Leita í fréttum mbl.is

Ekki eitt einasta orð...

   

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, krati sem enginn Íslendingur hefur kosið til eins eða neins,  hélt ræðu á ársfundi Seðlabankans. Ég hef nú aldrei fallið í stafi frammi fyrir þeim hátíðleika sem þessi stofnun hefur sveipað sig í frá dögum Jóhannesar Nordal, sem hóf sjálfan sig hátt yfir aðra dauðlega á hátíðlegum gengisfellingardögum sínum þar. Það er áfram haldið áfram að leika árlega farsa um fagnaðarerindi bankans með álíka hátíðleika og tíðkast í Péturskirkjunnni við páfakjör. En þessi Seðlabanki okkar  er í besta falli  fallítt eftir hrunið og er rekinn á prentvélum einum. Lof og dýrð sé fimmþúsundkallinum sem við tilbiðjum sem ekkert stendur á bak við nema það að við viðurkennum þennan marglita pappír.

  

Gylfi sagði meðal annars:

  

  

„Í mínum huga leikur enginn vafi á því að mjög erfitt verður að byggja upp skilvirkt fjármálakerfi hérlendis án þess að það fái traustari grunn til að byggja á en íslensku krónuna.“...

  Hvað er þessi maður að segja ? Hann sér greinilega  enga framtíð fyrir Ísland utan Evrópusambandsins.Ekkert líf nema píslir utan þess ?  Þetta er maður sem eins og Samfylkingin öll vill selja frelsi og sjálfstæði Íslendinga fæddra sem ófæddra landsins fyrir yfirþjóðlegt vald.  Jafnvel þó að hann hafi Grikkland og hörmungasögu þess þess fyrir augunum. Þrátt fyrir Írland, Lettland og Finnland. Manni sundlar við að gera sér ljóst að svona hugsanagangur ráði ríkjum í fjármálakerfi landsins til langframa.  Hvar var þessi maður árin fyrir hrun ?  Þá gátu menn átt og notað alla gjaldmiðla heimsins eins og þeir vildi. Þá ríkti hér bjartsýni og Samfylkingin lofaði útrásarvíkinga öðrum hærra nema ef forsetinn væri þar fremri. Nú eru Íslendingar múraðir inni í svartnætti sovésks hagkerfis Gylfa Magnússonar og Steingríms J. Sigfússonar. Meðan þeir ráða ríkjum hér sé ég enga von til þess að Íslendingar komist uppúr öldudalnum. Enga !  

 „ Reynum við það þá munu Íslendingar fyrirsjáanlega búa áfram við óstöðugra verðlag, meiri gengissveiflur og hærri vexti, bæði raunvexti og nafnvexti, en viðskiptalönd okkar. Þá munum við jafnframt áfram ein landa í okkar heimshluta búa við tvískiptan gjaldmiðil, verðtryggðar og óverðtryggðar krónur. Kostir sveigjanleikans sem sjálfstæð mynt gefur vega ekki þungt á móti þessu. Jafnvel þótt við sættum okkur við bankakerfi sem verður lítið og að verulegu leyti einangrað frá bankakerfum nágrannalandanna, líkt og hið íslenska var lengst af, þá fylgja því miklir ókostir að byggja það á óstöðugri mynt. ....“  

Skyldu þessar yfirlýsingar  hafa valdið brosviprum einhverra í Seðlabankanum ?  Væri ekki æskilegra að um  varðveislu fjár og lánskjör milli manna ríkti frjálsræði.  Það skilja stjórnlyndismenn ekki.  Miðstýring alls og höft hafa lengst af verið helstu viðfangsefni þessa banka. Þessi banki hefur eftar en ekki  verið með vitlaust termóstat sem reyndi  að lækka hitann á Íslandi  með því að kalla á meiri straum frá útlöndum  eins og hann gerði fyrir hrunið. Jók vandann í stað þess að minnka hann. Sama má segja um vaxtaákvarðanir bankans frá flestum tímu. Þær hafa verið settar á of seint og því verið tilraun til fortíðarstýringar fremur en framtíðar. Hafi nokkur stofnun brugðist þjóðinni hrapallega í ferlinu fyrir hrunið þá var það Seðlabanki Íslands. Nú veldur hann  þjóðinni tjóni með haftapólitík og þjónkun við sovéthagfræðina sem hér ríkir. En nú er honum að vísu meiri vandi á höndum en oft áður.  

