Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að í Finnlandi?

 Virðisauki vara og þjónustu í Finnlandi fellur 8 prósent síðasta ár.GDP, eða virðisauki vara og þjónustu varð EUR 171 milljarður síðasta ár. Virðisauki minnkaði í nær öllum greinum 2009.Framleiðsla minnkaði mest í framleiðslu og verslun þar sem virðisaukinn féll um fimmtung. Afköst vinnuaflsins féllu í öllu hagkerfinu um 3.5 prósent á síðasta ári.

Sérstaklega hrundi útflutningur og fjárfestingar.Útflutningur féll um 20 % og innflutningur um 18 % í fyrsta sinn á 10 árum. Einkaneysla minnkaði um 1.9 % en opinber eyðsla jókst um 1.2%.

Þetta má lesa á vef finnsku hagstofunnar.

http://stat.fi/tilastokirjasto/index_en.html

Þarna horfum við á enn eitt evruríkið læsast inni í hinu gullna búri sameiginlegrar myntar með Stór-Þýzkalandi. Þó Finnar standi okkur miklu framar í iðnvæðingu allri, þá fer svona fyrir þeim í því marglofaða jafnréttisbandalagi, þar sem Össur Skarphéðinsson vermir bekki þessa dagana ásamt Þorsteini Pálssyni til að undirbúa inngöngu Íslands. En Þorsteinn Pálsson vakti þjóðarathygli á Útvarpi Sögu þegar hann lýsti þeirri skoðun sinni að ekkert ætti að vera að hlaupa eftir skoðanakönnunum þegar slíkt hagsmunamál eins og innganga í Evrópusambandið væri í undirbúningi

Ég velti því fyrir mér, ef Finnar standast ekki evruna frekar en Grikkir, Spánverjar og Írar, hvernig ætlar þá Samfylkingin  að sannfæra mig um að Íslendingar, með sína alkunnu verkalýðspólitík, hljóti að ráða við þessa mynt ?

Ég fæ engin svör við þessu  nema almenns eðlis, við Íslendingar verðum að taka þátt í samfélagi þjóða og svo framvegis, ég sé bara svo óþroskaður að skilja þetta ekki. Samt standa nærri 100 þjóðir utan Evrópusambandsins.

En Finnar eiga volduga nágranna. Sérstaklega  geta Svíar velgt þeim undir uggum. Af hverju? Svarið liggur í sænsku krónunni, sem sveigir sig framhjá evrunni og undirbýður skandínavisku bræðraþjóðina Finna. Svíar kvarta heldur ekki yfir því að hafa ekki tekið upp evruna heldur haldið í sína gömlu krónu.

Hér heyrast bara upphrópanir um að krónan sé ónýt og við verðum að fá alvöru pening eins og evru. En meira fáum við ekki að heyra frá þessu upplýsta stjórnmálafli Samfylkingunni. Ekki skortir hana þó fjölmiðlaaðganginn.

Það er eitthvað rotið í Danaveldi sagði Hamlet. Það er líka eitthvað að í Finnlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Mér hefur heyrst að flestir hafi skrúfað fyrir sögu,

því það er með eindæmum, hvað leiðinlegt er að

hlusta á Steina stubb.

Aðalsteinn Agnarsson, 25.7.2010 kl. 14:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú gleymir samt að ólíkt bankahruninu hjá Finnum þá hækkuðu ekki lán almennings vegna gengisfalls eða okurvaxta. Skuldir almennings þar eru ekki verðtryggðar og ríkð gat ekk fellt gengið til að lækka laun almennings.

Eins væri gaman að þú nefndir lönd sem ekki hafa orðið fyrir skakkaföllum með eða án Evru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.7.2010 kl. 19:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Magnús Helgi,

Þeir voru með lán sem við köllum í erlendri mynt á lægri vöxtum og þau lækka ekki með hæstaréttardómi. Launin, sem fólkið þarf til að borga af lánunum  lækka ekki hjá þeim sem hafa vinnu öðruvísi en vegna dýrtíðar. En þeim sem hefur ekki vinnu er nokkuð sama um hvað aðrir hafa í kaup.

Viltu skipta við Finna?

Hefurðu fengið kreppufréttir frá Lichtenstein,  Kína, Noregi  eða Kúbu nýlega?  

Annars er einhver kreppa allstaðar því að fólk er á varðbergi, það þorir enginn að eyða vegna þess að maður viet ekki hvort vinna verður á morgun. Þessvegna er Seðlabankinn fullur af peningum, það þorir enginn að gera eitt né neitt því það veit enginn hvað framundan er. Þessvegna eruð þið kratarnir að selja auðlindirnar frá landinu af því ykkur vantar skotsilfur til að borga skýjaborgirnar þegar skattekjur fara minnkandi vegna tekjusamdráttar.

Halldór Jónsson, 25.7.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrr þetta Halldór

"Magnús gleymir" því að lán geta "hækkað" á marga vegu. Launin þín geta lækkað og samhliða því húsnæðisveð fallið um 30-40%. Þetta hefur gerst tvisvar í Danmörku á síðustu 22 árum. Sumt fólk er ennþá að greiða lánin af því húsnæði sem það missti á nauðungaruppboði 1988-1992. Þá voru stýrivextir 10% í Danmörku en verðbólgan var aðeins 1,3%. Svona er að missa peningamál sín til annarra landa. 

Hægt er að ganga úr frá því sem öruggum hlut að leiðinlegir hlutir gerast á öllum húsnæðismörkuðum. Sama hvað myntin þín heitir. Það er hinsvegar nýlunda fyrir Íslendingum að húsnæðisverð falli hér á landi.

Skuldir almennings á Írlandi hafa hækkað mjög mikið því mikil verðhjöðnun ríkir á Írlandi sem stefnir beint í hroðalegt þjóiðargjaldþrot í evrum.

Samkvæmt öllum vinsældavísitölum sem alltaf er slegið upp á síðum tímarita og dagblaða ættu allir að vera að flytja til Finnlands núna. Það er því undarlegt að enginn skuli flytja til Finnlands, hvorki fyrirtæki né menn og efnahagur landsins sé svona bágborinn og að atvinnuleysi sé þar krónískt hátt og að nálgast 9% núna. Málið er hinsvegar það að aðeins fáir hafa haft fyrir því að kanna hvernig þessar búsetu- og efnahags vinsældavísitölur eru unnar: m.ö.o, þær eru oftast alger þvættingur. 

Árið í fyrra var hagsögulega það versta í Finnlandi frá árinu 1918. Stærsti orsakavaldurinn er að mínu mati sá að Finnland hefur enga sjálfsæða mynt lengur og mun aldrei fá neina sjálfstæða mynt aftur og ræður aðeins litlu um stjórn- og efnahagsmál sín. Finnland er horfið inn í kolanámu Evrópusambandsins og er núna zombie land sem er að molna niður í eyðnisjúkdómi Evrópusambandsins sem heitir eurosclerosis

Her er önnur færsla um efnahag Finnlands; Leiðrétting: hrun evru-landsframleiðslu Finnlands í fyrra varð ekki 7,8% heldur varð hrunið heil 8%


Gunnar Rögnvaldsson, 25.7.2010 kl. 20:37

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Gunnar og takk fyrir innlitið. Ég las færsluna þína og finnst niðurlagið á henni kjarnyrt og gott:

"Alltaf er best að halda sig frá svona evrópskum ömurleikakerfum. Best er að halda fast við fullveldið og sjálfstæðið. Það kostar oft líf þjóða að glata þessum tveim dýrgripum."
Ég vil halda mig við þetta því þetta er kjarni málsins. Hvað eigum við dýrmætara en þetta?
En ég kem af fjöllum varðandi þetta fall á danska markaðnum, tvisvar á 22 árum. Hvar fæ ég nánari útlistun á þessu? Gott ef þú nenntir að upplýsa mig ófróðan.

Halldór Jónsson, 25.7.2010 kl. 21:25

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Halldór. Við erum að sjá mjög erfiða tíma hjá mörgum ríkjum innan ESB. Einn aðal stuðningsmaður fyrir aðild Íslands að ESB er Uffe Ellemann-Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Hann hefur komið með jákvæðustu raunhæfu ástæður þess að við ættum að ganga í ESB. Jú, að ESB væri friðarbandalag og að ef við færum inn í ESB, væri það ekki af efnahagslegum ástæðum, heldur af pólitískum. Vandamálið er hins vegar það að þessi rök höfða ekki sterkt til okkar Íslendinga og við erum ekki tilbúnir að fórna miklu fyrir slíkt friðarfitl. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2010 kl. 22:52

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll aftur Halldór. Ég mun svara þér á næstu dögum í nýrri bloggfærslu á blogginu mínu sem mun bera nafnið "Halldór spurði". Er svo fjári upptekinn við að dást að íslenskri náttúru í Borgarfirðinum. Þvílíkt land! 

Gott hjá þér Sigurður að minna okur á orð Uffe-Ellemann um að ESB sé næst besta lausnin á lélegu hjónabandi Þýskalands og Frakklands. Sem betur fer þarf Ísland ekki að ganga með svona hækjur og taka þessar pillur þeirra. Við skuldum hér EKKI NEITT

Lifið heilir dregnir

Gunnar Rögnvaldsson, 25.7.2010 kl. 23:20

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta báðir.

Gunnar,

Eitt langar mig að syrja þig um í viðbót. Vinur minn sr.Þórir Stephensen gerði það að markalínu milli sín og Sjálfstæðisflokksins, að fá að sjá hvað útúr aðildarviðræðum kæmi áður en menn gerðu upp hug sinn.

Ég hélt því fram við sr.Þóri, að ég sæi ekki betur en við Íslendingar yrðum skyldir til að taka þátt í hernaðaruppbyggingu Évrópusambandsins þar sem Lissabonsáttmálinn kvæði á um slíkt.

Ég teldi slíkt sjálfsagt ef við værum í sambandinu sem fullgildir aðilar. Að okkur væri ekki meiri vorkunn en Dönum að taka þátt í þeim verkefnum sem öðrum. Sr. Þórir var þessu ósammála og taldi að við Íslendingar myndum ekki þurfa að undirgangast neinar hernaðarskuldbindingar.

Þar sem ég held að þessi punktur vegi þungt í hugum margra sem eru í vafa um inngöngu í þetta samband, þá teldi ég feng að því ef þú myndir staldra við þennan herpunkt. Hvernig lest þú þetta? Getum við verið stikkfrí af því að við erum Íslendingar?

Halldór Jónsson, 26.7.2010 kl. 10:50

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór.

Tímar undanþága í ESB er alveg liðnir. Þeir eru löngu liðnir Halddór og þeir fóru alveg með tilkomu nýju stjórnaskrá Evrópusambandsins.

Danir settu allt á annan endann þegar þeir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 2. júní 1992. Þá var útlit fyrir að Danmörk yrði að segja sig úr ESB því þeir voru að stoppa það að myntin kæmist á koppinn. En svo var gerð þessi eina undanþága svo myntin fræga kæmist á koppinn.

Danir taka því ekki þátt í 1) þriðja fasa EMU (taka sem sagt ekki upp evru), 2) lúta ekki yfirstjórn ESB í hermálum, 3) eru undanþegnir því að verða ríkiborgarar ESB, 4) og lúta ekki að sumu leyti að yfirríkislegri stjórn ESB í réttarfari og sumum innri málefnum.

Þessar undanþágur (forbehold) eru stanslaust undir miklum þrýstingi um að verða lögð niður því kórar eftir kóra segja að Danmörk sé a verða útkjálki í Evrópu og áhrifalaust innan ESB ef þeir fari ekki að einu og öllu eftir því sem Kreml óskar. Þessi söngur sem alltaf heyrist þegar einhverjum finnst að allir hneigi sig ekki nógu hratt fyrir Kreml í Belgíu.  

Af hverju ættu Íslendingar að verða undanþegnir hernaði? Vegna lélegs heilsufars eða vegna fátæktar? Aldrei hefur eins rík og heilsuhraust þjóð sótt um inn í ESB. Allt á Íslandi getur aðeins orðið verra við það að ganga í Evrópusambandið, miklu verra Halldór. Miklu miklu verra. 

Þessi ESB árátta er svo heimskuleg að ég er agndofa yfir forheimsku þeirra manna sem sem eru að reyna að troða okkur inn í þetta deyjandi samfélags- og efnahagssvæði.

Ég hef prófað ESB í 25 ár. Ísland myndi deyja sem land í ESB og Íslendingar sem þjóð myndu verða undir og hverfa með tímanum. Lífskjör Íslendinga myndu versna mjög hratt.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.7.2010 kl. 16:31

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Því má bæta við hér að ef Danir væru ekki í ESB núna þá myndi þjóðin sennilega aldrei ganga í ESB eins og ESB er orðið núna. ESB er ekki það litla EF sem Danir gengi í árið 1972.

Aðeins elíta embættismanna og núllarar gangast upp í málefnum ESB í Danmörku. Almenningi er afar illa við ESB og er orðinn langþreyttur á þessu fyrirbæri sem hangir eins og sleggja yfir öllu sem gerist í Danmörku. Búið er að eyðileggja danskan landbúnað og búið er að eyðileggja sjálfsbjargarviðleitni þjóðarinnar.

En eins og þú veist er ekki hægt að segja sig úr ESB því ESB er ekki lengur EF. Ef þú álpast þar inn þá er engin leið út aftur. Svona eins og Finnland er fast þar inni og Svíþjóð þagnað, týnt og tröllum gefið inni í kolanámu Evrópusambandsins. Rödd Svíþjóðar er loksins þögnuð á alþjóðavettvangi. Áhrif þeirra eru horfin. En Noregur hefur það gott og talar hátt og skýrt á alþjóðavettvangi. 

Ef Danir væru svona heppnir með landfræðilega legu lands síns eins og Íslendinga eru þá þyrftu þeir að verða alvarlega geðbilaðir til að ganga í Evrópusambandið -> sambandið (union) sem Poul Schluter sagði Dönum að myndi aldrei verða til. Það sagði hann okkur í kosningabaráttunni árið 1986 þegar EEC var að búa til EF-pakkann. Ég horfði sjálfur á hann segja þetta og trúði honum þá; Evrópusambandið er steindautt.

Svona smákallar sem selja land sitt eins og Vinstri grænir eru að gera núna á Íslandi og Schluter gerið árið 1986, eru aumkunarlegar skepnur og lúsablésar sem halda að þeir séu þjóðinni svo þýðingarmiklir. En það eina sem þeir hugsa um er sinn eiginn rass. 

Gunnar Rögnvaldsson, 26.7.2010 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband