8.8.2010 | 10:15
Í krafti kæruleysis
Styrmir Gunnarsson ritstjóri skrifaði svo:Þrennt skiptir mestu um líf þjóðarinnar í þessu landi: Að hún haldi sjálfstæði sínu. Að hún haldi tungu sinni og menningu. Að hún haldi yfirráðum sínum yfir auðlindum sínum. Ef við höldum fast við þessi þrjú grundvallaratriði getum við tekist á við dægurvandamál hverju sinni.
Sterk öfl, með tilstyrk gríðarlegs fjármagns erlendis frá, eru að hefja atlögu að okkur til. Þeir vilja telja okkur trú um að það sé í okkar þágu að slaka til með fyrstu setninguna, af því að það sé ekki í tísku lengur að einangra sig úti í hafi og taka ekki þátt í samfélagi þjóða eins og það heitir.
Önnur setningin um tunguna og menninguna kemur þá væntanlega af sjálfu sér, eins og hjá stærstu sambandsþjóðunum, sem stefna í að verða íslömsk ríki á þessari öld. Öll varnarviðleitni er hrópuð niður með slagorðum.
Þriðja setningin sé auðvitað sjálfsögð, en að vísu þó með einhverjum skilyrðum um samvinnu við sambandið, sem það getur fallist á.Íslendingar eru nú aðilar að Schengen. Því fylgir að hver sem er af sambandssvæðinu getur komið hingað og sest hér að. Hverrar trúar sem hann er, af hvaða kynstofni sem hann er, hvaða sjúkdóma sem hann ber með sér. Við höfum ekkert eftirlit með því hver kemur hingað af svæðinu, eða hversu lengi hann dvelur.
Hversvegna eru Bretar ekki aðilar að Schengen? Hversvegna er vegabréfaskylda inn í Bretland fremur en Ísland? Hversvegna vilja Bandaríkjamenn stjórna aðgengi lands síns og taka fingraför og ljósmyndir af gestum?Af hverju eru Íslendingar svo sérstakir að hér þurfi ekkert eftirlit né stjórnun?
Er það nóg í sjálfu sér að meirihlutinn vilji í orði kveðnu stefna að þeim markmiðum sem felast í hinum þremur setningum Styrmis en minnihlutinn umgangist þau eins og honum sýnist í krafti kæruleysis almennings?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Hversvegna vilja Bretar ekki setja Englands Banka inn í Seðlabankakerfi Evrópsku Sameiningarinnar? Hversvegna vilja Bretar ekki eignast hlut í Evrópska Fjárfestingabankanum með Frökkum og Þjóðverjum sem eiga 50% og samkvæmt stjórnlögum á helst aldrei greiða út úr honum arð?
Hversvegna telja Skotar betra að semja um Markíl ef Íslandi er komið undir Brussel verðlagseftirlitið með vel skilgreindum stjórnlaga lávaxta samkeppnigrunni?
Júlíus Björnsson, 8.8.2010 kl. 20:32
Sæll frændi.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna við gerðumst aðilar að Schengen.
Tvisvar hef ég fjallað um málið:
"Er ástæða til að fara úr Schengen því reynsla okkar af sáttmálanum er miður góð?"
"Mansal, starfsemi erlendra glæpahópa og óþarfa vera Íslendinga í Schengen"Ágúst H Bjarnason, 8.8.2010 kl. 21:38
Schengen að mati sumra eykur hagvöxt, meira að gera hjá tryggingarfélögum, dómurum, heilsugæslu, fangelsistjórum, lögfræðingum, túlkum, og félagfræðingum og utanríkisþjónustu lengi má telja upp af póstunum. Ekkert er betra en Miðstýrið ríkiselíta í ljósi reynslunnar.
Júlíus Björnsson, 8.8.2010 kl. 22:54
Þakka þér Halldór, það þarf meira um þetta mál. Það voru nýungagjarnir afglapar sem tróðu þessu schengen flæðilandi upp á okkur og öll þau vandræði sem af því hafa hlotist eru ekki en komin fram.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2010 kl. 00:11
Já takk fyrir frændi Ágúst
Þínir pistlar voru afbragð. Það sem okkur verkfræðingum hættir hinsvegar til er að tileinka okkur ekki áróðurstækni. Við skifum okkar skoðun og slengjum henni fram og finnst við hafa þarmeð vel unnið.En "Public Relations" vinnur ekki þannig. Dr. Josef Göbbels viss þetta manna best. Hann sagði að maður yrði að endurtaka lygina nógu oft til þess að hún yrði að sannleika. Sjáðu auglýsingárnar frá Coca Cola þar sem jólasveinninn brosir með öllum kjaftinum. Er eitthvað minnst á áhrif drukksins á tennurnar? En þú færð bara ekki að gleyma nafninu. Þessvegna verður að berja málefnið aftur og aftur til að hafa áhrif.
Júlíus,
Maður skilur akkúrat það sem þú segir þegar maður kemur til landsins eftir mikla vopnaleit í USA og hittir Evrópuherinn í Keflavík, sem leitar enn betur en þeir í Ameríku að því sem við kynnum að hafa bætt við okkur í vélinni þaðan. Gufuruglað en í boði Schengen, hugsanlega kostað af þeim?
Hrólfur,
Áfram með smjörið !
Halldór Jónsson, 9.8.2010 kl. 09:39
Hvað með lífsgæðakapphlaupið er það alveg dottið upp fyrir? Á Ísland að hækka meðal tekjurnar í EU, til þess að fá alla neikvæða hagvöxtinn?
Ef Ísland væri byggt 100% af fyrrverandi þjóðverjum væru þjóðar tekjur á haus í dag 100% hærri en þær eru. Stórfurðlegt þetta ESB lið sem á ekkert sameiginlegt með þroskaðri hluta meginlands Evrópu.
Aðilar sem ágrinast Norður heimskautið er USA, Danir, Norðmenn, Rússar at mati Frakka í barnatímanum hjá þeim. Þeir byrja snemma að undirbúa næstu kynslóð um framtíðinna. Að ná Íslandi styrkir samningstöðu EU um skiptingu Norður heimskautsins.
Það er velskilgreint að orka, hráefni og 1. stigs vinnslu þeirra og nú síðast helstu lágvörur til að halda niðri launkostnaði millistéttarinnar eru lávaxta samkeppni grunnur undir verðlagseftirliti Brussel.
Á þessum mælkvarði verður Íslandi skammtaðar evrur í framtíðinni. Á risa mælkvarði í grunnþjónustu nægja 30.000 til 60.000 manns hér, enda nóg af ódýru húsnæði í EU. Þjóðverjar væru löngu búnir að fjárfesta í þessum Íslenska mannauð ef þeim þætti það arðbært.
Það þarf ekki að semja um Samkeppni grunn EU hann er velskilgreindur í stjórnlagasamþykktum allra Meðlima Ríkjanna. Ekkert þeirra hefur hag af því að lækka ekki kostnaðinn af samkeppni grunninum til að auka sinn eigin innri virðisauka.
FYLGISKJAL II
LÖND OG SVÆÐI HANDAN HAFS HVER FALLA UNDIR ÁKVÆÐI FJÓRÐA HLUTA SAMNINGSINS UM STARFSEMI EVRÓPSKU SAMEININGUNNAR
- Grænland,
- Nýja-Kaldónía og því sem henni tengist,
- Franska Polinesía,
- Landeignir suðlægar [Indlandshafi] og suðurheimsskauts franskar,
- eyjarnar Wallis-og-Futuna,
- Mayotte,
- Saint-Pierre-og-Miquelon,
- Aruba,
- Hollensku Antilles [Karapískahafinu]:
- Bonaire,
- Curaçao,
- Saba,
- Sint Eustatius,
- Sint Maarten,
- Anguilla,
- Caymans eyjar,
- Falklands eyjar,
- Géorgie du Sud og eyjarnar Sandwich du Sud,
- Montserrat,
- Pitcairn,
- Sainte-Hélène og því sem henni tengist,
- Heimskauta yfirráðssvæði bresk,
- bresk landsvæði Indíahafs ,
- eyjarnar Turks og Caicos,
- bresku Jómfrúareyjar,
- Bermúta eyjar.
Danir eru búinir að setja Grænland í samleiginlega grunnpottinn.
Hvort kemur betur út fyrir Brussel að hafa okkur inni fomlega eða bara í greiðsluþjónustu endalaust?
Eftir að inn er komið eru hagmunir hæfs meirhluta sem öllu ráða, líka um tímalengd undanþága sem fylgja stundum formlegri aðild að fulltrúaþinginu.
Getur verið að Bretar séu búnir að gera kröfu til að Ísland fylgi þeim og Hollendingum og Írum. Þjóðvejar og Frakkar fara ekki leynt með það að markmið er að Bretar taki um Evru og eignist hlut í Evrópska fjárfestingarbankanum. Lissabon segir meiri segja að Bretar telji sig en geta fjármagnaði sig á eigin mörkuðum.
Bretar skera niður kostnað af eigin útgjöldum til hermála vegna þess að utanríkja her verður sameiginlega greiddur af öllum Meðlima-Ríkjum en þá græða Bretar mest. EU ætlar að verða ekki minna hernaðveldi en USA og Lissabon-samþykktinn vsar í samkomulag Berlín plus þar sem samþykkt mun hafa verið að endurheimta forn yfirráð yfir Atlandshafinu.
Júlíus Björnsson, 9.8.2010 kl. 10:54
Það eru Olíu hreisunastöðvar á Hollensku eyjum í Karabískahafi. 1. stigs frumvinnsla, eins og álver.
Frakkar gera kröfu um ráða gengisskráningu í Polenesíu, hitt mun falla undir Brussel.
Júlíus Björnsson, 9.8.2010 kl. 10:57
FJÓRÐI HLUTI
SAMBAND LANDA OG SVÆÐA HANDAN-HAFS
Grein 198 Samband landa og umráðasvæða
(úr-grein 182 TCE)
Meðlima-Ríkin koma sér saman um að binda saman við Sameininguna lönd og umráðasvæði ekki evrópsk sem viðhalda með Danmörku, Frakkland, Hollandi og Bretlandi tilteknum tengslum. Þessi lönd og umráðasvæði, héðan í frá nefnd "lönd og umráðasvæði", eru tíunduð í lista sem gefur tilefni til fylgiskjals II.
Markmið sambandsins er efling félags og hagstjórnar þróunarferlis landanna og umráðasvæðanna, og stofnun náinna hagstjórnatengsla í millum þeirra og Sameiningarinnar þegar á heild hennar er litið.
Staðfestandi grunnforsendurnar einnig orðaðar í formálsorðum þessa samnings, skal sambandið í fyrsta lagi gera kleift að vera til framdráttar hagsmunum íbúa þessara landa og umráðasvæða og þeirra velgengni, á þann hátt að leiða þau á hagstjórnar, félagslegum og menningalegum þroskaferli sem þau bíða eftir.
Grein 199
(úr-grein 183 TCE)
Sambandið fylgir eftir viðfangsefnum héðan í frá.
1) Meðlima-Ríkin beita á þeirra verslunarviðskipti með löndunum og umráðasvæðunum regluskorðun sem þau koma sér saman um í krafti samninganna.
2) Sérhvert land eða umráðasvæði beitir á sín verslunarviðskipti með Meðlima-Ríkjunum og með öðrum löndum og landsvæðum regluskorðun sem það beitir á evrópska Ríkið með hverju það viðheldur tilteknum tengslum.
3) Meðlima-Ríkin leggja sitt af mörkum til fjárfestingar að kröfu stigvaxandi þróunar þessara landa og umráðasvæða.
4) Í þágu fjárfestinga fjármagnaðar af Sameiningunni, hlutdeild í útboðum og útvegun er opin, á sömu kjörum, öllum manneskjum [í líkama] og persónum að lögum það er þegnum Meðlima-Ríkjanna og landanna og umráðasvæðanna.
5) Í tengslunum milli Meðlima-Ríkjanna og löndunum og umráðasvæðunum, er gengið frá rétti þegna og félaga til uppbyggingar í samræmi við ákvæði og með beitingu réttarfars sem gert er ráð fyrir í kafla viðvíkjandi uppbyggingarrétt og á grunni sem fer ekki í manngreiningarálit, með fyrirvara um tiltekin ákvæði sem eru tekin í krafti greinar 203.
Grein 200
(úr-grein 184 TCE)
1. Innflutningur sem er uppruninn í löndunum og umráðasvæðunum nýtur við innkomu í Meðlima-Ríkjunum banni við tollgjaldaréttindum sem kemur upp milli Meðlima-Ríkjanna í samræmi við ákvæði samninganna.
2. Við innkomu í sérhvert land og umráðasvæði, eru tollgjaldaréttindi sem er skellt á innflutning Meðlima-Ríkjanna og annarra landa og umráðasvæða bönnuð í samræmi við ákvæði greinar 30.
3. Engu að síður, geta lönd og umráðasvæði gert ráð fyrir tollgjaldaréttindum sem bregðast við nauðsyn þeirra þróunarferla og iðnvæðingarþörfum þeirra eða sem, í skattalegu tilliti, hafa að markmiði að halda uppi þeirra fjárlögum.
Réttindin með skírskotun til undanfarandi efnisgreinar geta ekki orðið meiri en þau sem skella á innflutningi framleiðslna frá Meðlima-Ríki með hverju sérhvert land eða umráðasvæði viðheldur tilteknum tengslum.
4. Málsgrein 2 er ekki beitanleg á lönd og umráðasvæði sem, sökum tiltekinna alþjóða skuldbindinga hverjar þau falla undir, beita þá þegar tollskrá sem ekki fer í manngreiningarálit.
5. Setning eða breytingar tollgjaldaréttinda sem er skellt á varning sem er fluttur inn í lönd og umráðasvæði skal ekki gefa tilefni, að lögum eða í raun, til beinnar eða óbeinnar mismununar á milli innflutnings frá ýmsum Meðlima-Ríkja.
Grein 201
(úr-grein 185 TCE)
Ef mælikvarði réttinda sem eru beitnaleg á varning frá þriðja aðila landi við innkomu í land eða umráðasvæði er, með tillit til beitingar ákvæði greinar 200, málsgrein 1, þess eðlis að valda afvegaleiddum viðskiptum á kostnað eins Meðlima-Ríkjanna, getur það sama krafið Umboðið um að stinga uppá við önnur Meðlima-Ríki nauðsynlegum úrræðum til að ráða bóta á þessu ástandi.
Grein 202
(úr-grein 186 TCE)
Með fyrirvara um ákvæði sem stjórna heilbrigði almennings, öryggi almennings og, lögum og reglum, er frjálsri umferð starfsmanna landanna og umráðasvæðanna í Meðlima-Ríkjunum og starfsmanna Meðlima-Ríkjanna í löndum og landsvæðum stjórnað af athöfum sem eru samþykktar í samræmi við grein 203.
Grein 203
(úr-grein 187 TCE)
Ráðið, sem úrskurðar einróma að tillögu Umboðsins, byggir, út frá framkvæmdum sem fást innan ramma Sambandsins milli landa og umráðasvæða og Sameiningarinnar og á grunni grunnforsenda sem eru skráðar í Samningunum, upp ákvæði viðvíkjandi hætti og réttarfar sambandsins milli landa og umráðasvæða og Sameiningarinnar. Þegar ákvæði sem málið varðar eru samþykkt af Ráðinu í samræmi við réttarfar tiltekinnar löggjafar, úrskurðar það einróma, að tillögu Umboðsins og eftir ráðaleitun hjá Evrópska Þinginu.
Grein 204
(úr-grein 188 TCE)
Ákvæði greina 198 til 203 má beita á Grænland með fyrirvara um tiltekin ákvæði í þágu Grænlands sem fyrirfinnast í frumskjali um regluskorðun sérstaklega beitanlegri á Grænland, sem viðbót við Samninganna
Júlíus Björnsson, 9.8.2010 kl. 11:03
Frakkar skella skattinu á til að taka hann af aftur sérstaklega hjá þeim sem vinna hjá hinu opinbera í þjónustu sem skilar ekki hagnaði beint: til þess að þeir geti borgð skatta eins og aðrir sem vinna fyrir honum. Íslendinga eru nú ekki vanir að líta svona á skatta þeir telja sig nefnlega vegna eigin dugnaðar hafa unnið fyrir honum. Í EU er litið þannig á að þetta sé greiðsla fyrir að fá að vera í duglegur í samfélagi við aðra. Enginn sé ómissandi.
Júlíus Björnsson, 9.8.2010 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.