10.6.2010 | 12:28
SjangRíLa og RíLaSjang
Árni brúni skrifaði grein um launafrystingu opinberra starfsmanna um daginn. Auðvitað vill enginn viðurkenna að nokkuð af viti geti komið frá Árna brúna og verkalýðsforystan formælir hugmyndum hans norður og niður. Og Steingrímur skoðanalausi segir auðvitað að þetta hafi Árni alls ekki rætt við sig.
En innst inni veit hvert mannsbarn að verðbólga étur yfirleitt upp allar pappírskjarabætur og fólkið sem átti að hjálpa er verr sett. Svo er auðvitað heimska fólksins sem lýsir sér í því að það sé í lagi að hafa það skítt ef nágranninn hefur það heldur verra.
Hugsum okkur að í SjangRíLa hafi vitsmunaverur og reynsluboltar sem við getum kallað Einar Odd og Guðmund Jaka, talað svo um fyrir fólki, að það sé tilbúið að frysta öll laun tímabundið gegn því að opinber þjónusta verði ekki hækkuð. Hvað finnst mönnum líklegt að mynd gerast í því ágæta landi ?
Myndi ekki verð á gjaldeyrinum frá stóra nágrannanum RílaSjang lækka um leið og krónan í SjangRíLa yrði sterkari. Launþeginn þar fengi meiri gjaldeyri fyrir sína krónu en áður og þar með meira af innfluttri vöru. Það yrði mun meira aðlaðandi að fara í frí til nágrannríkisins RílaSjang þar sem allt var svo dýrt áður og verðbólgan át allan sparnað upp til agna vegna skorts a verðtryggingu. Flugfargjöld myndu hafa lækkað og verðbæturnar á afborganirnar af lánunum væru allt í einu orðnar NÚLL. Bara lágir vextir eftir og verðbótaþáttur vaxta orðinn að NÚLL. Það væru allt í einu raunvextir á bankabókinni.Rafmagnið og hitinn myndu ekki hækka um næstu mánaðarmót og bensínið ekki heldur.
En Árni brúni er á Íslandi og varla nokkur maður sem trúir honum né neinu sem frá honum kemur því að hann er eins og strákurinn sem æpti alltaf úlfur úlfur svo menn voru óviðbúnir þegar úlfurinn kom. Og Árni brúni er bara kratagrey en ekkert líkur Einari Oddi eða Jakanum að lífsreynslu. Þess vegna trúir enginn neinu sem hann segir.
En ég trúi því að hann hafi sagt satt þennan dag. Íslendingum myndi vel farnast ef þeir færu þessa leið.
Mun betri lífskjör allrar alþýðu, gamlingja og öryrkja gætu verið framundan ef skynsemin fengi að ráða. En til þessa vantar okkur menn sem geta talað þjóðina til. Það eru bara engir sem fólkið myndi trúa ef þeir ræddu við það í þaula eins og Einar Oddur tuggði sannindin í okkur 1989. Aftur og aftur þar til að við trúðum. Hér hlaupa bara einhverjir spilltir fjármálagosar um völl frá gömlum prófkjörum sínum og enginn trúir á þá og sem þjóð getum við ekki hugsað skynsamlega þó einstaklingar geti það.
En við eigum hinsvegar Guðmund Í Rafiðnaðarsambandinu, forystumenn opinberra starfsmanna og nóg af flugumferðarstjórum og frjálsum þrýstihópum sem krefjast samninga um verðbólgu þegar í stað og að heilbrigð skynsemi sé gerð útlæg af þjóðinni þangað til að þeir hafi fengið sínum kröfum framgengt. Þá megi hinir setja á verðstöðvun þeirra vegna.
Það hafa því 3000 manns flutt frá Íslandi til annarra landa frá áramótum. Gott að þeir eru þá farnir af atvinnuleysisbótum sem ríkisstjórnin túlkar sem efnahagslegan árangur og björgun þúsunda heimila frá gjaldþroti. Það léttir á ríkissjóði við þessi tíðindi
Er ekki bara best að sem flestir flytji frá SjangRíLa til RíLaSjang ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er svolítið skrýtið að þjóðin sem hefur ekki efni á að borga starfsfólki sínu laun, hefur efni á að eyðileggja dagskrá sjónvarpsins næsta mánuð með því að láta rándýra fótboltaleiki riðla allri dagskrá. Væri nær að leyfa einkastöðvunum að slást um hnossið, eða setja þessa óværu á aðra rás þar sem hægt væri að selja aðgang.
Þetta minnir óneitanlega á "Brave new world" þegnum gefið lyfið Soma og allir kátir
Kjartan Sigurgeirsson, 10.6.2010 kl. 13:24
Segðu Kjartan !
Þarna mætti spara að mínu viti
Halldór Jónsson, 10.6.2010 kl. 15:15
nákvæmlega.....meira ruglið þessi fótbolti! þetta á að vera á lokuðum rásum, þar sem að fanatískir áhugamenn um fótbolta geta greitt sig inn á!
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.