 „Annars vegar gegndi bankinn og starfsfólk hans lykilhlutverki við að halda greiðslumiðlun landsmanna, bæði erlendri og innlendri, virkri þótt fjármálakerfið hryndi. Það tókst með ótrúlegu átaki. Hins vegar var fyrir ári síðan unnin afar mikilvæg rannsókn á skuldastöðu íslenskra heimila á vegum Seðlabankans. Slík vinna skiptir sköpum í vinnunni við að taka á þeim vanda. Ég veit ekki til þess að sambærileg rannsókn hafi verið unnin áður í neinu landi.“.. 

 Hvaða  afrek var unnið ?  Var ekki  bara haldið áfram að færa bókhaldið undir nýrri yfirstjórn hinnar nýju auðstéttar í skilanefndunum ? Ég kem ekki auga á neitt afrek í þessu sambandi en er kannski of vitlaus. Ég hélt að menn hefðu  bara unnið vinnuna sína áfram. Og var eitthvað þessu þessum ráðherra, sem enginn hefur kosið eða óskað eftir að sitji í hærri valdastöðu heldur en að kenna afstæð fræði uppi í háskóla, að þakka?  Hvað er hann svo  eiginlega að vilja  tala um stjórnmálalega ábyrgð sína ?  

„Dæmi sem þessi sýna hve miklum mannauði bankinn býr að. Með öflugri forystu getur sú sveit gegnt lykilhlutverki í endurreisn íslenska fjármálakerfisins. Ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að það gangi eftir. Þá verður vissulega ástæða til að horfa björtum augum til næstu hálfrar aldar í lífi Seðlabanka Íslands. „

 

Til hvers verður Seðlabanki Íslands ef hér verður tekin upp evra ? Evrudreifingaraðili fyrir Seðlabanka Evrópu? Skýrslugerðarastofnun ? Verður hann bara ekki sameinaður Hagstofunni ?

 

Ég fann því miður ekki  eitt einasta orð sem höfðaði til mín sem raunverulegt viti í allri ræðu viðskiptaráðherrans á ársfundi Seðlabankans. En auðvitað er ég bara svona vitlaus að trúa á það að frjáls viðskipti en ekki einræði, planökonómí, og höft séu undirstaða framfara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef þú lofar að verða þögull þá skal ég taka undir allt sem þú segir um Gylfa Magnússon þar til kemur að því að hæla honum.

Þó má hann nú eiga það að fáum tekst betur en honum að fá lund mína til að léttast.

Þegar hann loksins þagnar og kveður.

Árni Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

„Í mínum huga leikur enginn vafi á því að mjög erfitt verður að byggja upp skilvirkt fjármálakerfi hérlendis án þess að það fái traustari grunn til að byggja á en íslensku krónuna.“...

 

Þetta segir mér allt um forritið í þessum reynslulausa ofverndaða fræðing.

 

Tæknilega er Seðlabankinn hér á landi hluti EU stjórnskipunarlaga Seðlabankakerfinu.  Samanber að hafa krónuna fljótandi. Þegar öllu eggin er nánast í EU körfunni.

Þjóð sem sérhæfir sig í einföldum útflutning hráefnis og orku með magnaflætti, skilar aldrei innri virðisauka til að halda upp hlutfallslegasta vaxtakostnaðargeira í heimi. IMF sagði strax eftir hrun [á heima síðu sinni] að þessi krafa Íslenskra Stjórnvalda myndi verða neytendum á Íslandi þungur baggi um langa framtíð. 

 

Kostnaðarlítið og einfalt selst ódýrt. Hráefni og orka eiga að vera ódýr til fullvinnslu samkeppni þroskaðra ríkja í EU samkvæmt þeirra sameiginlegu lögum. EU á virðisaukann af neyslu sinna neytenda. Þjóðverja af sínum neytendum. Íslendingar af sínum. Við getum ekki torgað svo miklum fiski.

Ef við viljum að aðrir kaupi af okkur verðum við að kaupa af þeim: það kallast viðskipta jöfnuður. 80% neytenda á hausnum skila ekki miklum viðskiptum. Allir vilja losna við fullvinnslu til að halda niður sínu eigin atvinnuleysi.  

 

Þjónustukostnaðargeirinn hér hækkar verð á orku og hráefnum til EU. Það mun ekki ganga lengi til frambúðar innan EU.  Enginn er betri að sér í hlutfallslegum útreikningum en þroskuðu meginlandsþjóðarnar sem hámarka sinn innri hagnað en ekki annarra að ástæðulausu. Eins dauði er annars brauð. Íslendingar líða fyrir að hugsa ekki eins og hermenn. Skilja ekki hugsunarhátt ríkja EU.  

Júlíus Björnsson, 30.3.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband