlaus ađ trúa á ţađ ađ frjáls viđskipti en ekki einrćđi, planökonómí, og höft séu undirstađa framfara.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef ţú lofar ađ verđa ţögull ţá skal ég taka undir allt sem ţú segir um Gylfa Magnússon ţar til kemur ađ ţví ađ hćla honum.

Ţó má hann nú eiga ţađ ađ fáum tekst betur en honum ađ fá lund mína til ađ léttast.

Ţegar hann loksins ţagnar og kveđur.

Árni Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

„Í mínum huga leikur enginn vafi á ţví ađ mjög erfitt verđur ađ byggja upp skilvirkt fjármálakerfi hérlendis án ţess ađ ţađ fái traustari grunn til ađ byggja á en íslensku krónuna.“...

 

Ţetta segir mér allt um forritiđ í ţessum reynslulausa ofverndađa frćđing.

 

Tćknilega er Seđlabankinn hér á landi hluti EU stjórnskipunarlaga Seđlabankakerfinu.  Samanber ađ hafa krónuna fljótandi. Ţegar öllu eggin er nánast í EU körfunni.

Ţjóđ sem sérhćfir sig í einföldum útflutning hráefnis og orku međ magnaflćtti, skilar aldrei innri virđisauka til ađ halda upp hlutfallslegasta vaxtakostnađargeira í heimi. IMF sagđi strax eftir hrun [á heima síđu sinni] ađ ţessi krafa Íslenskra Stjórnvalda myndi verđa neytendum á Íslandi ţungur baggi um langa framtíđ. 

 

Kostnađarlítiđ og einfalt selst ódýrt. Hráefni og orka eiga ađ vera ódýr til fullvinnslu samkeppni ţroskađra ríkja í EU samkvćmt ţeirra sameiginlegu lögum. EU á virđisaukann af neyslu sinna neytenda. Ţjóđverja af sínum neytendum. Íslendingar af sínum. Viđ getum ekki torgađ svo miklum fiski.

Ef viđ viljum ađ ađrir kaupi af okkur verđum viđ ađ kaupa af ţeim: ţađ kallast viđskipta jöfnuđur. 80% neytenda á hausnum skila ekki miklum viđskiptum. Allir vilja losna viđ fullvinnslu til ađ halda niđur sínu eigin atvinnuleysi.  

 

Ţjónustukostnađargeirinn hér hćkkar verđ á orku og hráefnum til EU. Ţađ mun ekki ganga lengi til frambúđar innan EU.  Enginn er betri ađ sér í hlutfallslegum útreikningum en ţroskuđu meginlandsţjóđarnar sem hámarka sinn innri hagnađ en ekki annarra ađ ástćđulausu. Eins dauđi er annars brauđ. Íslendingar líđa fyrir ađ hugsa ekki eins og hermenn. Skilja ekki hugsunarhátt ríkja EU.  

Júlíus Björnsson, 30.3.2010 kl. 00:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 766
  • Sl. sólarhring: 957
  • Sl. viku: 6247
  • Frá upphafi: 3189434

Annađ

  • Innlit í dag: 677
  • Innlit sl. viku: 5369
  • Gestir í dag: 581
  • IP-tölur í dag: 560

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband