Leita í fréttum mbl.is

Tilgangur spítala?

Ég hitti mann á miðjum aldri í gær. Hann þekkir til á Landspítalanum. Hann sagði að þar væri enn vinnandi fólk, sem hefði starfað þar í tíð Georgs Lúðvíkssonar sem var forstjóri. Georg hafði með sér ritara og launafulltrúa á skrifstofunn sagði maðurinni. Öll laun voru greidd a réttum tíma, öll innkaup gerð og allt stemmdi hjá þessu fólki.  Launafulltrúinn er ennþá lifandi sagði hann, þannig að það er enn hægt að ná tali af henni.

Þjóðinni hefur auðvitað fjölgað eitthvað frá dögum Georgs sagði þessi maður,  en það er langt  frá því að hún hafi tvöfaldast. Nú er allt tölvukeyrt og bráðum á að byggja nýtt sjúkrahús af því að gamla húsið er ónýtt. En samt á að tengja það við það nýja. Núna vinna einir þrjátíu bara í launadeildinni og um fimmhundruð alls við skrifstofustörf og stjórnun á Landspítalanum sagði maðurinn.

Tækninni hefur fleygt fram og þjóðin er árlega að sligast undir byrðunum af heilbrigðiskerfinu. Það er heimtað að hagræða fyrri árs hagræðingunni sem hagræddi þá árinu þar á undan. Allt var vitleysa sem gert var í tíð fyrri ráðherra. Núna ætlar nýi ráðherrann, sem er auðvitað úr miklu betri flokki en sá gamli að sýna listir sínar. Stunur hinna sjúku munu þó ekkert hafa breyst frá því sem áður var.

Rekstur spítala er núna orðinn að hávísindum og ekki á færi neinna venjulegra manna. Til slíks þarf rétt flokksskírteini og réttu samböndin. Hjúkrunarkonur á háskólastigi eru sagðar skrifa frekar júrnala heldur en að snerta sjúklingana. Til þess eru gjarnan fengnir útlendingar ómæltir á íslensku.  Í sífelldum bráðavanda og fjárskorti verður að loka deildum og senda sjúklinga heim.

Hvað skyldi annars valda því að að allt lífið er orðið svona miklu erfiðara en það var? Er tæknin orðin vandamál í sjálfu sér?  Fimmhundruð manns þarf til að vinna störf sem jafnvel fimm sinntu áður en tölvan kom?  Það eru fimm ársverk í því bara að tína hluti, svo sem gsm síma og giftingarhringi,  úr vösum sloppanna áður en þeir fara í þvottinn. Auðvitað hefur árangur í meðferð sjúkdóma stórbatnað og margt er núna auðlæknanlegt sem áður var ólæknandi. Árangur læknavísindanna er stórfenglegur. En hann dugar ekki til vegna stjórnlausrar fjölgunar mannkyns. 

Snýst rekstur spítala nú orðið fremur um vísindi og úrvinnslu gagna og einstök læknisfræðileg stórafrek heldur en að líkna sjúkri alþýðu?

Þegar maður heyrir svona sögur af hetjum hversdagslífsins frá því í gamla daga þá setur mann hljóðan. Hvert er veröldin eiginlega að fara? Stjórnar tæknin sér orðið sjálf? Erum við bara farþegar í tæknihraðlestinni?

 Hver var annars upphaflegur  tilgangur spítala?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 15:55

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er vandamálið í hnotskurn, það kostar minna að fela atvinnuleysi með gömlum venjulegum klepparastörfum.   Alþjóða svarið við tölvunni var að þynn út alla grunnmenntun til að lengja námstíma og fjölga störfum í framhaldi.  Lengri námstími kostar meir lífeyrissjóðsgreiðslur.

Júlíus Björnsson, 14.8.2010 kl. 18:14

3 Smámynd: Dingli

Hef í áratugi ekki sleppt því að lesa skrif þín rekist ég á þau. Ástæðan er hversu oft þú sérð undir yfirborðið.

Í Draumalandinu (ekki því skáldaða) verða mál sem þessi rædd daglega af stjórnvöldum. Sú drulla sem allt stjórnmála og embættishyskið eys yfir allt og alla, alla daga...........Nei nú verð ég að hætta.

Það þarf einn mann við tölvu til að stýra dreifikerfi Orkuveitunnar! Átta tæknimenn, bókari og símastúlka. Öll á eigin farartækjum eða  strætó. Fimmtíu fermetrar með kaffistofu horni, og það fer ljómandi vel um alla.

Dingli, 14.8.2010 kl. 21:33

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona ritgerð á að skrifa á alla net-og umræðumiðla daglega.

Og þetta eru lög!

Árni Gunnarsson, 14.8.2010 kl. 22:05

5 Smámynd: Lýður Árnason

Laukrétt allt saman og hörmung að ennlifandi stjórn hafi tekið með sér þessa óþurft sem bygging nýs spítala er.

Lýður Árnason, 15.8.2010 kl. 03:57

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég koma að resktri framleiðslu heildsölu þegar 8 Megabæta geymslu minni þótt við hæfi fyrirtækja. Þetta var í upphafi síðustu þjóðarsáttar þegar samkomulag varð í baklandinu [þverpólítíkst] um að lækka laun almenns launfólks um 30% í evrum. Yfirbyggingar einkaframtaksins héldu áfram að fylgja Íslensku heildar neysluvístölunni sem er það vitlausasta  stöðuleika hagstórnartól sem hefur verið fundið upp. Alþjóðalegi neytendaverðvísirinn mælir breytingu á verði neysluvöru óbreyttra launa mann yfirleitt, það er stöðugum launa um 80% neytenda. 

Þetta rekstrarfyrirtæki var hefðbundið Íslenskt, gert út á veltuaukningu og lánfyrirgreiðslur sem  miðuðust við aðallega við að heildarlaun af veltu væru sem lægst óháð innri hagnaði af eiginlegum rekstri.

Þetta var um það leiti sem skattmann lækkaði eignarstuðul í efnahagsreikningi fyrirtækja til að minnka eignaskatta. Hinsvegar var sígildur höfuðstóll lagður niður og tekið upp eiginfé. Nokkrum mánuðum síðar var svo skiplega af hálfu stjórnvalda gerð úttekt á eigin fé fyrirtækja. Náttúrlega fækkaði þeim gífurlega í kjölfarið sér í lagi þau sem voru ung og höfðu ekki stundað afskriftir áratugum saman  og áttu þar af leiðandi lítið í varasjóðum. Þetta mun hafa átt að vera til þess að stækka einingar til að mæta samkeppni fram undan þegar Ísland yrði hluti af EES. Hinsvegar sá aðilar fljótt að í tækni og fullvinnslu lágvöru myndi Ísland aldrei eiga séns og því átt að fara í samkeppni á fjármálasviði og undirbúið að stórfjölga í námi sem því tengdist. Mun mikið hafa verið horft til Luxemborgar   [Sem var valinn af Brussel í það hlutverk sem hún hefur í dag]. Ísland hinsvegar átti að vera skattaparadís, af þeirri tegund sem um 2005-2006 varð samkomulag milli EU og USA að uppræta af yfirborði jarðar. Elíturnar þar nærast nefnilega líka á sköttum á allt á sín takmörk í siðmenntuðum markaðaríkjum.

Ég tók strax eftir því að starfhættir í framleiðslunni voru byggðir upp á kreppu hugmyndafræði það er að allir hefðu nóg að gera óháð því magni sem var til staðar á hverjum degi.  Ég sá strax að með því að reikna út lágmarks magn mátti skipuleggja störf þannig að allir gætu fengið sómasamleg laun, þannig að að stafsmanna velta yrði enginn og afköst reynsluboltanna í samræmi. Varalagar af starfsfólki var ekki með í myndinni og óreglulega aukning var leyst með eftirvinnu þangað til að rök voru fyrir því að fjölga.

Rekstrareiningin var efnahagsreikningur í samræmi við þann sem er í hjá stjórnsýslunni Íslensku  fullur að veðbréfum sem ekki voru metin á brunútsöluverði til að sína hærra eiginfé.  Ég sá strax að um 30% af þessu var til 30 ára litið drasl. Það er að skuldararnir myndu vera farnir á hausinn innan 5 ára sem er ekki hægt í ríkisverndaðri fákeppni. Einfaldlega vegna þess að þeir voru greinlega að greiða sér út hugsanlega framtíðar raunhagnað út úr rekstri.Ég gerði þá kröfu að þetta yrði allt afskrifað á einu bretti. Meðan ég stýrði hlutum þannig  að færa viðskiptin annað. Ég leit svo á að 3% hlutdeild í geiranum  væri alveg nóg fyrir mitt fyrirtæki til að lækka vöruverð og greiða sanngjörn laun og afskrifa af fullum krafti.  Þess vegna ætti að velja viðskiptavini þegar það væri hægt eftir rekstargæðum frekar en persónulegum gæðum rekstraraðila. Þetta var gert í samráði stærsta og eina viðskiptabankann sem með því tryggði sig betur og betur gegn gjaldþroti rekstrarins hjá mér.

Hinsvegar voru vaxtarkröfur bankans samkvæmt lögum það háar fyrir mánaðlega lánafyrirgreiðslu að samsvaraði minnst hálfum starmanna framleiðslu og sölukostnaði.

Eftir að ég hafi séð að með tölvunni var hægt að skera yfirbygginguna niður í 60 klukkustundir á mánuði.  Enda skilaði ég sjálfur á hverjum degi þremur venjulegu íslenskum markaðslauna afköstum. Yfirleitt færði ég bókhaldið og reikninga 2 stundir á dag samfara því að innheimta í gegnum síma. Ákvarðanir til sölumanna  og annarra voru teknar meðan unnið var að verðmæta sköpun. Sumir geti nefnilega unnið með höndum stöðluð handabrögð og notað hausinn í annað samfara.

Þessi launalegi fjármálkostnaður millfærðist svo í formi vaxta til fjármálstofnunarinnar sem sérhæfir sig í svona.

Niðurstaðan er sú að hámarka raunveltu til lengri tíma er einfaldasta rekstrar umhverfið og því fleiri sem eru í einföldum raunvirðisframleiðslu rekstri því betra. Þetta gengur ekki upp nema almennur neyslu kaupmáttur sé lágmarkaður skinsamlega.

Niðurstaðan hinsvegar breyttust hlutir hér hratt og góðum öruggum rekstraraðilum [sem sýna litla starfsmannaveltu, eru duglegir að afskrifa: safna í varsjóði og teysta höfuðstól] fækkaði dag frá degi. Stórir risar spruttu upp og þarf ekki að spyrja að því að þeir hætta ekki fyrir en þeir að náð beinu eða óbeinu tangarhaldi á öllum rekstrar aðilum sem falla í kramið að þeirra mati.

Illt er að eiga skuldarþræl að ráðgjafa.  Hér einkennist stjórnsýslan af liði sem enga þekkingu hefur af hefðum langvarandi stöðuleika rekstri og hefur aldrei verið barin til biskups það er hefur ekki hundsvit hvað er langvarandi arðbært eða ekki.

Þegar smásalar sem sem voru að fara á hausinn voru að skýra mál sitt og þá að fegra stöðuna þá töluð þeir eins að stjórnmála elítan í dag.

Þetta sjá allir erlendir alda gamlir lánadrottnar i gegnum þótt almenningur muni aldrei gera það í öllum heiminum. Enda eru allir ekki eins.  Menn er nokkra tegundir eins og hundar.

Veitur veit, reyndur veit þó betur.  Auðþekktur er asnin á eyrum. Hann hunsar það sem honum er sagt.

Júlíus Björnsson, 15.8.2010 kl. 10:50

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Orð í tíma töluð !

Vinnustaðir Rikisrestursins bera ekki lengur allt vinaliðið sem vill fá góðar stöður- og gera ekki neitt- í stjórnun á fáum og fækkandi sem vinna.

kv

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.8.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband