Leita í fréttum mbl.is

Þeir sem búa í glerhúsi...

Upp komst um miklar styrkveitingar frá bönkunum og útrásarvíkingum  til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lét skila styrkjunum til síns flokks. Ekki var ég ýkja hrifinn af þeirri ráðstöfun með tilliti til erfiðrar kassastöðu flokksins. Svo auðvitað sérstaklega þegar Samfylkingin kemst upp með að skila öngu af fé frá sömu aðilum. 

Það þótti mikil ósvinna þegar Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins  greiddi sjálfum sér arð úr félagi sínu Nesveri þegar félagið var með neikvætt eigið fé. Ásbjörn sá sig um hönd og greiðslan var bakfærð.  En þegar Blaðamaður Íslands, Jóhann Hauksson,  úthlutar sér 2.425.000 úr félagi sínu Orðmynd ehf.  með neikvæðu eigin fé uppá 353.103 árið 2007, þá gilda væntanlega önnur siðferðislögmál.

Jóhann Hauksson er einn þeirra blaðamanna sem eru í sérstakri krossferð gegn spillingu Sjálfstæðisflokksins. Þessi öfl róa öllum árum að því að hrekja formanninn Bjarna Benediktsson úr embætti með ásökun um spillingu og reyna að tengja hann við hverskyns mál  sem geta vakið efasemdir hjá auðtrúa fólki um heiðarleika hans. Má segja að þessi aðsókn  hafi orðið kveikjan að sumarlandsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem formaður spurði fundinn beint hvort hann nyti trausts flokksmanna. Svar fundarins var yfirgnæfandi já. 

Niðurstaða fundarins snérist svo ekki meira um þetta atriði  sérstaklega. Heldur um það að Sjálfstæðisflokkurinn skipaði sér nú svo til einhuga í sveit andstæðinga Evrópusambandsaðildar.  Krafðist þess að aðildarviðræðum yrði hætt. Það var áreiðanlega niðurstaða sem einhverjum af húsbændum Jóhanns Haukssonar er líklega ekki mikið að skapi.  

Jóhann Hauksson var með útvarpsþátt á Sögustöðinni og fór þar mikinn gegn Sjálfstæðisflokknum og spillingu hans. Nú upplýsir Arnþrúður útvarpsstjóri að Baugur hafi borgað þennan þátt að öllu leyti. Líka laun Jóhanns Haukssonar þáttastjórnanda á Útvarpi Sögu !  Hún telur líka að Jóhann hafi verið kostaður inni á DV með þessum hætti.

Satt að segja er ég hálfpartinn skúffaður yfir þessu vegna   Útvarps Sögu og Arnþrúðar, að hafa tekið þátt í svona pukurstarfsemi með Baugi. Útvarp Saga þrumar daglega gegn öllu sem miður fer og fólkið hlustar. Varla kostar nokkur hann Eirík Stefánsson í sinni krossferð gegn kvótakerfinu?   Ekki trúi ég að nokkur vilji kosta Hrafnaþingið hjá Ingva Hrafni á ÍNN  þó hann segi stundum óþyrmilega satt.  Líklega vildu  einhverjir fremur borga fyrir að fá að skrúfa niður í þættinum þó ég sé auðvitað alls ekki í þeim hópi.

Þetta er þess vegna algerlega nýtt fyrir mér, að hægt sé að kaupa sér landsþekkta blaðamenn til að skrifa eða tala fyrir og um sig hrós í fjölmiðla án þess að nokkur viti um tengsl þeirra við kostunarmanninn. Menn tóku sumir að sér að yrkja erfiljóð í gamla daga og tókst sumum dável þó ekki þætti fínt.    En það skiptir auðvitað máli í svona starfsemi að menn ráði sér þá hæfa aðila. Jóhanni tókst að vinna til titilsins Blaðamaður Íslands í þessu starfi sínu og er það allrar athygli vert.

En þarf maður virkilega að hafa vara á sér í framtíðinni  hver kostar hvern?  Þarf ég að velta fyrir mér hvort einhver kosti uppáhaldsblaðamenn mína þær Kolbrúnu Bergþórs og  Agnesi Bragadóttur?  Reyndi ekki Baugur að fá að kosta einn forsætisráðherra með þrjú hundruð milljónum?   Enginn hefur hinsvegar boðist til að kosta mig til að skrifa á bloggið mitt, enda hef ég líklega ekki næga hæfileika til að skrifa sem flinkur blaðamaður eins og Jóhann  Hauksson.

Auðvitað vegast menn á í pólitíkinni. Slúðurblöð gera út á afhjúpanir og uppljóstranir og reyna að finna beinagrindur inn í skápum hjá fyrirmönnum.  Aðrir reyna að vera málefnalegir og forðast fremur skítkast í persónur. 

En þeir sem búa í glerhúsum gera stundum betur í því að fara varlega í það að að henda grjóti í aðra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslands er eins og samsafn kommúnasta þar sem ríkið er með puttan í öllum framkvæmdum.  Gervi-einkavæðing Bankanna, 3 er er fákeppni ólögleg samkeppni. Vegna þess að viðskipti eiga vera milli neytenda og fyrirtækis en ekki skák á við 2 eða þeigjandi samkomulag um að viðhald fastir skiptingu á neytendum, með því að skiptast á því að vera 0,5% ódýrari en hinar sem allir bjóða upp á sömu légu þjónustuna. þegar 100 keppa þá er ekki hægt að gera sér grein fyrir rekstri samkeppnis aðila af sömu nákvæmi og  þá fer markaðurinn að snúast um neytendur.

Þeir sem skilja þetta ekki eru ekki hæfir til að reka fyrirtæki með langvarandi hagnaði.

Hinsvegar er kostnaðar minna að mjólka þrjár kýr en hundrað.   

Júlíus Björnsson, 30.7.2010 kl. 23:28

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Upp komst um miklar styrkveitingar frá bönkunum og útrásarvíkingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lét skila styrkjunum til síns flokks. "

Var ekki Bjarni bara búinn að segja að flokkurinn ÆTLAÐI að skila styrkjunum tveimur stóru (frá Landsb. og FL). Ég held alveg örugglega að þeim hafi enn ekki verið skilað. Einhver má leiðrétta þetta, sé þetta rangt munað.

Raunar fékk Samfylkingin eða nokkur annar flokkur enga viðlíka styrki, svo því sé haldið til haga.

Skeggi Skaftason, 31.7.2010 kl. 10:05

3 Smámynd: Jón Magnússon

Er það virkilega svo kæri vinur að þú hafir ekki áttað þig á þeirri mafíustarfsemi sem hefur verið rekin varðandi skoðunamótun almennings í landinu undanfarin ár? 

Baugur kostaði ekki bara Jóhann Hauksson heldur ýmsa aðra svo sem m.a. háskólakennara og listamenn til að beina umræðunni í ákveðnar áttir og verja Baugsveldið.

Var það tilviljun að þetta fólk skyldi endalaust hamra á því að bankahrunið væri frjálshyggju, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti að kenna á sama tíma og það lá ljóst fyrir að launagreiðendur þeirra höfðu farið hlutfallslega meiri ránshendi um íslenskt bankakerfi en nokkrir aðrir þekktir bankaræningjar sögunnar.

Var það tilviljun að þetta fólk skyldi endalaust vega að starfsheiðri og æru Davíðs Odssonar, Jónasar Fr. Jónssonar og fleiri embættismanna í Sjálfstæðisflokknum á sama tíma og því mátti vera með öllu ljóst að helsti orsakavaldur hrunsins var Jón Ásgeir Jóhannsson eiginkona hans og klíka þeirra.

Jóhann Hauksson verðlaunablaðamaður er bara ákveðinn toppur á þeim spillingarborgarísjaka kostaðra álitsgjafa sem klíka Jóns Ásgeirs gerði út til að gæta hagsmuna sinna, beina umræðunni í vitlausan farveg og koma höggum á þá sem ekki voru viljugir til að dansa spillingardansinn með Bonnie og Clyde Íslands

Jón Magnússon, 31.7.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bankar og íbúðalánsjóðir eiga ekki að vera skattstofnar fyrir ríkisjóð í samkeppni við tækni og framleiðslu fyrirtæki.

Æ sér gjöf að gjalda. Væru innkomnar neyslu ráðstöfunar tekjur almennra neytenda eðlilegar miðað við þjóðartekjur á haus, fjármagna flokkarnir sig  á smáum fjöldaframlögum sinna kjósenda milliliðalaust.

Samkeppni er minnst 100 sjálfstæðir fjárhaglega keppendur í haus og gjaldþrot eðlileg 1% til 3% á ári.  Eins er eðlilegt að afskrifa umfram rétt metinn hagvöxt allar vaxta leiðréttingar. Ekki ávaxta loft og mynda þarf með þörf samsvarandi verðmæta fasteigna veðanna.  Gera skil á milli langtíma lána 30 ára [líka 5 ára endalaus velti lán]  og skammtíma lána með til til raunvaxtakröfu og afskrifta.

Koma í veg fyrir þar sem samkeppni regluverk er til staðar að einn þátttakandi eigi meira en 12% í heildar skiptingu. Alls ekki að hann eigi 40% í öllum samkeppni geirum því þá yfirtekur hann fljótt bankaþjónustuna.

Þetta var mér innrætt fyrir 6 ára aldur. Biðraðir og ódýrt drasl og lítið sem ekkert almennt val um gæði var USSR vítið til að varast, nú í dag kallast þetta styrk stjórnastefna hægri komma.

Lögspekingar ættu að kynna sér allt um nýfrjálshyggju formið negative amortization hvenær kollegar þeirra  í vestrænum lýðræðiríkjum með sameiginlega lagagrunn ef rétt skilinn og Ísland telja það í samræmi við gildandi lög og reglur, t.d. með tilliti til veða og tímalengdar einstakra samninga.

Svo þarf að kenna þetta form hér og fræða Íslenska neytendur um það. Ræða langtíma fjárfestingar í langtíma samhengi af hálfu hins opinbera.  Fjárfestingar í lágraunvaxtagrunni  miða við hávaxta grunn 30 áranna í framhaldi sem eru aðalatriðið í augum alvöru fjárfesta.

Augjlóst er hér af allri umræðu að Íslenskur mannauður í tilteknum geirum er þéttsetinn af öpum. 

Hætta svo að senda meðalgreinda mennta menn til þroskaðra ríkja fyrir hönd Íslands.

Júlíus Björnsson, 31.7.2010 kl. 15:47

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Júlíus,

Setning þín :"  Gervi-einkavæðing Bankanna, 3 er er fákeppni ólögleg samkeppni " stendur.

þetta er ólögleg samkeppni samráðsaðila í sömu eigu. Fjandsamlegt almenningi og á að banna.

Skeggi, af hverju þorir þú ekki að koma fram undir nafni? Ég nenni yfirleitt ekki að skiptast á orðum við Mökkurkálfa. En komdu með listann yfir styrkina sem Samfylkingin fékk og þá sést hvað hún fékk.

Jón, hvert orð hjá þér vinur er dagsatt. Spillingin er rampant í þjóðfélaginu. Spilltir menn eða glæpamenn eiga ekki að vera í pólitík. Það þarf að byggja upp almenningsálit sem útilokar þessa drullusokka, sem hafa leynt og ljóst stolið af almenningi, látið múta sér eða hegðað sér með hætti sem er ósamboðin alvöru fólki. Burt með alla skítablesa úr stjórnmálum, hvað sem þeir heita eða hversu góðir sem þeir þykjast vera. Atvinnuflugmaður sem keyrir fullur missir líka flugskírteinið. Af hverju gildir ekki sama um Alþingismenn?  "ExCons í bandarískum skilningi yrðu seint kosnir á þing þar.

Halldór Jónsson, 31.7.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband