Leita í fréttum mbl.is

Fáheyrður fréttaflutningur Baugsvarpsins

Skondið að sjá hvernig Baugsvarp 2 sýnir frá landsfundi Sjálfstæðismanna í kvöld. Fyrst er sýnt viðtal við Þorstein Pálsson, kynntur sem fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins,  sem þarf raunar elstu menn til að muna eftir í því embætti á öldinni sem leið.

 Þorsteinn lýsir óánægju Sjálfstæðismanna með samþykktir landsfundar gegn ESB. Síðan eru sýndar myndir frá landsfundi, þar sem Þorsteinn var hvergi viðstaddur fremur en margra síðustu fundi.  Maður fékk á tilfinninguna að verið sé að leiða áhorfendur að því að Þorsteinn þessi, fyrrum ritstjóri Baugs,  sé að tala fyrir fjöldann í klofnum flokki. Þorsteinn talaði hvergi á þessum fundi þó hann láti nú mjög af Ólafi kóngi án þess að hafa heyrt hann né séð. 

Í ríkissjónvarpinu var sýnt frá fundi Þorsteins með óánægðum Sjálfstæðismönnum. Örfáir sýndist manni standa að baki Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sem var voða óánægð að eigin sögn. Guðbjörn tenór sást ekki en hann gekk útaf landsfundinum þegar tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi fjölda atkvæða, líklega 95 %. 

 Mér sýnist að klofningurinn nái ekki 5 % af landsfundi og þá varla meiru á landsvísu. Ég get því ekki séð að uppúr þeim klofningi komi stór hópur til liðs við Samfylkinguna, sem er nú eini flokkurinn sem inngönguna styður með fylgi undir 25 % samkvæmt könnun í Mbl. 

Getur þetta kallast klofningur nema ef menn trúa svona fáheyrðum fréttaflutningi Baugsveldisins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Já en, þeir minntust ekki einu orði á úrsögn Einars Ben. úr flokknum????

Davíð Þ. Löve, 1.7.2010 kl. 19:09

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ásgeir ætlar vís í ESB eða A-ESB (Austur Evrópusambandið) salatið í fangelsunum er víst skárra þar en hér.

Sigurður Þorsteinsson, 1.7.2010 kl. 20:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Þetta fréttaskot var spaug um Baug.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband