4.8.2010 | 13:48
"Sjálfstæðisflokkur geri upp?"
Svavar Gestsson, sérlegur samningamaður í Icesave og sendiherra, skrifar lærða grein um hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í Baugstíðindi dagsins. Hann leggur út frá Hrafnaþingsþáttum Ingva Hrafns á ÍNN, sem þýðir Íslands Nýjasta Nýtt, sem Svavar horfir helst aldrei á.
En Svavar veit þó nóg til að skrifa þetta um Ingva Hrafn:
"Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir.
Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? "
Síðan segir Svavar:
Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna.... "
Restina af greininni er svo pólitísk æfing í gömlum Þjóðviljastíl Svavars og ekki tekur að elta ólar við það. Mikið lifandis reynir það samt á þolinmæðina að lesa svona innantómar fullyrðingar og blaður eftir fulltíða mann með þvílíka fortíð og Svavar Gestsson.
Í tilefni þessa dags þá verð ég að rifja það upp enn einu sinni hver er stefna Sjálfstæðisflokksins frá 1929:
Fyrri hluti stefnunnar er sá, að flokkurinn ætlar að standa vörð um sjálfstæði landsins. Það fer varla saman í þjónkun Svavars og VG við Evrópusambandsaðildina eða hafið umsóknarferli undir handarjaðri þessara sömu átta ráherra úr Alþýðubandalaginu hans Svavars.Sjálfstæðismenn ílendast flestir í flokknum eða koma heim aftur eftir sín gönuhlaup. Enn vantar þó nokkra eins og til dæmis Sverri Hermannsson en það er önnur saga.
Seinni hlutinn hljóða svo, að flokkurinn ætli í innanlandsmálum "að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu, á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
Pólitísk kamlelljón eins og Svavar Gestsson, sem hafa langa reynslu í að mála yfir nafn og númer flokksins síns að hætti þeirra sem fiska í gruggugu vatni, eiga sjálfsagt erfitt með að skilja hvernig flokkur getur haft sömu stefnuna svona lengi án þess að breyta henni. Svarið er líklega allt of einfalt til þess að Svavar geti skilið það. Þetta er nefnilega frjálshyggjan í allri sinni dýrð.
AlCapone, var einstaklingshyggjumaður en ekki frjálshyggjumaður þó hann væri mikill áhugamaður um pólitík í sínum heimabæ Chicago. Hann var ekki félagi í Sjálfstæðisflokknum svo vitað sé.
Jón Ásgeir, Pálmi Haraldsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már, Lárus Welding, Wernersbræður og Finnur Ingólfsson , eru hvorki taldir vera frjálshyggjumenn né hafa þeir verið áberandi í Sjálfstæðisflokknum svo mér sé kunnugt um.
Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi sem grunnhugsjón lýðræðis á ekkert skylt við glæpastarfsemi frekar en frjálshyggjan sjálf. Frjálshyggjumaður veit að hans réttur nær aðeins að sama rétti næsta manns. Þar skilur á milli lýðræðis og einræðis, glæpamanns og heiðarlegs manns. Það er trúlegt að Svavar geti tæplega skilið þetta með sína fortíð og almennan hugsanagang.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekkert að gera upp nema Bjarni vilji skila styrkjunum sem flokkurinn þáði af þeim sem þá töldust flott fyrirtæki og landstólpar en breyttust skyndilega við rannsóknir eftir hrunið. En Samfylkingin ætla ekki að skila neinu af því sem hún fékk frá sömu aðilum. Einstakir menn skipta aldrei löngu máli fyrir slíka stofnun sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Hann er eins og jurt sem sífellt skrýðist nýju laufi á sterkum stofni en fellir gömlu blöðin þegar þeirra tími er kominn. Mig minnir nú að Svavar hafi verið skipaður sendiherra af íhaldinu þegar hann féll af sinni kommagrein og fúlsaði ekki við því, enda varla klígjugjarn í pólitík eftir ævistarfið þar.
Sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggja hans mun leiða þjóðina út úr þessu myrkri sem nú grúfir yfir.Öll él birtir upp um síðir og núverandi ríkisstjórn mun hverfa eins og önnur ólykt.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekkert að gera upp. Hann stendur fyrir sínu og þess sem hann var stofnaður til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Flott grein hjá Svavari.
hilmar jónsson, 4.8.2010 kl. 14:06
Furðulegur málflutningur. Og hver er þá ruglaður, þú eða Svavar.
"Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekkert að gera upp. Hann stendur fyrir sínu og þess sem hann var stofnaður til."
Býrð þú erlendis eða ert þú búin að missa af öllu sem gerðist. Þetta kallast að kasta steini úr glerhúsi.
Baldinn, 4.8.2010 kl. 14:28
Halldór, varst þú ekki genginn í Framsóknarflokkinn?
Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 14:44
Brynjar,
Þú ert greinilega á sömu bylgju og Icesave-maðurinn. Ég get ekki hjálpað þér. Og sama er um líklega um Hilmar.
Mér finnst allt ílagi að vera í félagi eins og Framsóknarflokki eða VG ef maður telur nauðsynegt að hafa áhrif eins og til dæmis á val frambjóðenda. Þetta raðast kommatittirnir í prófkjörin hjá okkur í íhaldinu og það finnst þér sjálfsagt í lagi Björn minn. Þetta er opið
Halldór Jónsson, 4.8.2010 kl. 15:01
Ekki þarftu að kvarta undan því Halldór að bæði gamlir kommar og nýkommúnistar lesi ekki pistla þína (kannski í laumi?). Þeir eru gjarnan flugbeittir og koma við kaunin á þeim. Svavar Gestsson er sem pólitískur brandarakall þegar hann heimtar uppgjör Sjálfstæðisflokksins við frelsið, þá hugmyndafræði, sem svo sannarlega þarf að gæta vandlega að nú um stundir, vegna þess að kommúnistar hafa komist til valda í þjóðfélaginu og leyst úr læðingi afl og hugmyndir, sem mann óraði ekki fyrir að væru enn á lífi, en eru það heldur betur. Sá tími mun koma að Svavar Gestsson muni þurfa að gera grein fyrir pólitískri fortíð, sem er skuggalegri en margan grunar. Einlægt pólitískt uppgjör hans sjálfs nú, kynni að lina höggið sem sagan mun veita honum.
Gústaf Níelsson, 4.8.2010 kl. 17:56
Afar veikur og sundurlaus pistill hjá gamla Stalínistanum. Ég minnist greinar sem Magnús heitinn Kjartansson skrifaði í Þjóðviljann....greinin var um Svavar og birtist meðan Svavar var ritstjóri Þjóðviljans....Magnús klykkti út með því að hvetja Svavar til að horfa í spegil til að komast að því hvernig erkifífl liti út.
Orð Magnúsar áttu vel við þá og gera það enn.
Baldur Hermannsson, 4.8.2010 kl. 19:09
Svolítið áhugavert að lesa greiningu Svavars á Sjálfstæðisflokknum. Hann sem eyddi sínum pólitísku uppvaxtar- og gelgjuárum í að úthúða honum og hans forystu, hafði nú ekki ekki meiri karakter en svo að hann bað Davíð og Halldór Ásgríms vægðar og koma sér út úr pólitíkinni í góðan bitling svo hann gæti hætt í pólitík. Svavar er maðurinn sem barðist gegn Nató gerðist sendiherra í Natóríki til að bjarga eigin pólitíska og fjárhagslega skinni. Nú, þegar hann þykist hólpinn, telur hann sig aftur hafa efni á að standa upp á hól eins og hani og góla, þú þegar hann er kominn á trygg eftirlaun hjá skattborgurum - eftir að hafa gert Þjóðviljan gjaldþrota og gert alvarlegustu atlögu að sjálfstæði þjóðarinnar sem sögur fara af með því að skríða hundflatur fyrir breskum og hollenskum krötum og skriffinnum!
Svavari væri nær að líta sér nær!
Jónas Egilsson, 4.8.2010 kl. 20:06
Góður pistill hjá þér Halldór. Svavar virðist vera kominn á fullt í stjórnmálin að nýju eftir Icesave klúðrið hans enda liggur hann í vari skattborgara.
Jón Baldur Lorange, 4.8.2010 kl. 20:47
Víða er komið við:
Að nefna Al Capone í sömu setningu og og Sjálfstæðisflokkinn vekur vissulega athygli.
Þessir fjárglæframenn sem komu okkur öllum Íslendingum í mjög erfiða aðstöðu eiga það sameiginlegt með Al Capone að þeir vildu auðgast í anda Sjálfstæðisflokksins. Vonandi er það ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að engu skiptir hverri aðferð er beitt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.8.2010 kl. 22:20
Var það ekki Svavar Gestsson sem hélt fund í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn árið 2007, til að segja Dönum að allt væri með felldu í íslenska bankakerfinu? Þar mætti m.a. Sigurður Einarsson, sem er á lista Interpol, og toastmaster var Uffe Ellemann-Jensen, sem þessa dagana segir Íslendingum hvað þeim er fyrir bestu. Uffi fékk víst smálaxveiði fyrir aðstoð sína við hrunið í sendiráðinu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.8.2010 kl. 07:15
Þakka ykkur öllum fyrir heimsóknina. Mér sýnist það helsta lleiðin til að að hækka heimsóknartölurnar í teljaranum, að rifja upp hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Það er áberandi hvað það fer í taugarnar á vinstri flokkahlaupurunum að til sé pólitískt afl sem hefur ávallt verið sjálfu sér samkvæmt og hefur aldrei þurft að mála yfir nafn og númer eins og landhelgisbrjótur. Slíkur heiðarleiki eer auðvitað eitur í beinum þjóðlygara og þjóðrægjenda.
Vilhjálmur, þetta er eittthvað sem mig rámar í og þakka þér fyrir að skerpa minnið. Hv ernig var það annars, var ekki óskað eftir því í öðrum löndum, að skipt yrði um sendiherra þar sem þeir álitu sér sýnda minnkun í persónum sendiherranna ?´Utanríkisráðuneytið varð að flytja mennnina til annars lands. Í báðum tilvikum var um að ræða alþekkta vinstri hrokagikki í stöðum bitlingasendiherra.
Halldór Jónsson, 5.8.2010 kl. 10:38
Guðjón Sigþór
Má ekki alveg eins segja að ég nefni AlCapone í sömu andrá og suma stuðningsmenn Samfylkingarinnar?
Halldór Jónsson, 5.8.2010 kl. 10:39
Já Jón Baldur
Finnst þér ekki merkilegt að maður sem situr undir því að hafa gert Icesave samningsuppkastið telji sig hafa ráð á því að salla niður þá pólitísku andstæðinga sem voru í andófinu ? Ætli honum finnist virkileg súrt í broti að við séum ekki búnir að bóka 60 milljarða í vexti til skuldar? Plús höfuðstól uppá kannski þúsund milljarða?
Halldór Jónsson, 5.8.2010 kl. 10:43
Já Jónas
Méer sýnist að bæði Davíð og Halldór hafi sýnt að þeir séu menn öllu veglyndari en þeir sálufélagar Svavar og Ólafur Ragnar vor ástsæli forseti lýstu þeirra eðli.
Halldór Jónsson, 5.8.2010 kl. 10:46
Baldur, þú bregst ekki með minnisbrandinn í sögunni !
Halldór Jónsson, 5.8.2010 kl. 10:48
Gústaf,
Ég man þá tíð að Svavar og aðrir kommúnistar gengu um með fyrirlitningarsvip gegn þeim sem þeir sögðu að kynnu ekkert í díalektiskri efnishyggju. Vegna þekkingar sinnar vissu þeir allt betur en allir hægrimenn og lýðræðissinnar. Vandamálið að enginn hvítur maður nennti að lesa bullið sem þeir þóttust kunna. En svo kom Hannes Hólmsteinn, las allt heila klabbið og skoraði Svavar og þá alla á hólm. Þá kom í ljós að þeir höfðu mest lítið lesið í fræðunum og kunnu enn minna. Þeir kunnu ekkert nem slagorð. Hannes rúllaði þeim svo gersamlega upp þekkingarlega að þeir báru aldrei sitt barr hugmyndafræðilega eftir Hannes.
Flestir íslenskir kommar höfðu þá heldur ekki nennt að lesa eða hugsa heldur skröfuðu í reykfylltum bakherbergjum og hlustuðu á túlkanir á kenningum Marx innfluttum í hráum slagorðum frá Moskvu og Austur-Berlín.
Ég held að þjóðin eigi að vera Hannesi Hólmsteini ævinlega þakklát fyrir að hafa tekið þetta skítverk að sér og leyst það þvílíkum elegansa sem hann gerði.
Halldór Jónsson, 5.8.2010 kl. 10:59
Eitt af mikilvægustu stefnumálum gamla Sjálfstæðisflokksins var að koma á fót hlutabréfamarkaði þar sem venjulegtfólk gat fjárfest og beint sparnaði sínum að kaupa hlutabréf í „alvöru“ hlutafélögum. Um aðdraganda um þetta mikilsverða mál má lesa í riti Eyjólfs Konráðs Jónssonar: „Alþýða og atvinnulíf“. Þetta rit má telja til undirstöðurits í fjármnálastjórn á Íslandi.
Því miður fór allt í handaskol í meðferð Sjálfstæðisflokksins eftir meira en 17 ára samfellda setu ní ríkisstjórn lengst af sem leiðandi stjórnmálaflokkur. Það sem blasir við er að nánast allir sem töldu sig fjárfesta sparnaði sínum í góðum hlutafélögum hafa tapað gríðarlegum fjármunum. Sömu sögu má segja um lífeyrissjóðina.
Allt eftirlit brást: Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn, Stjórnarráðið. Þó hafði verið raðað inn fólki sem flest hvert var talið mjög hæft, vel menntað og vel að sér í þessum málum. Það var flest hvert stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og hefur einhverra hluta vegna talið að allt væri með felldu.
Það er mikil einföldun hjá þér Halldór að allt það sem hefur farið á hvolt sé „kommunum að kenna“. Svona töluðu menn á tímum kalda stríðsins þegar vitræn umræða var ekki upp á marga fiska. Að hæla hástert umdeildum manni en níða aðra sem þú virðist ekki vera sérstaklega hændur að bendir til mjög mikillrar þröngsýni. Haft er eftir Skúla Thoroddsen að hann teldi sig verða róttækari með aldrinum. Það getur verið á vissan hátt kostur þó mörgum hætti til að verða hærisinnaðri þegar aldurinn færist yfir.
Afglöp Sjálfstæðisflokksins eru því miður hrikaleg og svo virðist að enginn á þeim bæ hafi beðið þjóðina opinberlega afsökunar á því hvernig fór. Hins vegar hefur því meira verið hamast á andstæðingum Sjálfstæðisflokksins og þeir vændir um svik við þjóðina, sbr. Icesavemálið. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn reyntað beita sér fyrir því að tekin verði upp samstarf við bresk stjórnvöld að hafa uppi á þeim gríðarlegu eignum sem vitað er að tengist Icesavereikningunum og koma lögum yfir þá þokkapilta sem málið varðar?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.8.2010 kl. 19:52
Halldór, þegar þú talar um að mála yfir nafn og númer flokksins, þá áttu væntanlega við nafnbreytingu á Alþýðubandalaginu í Vinstri grænir. Þú ættir að geta séð að þeir sem stofnuðu Vinstri græna gátu engan veginn haldið nafni Alþýðubandalagsins, því að það var í raun verið að leggja þann flokk niður, þar eð stór meirihluti Alþýðubandalagsins gekk í (stofnaði) Samfylkinguna ásamt þremur öðrum flokkum.
Alveg nákvæmlega sama staða kom upp í tilurð núverandi Sjálfstæðisflokks. Við skulum rifja upp:
1907: Sjálfstæðisflokkurinn eldri stofnaður sem bandalag milli Þjóðræðisflokksins og Landvarnar vegna símamálsins.
1923: Borgaraflokkurinn var stofnaður sem mótvægi við Alþýðuflokk og Framsóknarflokk.
1924: Íhaldsflokkurinn var stofnaður af 20 alþingismönnum sem höfðu átt aðild að Borgaraflokknum.
1926: Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður af þingmönnum úr Sjálfstæðisflokknum hinum eldri sem ekki vildu taka þátt í stofnun Íhaldsflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn eldri og Borgaraflokkurinn lagðir niður.
1929: Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinast í nýjum flokki, Sjálfstæðisflokknum.
Hvað margar nafnabreytingar urðu þarna? Fjórar. Og allir sem höfðu sundrazt í byrjun, sameinuðust aftur. Þannig að það er eins og að kasta grjóti úr glerhúsi þegar Sjálfstæðismaður sakar VG um flokksnafnsbreytingar.
Vendetta, 14.8.2010 kl. 17:29
Ég vil bæta því við að sumir framámönnum Íhaldsflokksins voru ekki sáttir við nafnabreytinguna í Sjálfstæðisflokk á sínum tíma. Þótt orðið Íhald sé neikvætt í eyrum flestra, þar eð það gefur til kynna andstöðu við allar breytingar (þ.m.t. framfarir), þá virðist það ekki vera svo í eyrum Sjálfstæðismanna. Hvaða þjóðfélagsform finnst þeim þeir verði að halda í?
Vendetta, 14.8.2010 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.