Leita í fréttum mbl.is

Lög á slökkviliðsmenn

Eftir hverju er ríkisstjórn hinna vinnandi stétta að bíða? Af hverju ekki að sýna sama röskleikann við slökkviliðsmenn og flugumferðarstjóra?

Það verður að hafa vit fyrir óvitum sem halda það að þeir geti bætt eigin hag með því að eyðileggja efnahagskerfið sem þeir búa í.

Lög á slökkviliðsmenn strax áður en þeir drepa einhvern.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég vona að skrif þín séu með öfugum formerkjum.

Verkfallsvopnið er eina vopn launþega, það er ákaflega vandmeðfarið og auðvelt að misnota það. Margir hópar í þjóðfélaginu hafa gert það og hafa þeir skaðað þetta vopn. Slökkviliðsmenn eru hinsvegar ekki að misnota þetta vopn núna, þeir eru búnir að vera einstaklega þolinmóðir, en öllum má þó ofbjóða. Loksins þegar þeir grípa til þessa vopns, nota þeir það af meiri skynsemi en flestir aðrir. Þeir byrja á dagsverkföllum með viku millibili en að lokum verður alsherjarverkfall hjá þeim. Þeir gefa því viðsemjendum sínum meira svigrúm.

Verkfallsvopni er ekki beytt nema í neyð, það er ekki sök annars aðilans ef til verkfalls kemur og alls ekki í þessari vinnudeilu.

Þú segir "lög á slökkviliðsmenn áður en þeir drepa einhvern", ef tjón eða slys hljótast af þessu verkfalli er það ekki síður viðsemjunum að kenna! Þar að auki hafa slökkviliðsmenn haldið uppi neyðarþjónustu og hyggjast gera það þó alsherjarverkfall skelli á. Reyndar var þeim meinað að halda uppi slíkri neyðarþjónustu á Akureyrarflugvelli þegar slökkvibíllinn var tekinn af þeim og fluttur á Húsavík. Illa hefði getað farið þann dag á Akureyri og ekki var það slökkviliðsmönnum að kenna!!

Hverjum þeim sem hyggjast gagnrýna verkföll er hollt að kanna kjör þeirra sem í verkfalli eru. Það er hætt við að mörgum kæmi á óvart að skoða kjör slökkviliðsmanna.

Gunnar Heiðarsson, 14.8.2010 kl. 10:47

2 Smámynd: Hafþór Þórarinsson

Auk þess gengu þeir langt fram yfir öll velsæmismörk þegar þeir voru með skilti til að vara fólk við því að fljúga vegna þess að það væri föstudagurinn þrettándi, ómálefnalegri gerast menn ekki!

Slökkviliðsmenn hafa ekkert með öryggisgæslu á Húsavík að gera. Isavia sér um að tryggja öryggi á Húsavík rétt eins og á Egilsstöðum, Ísafirði og fleiri stöðum öðrum en á Akureyri og slakar að sjálfsögðu ekki á neinum öryggiskröfum þar frekar en annarsstaðar.

Af hverju má ekki fljúga til Húsavíkur rétt eins og til hinna staðanna?

Ein kona gefur fuglum brauð fyrir utan stjórnarráðið til að mótmæla og er handtekinn en her slökkviliðsmanna lokar á almenningssamgöngur og lögreglan neitar að koma á svæðið??

Þeir fá bara almenning upp á móti sér með þessum aðgerðum.

Hafþór Þórarinsson, 14.8.2010 kl. 14:37

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Haukur, það getur verið að almennt séð sé ég illa upplýstur, en í þessu máli er ég það ekki.

Tjón þessara 500 farþega í gær var ekki af völdum slökkviliðsmanna, það var vegna þess að FÍ ákvað að fljúga á Húsavík í stað Akureyri. Forsvarsmenn FÍ vissu að þetta væri klárlega verkfallsbrot og er sökin því þeirra. Þeir plötuðu fólk til að kaupa farmiða í  ólöglegt flug!

Í gær var tekinn slökkvibíll frá Bakka til Húsavíkur en fyrir viku var Akureyrarbíllinn fluttur til Húsavíkur. Þá skapaðist það ástand á Akureyrarflugvelli að ekki var lengur hægt að halda uppi neyðarþjónustu þar. Þetta vita allir sem lesa fréttir!!

Verkfallsvopnið er EINA vopn launþega, þegar því er beytt verða margir fyrir áhrifum þess, því miður. Ef þessar aðgerðir slökkviliðsmanna er lögleysa er varkfallsvopnið dautt. Þá hafa launþegar engin vopn til að sækja launaleiðréttingar, launþegar hafa ekki einu sinni lengur vopn til að fá viðsemjendur sína til að koma að samningaborðinu!!

Að lokum vil ég benda þér á að illa upplýstir menn eru gjarnir á að telja aðra illa upplýsta!!

------

Varðandi athugasemd Hafþórs og spurningu hans um hvers vegna FÍ megi ekki fljúga til Húsavíkur, þá er ekkert því til fyrirstöðu að FÍ taki upp reglulegt áætlunarflug þangað.

------ 

Ég bendi ykkur eindregið á að kanna kjör slökkviliðsmanna og það fálæti sem þeim hefur verið sýnt síðastliðið ár varðandi endurskoðun samninga. Viðsemjendur þeirra komu varla að samningsborðinu fyrr en verkfall hafði verið boðað, jafnvel þó margir mánuðir væru liðnir frá því að samningar runnu út og ýtrekaðar tilraunir slökkviliðsmanna til að ná samningum.

Gunnar Heiðarsson, 14.8.2010 kl. 15:47

4 Smámynd: Hafþór Þórarinsson

Á Flugfélag Íslands bara að hætta að selja miða í flug á föstudögum um óákveðinn tíma? Hvað ef þeir ákveða svo að hafa þetta á öðrum degi eða lengja verkfallið?

Þeir hljóta að eiga að standa í von um það að deilurnar leysist fyrr en síðar.

Það er ekki nokkur leið að staðhæfa það að þetta sé skýrt verkfallsbrot, það er greinilega ágreiningsmál og Flugfélagið virðist lesa svo í málin að það sé það ekki, þeir eru einfaldlega að finna leið til þess að bjarga farþegum sem eru búnir að bóka sig norður á land.

Ég sé persónulega engan mun á því hvort að sett sé upp áætlunarflug til Húsavíkur eða ákveðið að setja upp stakar vélar til þess að bjóða upp á þá þjónustu að flytja fólk norður á land.

Það eitt og sér að flugið færist til Húsavíkur ætti að duga til að koma skilaboðunum til skila.

Með því að fljúga til Húsavíkur er verið að auka ferðatímann til Akureyrar um meira en klukkutíma og auka vinnuframlag starfsmanna til muna.

Ef þeir vilja auka áhrif verkfallsins eiga þeir frekar að lengja tíma verkfallsins, ekki láta þetta bitna enn frekar á einkafyrirtæki og viðskiptavinum þess.

Hafþór Þórarinsson, 14.8.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Snorri Magnússon

Það verður að segjast hreint alveg eins og það er að það er með ólíkindum að fylgjast með blogskrifum í kringum verkfallsaðgerðir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna!!  Það kemur hver kverúlantinn og sérfræðingurinn á fætur öðrum og tjáir sig um málið, frá sínum bæjardyrum, og þykist sannleikann höndum hafa tekið. 

Þannig koma fram ótal "sérfræðingar" sem gagnrýna verkfallsaðgerðir, af því að þær bitna á einhverjum!!!  "Sérfræðingar" sem hvorki hunds- né kattarvit hafa á því hvað stéttarfélagsbarátta er!  "Sérfræðingar" sem hvorki hunds- né kattarvit hafa á því hvað það hefur kostað hinn almenna launamann að komast á þann stað sem hann er á í dag!  "Sérfræðingar" sem hvorki hunds- né kattarvit hafa á því að það hefur kostað blóð, svita og tár, um áratugaskeið, að komast á þau smánarlaun sem hinn almenni launþegi hefur í dag.  "Sérfræðingar" sem hvorki hunds- né kattarvit hafa á því að ófá verkföllin hefur það kostað hinn almenna launamann að komast í þau STÓRFENGLEGU lágmarksmánaðarlaun sem telja í kringum 160.000,- kr!!!  "Sérfræðingar" sem hvorki hunds- né kattarvit hafa á því hvað það er að vera í verkfalli.  "Sérfræðingar" sem þykjast hafa höndlað sannleikann um það hvað sé rétt og hvað sé rangt við verkföll.  "Sérfræðingar" sem engan vegin átta sig á því að verkfallsvopnið er það allra síðasta hálmstrá sem nokkuð stéttarfélag getur hugsað sér að grípa til í kjarabaráttu.  "Sérfræðingar" sem virðast hafa nákvæmlega engan snefil af "stéttavitund" og launabaráttu.

Nei það sem hinn almenni launþegi fær í vasann í dag var ekki fengið með því að vera "sérfræðingur".  Það var fengið með blóði, svita og tárum!!!  Það var fengið með SAMSTÖÐU.  Það var fengið með baráttu.  Það var fengið með félags- og stéttavitund.

Flugvöllurinn í Aðaldal á Húsavík hefur verið lokaður um áraraðir sennilega vegna þess að áætlunarflug þangað hefur ekki borgað sig.  Hann var, í kjölfarið á löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna "dubbaður" upp til notkunar á ný.  KLÁRT VERKFALLSBROT.  KLÁR BROTAVILJI AF HÁLFU FLUGFÉLAGS ÍSLANDS.  KLÁR HVATNING FLUGFÉLAGS ÍSLANDS, TIL FÉLAGSMANNA ANNARRA STÉTTARFÉLAGA TIL VERKFALLSBROTS!!!

Flugfélagi Íslands var í lófa lagið að fljúga allt sitt áætlunarflug, norður í land, til Sauðárkróks í stað Húsavíkur, þar sem starfsmenn ISAVIA eru að störfum - EKKI VERKFALLSBROT.  Málið er einfaldlega það að það tekur mun lengri tíma að aka á milli Sauðárkróks og Akureyrar en Húsavíkur og Akureyrar og þ.a.l. að slíkt fyrirkomulag hefði ekki skilað nægum arði inn í fyrirtækið.

Verkföll koma til af afar illri nauðsyn.  Ég leyfi mér að fullyrði að ekkert stéttarfélag grípur til þess vopns nema í nauðirnar reki.  Það er óhjákvæmilegt annað, þegar um verkföll opinberra starfsmanna er að ræða, en að þau bitni á þriðja aðila, þ.e. þeim sem einhverja þjónustu þarf að sækja eitthvert.  Þannig er einfaldlega bara hlutverk hins opinbera að veita þjónustu!!!  Öðruvísi horfir við ef t.d. rafvirkjar, húsasmiðir, pípulagningamenn, leigubifreiðastjórar, vélstjórar, skipstjórar, stýrimenn, flugstjórar o.s.frv. fara í verkföll.

Það væri hollt hverjum manni, áður en hann fer að blogga frá sér allt vit, þegar kemur að stéttarfélagabaráttu, sem "sérfræðingur" að kynna sér farinn veg.  Það er engan vegin hægt að átta sig á því hvert viðkomandi er að fara nema hann hvaðan hann er að koma!!!

Snorri Magnússon, 15.8.2010 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband